Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR1917 RAUSTIR MENN 9m mP%gr *2P%0 senDiBiuisTöÐin ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1986-78. TBL. 78. ÁRG HELGI OLAFSSON var efstur á New York skákmótinu ásamt sex öðrum fyrir síðustu umferðina sem tefld var seint í gærkvöld Helgi var með sex vinninga af átta mögujegum. Hann tefldi við júgóslavneska stórmeistarann Durbic. Jón L. og Margeir voru með fimm vinninga fyrir níundu og síðustu umferðina og Karl Þorsteins var með 4,5 vinninga. Úrslit lágu ekki Ijós fyrir þegar Tíminn fór í prentun seint í gærkvöldi. FORSETAR ALÞINQIS og for- menn þingflokka hafa lagtfram þingsályktun- artillögu þar sem gert er ráð fyrir að þingfor- setunum verði falið að athuga með hvaða hætti Alþingi muni minnast þúsund ára afmælis kristnitöku á íslandi. Gert er ráð fyrir að þjóðkirkjan og Alþingi muni sameinast um þjóðhátið af þessu tilefni árið 2000 og segir m.a. í greinargerð með tillögunni að þingfor- setar skuli eiga sameiginlega viðræðufundi til undirbúnings með kristnitökunefnd þjóð- kirkjunnar. STROKUFANGI af Litla-Hrauni náðist, eftir skamma útivist af Hrauninu aðfaranótt sunnudags. Fanginn kom labb- andi upp á Selfoss, þar sem lögregla náði honum tveimur tímum eftir að tilkynnt var um strok' hans. Það var klukkan 6.25 á sunnu- dagsmorgun, sem hann náðist. INNBROTSÞJÓFAR heimsóttu sparisjóðinn á Flateyri um helgina. Einnig var brótist inn í kaupfélagið. Rannsóknarlög- reglan vinnur að rannsókn málsins. Ekki hefur enn tekist að hafa upp á þeim sem frömdu innbrotin. Að sögn Öskars Sigurðs- sonar rannsóknarlögreglumanns á ísafirði var litlu stolið í innbrotunum, en talsverðar skemmdir voru unnar á húsnæðinu. EDWARD DERWINSKI, sér- stakur ráðunautur utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, er væntanlegur til íslands í lok mánaðarins og mun hann hafa meðferðis nýjar tillögur bandarískra stjórnvalda um lausn hins svo nefnda Rainbow-máls, vegna vöruflutninga vamarliðsins til og frá fslandi. Matthías Á. Matthiesen utanríkisráðherra ritaði George P. Schultz bréf fyrr í þessum mánuði, þar sem þess var farið á leit að hraðað yrði aðgerðum í Rainbow-málinu. HORNSTEINN VERÐUR LAGÐUR að nýja Seðlabankahúsinu þann 6. maí n.k. Gert er ráð fyrir að Réiknistofa bankanna flytji starfsemi sína í nýbygginguna í lok apríl og vonast er til að Seðalbankinn og Þjóöhagsstofnun geti flutt um næstu áramót. Höggmyndasýning verður opnuð í húsinu er hornsteinninn hefur verið lagður og mun hún standa í nokkra daga. Þess má geta að Seðlabankinn er 25 ára gamall um þessar mundir. OHAÐ stofnun í Suður-Afríku sem hefur með samskipti kynþátta að gera gaf út tilkynningu í gær þar sem 171 maður var sagður hafa látið lífið í kynþátttaátökum í marsmánuði. Það gerir mars að versta, mánuðinum í þessu sambandi síðan núver- andi óeirðir og átök hófust í landinu fyrir rúmum tveimur árum. SOVÉTRÍKIN OG KÍNA áttu mikil viðskipti saman á síðasta ári og reyndar jukust viðskipti ríkjanna tveggja um 64% frá árinu 1984. Sovétmenn seldu Kínverjum olíuafurðir, járn, stál og timbur en Kínverjar seldu kjöt, áxexti, te og ull í massavís til Sovétríkjanna. KRUMMI „Þau virðast vera mislöng þessi helg- arfrí þarna á Hraun- inu...." 400$ Flugvélarflakið ¦ I jósuljöllum. Einungis tveir af sjö manns sem voru með vélinni komust lífs af. A innfelldu myndinni sést hvar komið er með hina slösuðu frá Stykkishólmi. Báðir mennirnir eru enn á gjörgæsludeild, en taldir Úr lífshættu. Tímamynd: Friðþjófur. Flugslysið í Ljósufjöllum: Tímamynd: Sverrir. Tveir komust lífs af fimm manns létust þegar TF-ÖRM fórst Tveir komust lífs af, en fimrri létust þegar TF-ORM af gerðinni Piper Aztec vél Arna frá ísafirði fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi' skömmu eftir hádegi á laugardag. Mennirnir tveir sem komust lífs af dvöldu enn á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í gærkvöldi, en voru taldir úr lífshættu. TF-ORM lagði af stað frá ísa- firði áleiðis til Reykjavíkur um hádegisbilið á laugardag. Flogið var blindflug. Síðast heyrðist frá vélinni klukkan 13:19 þegar haft Flugslysið: Nöf n farþega Þessi létust: Sigurður Auðunsson hagræð- ingarráðunautur, 57 ára gamall til heimilis að Efrahvoli í Mos- fellssveit. Hann lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn. Kristján Sigurðsson bóndi að Ármúla við ísafjarðardjúp. Kristján lætur eftir sig konu og sexbörn. Hann var49áragamall. Smári Ferdinandsson flugmað- ur 35 ára, til heimilis að Hjalla- braut 35 Kópavogi. Hann lætur eftir sig unnustu. Auður Albertsdóttir 28 ára gömul til heimilis að fsafjarðar- vegi 4 Hnífsdal og dóttir hennar Erla Björk Pálmarsdóttir sem var eins árs gömul. Auður var kona Pálmars Gunnarssonar sem komst lífs af úr flugslysinu. Auð- ur lætur eftir sig mann og fjögurra ára gamla dóttur. Þessir komust af: Kristján Guðmundsson sjó- maður frá Bolungarvík og Pálmar Gunnarsson lögreglumaður á ísa- firði. Þeir eru báðir úr lífshættu. -ES var samband við flugstjórn í Stykk- ishólmi. Þar fékk flugmaður leyfi til þess að lækka sig niður í lág- marks flughæð - fimm þúsund fet. Þegar vélin svaraði ekki kalli að- flugsstjórnar í Reykjavík, eftir að vera horfin af radar, var leit þegar undirbúin. Vél flugmálastjórnar fór strax í loftið og heyrði í neyðar- sendi vélarinnar klukkan 14:29. Þá tókst að miða út vélina og reyndist sú staðarákvörðun vera rétt. Björgunarsveitir víðsvegar að af Snæfellsnesi gerðu sig klárar til þess að fara til leitar, fótgangandi, á vélsleðum og snjóbílum. Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varnarliðs- ins freistuðu þess strax í byrjun að komast að flakinu en það reyndist ógerningur. Þyrlurnar voru hafðar til taks, ef veður skyldi batna. Björgunarsveitarmenn sem lögðu á fjallið urðu margir hverjir frá að hverfa vegna erfiðra aðstæðna. I verstu hryðjunum komst vindhæð- in í tólf stig og voru miklir svipti- vindar í fjöllunum. Vatnsaginn var mikill og snjór blautur og erfiður yfirferðar. Leiddar hafa verið líkur að því að einmitt þetta slæma veður hafi orsakað flugslysið. Harðir svipti-' vindar, mikil ísing og niðurstreymi af fjöllum geta hæglega hafa skap- að þær aðstæður sem gerðu flug illmögulegt á þessum slóðum. þessum slóðum. Það voru meðlimir úr Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík sem fyrstir brutust upp að flakinu. Þá var lífsmark með þremur mann- eskjum. Þau yóru flutt niður fjallið í snjóbíl, og tók þyrlaLandhelgis- gæslunnar við sjúklingunum og flutti áleiðis til flugvallarins í Stykkishólmi þar sem TF-GTO flutti þau til Reykjavíkur. Einn sjúklingurinn lést í flutningunum." • Níu klukkustundir liðu frá því að slysið varð, og þar til fyrstu björgunarmenn komu á staðinn. Það er samdóma álit þeirra björg- unaraðila sem Tíminn ræddi við að það hefði ekki staðið í mannlegu yaldi að stytta þann tíma. Rannsóknarnefnd flugslysa fór á slysstaðinn á sunnudag. Þar fór fram frumrannsókn á flakinu, en síðan forðuðu menn sér af fjallinu - sökum snjóflóðahættu. Ekki varð ljóst að um sjóflóðahættu var að ræða fyrr en undir morgun á sunnu- dag, og höfðu þá tugir leitarmanna verið fótgangandi í fjöllunum. Alls voru hundruð manna við leitina þegar hún stóð sem hæst. Talsverður tfmi mun líða þar til rannsóknarnefnd flugslysa mun télja flakið fullrannsakað. • , -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.