Tíminn - 23.05.1986, Qupperneq 1
LÁNSKJ ARAVÍSITALA fyr
ir júnímánuö hefur verið reiknuö út og
reyndist hún 1448 stig, sem er 1,12%
hækkun frá marsvísitölu. Júnívísitalan
samsvarar spá Seölabankans frá því í
mars sl.
Lánskjaravísitalan hefur hækkað um
1,4% síöustu 3 mánuði - mars-júní -
sem samsvarar 5,7% verðbólgu á heilu
ári. Hækkunin frá því í júní í fyrra er
26,6%.
HERMANN Guðjónsson hefur ver-
ið settur vita- og hafnarmálastjóri frá og
með 16. maí.
ALMANNATRYGGINGAR
hækka nú um mánaðamótin um 3,06%.
Auk þess hefur verið ákveðið að greiða
3000 kr. lífeyrisuppbót elli- og örorkulíf-
eyrisþegum sem njóta óskertrar tekju-
tryggingar. Öðrum verður greidd uppbót í
hlutfalli við skertar tekjutryggingar.
SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur
hefja starfsemi sína um næstu mánaða-
mót eins og venja er. Þeir verða á fimm
stöðum í borginni; í Skerjafirði, Laugar-
dal, við Ásenda, Stekkjarbakka og á
Ártúnsholti. 9-12 ára börnum er heimil
þátttaka í starfi garðanna og kostar það
kr. 250.
SÉRFRÆÐINGAR frá Alþjóða
kjarnorkumálanefndinni eru væntanlegir
til ráðgjafar um rannsóknir á geislavirkni
í umhverfinu og matvælum. Heilbrigðis-
ráðherra hefur falið Geislavirnum ríkisins
að hefja undirbúning reglubundinna
geislamælinga í umhverfi og matvælum,
til þess m.a. að auka öryggi landsmanna
og tryggja verðmæti útflutnings. Það fær-
ist í vöxt að kaupendur óski vottorða um
geislavirkefni í sjávarafurðumáerlendum
mörkuðum.
SAMVINNUFERÐIR opna í
dag nýja söluskrifstofu í nýbyggingu Hótel
Söau og er henni aðallega ætlað að selja
feröir innanlands fyrir erlenda ferðamenn.
RÆKJUVERÐ var ákveðið á
fundi verðlagsráðs sjávarútvegsins á mið-
vikudaginn meðsamkomulagi. Niðurstað-
an varð sú að lágmarksverð á rækju frá
1. júní til 30. september 1986 skuli vera
6% hærra en það verð sem gildir til
maíloka.
GRENSÁSVEGSMÁLIÐ er
enn í kyrrstöðu hjá rannsóknarlögregl-
unni. Konan liggur enn á sjúkrahúsi og
hún hefur ekki verið yfirheyrð ennþá.
Sambýlismanni hennar hefur verið sleppt
úr gæsluvarðhaldi eins og komið hefur
fram.
AKÆRUR í okurmálinu halda áfram
að streyma frá Sakadómi. Á miðvikudag-
inn voru eftirtöldum birtar ákærur: Jón
Baldursson Torfufelli 24, Stefán Haralds-
son Flókagötu 3, Bent Scheving Thor-
steinsson Oldugötu 17 og Bryndís Val-
björnsson Leifsgötu 26.
KRUMMI
„Það verður æ
athyglisverðara
fjármálalífið
í Reykjavík."
Yfirlýsingar Sjálfstæöismanna vekja athygli:
„Aðförin að Mikla-
garði er hneyksli"
- segir Alfreö Þorsteinsson
„Ég tel þessa aðför að Mikla-
garði vera hneyksli. Samkeppni
stórmarkaðanna, Hagkaupa og
Miklagarðs, hefur verið reykvísk-
um neytendum til góðs og þeir
munu fljótt finna fyrir því í
hækkuðu vöruverði ef Miklagarði
verður lokað. Hér er því einnig um
að ræða aðför að Reykvíkingum
almennt," sagði Alfreð Þorsteins-
son í samtali við Tímann í tilefni af
yfirlýsingum sjálfstæðismanna í
Reykjavík um að Miklagarði muni
verða lokað eftir tvö ár, haldi þeir
meirihluta sínum í borginni.
Alfreð sagði að það hefði komið
sér á óvart að sjálfstæðismenn
skyldu lýsa því yfir fyrir kosningar
að þeirætluðu að loka Miklagarði,
„en það sýnir að þeim er rammasta
alvara. Þetta gerist á sama tíma og
borgin stendur í milljónafram-
kvæmdum vegna nýbyggingar
Hagkaupa. Hagkaup eiga allt gott
skilið en mismunun af þessu tagi er
óþolandi.
Sjá nánar leiðara bls. 6.
íramir eru komnir
Frank Stapleton einn af burðarstólpum írska landsliðsins kom til Reykjavíkur í gær. írska landsliðið mun
leika við það íslenska næstkomandi sunnudag og hefst leikurinn á Laugardalsvellinum klukkan 17. Eins
og myndin ber með sér er Stapleton alveg tilbúinn í slaginn. Bara eftir að fara úr æfingagallanum.
Tímamynd Pctur
Falsaðir
dollarar
í umferð
Tveir menn
komnir í gæslu-
varöhald grunaö-
irum peningafals
Tveir menn hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í
eina viku vegna rannsóknar á
fölsuðum 100 dollara-seðlum
sem hafa verið í umferð að
undanförnu. Peningunum hef-
ur verið skipt hjá einstakling-
um, í verslunum og bönkum og
er ljóst að upphæð þeirra skipt-
ir hundruðum þúsunda.
Rannsóknarlögreglan fékk
þetta mál til rannsóknar á mið-
vikudagskvöldið og rakti slóð
seðlanna til tveggja manna sem
báðir eru íslendingar. Peir
voiu síðan úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í gær. Ekki eru öll
kurl komin til grafar í þessu
máli og ekki er enn Ijóst hversu
mörgum peningaseðlum hefur
verið skipt, né hvaðan þeir
koma. Rannsóknarlögreglan
varðist allra frétta af þessu
máli þegar Tíminn hafði sam-
band við hana í gærkvöldi þar
sem rannsókn er enn á frum-
stigi. -gse
Hafskipsmálið hjá rannsóknarlögreglunni:
Hafskipsmenn kæra til Hæstaréttar
Enn hefur enginn starfsmaöur Útvegsbankans verið yfirheyröur
Fjórir rannsóknarlögreglumenn
leggja nú nótt við dag ásamt
aðstoðarmönnum við rannsókn
hins svokallaða Hafskipsmáls. Enn
hafa ekki aðrir verið kallaðir til
yfirheyrslu en sexmenningarnir
sem úrskurðaðir voru í gæsluvarð-
hald í fyrradag. Fimm þeirra,
Björgólfur Guðmundsson, Ragnar
Kjartansson, Helgi Guðmundsson,
Páll Bragi Kristjónsson og Þórður
H. Hilmarsson hafa kært gæslu-
varðhaldsúrskurðinn til Hæstarétt-
ar, en þeir voru allir úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 25. júní. Málin
verða lögð fyrir réttinn í dag og
lögmenn fimmmenninganna munu
kynna sér málsatvik. Hæstarétti er
skylt að skila niðurstöðum sínum
þremur dögum eftir að öll gögn
hafa komið fram, svo þeirra er
vart að vænta fyrr en um miðja
næstu viku.
Rannsóknarlögreglan hefur enn
ekki viljað gefa upp hver þau brot
eru sem mennirnir eru grunaðir
um, né á hvaða tímabili þau eru
framin. Þó er Ijóst á rannsóknarað-
ferðum og íöngum gæsluvarð-
haldsúrskurði að mennirnir eru
grunaðir um mjög alvarleg auðgun-
arbrot, auk skjalafals og rangs
framburðar.
Enginn starfsmaður Útvegs-
bankans hefur verið kallaður til
yfirheyrslu, en rannsóknarlög-
reglustjóri hefur lýst því yfir að
einhver eða einhverjir af starfs-
mönnum hans séu grunaðir um
brot í opinberu starfi. -gse