Tíminn - 23.05.1986, Side 2
2 Tíminn
Föstudagur 23. maí 1986
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna:
Minni framleiðsla
en aukið verðmæti
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna hófst í gær á Akureyri,
og voru þar mættir á annað hundrað
fulltrúar frá 70 aðildarfrystihúsum
S.H.
Par kom fram að heildarfram-
leiðsla félagsaðila S.H. 1985 var
samtals 78.529 smál. eða 3,2% minni
en 1984. Útflutningur S.H. árið 1985
var hins vegar 85,4 24 smál. og er þar
um 3,0% aukningu að ræða frá árinu
áður. Verðmæti útflutningsins var
kr. 2.447,2 millj. eða 50,7% meira
en 1984.
Heildarvörusala Coldwater Sea-
food í Bandaríkjunum dróst saman
um 5,1% en jókst að verðmæti um
3,7%. Alls fóru 46,8% af útflutningi
S.H. til Bandaríkjanna. Mikil sölu-
aukning varð til Bretlands á árinu,
eða sem nam 47,5%. Eru menn
bjartsýnir á aukna sölu til Bretlands-
eyja og var því ákveðið að stækka
frystigeymslur Icelandic Freezing
Plants Ltd. um 22.457 m\ Þá var
breska fiskheildsölufyrirtækið
Brekkes keypt, og talið er að við það
skapist nýir og víðtækir sölumögu-
leikar m.a. með ferskan fisk.
Framleiðsluhæsta frystihúsið inn-
an S.H. bæði hvað varðar magn og
verðmæti, var Útgerðarfélag Akur-
eyringa. Nam hlutdeild þeirra í
magni 8,66%, en 9,02% að verð-
mætum. Reyndar nam framleiðsla
B.Ú.R. og ísbjarnarins scm
og Granda hf samanlagt 6.752
smál. eða 8,92% af heildar-
framleiðslu S.H., en tekið er fram
að þessar tölur séu ekki með öllu
samanburðarhæfar vegna samein-
ingar frystihúsanna.
Eftir landssvæðum var framleiðsl-
an mest á Norðurlandi, 16.162 smál.,
en Vestmannaeyjar og Vestfirðir
voru nánast með sömu framleiðslu-
tölur, um 13.600 smál.
-PHH
Nýkjörin stjórn Svd. Ingólfs við nýkeyptan torfærubð af M. A.N. gerð. Bfllinn
er að sögn þeirra Ingólfsmanna mjúkur og liðlegur sem fólksbfll. Hann getur
borið 20-25 manns ásamt öllum útbúnaði sem þeim fylgir og jafnframt dregið
vagn með tveimur stórum snjóbflum. Tæki þetta er hið fyrsta hér á landi sem
notað er við björgunar- og leitarstörf.
Aðalfundur Svd. Ingólfs:
31 útkall síðasta ár
- mikilvirkt torfærutröll bættist í flotann
Sigurður Blöndal skógræktarfrömuður gróðursetur tré við Suðurlandsbraut.
Líf og land:
Tré fyrír 3 milljónir
Samtökin Líf og land hafa á- Suðurlandsbraut, milli Álfheima framlög inn á hlaupareikning nr. sölu barmmerkja á fjölförnum
kveðið í tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar, að safna 3
millj. kr. til kaupa á trjágróðri.
og Skeiðarvogs. 109 í Sparisjóði Rvk. og nágrennis. stöðum unt allt land, nk. föstudag
Eins hefur garðyrkjustjóri Rvk. og laugardag.
Söfnun stendur nú yfir fram til veitt trjáplöntum viðtöku. Þá " -PHH
Gróðursetja á trén á svæði við 24. maí nk. og er hægt að leggja nrunu samtökin einnig standa fyrir
Heimilishjálpin í Kópavogi:
Umtalsverð kjarabót
um 20% launahækkun hjá flestum
„Ég vil nú meina að þetta séu að
mörgu leyti betri samningar en „Bol-
ungarvíkursamningarnir“, því hér
er um varanlegan samning að ræða
og leiðréttingu á starfsmati þeirra
sem vinna hjá heimilishjálpinni,”
sagði Bragi Guðbrandsson félags-
málastjóri Kópavogs við Tímann
aðspurður um hvort Kópavogsbær
hefði gert annað Bolungarvíkursam-
komulag við Sókn.
Bragi sagði að með þessum samn-
ingum fengi starfsfólk við heimilis-
hjálpina sömu laun og aðstoðarfólk
á dagvistarstofnunum, en það væri
gamalt baráttumál þeirra.
I samningi þeim sem gerður hefur
verið er miðað við að lægsti taxti sem
borgað verður eftir, samsvari 57.
launaflokki BSRB, en það er í
samræmi við þá sérkjarasamninga
sem gerðir voru við starfsmannafé-
lag Kópavogs. Starfsfólk heimilis-
hjálparinnar getur þó hækkað um
tvo launaflokka með því að fara á
tvö námskeið. Að sögn Braga þýðir
þetta samkomulag að lang flestir
starfsmenn heimilishjálparinnar fái
yfir 29 þúsund krónur í mánaðar-
laun, þar sem næstum allir hafa
annað hvort að baki námskeið eða
langa starfsreynslu. Ef miðað er við
18 ára starfsreynslu, sem ekki er
óalgeng hjá þessum hópi, lætur nærri
að launahækkunin sé að meðaltali
um 20-21%, en sé miðað við lægsta
hugsanlega taxta sem borgað er eftir
(þ.e. engin námskeið eða starfsald-
ur) er hækkunin í kringum 14%.
Bragi undirstrikaði þó að þessi
launahækkun kæmi í kjölfar endur-
mats á starfi heimilishjálparinnar og
nýrri starfslýsingu þar sem tillit væri
tekið til fleiri atriða en áður hafi
verið gert. „Það má því segja að hér
sé um leiðréttingu á launum þessa
fólks ræða,“ sagði Bragi að lokum.
-BG
Björgunarsveit Slysavarnadeild-
arinnar Ingólfs í Reykjavík var köll-
uð út 31 sinni í fyrra. Útköllin voru
18 á sjó, 12 á landi og eitt í lofti.
Þetta kom fram á aðalfundi Ingólfs,
sem haldinn var um borð í skipi
Slysavarnafélags íslands, fyrrum
varðskipinu Þór.
Fram kom að umsvif sveitarinnar
aukast stöðugt, ár frá ári, og einkum
hjá björgunarsveitinni. I henni eru
75 manns auk fimmtán nýliða og 20
varamanna. Alls telur slysavarna-
deild Ingólfs á annað þúsund manns.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundin-
um. Hanaskipa: ÖrlygurHálfdánar-
son formaður, Brynjólfur Þ. Brynj-
ólfsson varaformaður, Guðni Sig-
þórsson gjaldkeri, Gunnar Karl
Guðjónsson ritari, Skúli Ólafsson
meðstjórnandi, Sigurður Guðmars-
son meðstjórnandi, Páll Fransson,
Jón A. Jónsson og Gunnar Magnús-
son meðstjórnendur.
Deildin hefur nýlega fest kaup á
mikilvirku torfærutrölli, sem ber um
25 manns með öllum útbúnaði. Bíll-
inn er af M.A.N. gerð og getur
dregið sleða með tveimur snj óbílum.
Upplýsinga-
þjónusta
landbúnaðar
- stofnuð af aðilum
sem starfa í land-
búnaði
Stofnuð hefur verið upplýs-
ingaþjónusta landbúnaðarins.
Verkefni hennar verða kynningar
og fræðslustarf unr landbúnaðinn
og framleiðsluvörur hans. Meðal
annars mun Upplýsingaþjónust-
an gefa út fréttabréf. annast út-
gáfustarfsemi og hafa samstarf
við fjölmiðla um málefni land-
búnaðarins.
Stofncndur voru Framleiðslu-
ráð Iandbúnaðarins. Stéttarsam-
band bænda, Búnaðarfélag
íslands, Landbúnaðarráðuneyt-
ið. Mjólkursamsalan í Reykja-
vík, Ósta- og smjörsalan, Bú-
vörudeild SÍS, SS og samtök
afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Auk þessara aðila verður leitað
eftir þátttöku fleiri aðila sem
starfa í landbúnaði og þeir sem
ákveða þátttöku fyrir 1. júlí
munu taldir sem stofnaðilar.
í stjórn Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins voru kosnir Guð-
mundur Stefánsson, Óskar H.
Gunnarsson. Hákon Sigurgríms-
son, Magnús Friðgeirsson og
Guðmundur Sigþórsson.
-ABS