Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. maí 1986 Tíminn 3 Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Átelurstjórnvöld fyrir slóðahátt - við að framfylgja reglum um eiturefnamerkingar Ncytendafélag Reykjavíkur og nágrennis átelur stjórnvöld harðlega fyrir slóðahátt við að frantfylgja reglum um merkingu nauðsynja- vara, sem innihalda hættuleg eitur- efni. Nú 15 mánuðum eftir að reglur þessar voru settar séu sáralítil merki þess að framleiðendur og innflytj- endur taki tillit til þeirra og merki vörur sínar samkvæmt þeim. Við nýlega könnun í verslunum hafi komið í ljós að reglurnar eru þver- brotnar. Félagið fordæmir þrjósku fram- leiðenda og innflytjenda. sent með því að fara ekki eftir settum reglum lítilsvirði líf og heilsu neytcnda. Byggingarkostnaður stendur í stað: Tvöfalt gler lækkaði Nær engin hækkun varð á vísitölu byggingarkostnaðar milli apríl og maí, eða aðeins 0.08%. Undanfarna 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,7% sem jafngildir um 11% verð- bólgu á ári. Hækkun vísitölunnar sl. 12 mánuði er 28,9%. Allir launaliðir vísitölunnar héld- ust óbreyttir milli mánaða. Örlítil hækkun varð á nokkrum efnisliðum, en lækkun á öðrum t.d tvöföldu gleri. Byggingavísitalan er nú 265 stig miðað við 100 í desember 1982. -HEI Óráð, svartkrít, 1986. Lystalist til Eyja Flóki sýnir í Akóges-húsinu Um helgina gefst Vestmannaeyj- um færi á að líta dulmagnaðar myndir, gæddar lostafullri fágun, eftir sjálfan Flóka. Sýning mynd- anna verður í Akóges-húsinu og opnað verður föstudaginn 23. maí. kl. 17.00. Sýningin verður síðan opin laugar- dag, sunnudag og mánudag frá kl. 14.00 til 22.00. Má búast við að Vestmannaeyingar láti ekki happ úr hendi sleppa, heldur mæti og njóti myndmáls Al- freðs Flóka til hins ýtrasta. phh Álíta megi að varúðarnterkingar gætu hafa komið í veg fyrir stóran hluta þeirra hörmulegu slysa af völd- um hættulegra efna sem orðið hafa á undanförnum árum. Neytendafélagið mun fylgjast náið með þróun mála á næstunni. „Verði ástandið ekki komið í viðunandi horf innan eins mánaðar mun félagið bcita öllum tiltækum ráðunr til þess að vernda hagsmuni neytenda," seg- ir m.a. í frétt frá félaginu. Fremst á myndinni er Finish frá Matkaup Vr, en það er efnið sem olli hörmulegu slysi á ársgömlum dreng hálfu ári eftir að auglýsing heilbrigðisráð- herra um varúðarmerkingar var birt, og enn er selt ómerkt. Af þeim tegunduni þvottaefna fyrir sjálfvirkar uppþvottavélar sem hér eru sýnd, er Upp frá Frigg hið eina íslensku efnanna sem er með varúðarmerkingum og af erlendu efnunum aðeins Quick sem merkt er á íslensku. IVESTURBÆ við opnum nýja söluskrifstofu í nýjum húsnkynnum Hótel Sögu Um þessar mundir ern liðin 10 ársíðan við tókum húsnæði okkar í Austurstræti 12 í notkun. Við höldum upp á tímamótin með því að opna, fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, sérstakt útibú og söluskrifstofu í Reykjavík. Á nýju söluskrifstofunni ve'rtum við alla almennaferðaþjónustu. Við gefum út farseðla í áætlunarflugi innanlands og utan, afgreiðum nópferðafarþega á leið til útlanda eða í sérstakar innanlandsferðir okkar, göngum frá hótelpöntunum, bflaleigubflum, lestarmiðum, leikhúsferðum og öðru því sem viðskiptasambönd okkar hérlendis og erlendis bjóða upp á og veitum með aðstoð tölvutækninnar allar fáanlegar ferðaupplýsingar á svipstundu. Með fullkominni tæknivæðingu og faglegri þekkingu bjóðum við þér nú beint samband úr vesturbænum við flugfélög, ferðaskrifstofur og ótal fleiri aðila umallan heim. Um leið höfum við stigið enn eitt skref í átt til aukinnar þjónustu við viðskiptavini okkar. Samvinnuferdir-Landsýn Hótel Sögu við Hagatorg - Sími 91 -62 22 77 Hátíðartilboð í tilefni opnunor: VÍNARFERD Á10 ÁRA G0MLU VERDI! Einaf fyrstu ferðunum sem við seldum fyrir 10 árum í Austurstræti 12 var óborganlega skemmtileg ferð til Vínar í Austumki. i tilefni opnunarinnar á Hótel Sögu gerum við okkur glaðan dag, hverfum 10 ár aftur í tímann í verðlagningu og efnum til Vínarferðar á sérstöku hátiðartilboði. Brottför er 28. júní og grunnverð fyrir 2ja vikna ferð er aðeins kr. 5.680.-. Bna skilyrðið fyrir þátttöku á þessu hátíðarverði er að farþegar panti ferðina á nýju skrifstofunni. Og nú er um að gera að hafa hraðann á!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.