Tíminn - 23.05.1986, Síða 15

Tíminn - 23.05.1986, Síða 15
Tíminn 19 Föstudagur 23. maí 1986 lllllllllllllllllillllllll MINNING r T ^ ' ' ' Unnur Þórarinsdóttir Fædd 24. dcsember 1926 Dáin 11. niaí 1986 Við vorum þar fyrir ári. Þá var Haraldur kvaddur. Nú er það Unnur. Er þetta ekki miskunnarleysi eða erum við svona eigingjörn? Harald- ur og Unnur fylgdust alltaf að í sínu iífi. " Þau gengu í hjónaband 1949 og tóku þá þegar við búsforráðum á Uriðafossi. Þau uröu strax samhent og nákomin. Hjónaband þeirra var hamingjuríkt og einkennandi var. hve þau virtu hvort annað. Þau eignuðust fjögur börn. stúlkurnar Guðbjörgu og Rannveigu giftar og búsettar á Sclfossi og piltana Einar Helga, sent nú býr á jörðinni og Þóri í háskólanámi en á sitt heintili á Fossi. Þeim búnaðist vcl. Aldrei var slakað á, alltaf þessi mikla reglusemi og fyrirhyggja. Unnur var forkur dugleg og allt fór henni vel úr hendi. Það var sama. hvort hún hélt á hrífu. var við mjaltir, saumuskap eða matseld. Allt var unnið með hinum mesta myndarbrag. Hún varð fljótt mæli- kvarði ntinn á vcl gcrða hluti. Við Unnur kynntumst á Fossi. Ég sjö ára gamalt kaupstaðarbarn, hún nýkontin frá Kolsholti í sömu sveit. 23 ára nýgift efnismanni. Hún annaðist strákinn vel, sem upp frá þessu vurð sem þeirra barn. Ég dvaldi á Fossi samfleytt í níu sumur frá því snemma á vorin og fram yfir réttir á haustin, einnig oft í skólaleyfum á vetrum, svo kynni okkar urðu náin og kær. Þessa vináttu ræktuðu þau alla tíð síðan og fyrir það vil égþakka sérstaklega nú, atlæti og móttökur, scm ég og fjöl- Urriðafossi skylda mín höfum notið á þessu góða heimili, nú sfðast fáum dögunt fyrir andlát hennar, cn þá var henni mjög brugðið. Það er góður eiginleiki að geta gefið og sýnt öðrum umhyggju. Aðdáunarverð var umönnun hjónanna á Fossi við uldraða móður Haraldar, Rannvcigu. sem lést þar í hárri elli 1967. Bæði Haraldur og Unnur áttu um nokkurt skeiö í alvarlegum veikind- um og önnuðust þá hvort annað á svo fallegan og sinnugan hátt að betur varð ekki gert. Unnur stóð sent klettur við hlið manns síns í hans crfiðu veikindum í upphafi liðins árs þrátt fyrir að hún gengi ekki heil til skógar sjálf. Hún gerði allt sem mögulegt var. hvatti ntann sinn og hjúkraði honum. Hún tók hann heim sárþjáðan í skyndiheimsóknir alveg fram undir andlát hans 28. apríl 1985. Hún sinnti búsforráðum á stórbýli með dyggri aðstoð barna og tengda- barna og eftir föngum greiddi hún úr ótal ábyrgðarstörfum, sent Haraldur hafði gegnt fyrir sveit sína og sýslu. Hún barðist til hinstu stundar. undir- bjó Einar Helga, son sinn, með búskapinn og reyndi hvað hún gat að létta ótímabæra og skyndilega ábyrgð, sem féll á fjölskylduna alla við fráfall Haraldar. Líkingin í kunnu kvæði Stephans G. um greniskóginn á hér vel við um Unni. ..Bognur nldrci - brotnnr í byjpum stára seinasl. “ Börnin þeirra fjögur höfðu erft góðar eigindir foreldranna og alist upp við að sýna öðrum umhyggju. Systkinin önnuðust móður sína frá- bærlega. Þetta einkenni fjölskyld- unnar að mæta aðsteðjandi vanda með einlægum og hljóðum hætti hefur veriö mér mikill skóli. Ekkert var ómögulegt. Allt var rcynt, svo Unnur gæti notið heimilis síns svo lengi sent kostur væri. 11. maí lést Unnur 59 ára. Ég og fjölskylda mín vottum börn- unum, fjölskyldum þeirra, ættingj- um. sveitungum og vinum dýpstu samúð og biðjum Guð að vcrnda ykkur og styrkja. Drottinn gef þú dúnum ró. Iiinum líkn. sem lifn. Kristján Guömundsson. Magnús Jónsson Scheving Fæddur 31. október 1909 Dáinn 17. ntaí 1986 Magnús Jónsson Scheving var fæddur í Reykjavík 31. októberárið 1909. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Magnúsdóttur frá Efra- hreppi í Skorradal og Jóns Hansson- ar Scheving frá Brekku á Kjalarnesi. Jón og Sigríður giftust árið 1904 og bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík. Þau eignuðust níu börn, þrjú dóu ung. Jón Hansson Scheving faðir Magnúsar var sjómaður en Sigríður Magnúsdóttir móðir hans var þvotta- kona við Laugarnar hér í Reykjavík. Mun barátta þeirra hjóna við að koma upp börnunum hafa verið ntjög hörð cins og algengt var í þá daga. Magnús ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Guðrúnu Markúsdóttur og Magnúsi Magnússyni í Miðvogi við Akranes. Magnús kynntist konu sinni Sól- veigu Vilhjálmsdóttur á síldarárun- um á Siglufirði en hún var ráðskona þar en hann sjómaður á síldarbát. Sólveig var dóttir hjónanna Kristín- ar Jónsdóttur frá Jarðbrú og Vil- hjálms Einarssonar, kenndum við Bakka í Svarfaðardal, mikils dugn- aðar og atorkumanns. Sólveig og Magnús eignuðust tvö börn Eyjólf Ægi Magnússon, kennara, og Sigrúnu Magnúsdóttur, kaupmann. Sólveig og Magnús bjuggu fyrst að Miðtúni 72 í Reykjavík en síðar hófust þau handa um byggingu húss að Skipasundi 13 og þangað fluttu þau 1946 og bjuggu þar til 1976. Þau hjón voru mjög samhent þó ólík væru um margt, en samband þeirra var mjög náið og gott og byggðu þau hvort annað upp. Kom þetta best í Ijós við byggingu hússins, en það var augljóslega mikið átak fyrir lág- launafólk. Auðvitað var ekki hægt að sjá fyrir endann með fjármögnun byggingarinnar. það var svo sannar- lega ekki að skapi Magnúsar að stofna til skulda. Það kom því í hlut Sólveigar að sjá um fjármálin en verkið vann meistarinn. Magnús var sérstaklega lagtækur smiður og eftir- sóttur í múrverk vegna vandvirkni. Samvinna þeirra hjóna var á ýmsan hátt nokkuð á undan tímanum. m.a. gekk Magnús í öll verk innan húss með konu sinni. Heimili Sólveigar og Magnúsar að Skipasundi var einstakt. Þar var oft mjög gestkvæmt. Sólveig var sér- staklega félagslynd og gestrisin og hafði yndi af að hafa sem mest af fólki í kringum sig. Var því oft mikið um að vera á heimili þeirra. Þar voru stjórnmál oft rædd, en stjórnmála- skoðanir þeirra voru mótaðar af lífsreynslu þeirra og baráttu við öfl sem töldu sigyfir aðra hafin. Magnús var frekar hlédrægur maður en þó gleðimaður í þröngum hóp og hafði yndi af að segja frá. Einnig var hann mjög söngelskur. Magnús hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og las hann geysimikið. Á heimili þeirra hjóna var til ógrynni bóka. Mér hefur oft dottið í hug að Magnúsi hefði hæft vel að vera fræðimaður því svo mikla ánægju hafði hann af grúski í ýmsum fróðleik. Það hlýtur því að hafa verið geysilegt áfall fyrir hann þegar hann missti sjónina alveg fyrir þremur árum. Þessi síðustu æviár hans voru því þungbær hvað þetta snerti. Stundum þegar ég kom að Dal- braut 27, þar sem hann dvaldist síðustu æviárin, leit ég í bók úr bókasafni hans. Ekki var alltaf staldrað lengi við og því ekki tími til að Ijúka við það sem byrjað var á, en Magnús gat alltaf sagt mér fram- haldið þó langt væri síðan hann hefði lesið það sjálfur. Hann safnaði ekki bókum til að geynia þær ólesnar í skápunt. Sólveig lést 6. október 1978 og hafði hún síðustu þrjú árin átt viö mikla vanheilsu að stríða og varð hún að dvelja meira og minna á sjúkrastofnunum. Reyndi þá oft mikið á Magnús og sýndi hann einstaka þrautseigju í veikindum hennar. Þegarstríði hennar lauk tók hans við. Magnús fékk berkla þegar hann var 16 ára og barðist við þá í ein 6 ár og hefur það eflaust mótað mjög lífsferil hans. Hann varð því oft að taka mikið á við þau störf, sem hann fékkst við. Þau voru svo sannarlega ekki þau heppilegustu fyrir mann með skert starfsþrek, en Magnús fékkst aðallega við sjómennsku og múrverk. Ekki er efast um að hann hefði haft hæfileika til hvers sem var, en í þá daga höfðu aðeins þeir efnameiri möguleika á að ganga menntaveginn. Ég hef ekki þekkt marga svo dagfarsprúða og þægilega menn sem Magnús Scheving. Á 25 ára kynni okkar ber engan skugga. Ég vil sérstaklega þakka honum elskuleg- heitin gagnvart börnunum mínum, sem sakna nú afa síns sáran. Þau áttu oft erfitt með að skilja forsjón- ina, að taka frá honum sjónina og það sem hann hafði einna mest yndi af, lestur góðra bóka. Börnunum sínum og barnabörnum reyndist hann besti hugsanlegi faðir og afi. Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík veturinn 1986-1987 er til 2. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu skólans að Hverfis- götu 45 símar 21942 og 27366 daglega frá kl. 15.00 til 17.30, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Skólastjóri. Vörubíll - Traktor - Blasari - Ljósavél Til sölu mjög góður Benz 1413 vörubíll, Ferguson 35 traktor með ámoksturstækjum, Mannheim diesel Ijósavél 16 kWh, sem ný og súgþurrkunar- blásari. Góð kjör í boði. Upplýsingar í síma 93-2177. Teiknari/sölumaður Prentsmiðja óskar eftir að ráða teiknara, vanan grafískri hönnun. Umsóknir sendist auglýsinga- deild Tímans merkt „teiknari/sölumaður 800“. Trúnaði heitið. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í lagningu holræsa í fyllingu norðan Sætúns milli Höfðatúns og Kringlumýrarbrautar. Verk þetta nefnist Sætúnsræsi, 2 áfangi. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. júní kl. 11.00. t Öllum þeim, sem vottuðu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför Friðbjargar Jónsdóttur fyrrverandi Ijósmóöur Sandfellshaga sendum við innilegustu þakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur fyrir góða umönnun. Guðrún Jónsdóttir Guðjón Gunnlaugsson Björn Benediktsson Ásta Björnsdóttir Þorgils Benediktsson Emma Benediktsdóttir Sveinn Árnason Guðný Pólsdóttir Silja Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Dótturina bar hann á höndum sér, svo stundum hefur verið haldið fram, að hún hafi alist upp í fangi hans. Slíkt var dálætið með þeim. Hver á nú að segja, að engin geri hlutina betur? Minn góði vinur er horfinn yfir móðuna miklu. Ég þakka honum samverustundirnar og óska honum starfs við hugðarefnin og Guðs bless- unar í nýjum heimi. Þorlákur Þórarinsson, prófastur, yrkir eftirfarandi um fóstra sinn klausturhaldarann Hans Scheving: Um Skeving ég loflengi: lér sóma grér skjóma, kort amar, kurt temur, kœnn, dyggur, vœnn, hygginn, þolgóður, þelblíður, þjóðhagur, hljóðfagur, geðprúður, guðhrœddur, gjafmildur af snilldum. Eins og Magnús Scheving kom mér fyrir sjónir, þá gætu þessar ljóðlínur alveg eins átt við hann, en báðir voru af sama meiði, frá Sche- vinge á Sjálandi. KEin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.