Tíminn - 26.06.1986, Page 4
4 Tíminn
LADDA Á SÖGU
Skemmtidagskrá Ladda á Sögu var flutt alls 60 sinnum á
föstudags- og laugardagskvöldum í Súlnasal fram á vor. Það
voru hvorki meira né minna en 20 þúsund manns sem komu
til að sjá Ladda. Troðfullt var á allar sýningarnar. Laddi brá
sér í gervi fjölda persóna, svo sem Þórðar húsvarðar, Eiríks
Fjalar og Tanna.
Á sýningunum naut Laddi aðstoðar Halla bróður síns og
einnig dansara frá Dansstúdíói Sóleyjar. Stjórnandi
sýningarinnar var Egill Eðvaldsson, útsetning tónlistar var í
höndum Gunnars Þórðarsonar og hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar lék á sýningunum. Kynnir var Páll
Þorsteinsson.
Síðasta sýning Ladda á Sögu — og sú 60. — var 7. júní. Þá
var þeim sem hlut áttu að máli þakkað og þeir kallaðir fram
á sviðið með Ladda þetta kvöld.
Forsvarsmenn Gildis hf. sem sér um veitingareksturinn á
Sögu tóku á móti gestum við innganginn með blómum, — og
20 þúsundasti gesturinn var sérstaklega verðlaunaður.
_ n kveður á Sögu eftir 60 sýningar fyrir fullu húsr
Laddi - Þórhallur Sigurðsson - kveður a
i. 20 þúsund manns sáu sýningarnar.
20 þúsund manns sáu
20 þúsundasti gesturinn á
skemmtidagskrá Ladda á
Sögu var Lóa Rún Kristins-
dóttir. Hér sést Wilhelm
Wessman, framkvæmda-
stjóri Gildis hf. bjóða hana
velkomna. Lóa Rún hlaut í
verðlaun gistingu fyrir tvo
í svítu hótelsins ásamt
kvöldverði í Grillinu og
morgunverð við brottför.
Fimmtudagur 26. júní 1986
ÚTLÖND
FRETTAYFIRLIT
JOHANNESARBORG
— Yfirvöld í Suður-Afríku
aflýstu upplýsingarfundi um
átök í landinu sem haldinn
hefur verið daglega síðan
neyðarástandslögin tóku aildi.
Upplýsingamálaráðuneytið
sagði fundinum hafa verið af-
lýst vegna þess að skyndileg
fækkun hefoi orðið á ofbeldis-
aðgerðum. Þá var breska
stjórnmálamanninum Denis
Healey neitað að fá að heim-
sækja svarta stjórnmála-
leiðtogann Nelson Mandela
sem situr í fangelsi í Höfða-
borg.
LUNDÚNIR — Oliver
Tambo leiðtogi Afríska þjóðar-
ráðsins yfirgaf Bretland eftir að
hafa átt fund með ráðherra
bresku stjórnarinnar. Hann
sagði við brottförina verða
ánægður ef breska stjórnin
myndi viðurkenna samtök
hans. Allan Boesak, svartur
leiðtogi kirkjunnar í Suður-Afr-
íku, kom hinsvegartil Lundúna
í gær en sagði á fréttamanna-
fundi að hann gæti ekki sagt
allt sem hann vildi um ástandið
í Suður-Afríku vegna neyðar-
ástandslaganna.
BARIONI, Júgóslavía-
Ráðstefna OPEC ríkjanna,
sem haldinn er á hálfs árs
fresti, hófst með kosningu nýs
forseta samtakanna og var
olíumálaráðherra Nígeríu fyrir
valinu. Líklegt er talið að deilur
um framleiðslukvóta og verð
eigi eftir að setja svip sinn á
ráostefnuna.
TEL AVIV — Avraham
Shalom yfirmaður ísraelsku ör-
yggisþjónustunnar sagði upp
starfi sínu í gær eftir að Chaim
Herzog forseti hafði lofað hon-
um að engin opinber rannsókn
færi fram á ákærum um, að
hann hefði látið taka af lífi tvo
arabíska skæruliða sem í haldi
voru.
AMMAN — Ný byltingar-
samtök araba sögðust bera
ábyrgð á sprengingunum sem
ollu miklum eldi í helstu olíu-
hreinsunarstöð Kuwait í síð-
ustu viku.
MOSKVA — Jóhannes
Rau, kanslaraefni vestur-
þýska sósíaldemókrata, lagði
áherslu á andstöðu flokks síns
við kjarnorkunotkun í viðræð-
um sem hann átti við Vitaly
Vorotniov meðlim forætis-
nefndar sovéska kommúnista-
flokksins. Tass fréttastofan
sagði Rau einnig hafa átt við-
ræður við Mikhail Gorbatsjov
leiðtoga Sovétríkjanna en ekki
voru gefnar nánari fréttir af
þeim fundi.
MANILA — George Shultz
utanríkisráðherra afhenti
stjórninni á Filippseyjum 200
milljónir Bandaríkjadollara
sem fara eiga í aðstoo til íbúa
landsins. Háttsettir embættis-
menn á Filippseyjum hafa
hinsvegar gagnrýnt fjárveiting-
una og segja hana ekki vera
aðstoð heldur leigu fyrir banda-
j herstöðvarnar á eynni.