Tíminn - 26.06.1986, Page 5
Fimmtudagur 26. júní 1986
Tíminn 5
ÚTLÖND
illllliiililillllllilllllill!
Illllllllllllll!
illlllllllllill
Pólýnesía:
Flugfélög í vanda
vegna yfirþyngdar
- Eru íbúar Suður-Kyrrahafseyja
feitari en flest annað fólk?
Kynþáttakúgunin ■ Suður-Afríku hefur komist í sviðsljósið eftir að stjórn
hvíta minnihlutans setti á neyðarástandslög. Leiðtogar Evrópubandalagsríkj-
anna þykja líklcgir til að samþykkja einhverjar viðskiptaþvinganir sem
beinast gegn Suður-Afríku.
Wellington-Reuter
Flugfélög sem fljúga til Tonga og
Vestur Samoaeyja í Suður Kyrrahafi
hafa komist að því að sumir farþeg-
anna eru of feitir til að fljúga.
Bæði Flugfélag Nýja Sjálands og
Flugfélag Pólýnesíu hafa orðið að
Ráðstefna Evrópubandalagsríkjanna hefst í dag:
Refsiaðgerðir gegn
S-Afríku aðalmálið
minnka fjölda farþega í vélum sínunt
á þessari léið og er ástæðan einfald-
lega sú að venjulegur farþegi á
flugleiðinni er þyngri er venjulegur
farþegi á öðrum leiðum, svo einfalt
er það.
Flugfélögin hafa orðið að skilja
þrettán sæti laus í hinum 113 sæta
Boeing 737 vélum sínum og leyfð
meðalþyngd hefur verið hækkuð úr
77 kílógrömmum upp í 93 kíló.
Þess má geta að TaufÁhau Tupou
konungur Tonga er 136 kíló að
þyngd og mun hann þurfa sérstak-
lega hannað sæti í flugvélum fyrir-
tækjanna tveggja er hann heldur á
alþjóðlegar ráðstefnur eða annað.
Hagg-Reuter
Leiðtogar ríkja Evrópubandalags-
ins (EC) munu mæta á ráðstefnu
bandalagsins sem hefst í Haag í dag.
Líklegt er talið að umræðurnar á
ráðstefnunni muni fyrst og fremst
snúast um hugsanlegar refsiaðgerðir
gegn stjórn Suður-Afríku svo og
versnandi samband við Bandaríkja-
stjórn vegna viðskiptatakmarkanna.
I gær benti margt til þess að ríki
bandalagsins myndu fallast á ein-
hvers konar form viðskiptabanns á
Suður-Afríku vegna ofbeldisins í
landinu og neyðarástandslaganna
sem stjórn hvíta minnihlutans hefur
sett á.
Samkvæmt heimildum innan
bresku ríkisstjórnarinnar, sem hing-
að til hefur verið helsti andstæðingur
viðskiptabanns á Suður-Afríku, er
hún nú reiðubúin til að koma á móts
við óskir þeirra sem vilja halda uppi
refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku.
Er talið að Evrópubandalagsríkin
samþykki bann á nýjar fjárfestingar
í landinu og banni einnig innflutning
á úraníum og landbúnaðarvörum frá
Suður-Afríku.
Embættismenn sögðu í gær að slík
samþykkt myndi líklega nægja þeim
ríkjum sem hvað harðast hafa gengið
í þá átt að fá samþykktar efnahags-
legar refsiaðgerðir.
Auk refsiaðgerða gegn Suður-
Afríkustjórn munu áform banda-
rískra stjórnvalda, um að setja tak-
mörk á innflutning margvíslegra
afurða frá ríkjum Evrópubandalags-
ins, vera líkleg til að setja mark sitt
á fund þennan. Hin tólf ríki banda-
lagsins hafa varað Bandaríkjastjórn
við þessum áformum. sent taka eiga
gildi þann 1. júlí næstkomandi, og
hótað að svara í sömu mynt.
Miklar öryggisráðstafanir eru í
Haag vegna komu leiðtoga Evrópu-
bandalagsríkjanna.
Breska samvinnuhreyfingin:
Beitir sér gegn aukaefn-
um í matvælaframleiðslu
- aöalfundur samþykkir herferö
Frá Dr. Keys fréttarítara Tímans í Bretlandi:
Samvinnuhreyfingin í Bretlandi
hefur nú hrundið af stað herferð
gegn kemískum efnum í matvælum.
Á aðalfundi Breska samvinnusam-
bandsins, sem haldinn var fyrir
skömmu, var samþykkt ályktun um
nauðsyn þess að banna flest kemísk
efni eða aukaefni í breskum mat-
vælaiðnaði, og að matvælafram-
leiðsla á vegum bresku samvinnu-
hreyfingarinnar yrði í framtíðinni
laus við aukaefni af þessu tagi.
Þessi álytkun aðalfundarins kem-
ur á sama tíma og Breska heildsölu-
samvinnufélagið, sem er risafyrir-
tæki tengt samvinnuhreyfingunni,
hefur lagt út í sína eigin herferð gegn
aukaefnum í framleiðslu sinni, en
félagið sér hinum 95 stórmörkuðum
og umboðsaðilum kaupfélaganna
víðs vegar um Bretland fyrir um
70% af matvælum sem þar eru á
boðstólum.
Samvinnuhreyfingin vill með
þessu gerast forgöngumaður fyrir
því að dregið verði úr notkun þeirra
6000 aukaefna sem notuð eru í
matinn sem breska þjóðin lætur ofan
í sig.
„Við teljum að barátta okkar
gegn kemískum aukaefnum sé víð-
tækari og gangi lengra en flestar þær
herferðir sem farnar hafa verið af
matvælaframleiðendum í Bret-
landi,“ sagði talsmaður Breska
heildsölusamvinnufélagsins Martin
Henderson í samtali við Tímann.
„Á aðalfundinum sem haldinn var
í Llandudno í Wales kom fram
tillaga frá Breska heildsölusam-
vinnufélaginu þar sem farið var fram
á að Breska samvinnusambandið
aðstoðaði við upplýsingamiðlun
varðandi þessi aukaefni," sagði
Henderson ennfremur.
Athyglin beinist ekki hvað síst að
frystri fæðu, þar á meðal fiski ss.
fiskstautum.
„í vöruþróun á frystri fæðu erum
við nú með sérstakt verkefni í gangi
þar sem leitast er við að minnka
notkun á kemískum aukaefnum,"
sagði Henderson.
Á undanförnum sex mánuðum
hefur Heildsölusamvinnufélagið
hætt að nota aukaefni í vörur eins og
brauð og ís, og komið fram með nýja
línu af aukaefnalausum vörum s.s.
jógúrt, íspinna, ávexti í dósum og
morgunverða kornmeti.
Heildsölusamvinnufélagið hefur
jafnframt þrýst á við stjórnvöld að
koma á fót einföldu og samræmdu
merkingakerfi á allar matvörur sem
seldar eru í Bretlandi.
Aðalfundurinn í Llandudno í Wa-
les er sá 117. í röðinni, en í Bresku
samvinnuhreyfinginni eru nú um 8
milljón manns og heildarvelta sam-
vinnufyrirtækjanna var á síðasta ári
um 4850 milljón sterlingspund. Hér
er því um umtalsvert afl að ræða,
sem getur beitt áhrifum sínum á
helstu verslunargötum Bretaveldis.
Forseti Alþjóðasamvinnusam-
bandsins, Svíinn Lars Marcus,
ávarpaði aðalfundinn í Wales, en
það er f fyrsta sinn sem hann ávarpar
aðalfund breskra samvinnufélaga
eftir að hann varð forseti árið 1974.
Hann hvatti til aukinnar samvinnu
samvinnuhreyfinga í Evrópu og öðr-
um löndum og taldi þar ýmsa mögu-
Ieika ónotaða sem gætu verið öllum
til hagsbóta.
- BG
Astralía:
Heimsins
stærsta
spilavíti
Sydney-Reuter
Bandarísk hótela- og spilavítis-
keðja og ástralskt byggingarfyrir-
tæki hafa tekið höndum saman
unt að byggja og reka það sem
kallað hefur verið „heimsins
stærsta spilavíti".
Það var héraðsstjórnin í Nýja
Suður-Wales sem tilkynnti um
fyrirhugaða byggingu og er um
að ræða fyrsta löglega spilavítið á
þessum slóðum.
Spilavítið verður byggt við
höfnina í Sydney á mjög fallcgum
útsýnisstað. Gert er ráð fyrir
einum 400 veðmálaborðum í hús-
inu og hótelherbergin eiga að
verða 700 talsins. Spilavítinu
sjálfu á að verða lokið árið 1988
en byggingu hótelsins árið 1990.
Samningurinn sem fyrirtækin
tvö gerðu við héraðsstjórnina
gerir ráð fyrir að hún fái 35% af
innkomunni á ári hverju sem ku
eiga að nema sem samsvarar tíu
milljónum íslenskra króna.
Búist er við 8,3 milljónum
gesta á fyrsta starfsári spilavítis-
ins en fimmtán þúsund viðskipta-
vinir eiga að geta komist fyrir í
húsinu á sama tíma.
Skipadeild Sambands-
ins mun ferma til ís-
lands á næstunni sem
hér segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Alla miðvikudaga
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Moss:
Alla laugardaga
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
PerTrader ............7/7
Hvassafell.......... 18/7
Gloucester:
Jökulfell.............7/7
Jökulfell.............8/7
New York:
Jökulfell........... 10/7
Jökulfell........... 18/8
Portsmouth:
Jökulfell........... 10/7
Jökulfell........... 10/8
SKIRADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Simi 28200 Telex 2101
Ertu hættuleeur
í UMFERÐINNI
án þess að vita það?
Mörg lyf hafa svipuö áhrif
og áfengi
Kynntu þér vel lyfiö
sem þú notar
il®
Á timabilinu 1. mai til 30. sept. Átimabilinu 1. juni til 31. agust
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl 09.00 Þriðjudaga: Fra Stykkishólmi kl. 14.00
Fra Brjánslæk kl 14 00 eftir komu rútu.
Til Stykkisholms kl. 18 00 Fra Brjánslæk kl. 18.00
fyrir brottför rútu til Rvk Til Stykkishólms kl. 21 30
Fimmtudaga Samatimataflaog Laugardaga Fra Stykkishólmi kl. 09.00
mánudaga Sigling um suðureyjar
Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00. eftir komu rútu Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00
Viðkoma i inneyium A tímabilinu 1. júli til 31. áqúst
Frá Br|ánslæk kl. 19 30 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Til Stykkishólms kl. 23.00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu
Viökoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum.
Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkishólmi:
Hjá afgreiislu Baldurs
Stykkisholmi.s: 93-8120
Fra Brjanslæk:
Hjá Ragnari Guðmundssyni
Brjanslæk, s.: 94-2020.