Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 8

Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 8
8 Tíminn ÍÞRÓTTIR ■ Einn af ráðamönnum FIFA hrósaði cnska landsliðinu fyrir að taka marki Maradonu með still- ingu. „Ákvörðun dómarans var slæm fyrir Englendinga en þeir tóku henni eins og menn og sýndu gott fordæmi og sýnishorn af heiðarleika enskra knatt- spyrnumanna," sagði Guido Tog- nomi einn af blaðafulltrúum FIFA. Það hefði verið gaman að sjá til leikmanna Paraguay ef þeir hefðu orðið fyrir barðinu á hendi Maradona. ■ Ef þú er í Frakklandi oggetur borgað 160 þúsund krónur nú þegar þá færðu möguleika á fari með Concord-þotu til Mcxíkó og miða á úrslitaleikinn í keppninni. Air France (franska fluglelagið) stendur fyrir þcssari ferð og þegar eru llest sæti bókuð. Frakkar eru nefnilega vissir um að komast í úrslitin. ■ Maradona licfur sagt að hann hafi ekki skorað gegn Englend- ingum með hcndinni af ásettu ráði. „Boltinn fór í mig en það var óvart. Ég hélt um tíma að jafnvel Shilton hefði slcgið hann sjálfur í markið,“ sagði litli snáð- inn í pistli sem hann ritar í argcnt- ínska blaðið Tiempo Argcntino. ■ Það eru ekki aðeins leikmenn á knattspyrnuvellinum sem hafa fengið að sjá rauð og gul spjöld. í vináttuleik á milli forráðamanna FIFA og skipuleggjenda HM þá fór allt í bál og brand. Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru reknir af velli í þessum vináttuleik sem spilaður var af fullri hörku. ■ Samkvæmt töluni frá Mexíkó þá hafa yfir tvær milljónir manna horft á lciki HM í Mexíkó. Flestir sáu leik Mexíkó og Paraguay á Aztec-leikvellinum eða 114 þús- und en fæstir mættu á leik Ung- verja og Kanadamanna eða tæp 14 þúsund. Tölurnar sem gefnar eru upp eru oft ekki í samræmi við það seni virðist vera á völlun- um en þessar tölur munu þó gilda er HM verður að sagnfræði. ■ Brasilíska landsliðið fór á inis við fjölda fólks sem beið þeirra á flugvellinum í Ríó er liðið kom heim til Brasilíu um daginn. Lcik- menn og forráðamenn liðsins héldu að fólkið myndi hreyta i þá ókvæðisorðum en svo var þó ekki. Allir tóku vel á móti leik- mönnum og var ekki að sjá annað en fólk væri ánægt með knatt- spyrnuna sem liðið sýndi - var annað hægt. Þá voru mörg skilti á lofti sem fyrirgáfu Zico víta- spyrnuatvikið gegn Frökkum. ■ Einn veðmálabanki í London hefur ákveðið að borga út þeim sem veðjuðu á jafntefli í leiknum gegn Argcntínu. Forráðamenn veðbankans segja að markið hafi verið ólöglegt og að leikurinn hafi endað 1-1 og verði það að teljast móralskur sigur fyrir Eng- lendinga. Bankinn greiðir þó einnig þeim er veðjuðu á 2-1 sigur Argentínu. ■ Fyrirliði Spánverja á HM, Jose Camacho, varð leikjahæsti leikmaður Spánar er hann spilaði gegn Belgum um daginn. Það var 69 landsleikur hans og sló hann þar með met Luis Arconada fyrr- um markmanns Spánverja. Fimmtudagur 26. júní 1986 Wimbledon: Connors úr leik Nú er Wimbledon tennis- keppnin hafin og þegar í fyrstu umferð eru stjörnurnar farnar að falla úr leik. Stærsta stjarnan sem varð að láta sér nægja að falla úr í fyrstu umferð er Jimmy Connors. Hann tapaði fyrir landa sínum Bandaríkjamanninum Ro- bert Seguso í hörkuleik 6-3 3-6 7-6 7-6. Connors er nú 33 ár og vildu margir verða til þess að spá því að þetta yrði hans síðasta Wimbledon keppni en hann hefur þegar unnið tvær. Connors sjálf- ur sagði að það væri hans að ákveða hvort hann myndi keppa í fleiri Wimbledon-mótum eður ei. Meðal annarra sem voru slegn- ir út voru Guillermo Vilas og kvennstjarnan Pam Shriver sem talin er sú fimmta besta í heimin- um. Hún tapaði fyrir löndu sini frá Bandaríkjunum Betsy Nagels- en. Heimsmet Bandaríski sundmaðurinn Matt Biondi bætti heimsmet sitt í lOOm skriðsundi á bandaríska meistaramótinu í sundi í fyrra- dag. Hann fór metrana 100 á 48,74 og bætti fyrra met sitt um meira en tvo tíundu úr sekúndu. „Ég er auðvitað mjög glaður. Ég synti vel og vissi að ég átti tækifæri á að nálgast heimsmetið og það tókst,“ sagði ánægður Biondi eftir metið. Þetta er annað heimsmetið sem sett er á mótinu en Pablo Morales setti heimsmet í 100 m flugsundi. Þá hafa verið sett þrjú bandarísk met á mótinu sem er úrtökumót Bandaríkjamanna fyrir HM í sundi sem fram fer í Madrid í sumar. Úr landsleiknum í gærkvöldi. Ásta B. á hér í höggi við varnarkonu Færeyinga. Landsleikur í kvennaknattspyrnu, Ísland-Færeyjar: Öruggur sigur íslands Lokatölur uröu 6-0 en heföu geta orðið 10-0. Engin mótstaða svo heitið gæti íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu vann öruggan sigur á því færeyska á Kópavogsvelli í gær- kvöldi. Lokatölur uðru 6-0 en sigur- inn hefði getða orðið stærri ef öll færi hefðu nýst. Færeyinga ráttu tvö góð færi í leiknum og hefðu átt að skora úr öðru þeirra en tókst ekki. Það var Ásta B. sem opnaði ntarkareikning íslands er hún fékk stutta stungu og skoraði af öryggi. Þetta var á 10 mínútu en næsta mark kom ekki fyrr en á 40 mínútu. Þá skoraði Erla Rafnsdóttir með skalla eftir ágæta sókn íslands. Þannig var staðan í leikhlci 2-0. í síðari hálfleik tókst íslensku stúlkunum betur upp í sóknarleik sínum og náðu betri nýtingu á færurn. Strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik kom fallegt ntark frá Erlu Rafnsdóttur. Arna gaf fyrir og Erla skallaði í slá og út. Hún náði boltanum hinsvegar sjálf aftur með fallegri hjólhestaspyrnu og boltinn Len Bias (34) í leik með Maryland Háskólaliðinu. söng í netinu 3-0. Síðan komu mörk- in jafnt og þétt. Karitas átti skot í slá áður en samkona hennar úr ÍA, Vanda Sigurgeirsdóttir skoraði með skoti af 20 metra færi, 4-0. Þá var brotið á Ástu B. inní vítateig og Ásta M. skoraði af öryggi úr vftinu 5-0. Lokaorðin átti síðan Arna Steinsen, sem átt hafði góðan leik og lagt upp tvö markanna. Hún fékk boltann frá Ástu M. eftir aukaspyrnu og þrumaði t' netið 6-0 og leikurinn úti. íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik. Til þess var mótstaðan of lítil. Stelpurnar náðu þó þokka- legum samleiksköflum og áttu fjölda færa. Þær hefðu þó mátt draga Færeyingana meir út á völlinn og auðvelda sér þannig að brjótast í gegn. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna íslands en Erla, Arna og Karitas áttu allar þokkaleg- an leik. Færcyingar hefðu getað skorað eitt mark eftir mistök í vörn- íslands en tókst ekki. Kókaín varð Bias að falli Nú er það ljóst að körfuknattleiks- maðurinn Len Bias, sem Boston Celtics höfðu gert samning við um að leika með liðinu eftir nám í Maryland Háskólanum, lést eftir að hafa tekið kókaín. Læknar sem hafa rannsakað hvernig andlát hans bar að segja að notkun kókaíns hafi orsakað hjartaslag og andlát hans. Bias hafði verið að skemmta sér nóttina áður til að fagna því að Celtics höfðu gert samning við hann en hann var þó hófmaður á áfengi að sögn kunnugra og neytti ekki eitur- lyfja. Einhver ku þó hafa gefið hopum „kók“ sem dró hann til dauða. Nú munu yfirvöld í Maryland ætla að rannsaka hvernig hann komst yfir eiturlyfið. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: Þjóðverjar unnu - Eru komnir í úrslit í fimmta sinn eftir öruggan sigur á Frökkum Druumur Frakka um heimsmeist- aratign varð að engu í gær er þeir töpuðu fyrir sterkum og skipulögð- um V-Þjóðverjum með tveimur mörkum gegn engu. Andreas Brehme náði forystunni fyrir Þjóð- verja strax á 9. mínútu er hann skoraði úr aukaspyrnu. Eftir það Erlameð 10 Um helgina voru fyrstu leikirn- ir ■ bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu. Urslit urðu þau að Blik- arnir unnu FH 19-1 og skoraði Erla Rafnsdóttir 10 mörk í leikn- um. Nú, KR vann Selfoss 14-0 og þar gerði Helena Ólafsdóttir 6 mörk fyrir KR. Loks vann Valur sigur á Stjörnunni 6-0 og skoraði Kristín Arnþórsdóttir 4 mörk í þeim leik. Það voru því gerð 40 mörk í þremur leikjum sem er ansi mikið og víst er að kvennalið- in hér á landi eru æði misjöfn. héldu Þjóðverjar sínum hlut, Frakk- ar fengu, jú, tækifæri en annaðhvort fóru þeir illa með þau ellegar að „Haraldur skósmiður“ markmaður V-Þjóðverja varði af snilld. Það var síðan Rudi Völler sem skoraði á síðustu mínútu leiksins úr hraðaupphlaupi Þjóðverja. Þjóðverjar unnu Frakka á HM árið 1982, sama sagan endurtekur sig núna. Tæknilega vankunnáttu bæta Þjóðverjar upp með góðu sam- spili, skipulagðri vörn og hörku. Þeir eru komnir í úrslit heimsmeist- arakeppni í fimmta sinn í níu keppnum. Met hjá þeim, gott hjá þeim. „...Ég á varla orð. Þjóðverjar geta verið ánægðir með þetta lið,“ sagði Franz Beckenbauer landsliðs- þjálfari V-Þjóðverja eftir leikinn og bætti við: „Knattspyrnan sem við leikum er frábrugðin þeirri frönsku, ekki eins falleg en árangursríkari og það sýndi sig“. HM árið 1990: ítalir gestgjafar - Halda HM árið 1990 og þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni Heimsmeistarakeppnin árið 1990 verður haldin á Ítalíu eins og kunn- ugt er. ítalska knattpyrnusambandið vill breyta fyrirkomulagi keppninnar eitthvað og taka upp riðlakeppni í annari umferð líka. Mun tillaga þeirra hljóða uppá að fyrst veðri spilað í 8 riðlum með þremur liðum hverjum. Tvö fari áfram og spili þá f fjórum fjögurra liða riðlum. Hvað úr verður er ekki gott að segja en mörgum finnst að breytinga sé þröf svo ekki þurfi að útkljá allt með vitaspyrnuKeppm. ltalir veröa gest- gjafar svo þeir þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en fyrir HM í Mexíkó en þá voru þeir heimsmeistarar. Þá hafa Banda- ríkjamenn og Marokkó gefið HM 1994 gott auga og hyggjast sækja um hana.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.