Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Til sölu notaðar dráttarvélar MF-130 árg. ’65 MF-35 X árg. ’62 Zetor-6945 4x4 árg. ’79 Zetor-4911 árg. ’80 Zetor-4911 árg. ’80 m/ ámoksturstækjum Zetor-7211 árg. ’85 Góð greiðslukjör Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. PÖsthólf 10180 Varahlutir í FORD Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180 Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alia helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshluti'í allargerðir beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjurogfæribandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP h/f Sími641045 VIÐ SELJUM ALLABÍLA Láttu skrá bílinn strax BÍLASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐAR- ÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent DANSLEIKJAHALDARAR! Tökum aö okkur spilamennsku. Spilum alhliðá dansmúsík. TVÍL Uppl. í síma 91-651141 (v.s.: 91-687641) lilllllllllllllllllll DAGBÓK 1111 Útivistarferðir Helgarferðir 27.-29. júní 1) I^órsinörk - Gist í Útivistarskálanum Básum. Gönguferöir við allra hæfi, m.a. í Teigstungur, sem hafa opnast með tilkomu göngubrúar á Hruná. Hægt er að fá sumarleyfisdvöl í Básum. Hægt t.d. að dvelja milli ferða. Ferðir eru bæði á sunnudögum og á miðvikudagsmorgnum. Næsta miðvikudagsferð er 2. júlí. Frábær gistiaðstaða. 2) Haukadalsskarð - Tröllakrikja - Gull- borgarhellar Gist í húsum. Gengið um hina fornu þjóðleið úr Hrútafirði í Dali. 3) Fjölskylduferð í Viðey um helgina. Brottför á laugardag kl. 13.30 og tjaldað við nýja skálann. Odýr ferð. Dagsferðir með leiðsögn verða bæði á laugardag og sunnudag. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732 Dags- og kvöldferðir Ferðafélags íslands 1) Laugardag 28. júní kl. 08.00: Ferð á Heklu (1491 m) Ferðin tekur um 10 klst. 2) Laugardag28. júní kl. 13.00: Viðeyjar- ferð Siglt frá Sundahöfn, 6-7 mín. sigling. Veitingar í Viðeyjarnausti (ekki innifalið í verði). 3) Sunnud. 29. júní kl. 08.00: Dagsferð í Þórsmörk 4) Sunnud. 29. júní kl. 10.00: Fagradalsfj- all - Núpshlíðarháls - Vigdísarvellir. 5) Sunnud. 29. júní kl. 13.00: Krísuvík - Hattur - Hetta - Vigdísarvellir. Ekið til Krísuvíkur gengið yfir Sveifluháls að Vigdísarvöllum. Brottför í dagsferðirnar frá Umferð- armistöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Helgarferðir Ferðafélags íslands 27.-29. júní l'órsmork gist í Skagfjörðsskála. Ný og bætt hreinlætisaðstaða, útigrill. Sumar- leyfi hjá Ferðafélaginu í Pórsmörk er hagstætt fyrir alla. Upplýsingar á skrif- stofunni. Helgarferð 4.-6. júlí Hagavatn - Jarlhettur Gist v/ Hagavatn og farnar gönguferðir þaðan. Hlöðuvellir - Brúarárskörð: Gist við Hagavatn 1 nótt, á laugardager gengtö ad Hlöðuvöllum og gist þar, sunnudag geng- iö um Brúarárskörð að Geysi. Ferðafélag íslands. Sumarferð Rangæingafélagsins Rangæingafélagið í Reykjavík fer sína árlegu sumarferð nk. laugardag, 28. júní. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 08.00. Ekið verður um Hvolhrepp, Fljótshlíð, Eyjafjöll og kom- ið við að Skógum. Verður Þórður Tómas- son leiðsögumaður þar. A bakaleið verð- ur ekið um Landeyjar. Kvöldkaffi verður drukkið í félagshcimilinu Hvoli. Nánari upplýsingar veitir stjórnin. Sumarferð Húnvetningafélagsins Hin árlega sumarferð Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík verður farin 28. júní n.k. Að þessu sinni liggur leiðin um Þjórsárdal og uppsveitir Árnessýslu, virkjunarsvæði skoðað og helstu sögu- staðir, fararstjóri cr Guðmundur Guð- brandsson. Á heimleið verður samciginleg máltíð snædd á Flúðum og er verð hennar innifalið í fargjaldinu, sem er kr. 1500,- fyrir fullorðna, en 700,- fyrir börn yngri en 12 ára. Lagt verður af stað kl. 08.00 frá félagsheimilinu Skeifunni 17. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júní til Brynhildar í síma 75211, Bjarna í síma 74732 og Aðalsteins, sími 19863. Jónsmessumót Árnesingafélagsins Hið árlega Jónsmessumót Árnesinga- félagsins í Reykjavík verður haldið laug- ardaginn 28. júni í Hótel Örk í Hvera- gerði. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19.00 og verður dagskrá þess að nokkru leyti helguð 40 ára afmæli Hveragerðis- hrepps. Til skemmtunar verður dagskrá frá Leikfélagi Hveragerðis og söngur tríós ungs fólks frá Selfossi. Að loknu borðhaldi verður dansleikur þar sem hljómsveit Jakobs Jónssonar lcikur fyrir dansi. Nemenda- og kennarasamband Hússtjórnarskóla Suður- lands heldur fund Nemenda- og kennarasamband Hús- stjórnarskóla Suðurlands heldur félags- fund fimmtudaginn 26. júní n.k. aðHótel Esju og hefst fundurinn kl. 20.30. Allir gamlir nemendur og kennarar eru hvattir til að mæta og hitta gömlu, góðu félagana. Kaffiveitingar verða á boðstól- um og ýms mál rædd. Heimatilbúin skemmtiatriði - eins og þau gerast best á Laugarvatni. Mætum öll. - Stjömin. Fimmtudagur 26. júní 1986 lllllllllllllllll Hátíðarguðsþjónusta á vegum Þingvallakirkju: Horft til kristnitökuafmælis Sunnudaginn 29. júní 1986 verður efnt til hátíðarguðsþjónustu á vegum Þing- vallakirkju. Tilefni hátíðarinnar er m.a. sú umræða um undirbúning kristnitökuaf- mælis, sem fram hefur fariö undangengin misseri. Dagskrá hátíðarinnar verður á þessa leið: 1. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 í stóra salnum í Hótel Valhöll. Sóknarprestur annast altarisþjónustu. Formaður Þing- vallancfndar, Þórarinn Sigurjónsson al- þingismaður. predikar. Félagar úr kór Langholtskirkju syngja. Söngstjóri er Jón Stefánsson. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur einsöng. Jón Sigurðsson og Snæ- björn Jónsson leika á trompeta. Meðal annars verður frumflutt tónverk, sem Atli Heimir Sveinsson færir hátíðargest- um. Ungmenni úr Þingvallasöfnuði lesa ritningartexta. Meðhjálpari erSveinbjörn Jóhannesson, safnaðarfulltrúi Þingvalla- safnaðar. Ávarp biskups (slands, herra Péturs Sigurgeirssonar. 2. KI. 15.10 flytur séra Jónas Gíslason, dósent í kirkjusögu við Háskóla íslands, erindi, sem nefnist: „Kristnitakan á Al- þingi og aðdragandi hennar". 3. Síðdegiskaffi verður til sölu í Hótel Valhöll kr. 16.00. NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENSHUS Opið hús í Norræna húsinu Fimmtudaginn 26. júní kl. 20.30 hcfst árviss sumardagskrá Norræna hússins undir nafninu Opið hús. Þessi sumardag- skrá hefur verið fastur liður í starfsemi hússins undanfarin ár og jafnan verið vel sótt, bæði af erlendum ferðamönnum og íslcndingum. Dagskráin er einkum sett saman mcð tilliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhverju Norðurlandamál- anna. Leitast er við að kynna ýmsa þætti íslenskrar menningar, svo sem sögu landsins og náttúru, bókmenntir og listir, og hafa fengist til þess færir menn, hver á sínu sviði. Áð hverju erindi loknu er gert kaffihlé og síðan sýnd einhver af Islands- ntyndum Osvalds Knudsen. Kaffistofa Norræna hússins og bóka- safnið verður opin frameftir á fimmtudög- um í sumar, eða svo lengi sem Opið hús verður á dagskrá, og sú nýbreytni verður tekin upp, að bækur um Island og hljóm- plötur með íslenskri tónlist verða til sölu í bókasafninu. Á fyrsta „Opna húss“-kvöldinu, nú á fimmludaginn, heldur Guðmundur Sig- valdason, jarðfræðingur, fyrirlestur á dönsku um eldstöðvar og heita hveri á fslandi og sýnd verður kvikmynd Ósvalds Knudsen „Eldur í Heimaey" með norsku tali. Aðgangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Islendingar ekki síður en erlendir ferðamenn. Dagskráin hefst sem fyrr segir kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið um helgina: Með vífið í lúkunum í Logalandi, Stykkishólmi og Hellissandi Þjóðleikhúsið leggur í leikför annað árið í röð. Nú er það gamanleikurinn „Með vffið í lúkunum", eftir Ray Cooney scm sýndur verður út um landið. Að þessu sinni verður farið um Vesturland og Vestfirði. Fyrsta sýningin í leikförinni verður á morgun (föstud. 27. júní) í Logalandi í Reykholtsdal, Borgarfirði, önnur sýning verður í Félagsheimilinu í Stykkishólmi á laugardagskvöld (28. júní) og þriðja sýningin verður í Félagsheintil- inu Röst á Hellissandi á sunnudagskvöld. Leikstjóri þessarar sýningar er Benedikt Árnason, en með helstu hlutverk fara: Örn Árnason, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Sig- urður Skúlason og Randver Þorláksson. Allar sýningarnar hefjast kl.21.00. Eftir þessar sýningar helgarinnar verð- ur farið um Búðardal til Vestfjarða. Ættarmót Afkomendur Einars Finnbogasonar, fyrrum bónda og hreppstjóra, Þórisholti Reynishverfi í Mýrdal, sem um þessar mundir væri 123 ára, hafa - að frumkvæði Hrefnu Finnbogadóttur, Prestshúsum, Mýrdal ákveðið að koma saman í Reyk- Iholti í Borgarfirði laugardaginn 28. júní kl. 16.00. Hótel Edda í Reykholti mun annast veitingar og gistingu að ósk hvers og eins. Tímaritið Þroskahjálp Annað tölublað af fjórum árlegum af timaritinu Þroskahjálp er komið út. Út- gefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu eru ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleikur um málefni fatlaðra. Leiðarinn segir m.a.: „Aukin þekking á málefnum fatlaðra hlýtur að leiða til minnkandi fordóma og aukinnar samkenndar gagn- vart fötluðu fólki. Leggja verður áherslu á að ófatlaðir geti haft gagn og gaman af samneyti við fatlaða. „Félagsfréttir birtast frá Vestmannaeyjum og viðtöl við for- eldra, fagfólk og framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar Suðurlands. Viðtal er við Önnu Hermannsdóttur fyrrv. deildar- stjóra um skipulagsbreytingu á starfsemi í Kjarvalshúsi og rætt er við nýráðinn forstöðumann á Greininga- og ráðgjafastöð ríkisins, Stefán Hreiðarsson. Fleiri grein- ar og ferðasögur eru í blaðinu og sagt frá fræðslunámskeiði fyrir foreldra fatlaðra barna og bækur á léttu máli fyrir þroska- hefta. Þá eru í blaðinu fastir þættir, svo sem „Af starfi samtakanna“, þar sem jafnan er greint frá þeim verkefnum sem Þroskahjálp vinnur að hverju sinni. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Einnig á blaðsölustöðum og í bókabúðum. Áskriftarsími er 91-29901. ABC Barna- og tómstundablað ABCernýkomiöút.Á forsíðu er mynd af leikurunum Karli Ágúst Úlfssyni, Sig- urði Sigurjónssyni og Erni Arnarsyni. Myndina tók Jens Alexandersson. I þessu blaði er miki skátaefni, enda er ABC málgagn Bandalags íslenskra skáta, en gefið út af Frjálsu framtaki hf. í blaðinu eru sögur og viðtöl. Skírteinið hans Skúla heitir smásaga fyrir börn. Viðtal er við Söndru Kim, sem varð í fyrsta sæti í Eurovision söngvakeppninni, og margar myndir. Texti og myndir eru eftir Þorgrím Þráinsson. I miðju blaði er litmynd af söngkonunni ungu. Mikið er af föndri, þrautum, teiknimyndasögum og margt fleira létt og skemmtilegt efni er í ABC. Ritstjórar eru Margrét Thorlacius og Benjamín Árnason. Háls-, nef- og eymalæknir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Einar Sindrason háls-, nef- og eyrna- læknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar (slands verða á ferð á Norðurlandi eystra og Austurlandi dagana 7.-13. júlí n.k. Rann- sökuð verður heyrn og tal og útvegið heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði. Kópasker...................... 7. júlí Raufarhöfn ................... 8. júlí Þórshöfn ..................... 9. júlí Vopnafjörður...................10. júlí Egilsstaðir........... 11. og 12. júlí Seyðisfjörður .................13. júlí Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.