Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn llllilllllllllllliilllll IVlADONNAog maö- ur hennar Sean Penn leika í kvik- mynd, semGeorge Harrison (bítill) stjórnar Ovænt uppá- koma í Shanghai . . clirorise“. Þetta þurfti ekk. aö æfa, Atriði úr „Shanghai Surpnse að berja á blaðaijosmyndara. _ en þarna er Sean (Shanghai Sur- prise) t>að er margt skrýtið sem ber fyrir augu í Shanghai. Eitt af því sérkennilega sem þar má sjá nú, er hin fræga poppstjarna MADONNA, sem er svo ekkert rokkleg, en leikur þarna svo til ómáluð og í púkalegri dragt. Madonna leikur í mvndinni „Shanghai Surprise" kristniboða á árinu 1938, sem er komin til Kína til að boða kristna trú. Sean Penn, eiginmaður Madonnu, leikur breskan bisness- mann, svolítið skuggalegan og drykkfelldan. „Kristniboðinn" snýr sér að honum í vandræðum sínum, þegar hún lendir í útistöð- um við ópíum-smyglara. Mörgum finnst hlutverkið varla hæfa Madonnu, en hún stendur sig bara vel. Mætir kl. 6 á morgnana ásamt manni sínunt. Pá er hún ómáluð, í síðu pilsi og með enga skartgripi, ekki einu sinni kross- ana, sem hún hafði stundum í eyrunum (eða eyranu). Sagt er að Sean Penn sé eðlilegri í sínu hlutverki en hún enda fær hann meira að segja að berja á ljósmyndara, svo það má segja að hlutverkið sé við hæfi. Sean er nefnilega kunnur að því að hafa ánægju af að lumbra á ljósmyndur- um. George Harrison, fyrrverandi hljómsveitarmaður í The Beatles, er framleiðandi þessarar kvik- myndar. Hann vill algjörlega kveða niður orðróm um samvinnu- erfiðleika. Hann segir um Ma- donnu og Sean Penn: „Þetta eru bestu krakkar og góð í samvinnu11. Ekki eru þó allir sammála um þetta. Daginn eftir að Madonna og kvikmyndahópurinn kom í Portú- gölsku nýlenduna Macao nálægt Hong Kong þá voru þeir Sean Penn og lífvörður þeirra hjóna ásakaðir um að misþyrma ljós- myndara, sem ætlaði að ná af þeim mynd. Sean æpti á hann: „Hver hleypti þér hér inn? Hvern fjárann ertu að gera? Sérðu ekki að konan mfn skelfur af hræðslu? Myndin á að vera tilbúin til sýningar í ágúst nk. og er beðið eftir henni með spenningi. Söngkonan MADONNA í gervi kristniboða í Kína 1938 og Sean Penn í hlutverki breska bisness- mannsins, sem kcmur henni til hjálpar. Madonna vill hafa hönd í bagga með að stjórna myndinni, því að hún Iagði sjálf fram 4 millj. dollara upp í kostnaðinn við myndatökuna. Miövikudagur 2. júlí 1986 ÚTLÖND llllllllllllil! FRETTAYFIRLIT MOSKVA — Stjórnvöld í Sovétríkjunum sögoust hafa lagt til við Bandaríkjastjórn að komið yrði á fundi utanríkisráð- herra ríkjanna tveggja þar sem annarfundurleiðtoganna Ron- alds Reagans og Mikhail Gor- batsjovs yrði undirbúinn. JÓHANNESARBORG - Upplýsingamálaráðuneytið í Suður-Afríku skýrði frá spreng- ingu í miðborg Jóhannesar- borgar. í tilkynningu ráðuneyt- isins var sagt að verið væri að rannsaka orsök sprengingar- innar en þrjár konur og tvö börn slösuðust af völdum hennar. JÓHANNESARBORG - Helstu verkalýðssamtök svert- ingja í Suður-Afríku, Samtök námuverkamanna, hafa í hyggju að efna til mótmæla gegn neyðarástandslögunum sem sett voru á þann 12. júní síðastliðinn. Forráðamenn samtakanna voru staddir á ráðstefnu breskra kolanámu- manna í Tenby í Wales og hvöttu þartil refsiaðgerðagegn stjórn Suður-Afríku. STOKKHÓLMUR — Sov- éskur viðskiptafulltrúi sem vís- að var úr landi frá Svíþjóð hafði verið að njósna um hönn- un á nýrri orustuflugvél. Þetta var haft eftir heimildum innan ríkisstjórnarinnar sænsku. ISLAMABAD — Skærulið- ar í Afganistan skutu niður herflugvél stjórnarinnar með hundraö fallhlífahermenn innanborðs yfir Suður-Afgan- istan. Þetta var haft eftir vest- rænum stjórnarerindrekum í nágrannaríkinu Pakistan sem sögðu það þó ekki vera Ijóst hvort hér var um að ræða sovéska hermenn eða her- menn afgönsku stjórnarinnar. Vélin var skotin niður síðastlið- inn miðvikudag. VARSJÁ — Mikhail Gorbat- sjov leiðtogi Sovétríkjanna, sem nú er viðstaddur 10. þing pólska kommúnistaflokksins, heimsótti verksmiðju og ræddi þar við verkamenn. Einn þeirra lýsti Gorbatsjov sem „vinaleg- um náunga". TEHERAN - Útvarpið í Teheran sagði íranskar her- sveitir hafa fellt og sært hundr- uð írakska hermenn í bardög- um í fyrrinótt í grennd við íranska landamærabæinn Mehran. írakar náðu yfirráðum yfir þeim bæ fyrir sex vikum síðan. RÓM - Jóhannes Páll páfa hélt til Kólumbíu í gær þar sem hann mun dvelja í viku. Þetta er þrítugasta heimsókn páfa til erlendra ríkja. ISLAMABAD — Fjórir Bandaríkjamenn og tveir Frakk-, ar létu lífið f ferð sinni á topp K-2 í Suður Pakistan, næst- hæsta fjalls í heimi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.