Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. júlí 1986
Tíminn 7
- engar tölur eru til yfir þessi brot á íslandi - tíu prósent stúlkna í
Bandaríkjum verður fyrir misnotkun kynferðislega á unga aldri
Þennan dreka teiknaði 17 ára gömul stúlka sem upplifað hafði kynfcrðis—
lega misnotkun ■ langan tíma. Drekinn táknar misgjörðarmanninn frá
sjónarhóli stúlkunnar.
Kynferðisleg misnotkun á börn-
um er nokkuð sem erfitt er að
henda reiður á, m.a. vegna þess að
þetta er afar viðkvæmt mál til
umfjöllunar. Fólk sem verður vart
við slíka misnotkun reynir oft að
líta fram hjá henni því það sér ekki
fyrir endann á því, ef það færi að
skipta sér af.
Það er m.a. vegna þess, sem
mjög erfitt er að gera sér grein fyrir
hversu algengt þetta er. Engar
tölur eru til yfir þessi brot á íslandi,
en hægt væri að sjá hversu mörg
tilfelli hafa verið kærð til rannsókn-
arlögreglu með töluverðri handa-
vinnu þó. Erlendar tölur eru einnig
mjög á reiki, einkum vegna þess að
þær eru byggðar á spurningalista-
könnunum. Þær kannanir eru gall-
aðar að því leyti tii. að fólkið
skilgreinir sjálft hvað kynferðisleg
misnotkun er, þegar það er spurt
hvort það hafi einhvern tímann
orðið fyrir henni.
Skilgreiningar
En hvað er kynferðisleg mis-
notkun? Margar skilgreiningar eru
til, en ein almenn byggir á því að
það sé þegar fullorðinn notfærir
sér blíðuþörf barns til þess að
fullnægja sínum eigin kynferðis-
legu hvötum. Skilgreiningin nær
yfir allt frá kynferðislegri snertingu
upp í kynmök, og ekki skiptir máli
hvort barnið hefur veitt samþykki
sitt eða ekki. Einnig getur skil-
greiningin náð yfir það þegar eldri
persóna fær aðra persónu yngri en
18 ára til samræðis við sig, eða
þegar þolandi er undir forsjá ger-
anda.
Tölur um misnotkun
á reiki
Tölur um kynferðislega misnotk-
un gagnvart börnum eru til bæði
frá Bandaríkjunum og Evrópu.
Bandarískar tölur segja að 10%
telpna þar í landi verði fyrir kyn-
ferðislegri misnotkun áður en þær
ná lögaldri. Þá er einnig í banda-
rískum tölum getið um ákveðna
áhættuhópa, t.d. vangefnar
stúlkur, en þar er prósentan talin
vera mun hærri, stundum allt upp
í 60%.
Sænskar kannanir á árunum
1983 ogl985 gefa til kynna að í
88-100% tilfella sé misgjörðarmað-
urinn karlmaður. 58-87% barna
sem upplifir (að eigin sögn) kyn-
ferðislega misnotkun, upplifir hana
frá fólki sem það þekkir. Feður eru
misgjörðarmenn stúlkna í 11% til-
vika. Algengasta kynferðislega
misnotkunin er innan fjölskyld-
unnar og þá frá hendi fóstur eða
stjúpforeldra. Ýmislegt bendir til
þess að hlutfall misgjörðarmanna
innan fjölskyldu sé hærra þar sem
börn Segja síður frá í þeim tilfellum
sem þau þekkja misgerðarmanninn
mjög náið. I flestum tilfellum varir
kynferðisleg misnotkun í langan
tíma.
Áhrif misnotkunarinnar
Fáar rannsóknir eru til um áhrif
kynferðislegrar misnotkunar á
börn. en þeir sem hafa þessi börn
til meðferðar, sjá að þau eiga oft í
erfiðleikum með nám, hafa sektar-
kennd, sýna þunglyndiseinkenni
o.s.frv. f sænskri könnun á þeim
sem reynt höfðu að fremja
sjálfsmorð, kom í Ijós að 30%
þeirra sem það höfðu reynt, en
mistekist, höfðu einhvern tímann
orðið fyrir kynferðislegri áreitni.
Það virðist vera samdóma álit
þeirra sem Tíminn hafði samband
við út af þessum málum, að hvað
sem öllum tölum líður, þá megi
fullyrða, að kynferðisleg misnotk-
un á börnum sé miklu algengari en
nokkurn getur órað fyrir. Þeir sem
verða varir við mál af þessu tagi
eru helst starfsfólk sjúkrahúsa, fé-
lagsmálastofnana, fóstrur, kennar-
ar og aðrir þeir sem hafa með börn
að gera í sínu starfi.
Til þess að rannsaka þessi mál
hér á landi, væri því eðlilegt að þeir
sem vinna með börn taki höndum
saman því það eru þeir sem þekkja
einkenni þessi einna best hjá
börnum. Það er hægt að hafa meiri
samvinnu en nú er um að upplýsa
þá sem vinna með börn um það
hvaða einkenni það eru hjá börn-
um sem gefa það til kynna að um
áreitni hafi verið að ræða og hvern-
ig sé eðlilegast að bregðast við.'
Þessi brot eru sjaldan kærð m.a.
vegna þess að þolandinn þorir ekki
að segja neinum frá því af ótta við
að verða refsað eða af hreinni
sektarkennd.
Þögn hjálpar
fórnarlömbunum ekki
Eitt er víst að það er það, að með
því að þegja yfir kynferðislegri
misnotkun á börnum er verið að
hjálpa þeim sem misnotar að halda
því áfram. Sá sem orðið hefur fyrir
misnotkun upplifir sjálfan sig
stundum sem annars flokks og
finnur til skammar og hræðslu og
þar af leiðandi þorir hann ekki að
segja frá því, enda hefur helst ckki
mátt fjalla upphátt um þessi mál,
af einhverjum ástæðum. Þannig er
það oft með alvarlegustu hlutina
og þeir sem verða fyrir þeim upp-
lifa sjálfa sig sem einhverja söku-
dólga.
Það er alvarlegur hlutur að vita
af misnotkun á barni og kæra það
ekki því það eitt getur orðið til þess
að hjálpa barninu undan áfram-
haldandi misnotkun og hlýtur að
hafa viðvörunaráhrif á þá sem hafa
tilhneigingu til að misnota börn,
því ef þeir eiga á hættu að upp um
þá komist, þora þeir síður.
En hvernig á að láta vita af svona
málum?
í barnaverndarlögum er kveðið
á um að þeir sent hafa með börn
að gera eigi að láta barnaverndar-
nefnd vita af því ef þeir verða
varir við „misfellur á uppeldi og
aðbúð barna.“ Þetta eru skyldur
sent lagðar eru fólki á herðar sem
þjóðfélagsþegnum. En hvenær er
um misfellur að ræða og hvenær
ekki? Með því að láta barnavernd-
arnefnd vita er henni lögð sú
skylda á herðar, að kanna tilefni
tilkynningarinnar, tengsl tilkynn-
anda við barn og fjölskyldu, reyna
að meta þekkingu hans á atburði
eða ástandi og rætt er í framhaldi
af því um nafnleynd tilkynnanda.
Starfsmenn barnaverndarnefndar
fara síðan á viðkomandi stað og
meta hvort tilkynningin sé raunhæf
eða ekki og taka að því búnu
ákvörðun um framhald, hvort þarf
að fjarlægja barn af heimili um
lengri eða skemmri tíma, hvort
misgjörðarmaður sem á heimili
kann að vera veröur fjarlægður af
heimili eða hvort með því er haft
eftirlit, þá með eða án samþykkis
foreldra á meðan barnið dvelur á
heimili.
Núna eru í gangi á milli 50-60
mál sem teljast vera alvarleg barna-
verndarmál og barnaverndarnefnd
er með meðferð í gangi. Alls eru á
fjórða hundrað mála scm barna-
verndarnefnd hefur til umfjöllunar
utn þessar mundir.
Þau mál sem barnaverndarnefnd
hefur afskipti af eru oftast nær
samsett mál, þ.e. það er oftast
fleira en eitt atriði sem þarf að ráða
bót á. Engin heildarskráning er
fyrir hendi á því hvaða börn það
eru sem oftast þurfa á aðstoð að
halda, né er málum barnavernd-
arnefndar skipt niður í málaflokka,
m.a. vegna þess að oftast er um að
ræða fleira en eitt atriði sem þarf
að ráða bót á.
Mál berast með misjöfnum hætti
til barnaverndarnefndar, ýmist frá
nágrönnum, starfsmönnum stofn-
ana, þar sem börn dveljast lengri
eða skemmri tíma, eða eins og
oftast er, þegar fjölskylda eða
einstaklingur leitar aðstoðar með
einum eða öðrum hætti til félags-
málastofnunar, oft með fjárhags-
vandræði, þá fer starfsmaðurstofn-
unarinnar að setja sig inn í mál
viðkomandi og kemst þá oft að því
að það er fleira en eitt að.
Frá sjónarhóli meðferðaraðil-
anna er mikilvægast að meta hvort
barnið til skemmri eða lengri tíma
er í hættu statt, metið út frá
læknisfræðilegum, sálfræðilegum
og félagsfræðilegum forsendum.
Það er mjög mikilvægt að
skilgreina betur hlutverk aðila sem
vinna með börn og koma á skýrari
og virkari samvinnu þeirra á rnilli.
Þar sem um virkt ofbeldi gegn
börnum er að ræða, sérstaklega
kynferðislegt ofbeldi og annað
refsivert athæfi, er einnig mikil-
vægt að skilgreina hlutverk lög-
reglu íþessum málum, því verksvið
aðilanna skarast að sjálfsögðu.
Að undanförnu hafa þeir aðilar
sem vinna með börn unnið að því
hvernig samræma má starf þeirra
sem hafa með börn að gera og
verða varir við eitthvað misjafnt.
Það þarf að efla fræðslu þessara
aðila um það, t.d. hvernig þekkja
má þau tilfelli sem koma þyrfti til
kasta þeirra sem fjalla utn öryggi
barna.
Hvert á að snúa sér?
Þess má að lokum geta, að þeir
sem þurfa að snúa sér til meðferð-
araðila vegna mála sem þurfa rann-
sóknar við, eiga að snúa sér til
barnaverndarnefndar, en um hclg-
ar er einnig hægt að snúa sér til
Fljálparstöðvar æskufólks í Tjarn-
argötu.
ABS