Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 2. júlí 1986
Timitin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson
Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 óg
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Opinber aðstoð
við fiskeldi
Ein af þeim atvinnugreinum sem tengist nýsköpun í
atvinnulífi íslendinga og hvað mestar vonir eru bundnar
við er fiskeldi. Hver fiskeldisstöðin á fætur annarri
hefur verið tekin í notkun á síðustu árum en áætlað er
að þegar hafi milli 60 og 70 aðilar hugsað sér til hreyfings
á þessu sviði.
Þessi þróun er ekki undarleg þegar til þess er litið
hvað vöxtur í þessari atvinnugrein er hraður í okkar
nágrannalöndum t.d. Noregi.
Erátt fyrir mjög góða aðstöðu sem íslendingar búa við
hvað fiskeldi varðar vorum við nokkuð seinir á okkur
og höfum óneitanlega dregist nokkuð afturúr. Nú eru
miklar líkur til þess að staða okkar batni og að við getum
verið samkeppnishæfir innan fárra ára.
Við verðum samt að vera við öllu búnir, því
samkeppnin er hörð og eins megum við búast við að
byrjunarörðugleikar geri vart við sig ásamt fisksjúkdóm-
um svo sem reynslan hefur þegar kennt okkur. Samt
sem áður er tilefni til bjartsýni á þessum vettvangi.
í Tímanum sl. laugardag er rætt við Steingrím
Hermannsson, forsætisráðherra um þessi mál, vegna
gagnrýni sem kom fram á stjórnvöld í útvarpsþættinum
Fimmtudagsumræðunni í síðustu viku. Þar var talað um
að stjórnvöld hefðu lítið gert til að styðja fiskeldið, sem
nýja og arðvænlega búgrein.
Steingrímur vísaði þessari gagnrýni á bug og benti á
að sér fyndist það gleymast ótrúlega fljótt það sem vel
væri gert. Síðan nefndi hann eftirfarandi atriði sem
stjórnvöld hafa beitt sér fyrir á síðustu árum:
í fyrsta lagi var árið 1984 lagt sérstakt fjármagn til
fiskeldis.
í öðru lagi ákvað ríkisstjórnin að veita fiskeldisfyrir-
tækjunum miklu ríkari aðgang að erlendu fjármagni en
öðrum atvinnugreinum.
í þriðja lagi var lögum um Fiskveiðisjóð breytt þannig
að hann má veita ábyrgðir vegna erlendra lána og hefur
þegar veitt ábyrgðir fyrir lánum að upphæð um fjögur
hundruð milljónir króna.
í fjórða lagi var ákveðið að ráðstafa 350 milljónum
króna í ár í gegnum Framkvæmdsjóð, Byggðasjóð og
Stofnlánadeild til útlána vegna fiskeldis.
í fimmta lagi beitti forsætisráðherra sér fyrir því árið
1984 að fimmtíu milljónum var varið í sérstakan
rannsóknarsjóð hjá Rannsóknarráði ríkisins og aftur
sextíu milljónum á þessu ári. Verulegur hluti af því
fjármagni hefur farið til styrkja vegna rannsókna á sviði
fiskeldis og fiskiræktar.
í sjötta lagi skipaði forsætisráðherra sérstaka fiski-
nefnd. Að tillögu hennar voru tvö frumvörp samþykkt
á síðasta Alþingi. Annað um veðhæfni fiska í eldisstöðv-
um sem á að leysa vanda varðandi rekstrarlán frá
viðskiptabönkum og annað sem kveður á um sérstaka
tilraunadeild í meinafræðum að Keldum sem á sérstak-
lega að fjalla um fisksjúkdóma.
Á þessu má sjá að hið opinbera hefur lagt þessa
atvinnugrein mikið lið á síðustu árum.
Ósæmileg árás á
forsætisráðherra
í Rcykjavíkurbréfi Mbl. sl.
sunnudag er ráðist ómaklega á
Steingrím Hermannsson, forsætis-
ráðherra, með rakalausum
dylgjum. Höfundur Reykjavíkur-
bréfsins lætur sig hafa það að
segja, að svo virðist sem „allar
athafnir hans (forsætisráðherraj
um þessar mundir beinist að því að
koma höggi á samstarfsflokkinn.“
Tilefnið virðist vera fyrirsjáanlegur
halli á ríkissjóði!
Orðrétt segir höfundur Reykja-
víkurbréfs:
,,/Vií erljóst, að andstöduflokkar
Sjálfstæðismanna segja sem svo:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf
verið sá flokkur, sem gert hefur
harðastar kröfur um að ríkissjóður
yrði rekinn hallalaus. Sjálfstæðis-
fíokkurinn hefur haft fjármálaráð-
herra sl. þrjú ár og þar að auki öll
helstu útgjaldaráðuneyti ríkis-
stjórnarinnar. Það er því algerlega
í valdi Sjálfstæðisfíokksins að
standa við stefnu sína um ábyrga
fjármálastjórn. Það ætlar flokkn-
um ckki að takast heldur þvert á
móti líkur á því að hallarekstur á
ríkissjóði verði mikill. Ragnar
Arnalds, fyrrverandi fjármálaráð-
herra, hefur meira að segja lagt til
að lagður verði á sérstakur „ó-
reiðuskattur", væntanlega til að
greiða úr þeirri óreiðu, sem hann
telur Sjálfstæðismenn hafa stofnað
til í fjármálum ríkisins. Það dregur
ekki úr vilja andstæðinga Sjálf-
Stcingrímur.
Þorsteinn.
stæðisfíokksins til að gera þetta að
hitamáli, að formaður Sjálfstæðis-
fíokksins gegnir nú embætti Ijár-
inálaráðherra. Yfirlýsingar Stein-
gríms Hermannssonar, forsætis-
ráðherra, benda og til þess, að
honum sé ekki svo leitt sem hann
lætur og raunar virðast allar at-
hafnir hans um þessar mundir bein-
ast að því að koma höggi á sam-
starfsflokkinn. Margir Sjálfstæðis-
menn hljóta að velta því fyrir sér,
hvort forsætisráðherrann hafi
nokkurn áhuga á því að ríkisstjórn-
in sitji stundinni lengur.“
Almenningur á skýlausa kröfu á
því, að Mbl. finni þessum orðum
sínum stað. Hér er um mjög alvar-
legar ásakanir að ræða svo ekki sé
meira sagt.
Sameiginleg
ábyrgð
Minna má á í þessu sambandi,
að Mbl. hefur oftar en einu sinni
haldið því fram, aö forsætisráö-
herra hafi átt lítinn og óverulegan
hlut að því að febrúarsamkomulag-
ið komst á með tilheyrandi snar-
lækkun verðbólgu og vaxta. Það
hafi verið verk Þorsteins Pálsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Um þetta er barnalegt að metast
og engum til góðs. Sannleikurinn
er sá að um þetta mál áttu formenn
stjórnarflokkanna ákaflega gott og
farsælt samstarf. Það var algert
skilyrði þess að kjarasættin kæmist
í höfn, að ríkissjóður tæki á sig
stórfelld útgjöld. Stjórnarflokk-
arnir urðu sammála um, að það
yrði farsælla fyrir þjóðina við ríkj-
andi aðstæður að ríkissjóöur tæki
á sig halla en að til vinnudeilna og
verkfalla kæmi með óraunhæfum
kauphækkunum, gengisfellingum
og nýrri verðbólguöldu. Auðvitað
bera stjórnarflokkarnir báðir jafn
mikla ábyrgð á þeim halla, sem
þannig var myndaður og eru dylgj-
ur um annað aðeins til ills, enda
alger tilbúningur, að forsætisráð-
herra sé að reyna að firra sig
ábyrgð í þessu sambandi, enda
heyra efnahagsmálin undir hann.
Stjórnarflokkarnir eru sammála
um, að sá halli, sem vcrður á
tjárlögum þessa árs og fyrirsjáan-
legur er á næsta ári verði ekki
jafnaöur á einu ári. Þeir eru sam-
mála um að stefnt verði að því að
honum verði eytt á þremur árum
án þess að til þess verði tckin
erlend lán.
VÍTT OG BREITT
Siðgæði og hagnaðarvon
I vorblíðunni undanfarnar vikur
hefur tal um siðgæði verið ofarlega
á baugi og er umræða um siðferði
svo til ný af nálinni á Fróni, að
minnsta kosti í þeim mæli sem nú
tíðkast. Það er ekki vonum seinna
að farið sé að snúa sér að siðfræð-
inni. Að vísu munu guðfræðinemar
fá einhverja nasasjón af siðfræði
sem fræðigrein og heimspekingar
velta henni fyrir sér og vekja að
venju fleiri spurningar en þeir
svara.
Þeirri spurningu verður seint
svarað til hlítar, hvort siðferði fer
versnandi eða skánandi. Það sem
getur verið talið siðferðilega rétt-
mætt í dag getur verið fordæmt
sem siðlaust á morgun og öfugt. En
einhver mælikvarði hlýtur samt að
vera til sem bent getur til hvort
siðferði þjóðar hrakar eða að menn
geri auknar siðgæðiskröfur til
sjálfra sín og annarra.
Ákærum fjölgar
Þórður Björnsson iét af embætti
ríkissaksóknara um mánaðamótin
s.l. í gær birtist grein eftir hann í
Morgunblaðinu þar sem hann rek-
ur í stuttu og skýru máli yfirlit um
sögu og hlutverk ákæruvaldsins í
réttarkerfinu og gefur sporgöngu-
mönnum sínum í embætti heilræði.
I grein sinni víkur Þórður að
síauknum málafjölda, sem em-
bættið verður að hafa afskipti af.
Hann segir m.a.: „Manndráp eru
nú framin á ári hverju í stað tíunda
til tuttugasta hvert ár áður.
Auðgunar og efnahagsbrot eru
nú orðin mun flóknari og marg-
þættari en áður.
Nýjar tegundir afbrota hafa orð-
ið til, t.d. fíkniefnabrot, og nú eru
tölvubrot byrjuð.
Þessar breytingar hafa aukið á
vanda þeirra, sem hafa þann starfa,
að glíma við glæpina.“
Skjalafals og f jársvik
Þá rekur Þórður fjölda þeirra
manna sem ákærðir voru fyrir brot
á hegningarlögunum á fimm ára
tímabili, þ.e. á árunum 1981-1985.
{ ljós kerhur að á tímabilinu hefur
ákærum, og þá væntanlega afbrot-
um, fjölgað um helming. Árið
1981 voru 435 manns ákærðir.
Ákærum fjölgaði á hverju ári og
voru 865 manns ákærðir fyrir brot
á hegningarlögum 1985.
í yfirliti um eðli afbrota og tíðni
á greindu tímabili kemur glöggt
fram, að aukning þeirra afbrota er
mest sem lúta að falsi gagna og
auðgunarbrota og fer þetta oft
saman. Sem dæmi má taka að á
tímabilinu fjölgar brotum í opin-
beru starfi úr 2 árið 1981 í 14 árið
1985. Tilsvarandi tölur um rangan
framburð og rangar sakargiftir er
1 og 6.1981 voru 90 manns ákærðir
fyrir skjalafals en 225 árið 1985.
Þarna er aukningin mest ef fjöldi
afbrota er talinn, en ekki prósent-
vís.
Stórfelldum fíkniefnabrotum
fjölgaði úr 6 í 11. Ákærum um
þjófnað og hylmingu fjölgaði úr
153 í 281. 1981 voru 13 manns
ákærðir fyrir fjárdrátt en 41 fimm
árum síðar. Fjársvikum og tékka-
svikum fjölgaði um helming, eða
úr 23 í 57 og ákærum um umboðs-
svik fjölgaði úr 1 árið 1981 í 14árið
1985, og þarna er aukningin mest í
prósentum talið.
Vort daglega brauð
Á öðrum stað í greininni bendir
Þórður á að hér á landi eru kveðnir
upp miklu færri sýknudómar í
opinberum málum en á Skandin-
avíu og margfalt færri en í Bret-
landi, og gæti það bent til varúðar
í útgáfu ákæru. Því má gera ráð
fyrir að hér fari saman fjöldi ákæra
og sektardómar.
Þessi þula sýnir því miður að
siðgæði fer hrakandi, og það ört.
Fals og auðgunarbrot eru orðin
daglegt brauð og það þarf ekki
nema að líta á tölur um ákærur
fyrir slík brot á síðasta ári, að einn
eða fleiri aðilar eru ákærðir á
hverjum guðsgefandi degi fyrir af-
brot af því tagi.
Hér eru ekki tilgreind skattsvik-
in sem nema milljörðum árlega.
Og eðlilega ekki þau fals og auðg-
unarbrot sem ekki kemst upp um.
Siðferðisþrekið á fjármálasvið-
inu sýnist því ekki upp á marga
fiska meðal landsins barna og æran
verður að láta í minni pokann fyrir
hagnaðarvoninni.
Það má svo sem velta fyrir sér
hvers vegna siðgæði er ekki meira
metið en raun ber vitni, en hætt er
við að fáist einhver svör, að þau
vekji aðeins enn fleiri spurningar.
OÓ.