Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 2. júlí 1986
2 Tíminn
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur:
Rally Cross
á Kjóavöllum
- reiptog aldarinnar!
Fyrsta Rally Crosskeppni á vegum
Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur
verður haldin á morgun á Kjóavöll-
um fyrir ofan Rjúpnahæð. Verður
leiðin vel merkt frá Breiðholti og
ættu því allir að rata. Keppnin hefst
klukkan 20 og stendur í rúma tvo
tíma.
Skemmtiatriði verða í hléi. Jón
Páll Sigmarsson kraftajötunn og
Ómar Ragnarsson munu reyna með
sér í reiptogi. Eins og myndin ber
með sér, hefur Ómar orðið sér út um
farartæki, sem ætti að gera Jóni Páli
erfiðara fyrir en ella. Kynnir og
stjórnandi keppninnar verður hinn
kunni rall kappi Jón R. Ragnarsson.
Framkvæmdastjóri BÍKR sagði í
samtali við Tímann að mjög góð
aðstaða væri fyrir áhorfendur við
braut klúbbsins.
-ES
Þeir kappar Ómar og Jón Páll munu reyna með sér í reiptogi. Ómar hefur fengið leyfi til þess að vera á bíl í toginu.
Myndin gefur hugmynd um hvernig það mun fara fram.
Landbúnaöarráöherrar Norðurlanda:
Funduðu á Egilsstöðum
Svanfríður Hagwaag fréttaritari Tímans í Ncs-
kaupstað:
Fundur landbúnaðarráðherra frá
Norðurlöndum, í norrænu ráðherra-
nefndinni, var haldinn á Egilsstöð-
um í síðustu viku. Fundir nefndar-
innar eru haldnir einu sinni á ári til
skiptis í löndunum, til þess að fræð-
ast um málefni tengd landbúnaði.
Fyrsta daginn var rætt um auka-
búgreinar í landbúnaði og ný at-
vinnutækifæri, eins og loðdýrarækt,
Gunnhild óyangen frá Noregi og Svanpe Lundkvist, sem sæti eiga í
norrænu nefndinni. Mymi svantríður
Rætt við fundargesti frá Svíþjóö og Noregi:
skógrækt á íslandi og ferðamanna-
þjónustu. Fundur var haldinn um
framkvæmd samnings sem gerður
var fyrir tveimur árum um fram-
kvæmd ýmissa atriða í landbúnaðar-
málum. Rætt var sérstaklega um
markaðsmál á Norðurlöndunum, og
ný mál sem þar hafa skotið upp
kollinum. Gerðar voru sameiginleg-
ar ályktanir á sviði menntunarmála.
Sérstök áhersla var lögð á að þjóð-
irnar skyldu tilkynna um hættu á
mengun og var geislun sérstaklega
nefnd í því sambandi. Þá hafa Svíar,
Norðmenn og Finnar miklar áhyggj-
ur af skógardauða, þar sem hann er
orðinn alvarlegt vandamál hjá þeim.
Tveir dagar voru notaðir til um-
ræðna um ofangreind mál. Seinni
hluti tímans var notaður í skoðunar
og kynningarferðir. Sýndur var bú-
skapur á Héraði og m.a. skoðuðu
þátttakendur Egilsstaðabúið. Skóg-
ur og skógrækt að Hallormsstað var
skoðuð. Loks var skoðaður búskap-
ur á fjörðunum í nágrenni Egils-
staða, þar sem hann er töluvert
öðruvísi í svo afskekktum byggðar-
lögum. Varðskip flutti gesti milli
fjarða.
Fjárdráttur hjá Pósti
og síma Akureyri:
Sá grunaði
hefur játað
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur lokið rannsókn á fjár-
drætti þeim sem framinn var hjá
Pósti og síma á Akureyri. Játning
hins grunaða liggur fyrir, og hefur
málið verið sent til ríkissaksókn-
Rannsóknaraðilar sem Tíminn
ræddi við í gær sögðust ekki vilja
láta opinskátt hvernig fjárdrátt-
urinn var framinn. „Pað var gat í
kerfinu sem viðkomandi notfærði
sér,“ sagði rannsóknarlögreglu-
maður sem Tíminn ræddi við.
Sjúkraþjálfun:
Unnið að gerð tölvuforrits
Um þessar mundir er verið að
vinna að þróun tölvuforrits til
kennslu og rannsókna í sjúkraþjálf-
un á vegum Maríu Ragnarsdóttur
lektors í sjúkraþjálfun við Háskól-
ann, Eríks Ragnarssonar skrifstofu-
stjóra hjá Sjálfsbjörgu og Odds
Benediktssonar prófessors. Auk
þessara aðila vinna að þróun þekk-
ingargrunns tölvuforritsins Jakobína
E. Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hjá
Sjálfsbjörgu og Valgerður G.
Schram sjúkraþjálfari á Landspítal-
anum. Tilraunavinnsla fer fram í
Sjálfsbjörgu.
Þetta kom fram á árlegu Norrænu
samvinnuþingi sem haldið var á
Þingvöllum nýlega. Talsverðar vonir
eru bundnar við þetta nýja forrit
bæði hvað varðar faglega og rekstr-
arlega þætti í starfsemi sjúkraþjálf-
unar hér á landi. Einkum ætti forritið
að auðvelda rannsóknir og þar með
leiða til framfara í faginu og bættrar
þjónustu við sjúklinga. Reiknað er
með að forritið verði tilbúið til
notkunar um næstu áramót.
-BG
Tsjernóbýl-slysið
rætt í nefndinni
SvanfríAur Hagwaag fréttaritari Tímans í Nes-
kaupstad.
Vegna fundar landbúnaðarráð-
herra Norðurlanda á Egilsstöðum
voru Svanpe Lundkvist frá Svíþjóð
og Gunnhild Oyangen frá Noregi
tekin tali. Fyrst var Svanpe Lund-
kvist spurður að því hvað hefði
komið fram á fundinum um Tsjern-
obyl slysið. Hann sagði m.a. að allir
væru sammála um að það þyrfti að
halda góðum samböndum og hver
að upplýsa annan um hvaða
afleiðingar slysið hefur haft. „Við
þurfum að athuga hvernig við getum
varið okkur betur fyrir áföllum sern
þessum í framtíðinni. Ástandið í
Svíþjóð hefur verið þannig að nú
fyrst er hægt að sleppa út kúm. Við
höldum uppi stöðugum mælingum á
geislavirkni, og megum ekki við því
að taka nokkra áhættu, hvorki fyrir
fólkið sem vinnur við landbúnaðinn
né fyrir neytandann sem neytir
afurðanna. Hinsvegar vil ég taka
það fram, vegna spurninga sem bor-
ist hafa frá Bandaríkjunum að það
er ekki hættulegt fyrir ferðamenn að
heimsækja Svíþjóð," sagði Lund-
kvist að lokum.
Gunnhild 0yangen var spurð hver
staða konunnar væri í Noregi og
hvað væri efst á baugi þar. Sagði hún
að konurnar hefðu veikan bakgrunn.
„Þær vinna mikið og hafa ekki fullan
rétt í samfélögunum. í miklum
meirihluta eru það mennirnir sem
eiga býlin. Það er mikill vilji fyrir
hendi, að fá konurnar til þess að
vinna betur að sínum málum. Við
erum líka upptekin af að búa til
atvinnutækifæri fyrir konur sem
vinna í strjálbýlinu. Þessvegna er
lögð áhersla á að byggja upp áætlanir
til þess að tryggja betur stöðu kon-
unnar. M.a. höfum við veitt náms-
styrki svo þær geti menntað sig
betur. Þá erum við að vinna að
breytingum á skattakerfinu svo kon-
um verði gefnir betri möguleikar.
Meðal annars vegna þess höfum við
óskað eftir samstarfi við hin Norður-
löndin, svo við getum styrkt hvert
annað.
í sambandi við fleiri atvinnumögu-
leika er áríðandi að við snúum við
þróuninni. Bændurnir þurfa að vera
tilbúnir til að hugsa öðruvísi," sagði
Gunnhild að lokum.
Umsjón: Eggert Skúlason|
VEIÐIHORNIÐ
Veiði byrjuð
á Arnarvatnsheiði
Fyrstu veiðimennirnir hafa lagt
leið sína á Arnarvatnsheiði. Færð
er nú góð þangað uppeftir, eftir að
ófært hafði verið framan af sumri.
Heiðin opnar nú hálfum mánuði
seinna en vant er.
Veiði hefur verið góð þessa
fyrstu daga. Veiðihornið frétti af
hópi veiðimanna, sem fór til veiða
um helgina. Farið var í sjö bílum
og veiddist vel. Sjö hundruð fiskar
voru dregnir áður en upp var
staðið. Hópurinn veiddi í Árnar-
vatni stóra. Þá fóru veiðimenn í
Úlfsvatn og var veiði þar heldur
tregari. Á sex stangir veiddust um
tuttugu þokkalegir silungar og var
sá stærsti um þrjú pund, rennilegur
urriði. Talsvert var af smælki innan
um og gerði það veiðimönnum
erfitt fyrir. Eins og myndirnar bera
með sér er fiskurinn góður og varla
hægt að fá hann betri í soðið.
Mokveiði í Blöndu
Um 350 laxar eru komnir á land
úr Blöndu. Þetta er með því besta
sem hefur gerst þar, síðastliðin ár.
Stærsti fiskurinn sem veiðst hefur í
sumar er 21 pund. Kvóti er í ánni,
og er heimilt að veiða fjórtán fiska.
í fyrradag bar svo við að menn
Páll Karlsson hefur landað einum vænum úr Úlfsvatni. Hann og nokkrir
félagar hans voru með þeim fyrstu að leggja á heiðina í sumar til veiða.
Á innfelldu myndinni sést hluti aflans eftir veiðitúrinn. Tímamynd Jón G.
fylltu kvótann, og var þá óhemju
fallegur fiskur í ánni.
Átján pundari og sautján pundari
veiddust og var fiskurinn til jafnað-
ar mjög fallegur.
Veiði í Svartá hófst í gær. Lax
hefur sést í ánni og bíða menn
spenntir eftir að sjá hvernig veiði
verður í ánni í sumar. Síðastliðið
ár var mjög gott í Svartá, en þar
mátti mestu þakka stórgóðri veiði
undir lok veiðitímans.