Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 9
Miövikudagur 2. júlí 1986
Tíminn 9
IIIIIIIHIIIIIII ÍÞRÓTTIR lllllllllillHIHIlllllllllllllllllllllllllllllllli[ffilllllllllllllilillHIHIIIIIBI[lllllllllllllililllillllllllllllllllllll[[lllllllllllllMlllllllllllllllllllllíl[lllllllllllil]lll!llllllllllllllllll
Lineker seldur
til Barcelona
T aliö er aö Barcelona hafi greitt um 3 milljónir punda fyrir hann
Spilar við hlið Hughes næsta vetur
■ Eftir því sern haft er eftir
forseta Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, FIFA, Joao Have-
lange þá verður sama fyrirkomu-
lag á HM árið 1990 á Ítalíu og var
í Mexíkó. Hann sagðist vera
ánægður með fyrirkomulagið í
Mexíkó og taldi að það væri
spennandi. Þá var haft eftir ein-
um af meðlimum undirbúnings-
nefndar Italíu að þegar væri farið
að hugsa fyrir keppninni. Talaði
hann um að spilað yrði á 12
völlum í 12 borgum og viðræöur
við vallaryFirvöld á hverjum stað
væru þegar hafnar. Fjöldi þátt-
tökuþjóða frá hverri heimsálfu
verður sennilega sá sami og í
Mexíkó en þó cr líklegt að full-
trúar Oceaníu verði að spila við
lið frá S-Ameríku í þetta sinn en
ekki Evrópu eins og gert var fyrir
HM í Mexíkó (Ástralía-
Skotland).
■ Hugsanlegt er að notað verði
breytt fyrirkomulag við val á
dómurum á HM á Ítalíu 1990. Er
þá hugsanlegt að fleiri en einn
dómarí verði frá einhverju landi.
Verða þá gæði þeirra metin en
ekki tekið tillit til þjóðar. Þá er
hugsanlegt að línuverðir verði frá
sama landi og dómarinn til að
auka skilning þeirra á milli. Einn
af forráðamönnum HM á Ítalíu
lét einnig hafa það eftir sér ■
þessu sambandi að HM á Ítalíu
myndi standa nánast jafnlengi og
keppnin í Mexíkó.
■ Joao Halelange, forseti
FIFA, gagnrýndi Brasilíumenn
fyrir lélegan undirbúning varð-
andi vítaspyrnukeppni á HM.
Hann sagði í pistli í HM blaði sem
gefið var út á HM að það væri
engin atvinnumennska að undir-
búa ekki leikmenn fyrir víta-
spyrnukeppni þegar liðið vissi að
hugsanlega gæti komið til þess að
þær réðu úrslitum.
■ Samkvæmt dagblaði í Kína er
talið að um 200 inilljónir Kínverja
hafi fylgst með HM í knattspyrnu
f sjónvarpi. Öllum leikjum
keppninnar var sjónvarpaö í Kína
og fékk keppnin gífurlega um-
fjöllun bæði í sjónvarpi og í
dagblöðum.
■ Franz Beckenbauer, þjálfari
V-Þjóðverja á HM, lét hafa eftir
sér að hann þyrfti að byggja upp
nýtt landslið fyrir EM í knatt-
spyrnu 1988. Kcppnin verður þá
haldin í V-Þýskalandi svo þjóð-
verjar þurfa ekki að spila í undan-
keppninni. Hann sagði að Litt-
barski, Förster, Matthaus og
Völler yrðu að öllum líkindum
aðalmáttarstólparnir í nýju liði
Þjóðverja, Briegel, Höness,
Magath og Jakobs hafa allir tjáð
Beckenbauer að þeir muni ekki
spila meir með landsliðinu en
hann vonast til að já jákvæðar
undirtektir frá Rummenigge og
Schumacher.
■ Að sögn forráðamanna HM í
Mexíkó þá komu tvær og hálf
milljón manna á leiki keppninn-
ar. Þessi tala er byggð á seldum
miðum og er því nokkuð skökk.
Á Spáni var talan 1,8 milljónir.
Meðtaltalið á leikina var þó talið
rúm 47 þúsund en sem dæmi þá
var meðaltaliö á HM í Brasilíu
1950 rúmlega 60 þúsund manns á
' leik.
Spænska stórliðið Barcelona hefur
fest kaup á markahæsta leikmanni
heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu, Gary Lineker frá Everton.
Lineker var einnig lang markahæsti
leikmaður á Englandi á síðasta
keppnistímabili. Samningurinn ku
hafa verið undirritaður í London í
gær en ekki hefur fengist uppgefið
hversu háa upphæð Barcelona
greiddi fyrir Lineker. Bresk blöð
giska þó á að um 3 milljónir punda
sé að ræða. Barcelona hefur einnig
fest kaup á Mark Hughes frá Manc-
Einar fjórði
Einar Vilhjálmsson varð í fjórða
sæti í spjótkasti á Grand Prix-móti í
Stokkhólmi í gærkvöldi. Hann kast-
aði spjótinu 79,20 m en sigurvegari
varð Tom Petranoff frá Bandaríkj-
unum með kast uppá 82,40 m.
Annar látinn
I gær lést á sjúkrahúsi í Bandaríkj-
unum önnur íþróttastjarna á stuttum
tíma vegna neyslu kókaíns. Þetta
var Don Rogers sem spilaði með
Cleveland Browns í ameríska fót-
boltanum. Fyrir rúmri viku lést
körfuknattleiksmaðurinn Len Bias
einnig af völdum kókaíns.
Rogers, sem var 23 ára, hafði
verið að skemmta sér með vinum
sínum daginn fyrir brúðkaup sitt og
að sögn lækna sem rannsökuðu
hvernig dauða hans bar að garði þá
segjast þeir hafa fundið „kók“ í
blóði lians og telja það orsök
hjartaslagssem dró hann til dauða.
Stjörnuleikur
Þann 27. júlí næstkomandi mun
stjörnur HM mætast á ný en þá
verður leikur á milli úrvalsliðs frá
Evrópu og S-Ameríku á Rose-Bowl-
leikvangnum í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. Leikurinn verður til fjár-
öflunar fyrir fórnarlömb jarðskjálft-
ana miklu í Mexíkó og er þá verið
að hugsa um börn fyrst og fremst.
Meðal þeirra sem munu spila fyrir
S-Ameríku eru Maradona, Zico,
Careca, Sanchez og Valdano. Fyrir
hinn hluta heimsins spila m.a Brieg-
cl, Morten Olsen, Platini, Conti og
Lineker.
hester United og munu þeir félagar
spila saman í framlínu Barcelona
næsta keppnistímabil. Þessi kaup
hljóta að verða til þess að Barcelona
selúr Steve Archibald og hugsanlega
einnig Bernd Schuster. Enska knatt-
spyrnan missir hinsvegar enn eina
skrautfjöður sína og í því sambandi
má minna á að Juventus á Italíu
hefur fest kaup á Ian Rush frá
Liverpool þó líklegt sé að hann spili
með Liverpool sem lánsmaður á
næsta keppnistímabili.
Víkingar sigruðu Reyni Sandgerði
í mjólkurbikarnum í gærkvöldi með
fjórum mörkum gegn engu. Jóhann
Holton gerði 2, Einar Einarsson og
Andri Marteinsson sitt hvort.
Grindavík vann ÍR 2-0 í Grindavík
með mörkum Steinþórs Helgasonar
og Hjálmars Hallgrímssonar.
Hveragerði vann Víkverja 4-1 í
Reykjavík.
Körfunámskeið
Körfuknattleikssambandi íslands
hefur borist upplýsingar um þjálf-
aranámskeið víðsvegarum heim.
Má þar t.d. nefna námskeið
sem verður á Spáni í tengslum við
heimsmeistarakeppnina.
Leiðbeinendur verða Bob
Knight, þjálfari Olympíuliðs
Bandaríkjanna 1984, K.C. Jones
þjálfari sigurvegara NBA í ár
Boston Celtics og Lolo Sainz
þjálfari Real Madrid.
Námskeiðið verður 17.-19.
júlí.
Körfuknattleikssámbandið
hefur einnig upplýsingar um fleiri
námskeið, allar upplýsingar eru
veittar á skrifstofu KKÍ í síma
685949.
■ Heimsmcthafinn í langstökki
kvenna, Heike Drechsler, frá A-
Þýskalandi jafnaði um helgina
heimsmetið í 200m hlaupi á móti
í A-Berlín. Hún skreið 200m á
21,71 sekúndum og jafnaði met
löndu sinnar Maritu Koch.
■V-Þjóðverjinn Michael Gross
setti um hclgina ll.heimsmet sitt
í sundi er hann fór 200m flugsund
á 1:56,24 mín. Gross átti sjálfur
fyrra heimsmetið. Hann setti
þetta met á v-þýska meistaramót-
inu í sundi.
■Bandaríski sundmaðurinn Matt
Biondi setti um helgina nýtt
heimsmet í 50m skriðsundi á
opna-bandaríska meistaramótinu
í sundi um hclgina. Biondi fór á
22,33 sek. og bætti met landa síns
Tom Jager síðan í desember.
■ Bandaríska sundkonan Betsy
Mitchell setti heimsmet í 22m
baksundi á opna-bandaríska
meistaramótinu í sundi. Hún fékk
tímann 2:08,60 mín. Hún bætti
met a-þýsku stúlkunnar Cornelíu
Sirch sem sett var 1982.
■ A v-þýska meistaramótinu féll
annað heimsmet er Rolf Beab
setti nýtt met í 50m bringusundi.
Hann fékk tímann 28,46 og bætti
þar með met Sovétmannsins
Dimitri Volkov um tvo hundruð-
ustu úr sekúndu.
Mjólkurbikarkeppnin:
Hveragerði í 16-liða úrslit
Lineker mun spila með Mark Hughes hjá Barcelona á næsta keppnistímabili
Dregið í
Um helgina var dregið í riðla fyrir
undankcppni Ólympíulcikana í
knattspyrnu árið 1988. íslendingar
lcika í riðli með ítölum, A-Þjóðvcrj-
rim, Portúgal og Hollandi. Allt eru
OL-riðla
þetta sterk lið svo róðurinn verður
erfiður. Hinsvegar verður gaman að
fá að sjá þessi lið í leik og þá
sérstaklega ítalina.
Draumaliðið
Fréttamenn Reuters völdu draumalið eftir HM
Fréttamenn Reuter-fréttastofunn-
ar í Mexíkó völdu draumalið keppn-
innar að henni lokinni. Að sjálf-
sögðu komu margir til greina í liðið
en allir voru þó sammála um að liðið
yrði Maradonaog lOaðrirleikmenn.
Eftir nokkrar umræður og íhuganir
þá völdu þeir eftirtalda 11 leikmenn
í draumaliðið:
Peter Shilton (England), Richard
Gough (Skotlandi), Morten Olsen
(Danmörku), Karlhcinz Foerster
(V-Þýskalandi) Manuel Amoros
(Frakklandi), Sören Lerby
(Danmörk), Diego Maradona (Arg-
entínu), Jan Ceulemans (Belgíu),
Igor Belanov (Sovétr.), Emilio Butr-
agueno (Spáni) og Michael Laudrup
(Danmörku).
Til vara voru valdir: Schumacher
(Þýskalandi), Julio Cesar (Brasilíu),
Luis Fernandez (Frakklandi), Zico
(Brasilíu) og Gary Lineker (Eng-
landi).
Það vekur strax áthygli að í þessu
liði eru þrír Danir en um leið aðeins
einn leikmaður frá S-Ameríku að
sjálfsögðu Maradona.
Maradona í úrvalsliði S-Ameríku
Shilton ver mark draumaliðsins