Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur4. júlí 1986 Tíminn 3 Hærri lán, lengri lánstími og fjármagnið fyrr í notkun -AlexanderStefánssonfélagsmálaráðherrasvarar nokkrum spurningum um húsnæðislögin nýju Nýlega kom út reglugerð um lán- veitingar Byggingarsjóðs Ríkisins. í eftirfarandi viðtali svarar Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra nokkrum spurningum varðandi þessi nýju lög. Aðalkostir - Hverja telur þú vera helstu kosti þessara laga? „ Aðalkostirnir eru að lífeyrissjóð- irnir koma inn í fjármögnun hús- næðiskerfisins og að fólkið í landinu mun kalla á það að þeir verði með og skapi því þannig lánsrétt. Fjár- magnið kemst fyrr til nota en áður og þá er ekki síður mikilvægt að með lögunum hækka lánin, þau eru núna komin í 70% af kostnaðarverði íbúð- ar, og lán vegna notaðra íbúða verður 70% af nýbyggingarláni. Lánstíminn lengist í 40 ár, þannig að það má segja að þetta sé viðráðan- legra fjármagn en áður. Þetta eru aðalkostirnir. „Þá er gert ráð' fyrir að umsóknum lána fylgi kostnaðar- og greiðsluáætl- un þannig að það er tækifæri til að nýta ráðgjafaþjónustu Húsnæðisstofnun- ar. Hún á að gera fólki grein fyrir hvort þetta stenst sem fólk er að fara út í og leiðbeina því að öðru leyti. Slíka þjónustu hefur okkur skort og ég tel hana mjög til bóta. Skylda arkitekta „Það er skylda arkitekta og verk- fræðinga sem hanna hús að láta fylgja með nákvæmar kostnaðaráætl- anir, og ég vona að þessi nýju lög sjái til þess að þessir aðilar gegni þessari skyldu sinni. Kostnaðaráætlun er innifalin í verði teikningar, en þessu hefur aldrei verið fylgt eftir. Þetta er grundvallaratriði, nú getur Hús- næðisstofnun sinnt þessu mati á einfaldan hátt." Vaxtamunur vandamál - En nú lána lífeyrissjóðirnir Húsnæðisstofnun fjármagn með 9% vöxtum, en Byggingasjóður veitir hins vegar lán með 3 1/2% vöxtum. Gengur þetta upp? „Það er alveg ljóst að þessi vaxta- munur er áframhaldandi vandamál, og ég geri ráð fyrir því að framlög ríkissjóðs til byggingarsjóðanna geti ekki brúað þetta bil til lengri tima. Það þarf að samræma þessa vexti, en ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveð- ið að vextir af lánum Byggingarsjóðs ríkisins verði 3 1/2% út kjörtímabil- ið. Vextir fara þó lækkandi, þannig að reikna má með að þessi vaxta- munur verði ekki eins mikill eftir 1. sept. Þessi mál eru í athugun og samningar standa yfir. Það er hins vegar ekki rétt, sem einhvers staðar hefur verið haldið fram, að ríkið hafi aldrei endurgreitt lífeyrissjóðunum. Þeir hafa fengið sitt til baka og ekki tapað á viðskiptum sínum við bygg- ingasjóðina nema síður sé.“ Húsnæðislán í bönkum? - Má ekki búast við að álagið á Húsnæðisstofnnn aukist í kjölfar laganna, og er stofnunin nægilega vel mönnuð til að mæta því? „Að sjálfsögðu eykst álagið, en ég Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra held að með góðu skipulagi eigi þetta að takast og að ekki þurfi að fjölga þar fólki. Svo er einnig heimilt samkvæmt þessum lögum að fela öðrum lánastofnunum, þ.e. bönkum, að annast þessa fyrir- greiðslu í gegnum Húsnæðisstofnun, gegn ákveðnum skilyrðum. Þannig má létta álagið á stofnuninni ef þess þarf. Hvort þettta verður nýtt, fer eftir því hvort samningar nást við bankakerfið. Ég er nærri viss um að þróunin geti orðið í þessa átt því margir viðskiptabankanna hafa möguleika til þessa tæknilega séð.“ Einn sjóður? - Nú hafa kjör þeirra lána sem tekin eru úr Byggingarsjóði ríkisins annars vegar og Byggingarsjóði verkamanna hins vegar sífellt orðið líkari. Er kominn tími til að samcina þessa tvo sjóði? „Ég er og hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé ástæðulaust að hafa tvo byggingarsjóði. Það leiðir af sjálfu sér að með lögunum er stigið ákveðið skref sem hlýtur að kalla á vissa endurskoðun á því kerfi sem við búum við. Ég reikna með því að það komi að því að hér verði aðeins einn byggingarsjóður,“ sagði Alexander Stefánsson að lokum. phh Heyskapur hafinn Norðanlands: Mikið slegið í Eyjafirði dögunum. Ekki gaf hann sér tóm til að segja fleira, enda ný byrjaður að slá stærðar stykki. Sláttur er nú hafinn á flestum bæjum í Eyjafirði innan Akureyrar. Allgóð spretta er á þessu svæði, og hafa bændur nýtt sér veðursældina að undanförnu til heyskapar. Svarf- dælingar eru einnig margir byrjaðir, en á Árskógsströnd og Arnarnes- hreppi eru tún skemur á veg komin, og hefst sláttur þar vart fyrr en uppúr miðjum mánuðinum. í Suður Þingeyjarsýslu er sláttur lítillega haf- inn á Svalbarðsströnd, og í Fnjóska- dal og Bárðardal eru menn farnir að gera heyvinnutækin klár. Norður Þingeyingar verða hins vegar að bíða enn um sinn vegna ónógrar sprettu. „Maður hikar sko ekki við að byrja, þó ekki sé fullsprottið, maður verður að nota þurrkinn. Nú svo er geysimikið til af heyjum síðan í fyrra, og alltaf þarf að fækka skepnunum og draga saman fram- leiðsluna, svo þessar horrenglur á ákveðnum stöðum á landinu hrökkvi ekki uppaf úr offitu,“ sagði norð- lenskur bóndi er blaðamaður hitti á Verslunarráð íslands: Jöfnunar- gjaldi á kartöflur mótmælt Æskan gegn Reglugerð um álagningu 40% gjalds á tollverð unninna kartaflna og 50% á tollverð óunninna kartaflna var gefin út í lok júní. Fullyrt er að gjaldið breyti ekki framfærslukostn- aði og gjaldið eigi að stuðla að samkeppnisstöðu íslenskra kartaflna, þar sem útlendar kartöflur séu tölu- vert dýrari. Verslunarráð Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að þetta jöfnunargjald sé ekki til komið vegna óeðlilegrar verðfellingar á óunnum kartöflum, en slíkar að- stæður hafi verið forsendur laga sem heimila jöfnunargjald á útlendar kartöflur. Þessar kartöflur eru keyptar á uppboðsmarkaði og því sé ekki um verðfellingu að ræða segir í ályktuninni. Ennfremur segir þar að jöfnunargjaldið verði til þess að innfluttar kartöflur verði 40-50% dýrari út úr búð en innlendar kartöfl- ur og komi jafnframt í veg fyrir að ársgamlar íslenskar kartöflur lækki í verði. Því er skorað á landbúnaðar- ráðherra að draga til baka þetta jöfnunargjald. -ABS Farsímakerfið tekið í notkun Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra tók upp símann og hringdi í Steingrím Hermannsson, fyrrum samgönguráðherra. Þar með var sjálfvirka farsímakerfið NMT-450 opinberlega tekið í notkun. Atburður þessi átti sér á Hótel Sögu í gær, að viðstöddum Jóni Skúlasyni, Póst- og símamálastióra og öðrum embættismonnum stotn- unarinnar, sölumönnum þeirra sjö farsímategunda sem nú eru falar í landinu og blaðamönnum. NMT-farsímakerfið er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar og hið eina sem má tengja á milli landa. Tímamynd Pétur kjarnorkuvá 8000 íslenskir grunnskólanemar senda Reagan og Gorbatsjef áskorun „I tilefni af ári æskunnar höfum við, æska íslands, útbúið undirskrifta- lista gegn vígbúnaðarkapphlaupinu. Okkar einlæga ósk er sú að við og komandi kynslóðir fái að lifa í heimi friðar og bróðernis. Það er hræðileg tilhugsun að öll þau kjarnorkuvopn sem til eru geti grandað heiminum á svipstundu. Stöðvið vígbúnaðarkapphlaupið áður en það verður of seint!“ Þannig hljóðar orðsending sem 8000 íslenskir grunnskólanemendur sendu þeim Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseta og Michael Gorbatsjef leiðtoga Sovétríkjanna eigi fyrir löngu. A blaðamannafundi kom Eugení Kosarev, sendiherra Sovétríkjanna á Islandi, svörum Michaels Gorbat- sjefs síðan á framfæri. Er þar tekið undir þær óskir sem koma fram í bréfi barnanna og ítrekað að Sovét- ríkin óski ekki stríðs heldur friðar. Þessu til stuðnings er bent á hinar ýmsu friðartillögur Sovétríkjanna, samþykkt þeirra á banni við kjarn- orkusprengingum í tilraunaskyni og vilja þeirra til að halda SALT I og SALT II -sáttmálana. -phh Eugení Kosarev, sendiherra Sovétríkjanna, ásamt nemendum úr Æfingaskóla Kennaraháskólans, en þau stóðu að undirbúningi og skipulagningu undirskriftasöfnunarinnar. Tímamynd: Péiur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.