Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 8
8-IÍ0!il1n ÍÞRÓTTIR Föstudagur 4. júlí 1986 Guðmundur Torfason skorar hér með hreint ógurlegu vinstrifótarskoti - glæsimark. íslandsmótiö í knattspyrnu 1. deild: Tímamynd Pétur Réttlætinu var fullnægt - Frábærir Framarar sigruöu Skagamenn á Laugardalsvelli með þremur mörkum gegn einu í skemmtilegum leik Framarar fóru á kostum í gær- kvöldi er þeir sigruðu lið Skaga- ■nanna með þremur mörkum gegn einu í einum skemmtilegasta leik sumarsins. Skagamenn komust yfir snemma í leiknum en Framliðið tók frumkvæðið eftir það og uppskar eins og það sáði, skoraði þrjú mörk á síöustu 18. mínútum leiksins. Guðbjörn Tryggvason náði foryst- unni fyrir Akranes með marki á 9. mínútu eftir að vörn Fram hafði brugðist í að koma frá fyrirgjöf. Guðbjörn fylgdi vel á eftir, Friðrik markvörður kom út á móti cn allt kom fyrir ekki. Guðbjörn skoraði. Framarar tóku völdin eftir markið og léku á köflum stórgóða knatt- spyrnu. Kristinn Jónsson var ógn- andi út á vinstri kanti þar sem hann fékk góðan stuðning frá Viðari Þor- kelssyni. Fyrirgjafir streymdu inn að Golf á Akureyri - Allir þeir bestu meö á Opna kóka kóla mótinu Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri: Elsta opna golfmót landsins verð- ur haldið hér á Akureyri um helgina. Það er Opna kóka kóla mótið sem nú er haldið í tuttugasta skipti. Mótið hefst kl. 8 á íaugardags- morgninum og verða leiknar 36 holur með og án forgjafar. Mótið er jafnframt stigakeppni fyrir val á landsliði og því leika meistaraflokks- menn 36 holur bæði á laugardag og sunnudag og eru fyrstu 18 holurnar báða daga liður í Kóka kóla keppn- inni. Allir bestu golfarar landsins eru væntanlegir til leiks í þessu virðulcga móti. marki Skagamanna en annað hvort voru miðverðimir Sigurður Lárusson og Sigurður B. Jónsson of sterkir í skallaboltunum fyrir sóknarmenn Fram eða að Birkir Kristjánsson markvörður greip vel inní. Skagamenn með forystuna í hálf- leik og virtust eins ætla að halda henni þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður. í>á opnaðist flóðgáttin. Guðmundur Torfason skoraði á 72. mínútu með frábæru vinstrifótar- skoti frá vítateig, svo fast að Birkir sá ekki boltann fyrr en hann lá í netinu. Guðmundur var á ferðinni sex mínútum síðar með gott skalla- mark eftir fyrirgjöf Guðmundar Steinssonar. Steinsson skoraði svo þriðja markið eftir að hinn stórefni- legi Gauti Laxdal hafði þrumað í stöngina. Sem sagt, góður leikur sem Friðgeir Hallgrfmsson dómari lét ganga vel áhorfendum til ánægju. Portúgal: Bora heiðraður Þjálfari mexíkanska knatt- spyrnulandsliðsins, Bora Milutin- ovic frá Júgóslavíu, hefur verið heiðraður með „Aztec-erninum“ sem er æðsta heiðursmerki sem erlendir menn geta orðið sér út um í Mexíkó. Það var forseti landsins, de la Madrid, sem nældi „Örninn“ í Bora en hann hlaut hann fyrir frábæran árangur með knattspyrnulandsliðið á HM. Mexíkanar komust í 8-liða úrslit en töpuðu þar fyrir V-Þjóðverj- um á vítaspyrnum. Þetta er lang- besti árangur Mexíkana í heims- meistarakeppni. Formaður Roma settur í bann Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að dæma ekki ítalska knattspyrnuliðið Roma í eins árs bann fyrir að reyna að múta dómara fyrir leik gegn Dundee í Evrópukeppni fyrir tveimur árum. Dómstóll UEFA koinst að þeirri niðurstöðu að forseti fé- lagsins, Dino Viola, hefði einn reynt að múta franska dómaran- um sem dæmdi leikinn og því var hann dæmdur í fjögurra ára bann frá allri þátttöku í Evrópukeppn- um. Liðið verður hinsvegar ekki dæmt og mun því taka þátt í UEFA-keppninni á næsta vetri. Hvergerðingar fá Skagamenn Hvergerðingar duttu í lukkupott- inn þegar dregið var í 16. liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Þeir fá Skagamenn í heimsókn þann 9. júlí og má búast við miklum fjölda á þann leik. Annars varð drátturinn þessi: KR-ingar leika gegn Þór í Reykja- vík, Víðir fær nágranna sina úr Keflavík í heimsókn, ÍBV mætir Breiðablikií Eyjum,. Grindavík tekur á móti Val, KS leikur gegn Víkingi, Fylkir gegn Fram og Austri tekur á móti FH-ingum. Leikirnir fara fram þann 9. júlí nema viðureignir KS og Víkings og Fylkis gegn Fram. Þessir tveir leikir fara fram 8. júlí. Átta í leikbann - vegna þátttöku í „ Allt lykilmenn Átta leikmenn portúgalska knatt- spyrnulandsliðsins hafa verið dæmd- ir í æfilangt bann frá þátttöku í landsleikjum vegna þátttöku sinnar í launadeilum sem komu upp rétt fyrir HM í Mexíkó. Þá kröfðust leikmenn hærri bónusa og til að leggja áherslu á kröfur sínar þá neituðu þeir að spila æfingaleik rétt fyrir HM. Meðal þeirra sem hlutu þennan verkfalli" í Mexíkó stranga dóm frá Knattpyrnusamb- andi Portúgal eru markvörðurinn Bento, miðvallarspilarinn Carlos Manuel og félagi hans Jaime Pac- heco, varnarmaðurinnj Pinto og sóknarmaðurinn Diamantino. Allir þessir leikmenn eru lykilleikmenn í landsliðinu og Manuel varð þjóð- hetja rétt fyrir HM er hann skoraði eina mark leiksins gegn V-Þjóðverj- um sem tryggði Portúgölum sæti í HM. Alþjóðakörfuknattleikssambandið: Engiratvinnumenn Tillaga um aö leyfa þeim að spila meö var felld Alþjóðakörfuknattleikssamband- ið, FIBA, greiddi í gær atkvæði á þingi sínu í Barcelona um það hvort leyfa eigi atvinnumenn í keppnum á vegum Sambandsins. Tillaga þess efnis var felld með 31 atkvæði gegn 27 en 74 þjóðir sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Ritari sambandsinssagði þó við blaðamenn að tekið hefði verið eitt skref í þá átt að leyfa atvinnumönnum að spila með því ákveðið hefði verið að fella orðið „áhugamanna“ út úr nafni FIBA. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma en Bandaríkjamenn og So- vétmenn sátu hjá. HM í körfuknatt- leik hefst í Barcelona á Spáni á morgun. Kvennaboltinn Kristrún Emilsdóttir skor- aði stórglæsilegt mark fyrir KR-stúlkurnar í gærkvöldi, beint úr aukaspyrnu, og dugði það KR til sigurs gegn ÍBK í 1. deild kvennaboltans. UBK sigraði lið ÍA upp á Skaga með einu marki gegn engu og skoraði Sigríður Sig- urðardóttir mark UBK. Kristín Arnþórsdóttir skor- ar og skorar í deildinni. Hún setti inn fjögur mörk í gær í sigri Vals á Þór frá Akureyri. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði tvö mörk og Ragnhildur Sig- urðardóttir var einnig með tvö. Sem sagt, 8-0 á Akureyri. Brassar prúðastir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur útnefnt Brasilíumenn sem prúðasta liðið í HM í Mexíkó. Það var Joao Aavelange sem afhenti forseta knattspyrnusambands Brasi- líu, Pinto Guimaraes, verðlaunagrip til viðurkenningar á því að Brasi- líumenn hafi orðið „Meistarar heið- arlegrar knattspyrnu." Brasilíumenn fengu aðeins þrjú gul spjöld í fimm leikjum og ekkert þeirra fyrir gróf brot. Guimaraes sagði við þetta tækifæri að það væri leiðinlegt þegar lið þyrftu að falla úr keppni á vítaspyrnum og bætti við að í þremur síðustu HM-keppnum hefðu Brassar aðeins tapað einum leik en samt ekki komist í úrslitaleik- inn. Malmö meistari Malmö tryggði sér bikarmeistara- tign í sænsku knattspyrnunni í gær er liðið sigraði Gautaborg 2-1 í úrslitaleiknum. Staðan í hálfleik var 0-0 en Björn Nilsson skoraði fyrir Malmö í upphafi síðari hálfleiks. Michael Anderson jafnaði á 76. mínútu en Anders Peterds skoraði sigurmark Malmö þremur mínútum seinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.