Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. júlí 1986 llllllllllllll HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllll Manuela og Einar Grétar í Skálholtskirkju: SUMARTÓNLEIKAR AD HEFJAST tf.Á. i Nýlistasafniö: Árni Ingólfs- son synir Dagana 5.-13. júlí heldur Árni Ingólfsson sýningu á verkurn sínum í Nýlistasafninu við Vatnssttíg 3b. Sýningin samanstendur af grafískum verkurn, teikningum. málverkum og objektum, unnum á síðustu tveimur árum. Öll verkin eru til sölu. Árni Ingólfsson á að baki 10 ára sýningarferil, hér heima og erlendis, en hann hefur undanfarin 3 ár starf- að í Holiandi. Tíminn 19 Katrín H. Ágústsdóttir ásamt tveimur af vatnslitamyndunuin á sýningunni ■ Laxdalshúsi. Laxdalshús á Akureyri: Sýning Katrínar H. Ágústsdóttur Katrín H. Ágústsdóttiropnarsýn- ingu á vatnslitamyndum í Laxdals- húsi á Akureyri, á morgun, laugard. 5. júlí kl. 15.00. Þetta er fimnita einkasýning Katrínar á vatnslita- nryndum, en einnig hefur hún sýnt batikmyndir og fatnað. Hún starfaði áður að textil ásamt Stefáni Hall- dórssyni, en þau rcka textilverk- stæði. Þar hafa þau unnið við fatnað, þjóðlffsmyndir og hökla. Katrín stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann í Handa- vinnudeild Kennaraskóla Islands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Auk þess hcfur hún farið í námsferð- ir til Danmerkur og Finnlands. Katrín hefur haldið átta einkasýn- ingar á batikmyndum, einnig kjóla- sýningar, auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Katrín starfar nú við Kvennaskólann í Reykjavík, kennir hand- og myndmennt. Sýning Katrínar er opin til 20. júlí á opnun- artíma Laxdalshúss. Líkan af gamla Gullfossi 1914. Sjóminjasafn íslands í Hafnarf irði Verk gamalla meistara til söluí Gallerí Borg Um helgina hefjast hinir árlegu Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Manuela Wiesler flautuleikari og Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu- leikari eru komin frá Svíþjóð til að leika verk eftir Jóhann Sebastian Bach og syni hans tvo. Wilhelm Friedemann og Carl Philipp Eman- uel, bæði einleiksverk fyrir hvort hljóðfæri og fyrir samleik fiðlu og flautu. Sitt hvor dagskráin er á laugardeginum kl. 15 og 17 og sú seinni endurtekin á sunnudeginum kl. 15. Klukkan 17 á sunnudag er messa þar sem listamenn taka þátt í NJÁLS SAGA, Söguleikjanna, í leikgerð Helgu Bachman og Helga Skúlasonar verður sýnd um þessa helgi í Rauðhólunum við Reykjavík sem segir: Laugardaga og sunnudaga kl. 14.30 og 17.00 báða dagana. Miðasala og pantanir hjá Sögu- leikjunum. Sími: 622666, Ferða- skrifstofunni Faranda 17445 og Kynnisferðum, Gimli 28025. Miðar verða og seldir við innganginn í Rauðhólum. Sýningin tekur um eina og hálfa klukkustund. Skátafélagið Skjöldungar sem hefur starfsemi sína í Vogahverfi í Reykja- vík gengst fyrir firmakeppni sem haldinn verður sunnudaginn 6. júlí og hefst kl. 10 árdegis með hjólreiða- ferð í Heiðmörk, en staðnæmst verð- ur nálægt hliði við Silungapoll. Þar hefst dagskrá kl. 13 ogstendurtil kl. 18. Allir velunnarar félagsins og gaml- ir skátar eru hjartanlega velkomnir auk fulltrúa þeirra fyrirtækja sem taka þátt í keppninni. Tilvalið sem ánægjuleg fjölskylduferð í Heið- mörk. tónlistarflutningi. Áætlunarferðir eru frá Umferðar- miðstöðinni f Reykjavík kl. 13 tón- leikadagana og tií baka kl. 18.15. Um næstu tónlistarhelgi í Skál- holtskirkju flytur kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð íslensk kórverk undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og Helga Ingólfsdóttir leikur einleik á sembal. 26. og 27. júlí verða tónleikar í umsjá Jóns Nordals tón- skálds með sönghópnum Hljómeyki. Um verslunarmannahelgina leikur Ann Toril Lindstad á orgel og fluttar verða kantötur eftir J.S. Bach. Svavar Guðnason ásamt Ástu eigin- konu sinni. Norræna húsiö: Sýning Svavars Guðnasonar Sýning á verkuni Svavars Guðna- sonar er opin daglega í sýningarsöl- um Norræna hússins kl. 14.00-19.00 til 20. júlí. „Sýningin spannar allan listferil Svavars, frá lokum 4. áratugarins fram til hins níunda, en aðaláherslan er lögð á fimmta áratuginn, en það tímabil er mjög mikilvægt í list Svavars með tilliti til alþjóðlegrar listar," segir í kynningu frá Norræna húsinu. Sjóminjasafn íslands í Hafnarfirði er til húsa í Brydepakkhúsi, sem hefur verið endurbyggt og sniðið að kröfum safnahúss. I safninu er að finna minjar um lífsbaráttu íslend- inga tengda sjónum frá liðnum öld- um og fram á okkar tíma. Myndasýningar (myndbönd, lit- skyggnur og kvikmyndir) og fyrir- lestrar eru einnig hluti af starfsemi Níels Hafstein. safnsins og eru auglýst sérstaklega. Byggðasafn Hafnarfjarðar er líka til húsa í næsta nágrenni.í húsi Bjarna Sívertsen, elsta húsiHafnar- fjarðar, byggt um 1803. Sjóminjasafnið er opið sem hér segir: Tímabilið 8. júní-30. septem- ber, þriðjudaga-sunnudaga kl. 14.00-18.00. Verk gömlu meistaranna hafa nú vcrið hengd upp í sýningarsal Gallerí Borgar v/Austurvöll og eru þar til sýnis og sölu. Meðal verka sem til sölu eru má nefna málverk cftir Mugg, Snorra Arinbjarnar, Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts, Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Sverri Haraldsson, Gunnlaug Blöndal o.fl. Þess utan eru til sýnis og sölu verk allra helstu núlifandi listamanna, olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík og keramik. Gallerí Borg er opið kl. 10.00- 18.00 virka dga, en lokað um helgar yfir sumarmánuðina. Níels Haf- stein sýnir í Slunkaríki á ísafirði Laugardaginn 5. júlí kl. 15.00 verður opnuð sýning á verkum eftir Níels Hafstein í Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni eru verk unnin í margs konar efni, s.s. balsavið, kopar, gler, bréf, svamp og lakk. Þar á meðal er „leiðréttur regnbogi,“ „Svartur geisli utan úr geimnum" og „Landmæling í Vatnsdal". Stærsta verkið á sýningunni er í þrem hlutum og fjallar um fjölbreytni einfaldleik- ans, -og nokkurn lífsháska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.