Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 16
meÓVISA FRAMARAR sigruöu Skagamenn með þremur mörkum gegn einu í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í gærkvöldi og hafa nú tekið afgerandi forystu í keppninni. Leikurinn var vel spilaður, sérstaklega af hálfu Framara sem sýndu gott samspil og snjalla takta. Guðmundur Torfason skoraði tvö mörk fyrir heimaliðið, annað með vinstrifótarskoti svo föstu að elstu menn muna vart annað. Guð- mundur Steinsson skoraði þriðja mark Fram- ara en Guðbjörn Tryggvason náði forystunni fyrir Skagann á 9. mínútu. Hafnarfjaröarbær og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar: Laun hækka um 8,6% í kjölfar samninga - Samningarnir gilda frá 1. febrúar Bæjarráð Hafnarfjarðar og Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar hafa komist að samkomulagi um nýjan sérkjarasamning, sem innifelur 8,6% hækkun launa að meðaltali. Þrír neðstu launaflokkarnir hækka um sem svarar fimm launa- flokkum, sem jafngildir 15% launa- hækkun. Þessir samningar gilda frá 1. febr- úar sl. fram til áramóta og ná alls til 210 einstaklinga. Þegar Tíminn ræddi við Ingvar Viktorsson bæjarráðsfulltrúa í gær, sagði hann að þessir samningar hefðu gengið hratt fyrir sig, ekki hefði tekið nema u.þ.b. viku að komast að samkomulagi. Samning- arnir hefðu verið komnir í kjara- dóm, þar sem fyrri meirihluti hefði boðið upp á 0,75% hækkun, en Starfsmannafélagið gat ekki sætt sig við það tilboð. Nú lægi hins vegar ekki annað fyrir en að skrifa undir samningana og yrði það gert á næsta bæjarstjórnarfundi sem verður hald- inn þriðjudaginn 8. júlí nk. Stjórn Starfsmannafélagsins þyrfti ekki að leggja samningana undir félagsfund. Sagði Viktor þetta hæstu samn- inga sem bæjarfélag hefði gert, ef frá væri talið Bolungarvíkursamkomu- lagið. Væru allirhlutaðeigandi aðilar ánægðir með samningana, en þeir munu kosta bæjarfélagið um 720. þús. á mánuði. Neðsti launaflokkur var áður 53 fl. og gaf 19.604 kr. í mánaðarlaun ef viðkomandi var í fyrsta þrepi. Þessi launaflokkur heitir nú 58. fl. og gefur 22.727 kr. í mánaðarlaun. Þeir sem voru í 56. fl. hækka um fjóra launaflokka en flokkar 57 til 59 hækka um 3 launaflokka. Launa- flokkar 60 til 68 hækka allir um tvo launaflokka, en á laun þar fyrir ofan kemur eins flokks hækkun. Alls eru 83 flokkar í þessu launakerfi phh Franskir feröamenn í hrakningum: Fór 50 kílómetra eftir hjálp Festu bílinn í Fjórðungskvísl Franskt par var sótt inn á hálend- ið í gærdag af þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Fólkið sem er rétt yfir tvítugu var orðið aðframkomið af hrakningum. Þau höfðu lagt upp frá Akureyri, á bílaleigubíl af gerðinni Lada sport, og héldu suður Sprengi- sandsveg. Bíllinn festist í fyrra- kvöld, þegar þau ætluðu sér yfir Fjórðungskvísl rétt við skála Ferða- félagsins Nýjabæ. Fóru þau þá bæði í skálann. Karlmaðurinn á- kvað að ganga og leita eftir hjálp. Hann gekk til baka, norður. Maðurinn hefur farið um fimm- tíu kílómetra veg fótgangandi. Þá hitti hann fyrir bíl frá Landsvirkj- un. Kallað var á hjálp, með talstöð Landsvirkjunarbílsins. Þyrla Landhelgisgæslunnarflaug eftir ferðalöngunum og náði fyrst í manninn. Að sögn Hermanns Sig- urðssonar flugmanns þyrlunnar var maðurinn aðframkominn og gat vart talað. Flogið var eftir stúlk- unni, þar sem hún var enn í skála Ferðafélagsins og væsti ekki um hana, nema hvað andlegt ástand hennar var ekki upp á hið besta. „Hún var með tárin í augunum þegar ég kom að henni í skálan- um,“ sagði Kristján Þ. Jónsson stýrimaður sem var um borð í þyrlunni þegar farið var eftir fólk- inu. Bifreiðin var skilin eftir í ánni og ætluðu menn frá bílaleigu Akur- eyrar að fara f gær og ná henni upp. Bíllinn var gangfær að sögn þyrlumanna. -ES Vandi frystihúsanna: Hjáiparaðgerðum verður hraðað - sem unnt er, varð niðurstaða ríkisstjórnarfundar Vandi frystihúsanna var eitt aðalmál ríkisstjórnarfundar í gær, og var staða greinarinnar rædd ítar- lega. Niðurstaðan var sú að hfaðað yrði eftir því sem unnt er ýmsum þeim aðgerðum sem þegar eru í gangi. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Tímann í gær að meðal þeirra atriða sem ákveðið væri að hraða væri sú fjárhagslega endur- skipulagning á fjölntörgum illa stöddum fyrirtækjum, sem nú er í gangi hjá Byggðasjóði, viðskipta- bönkum og Fiskveiðasjóði. Einnig sagði hann að kannað yrði betur gcngistap fiskvinnslunnar vegna afurðalána frá árinu 1985, en athug- un á því máli er þegar komin af stað hjá stjórnvöldum og Seðlabanka. Halldór sagði að það sem skipti sköpum varðandi stöðu fiskvinnsl- unnar í dag væri uppsafnaður vandi frá fyrri árum og þar sem enginn hagnaður væri á rekstrinum í dag skapaðist ekki svigrúm til að greiða upp í skuldir. „Ríkisstjórnin er ákveðin í því að halda þau verðlagsmörk sem sett hafa verið. í því santbandi er mikil- vægt að það svigrúm sem það skapar nýtist fiskvinnslunni, en fari ekki í margvíslegar kostnaðarhækkanir hér innanlands, bæði til þjónustuað- ila og annarra. Maður verður mjög var við það, að þessir aðilar hafa hækkað sínar gjaldskrár sem aftur leiðir til hækkana á vísitölu, en á sama tíma verður fiskvinnslan að búa við skertar tekjur vegna þróunar dollarans,“ sagði Halldór. Hann benti jafnframt á að það hafi þó orðið til nokkurrar bjargar, að af- urðaverð hafi hækkað á erlendum ntörkuðum, og að tekist hafi að selja meira á Evrópumarkað, auk þess sem saltfiskvinnsla gengur þokka- lega og útgerðin vel. -BG Draugur á Bessastöðum - segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti Vigdfs Finnbogadóttir, forseti, segir fá reimleika á Bessastöðum í viðtali við erlenda fréttamenn. Seg- íst' hún heyra til Appoloníu Schwarzkopf,, „Hrafnhettu", er hún gengur um stofur forsetabústaðar- ins, en hún dó á átjándu öld, - úr harmi, segir í erlendri grein. Staldrar afturgangan oft við framan við dyrnar að svefnherbergi forsetans og býður Vigdís Appól- óníu velkomna. f greininni, en þýðing hennar birtist í Helgar Tímanum, sem borinn verður út á morgun, segir frá álfum, huldufólki og draugum á íslandi og þykir útlendum frétta- mönnum undurhve víðtæk drauga- trú er hér á landi. Er vegagerðinni gerð skil, þar sem vegir bugðast milli álfhóla og híbýla drauga og jötna, en segir í greininni að áður en skipuleggja megi vegi á íslandi verði verkfræðingar að spyrja æðri máttarvöld leyfis. Sjá Helgar-Tímann á morgun. Flugmanninum þakkað fyrir björgunina, þegar eftir að ferðamennirnir voru lentir í Reykjavík. Tímamynd Pétur Vandræöi skapast á spítölum vegna uppsagna: Meinatæknaraðfara yfir í einkageirann Mikil óánægja ríkir nú meðal meinatækna á spítölum um launa- kjör og hafa allir meinatæknar á Borgarspítalanum sagt upp störfum. Þær uppsagnir koma til framkvæmda 1. október í haust. Á Landspítalan- um hafa 12 meinatæknar sagt upp störfum og þar af eru 6 þegar hættir, en á Landspítalanum eru tæplega 40 stöðugildi fyrir meinatækna á tveim- ur rannsóknarstofum, í blóðmeina- fræði og meinefnafræði. „Uppsagnirnar hjá okkur eru ann- ars eðlis en á Borgarspítalanum, vegna þess að meinatæknar hjá okk- ur hafa verið að segja upp jafnt og þétt st'ðan um áramót. Ástæðurnar sem gefnar eru upp í uppsögnum þessum eru ekki eingöngu launa- kjör, heldur þröng vinnuaðstaða á báðum rannsóknarstofunum og einnig aukin áhætta af Aids og slíkum sjúkdómum. Meinatæknarn- ir eru að ráða sig í vinnu hjá einkageiranum sem getur boðið hærri laun en við og þeir eru eftir- sóttur vinnukraftur í efnaiðnaði og tækniþjónustu ýmiss konar,“ sagði Davíð Á Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. Davíð sagði einnig að eitt mesta áhyggjuefnið í þessu væri að um- sóknir í Meinatæknaskólann eru svo fáar, að Ijóst væri að nýir meina- tæknar kæmu ekki í stað þeirra sem hættu. „Ástandið er hálf skringilegt, vegna þess að nýlega voru samþykkt- ir kjarasamningar fyrir meinatækna sem meirihluti félagsmanna sam- þykkti, en á sama tíma koma þeir og segja upp og eru að fara annað," sagði Davíð. Aðspurður sagði hann að á sumar deildir spítalans væri mjög erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa og kenndu þeir launakjör- um sínum um. Það er nú ljóst að loka þarf 5 deildum í sumar á Landspítalanum og einnig þarf að loka deildum á öðrum spítölum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.