Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 1
BORGARSPÍTALINN tekur í notkun nýtt símanúmer aö morgni laugar- dags. Nýja símanúmerið veröur 696600 og tekur þaö gildi klukkan 6 um morgun- inn. Tekiö hefur verið í notkun nýtt og fullkomið tölvustýrt simakerfi af gerðinni EMS 601 frá Siemens í V-Þýskalandi. Nýja kerfiö býöur upp á fjölda nýjunga, svo sem símafundi, bókunarkerfi, skammval og ýmiss konar hringihópa. MARGRÉT Danadrottning og Hinrik prins koma til landins í dag, í óformlega heim- sókn. Heimsóknin stendur fram til mánudags, aö einkaþota drottn- ingar flýgur þeim heim aftur. VEIÐI í NORÐURÁ virðist heldur vera að glæðast, ef marka má veiði síðasta hóps sem lauk veiði í ánni á hádegi í fyrradag. Fengust 103 laxar í hollinu, sem var í þrjá daga að veiðum. BÆJARSTARFSMENN í Hafnarfirði hafa fenpið launahækkun. Á fundi bæjarstjórnar í gær var gengið frá sérkjarasamningum. Meðaltalshækkunin er um sjö prósent. VESTUR-LANDEYINGAR verða að kjósa aftur. Ástæða þessa er að vafaatkvæði var úrskurðað ógilt og skiptir atkvæðið miklu, þar sem áður en atkvæð- ið var dæmt ógilt voru hlutföllin tveir menn óháðra gegn þremur mönnum K-listans. Eftir ógildingu vann K-listinn mann af óháðum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær kosning fer fram. SÖNGVAKEPPNI sjónvarps- stöðva var heldur kostnaðarsamari, en gert var ráð fyrir í frumkostnaðaráætlun. Skeikaði þar milljón, og var heildarkostn- aður við þátttöku íslendinga um sjö millj- ónir í stað sex sem reiknað var með í upphafi. FRITZ LEUTILER fyrrverandi bankastjóri svissneska þjóðarbankans, hefur ákveðið að segja af sér sáttasemj- arastarfi því sem hann hafði í viðræðum milli stjórnar Suður-Afríku og alþjóða- banka sem lána fjármagn til landsins. Leutiler tók þessa ákvörðun í mótmæla- skyni við neyðarástandslögin sem sett voru á í Suður-Afríku fyrir rúmum þremur vikum. LANDSMÓT hestamanna heldur áfram í dag með því að stóðhestar verða sýndir dómnefnd, undanúrslit verða í A-flokki gæðingakeppninnar, töltkeppni og kynningu félags hrossabænda, ungl- ingakeppni tólf ára og yngri og kaupstaða- ferð kemur á mótssvæðið. Um kl. 19.00 verður farið í sameiginlegan útreiðartúr um Rangárvelli og frá kl. 21.00 verða rútuferðir á hálftíma fresti frá Hellu á dansleikinn í Njálsbúð. [ gær fékk Kristall hæstu einkunn í undanúrslitum B-flokks gæðinga, hlaut einkunnina 8,69. Númer tvö varð Snjall með 8,66. Númer þrjú varð Sölvi með 8,56. KRUMMI „Hann skyldi þó aldrei vera blettótt- ur hreini skjöldurinn' sem Ólafur Ragnar talaði um? “ Bolungarvíkursamkomu- lagi vísað frá í Reykjavík Framsóknarfulltrúinn situr hjá og kynnir sérstaka bókun Tillögu frá fulltrúum Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista um að lágmarkslaun hjá Reykjavíkurborg verði 27 þús. frá og með 1. júlí og 30 þús frá og með 1. sept. var vísað frá á borgar- stjórnarfundi í gær. Kristín Á. Ólafsdóttir talaði fyrir tillögunni og sagði að hér væri um aðgerð að ræða til að bregðast við siðlausu ástandi í launamálum. Hún sagði að þessi aðgerð ætti ekki að stuðla að tvöföldu launakerfi, enda yrði í næstu kjarasamningum tekið tillit til starfsaldurs og eðlilegs hlutfalls dagvinnu og eftirvinnu í launum. Elín Ólafsdóttir, Kvennalista, tók mjög í sama streng og sagði fólk þreytt á þjóðarsátt sem gerð hafi verið af nokkrum mönnum bak við luktar dyr. Sigrún Magnúsdóttir, Fram- sóknarflokki sat hjá við atkvæða- greiðslu um tillöguna, en kynnti sérstaka bókun þar sem hún lýsir sig sammála því að tryggð verði 30 þúsund króna lágmarkslaun. Hins vegar segir hún í bókuninni, að hún telji ekki rétt að rjúfa þá samstöðu sem náðist í febrúarmilli ríkisvalds og aðila vinnumarkaðar um að ná verðbólgu niður, ekki síst þar sem slíkir samningar væru forsenda þess að takast mætti á við launahækkanir í næstu samning- unt. Davíð Oddsson borgarstjóri bar upp frávísunartillögu fyrir hönd meirihlutans, ogvitnaði í málflutn- ingi sínum til ummæla borgarfull- trúa Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks þegar samningarnir voru samþykktir á sínum tíma, og minnti á að þá hafi Kvennafram- boðið eitt verið á móti þeim. í greinargerðinni með frávísunartil- lögunni segir að víðtæk samstaða hafi náðst um þessa samninga,. enda hafi þeir haft í för með sér kjarabætur, lækkandi verðbólgu og stöðugra verðlag. Þar segir enn fremur, að tillagan sé til þess gerð að brjóta upp það samkomulag sem gert var í febrúar og muni þegar til lengdar lætur ekki auka eða tryggja kaupmátt launafólks. -BG Gerð undirgangna undir Miklubraut, frá nýja Hagkaupshúsinu miðar vel. Umferðin hefur verið leidd framhjá framkvæmdarsvæðinu, og rennur straumur bifreiða nú til beggja handa við verktakana sem við undirgöngin vinna. Tímamynd Pctur. BJ og Alþýðubandalag fengu fé frá Hafskip - fullyröir Magnús Bjarnfreösson í grein í DV Magnús Bjarnfreðsson fullyrðir, í grein sem hann ritaði í DV í gær, að Alþýðubandalag og Bandalag jafnaðarmanna hafi þegið fjár- stuðning úr sjóðum Hafskips. Jafnframt kemur sú skoðun Magnúsar í ljós að honum finnst ekkert athugavert við að stjórn- málaflokkar þiggi féfrá fyrirtækj- um, heiti þeir ekki pólitískum stuðningi í staðinn. Þessa skoðun ítrekaði Magnús í samtali við Tím- ann í gær, og sagði jafnframt að upplýsingar þær sem hann byggði fullyrðingu sína á væru komnar frá' „manni sem væri öllum hnútum ákaflega vel kunnugur," eins og Magnús orðaði það. „Ég hef nátt- úrlega ekki séð bókhald Hafskips," sagði Magnús. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins var spurður um fullyrðingu Magnúsar. Hann sagð- ist ekkert botna í þessu og sagði „ég held þetta sér rugl.“ Kristín Waage starfsmaður hjá Bandalagi jafnaðarmanna sagði að leitað yrði frekari sannana hjá Magnúsi vegna fuilyrðingar hans. En hún sagði að sér væri ekki kunnugt um greiðslur. „Við bíðum spennt eftir upplýsingunt," sagði Kristín. Magnús var spurður hvort um verulega fjárhæðir væri að ræða og sagði hann að ekki væri um að ræða gígantískar upphæðir en sagði jafnframt að verið væri að tala um peninga. Páll Pétursson: „Ég hefði sagt af mér “ „Ég er ekki að gera það að tillögu minni að Albert Guð- mundsson segi af sér embætti. Hins vegar er ég þess fullviss að ef hliðstætt ástand hefði skapast hjá einhverjum af ráð- herrum Framsóknarflokksins þá hefði hann beðist lausnar og ef ég hefði verið í sporum Alberts Guðmundssonar hefði ég beðist lausnar frá embætti." Þetta segir Páll Pétursson þing- flokksformaður framsóknar- manna í viðtali um málefni Alberts Guðmundssonar á bls. 7. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.