Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. júlí 1986 Tíminn 15 Dómnefndin sem mun velja bestu Ijósmyndirnar í samkeppni Vikunnar. Frá vinstri Páli Stefánsson Ijósmyndari, Gunnar V. Andrésson Ijósmyndari, Davíð Oddsson borgarstjóri, Valdís Óskarsdóttir Ijósmyndari, Hildur Petersen framkvæmdastjóri. LJÓSMYNDASAMKEPPNI VIKUNNAR Vikan efnir til ljósmyndasam- keppni í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Myndefnið er eina skilyrðið fyrir þátttöku en það á að vera úr eða í Reykjavík. Fimm manna dómnefnd hefur verið sett á laggirnar. Hana skipa Davíð Odds- son borgarstjóri, Hildur Petersen framkvæmdastjóri, ljósmyndararnir Gunnar V. Andrésson (DV), Páll Stefánsson (Iceland Review) og Valdís Óskarsdóttir (Vikan). Skilafrestur er til 18. júlí nk. Fyrstu verðlaunin í Ijósmyndasam- keppninni er myndavél frá K.ODAK AF2, sem kemur á markaðinn í þessum mánuði. Myndavélin mun kosta um 13 þúsund krónur. Önnur verðlaun eru sex þúsund krónur og þriðju verðlaun fjögur þúsund krón- ur sem Vikan veitir. Fyrstu verðlaun veitir Hans Petersen hf. Engin önnur skilyrði eru fyrir þátttöku en gott myndefni í Reykja- vík og myndgæði. Tekið er á móti svart/hvítum ljósmyndum, litmynd- um og „slides“ myndum. Fleira verður gert til að halda upp á afmæli höfuðborgarinnar af hálfu Vikunnar. Sérstök Reykjavíkur-vika kemur út 14. ágúst nk. Og stefnt er að því að verðlaunamyndin prýði forsíðu þeirrar VIKU. Ljósmyndum í samkeppninni ber að skila til VIKUNNAR, Pverholti 11, 105 Reykjavík. Skilafrestur er eins og fyrr segir til 18. júlí nk. Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Eigum til á lager hinar vel þekktu HEYÞYRLUR 4ra og 6 stjörnu. Vinnslubreidd frá 4 m og upp í 7,3 m. Lyftutengdar og dragtengdar BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Gjallarhorn 40 ára afmælisútgáfa í tilefni af 40 ára afmæli Samvinnu- trygginga gt. hefur komið út myndarlegt afmælisblað af Gjallarhorni, sem er tíma- rit gefið út af Samvinnutryggingum og ábyrgðarmaður er Hallgrímur Sigurðs- son, sem ritar formálsorð í blaðið. Þar segir hann m.a.: „Og ekki þarf að geta þess sérstaklega að Samvinnutryggingar gt. er gagnkvæmt tryggingafélag, þ.e.a.s. að tryggingatakar félagsins eiga það sjálfir, eins og skammstöfunin g.t. bendir til. Því vil ég nota þetta tækifæri og óska okkur öllum til hamingju með afmælis- barnið á þessum merku tímamótum þess.“ í þessu riti, sem er yfir 120 bls. eru viðtöl við marga frammámenn í fyrirtæk- inu og ótal myndir af starfsfólki, að starfi og við hátíðahöld. Umsjón með útgáfu ritsins hafði Fjölmiðlunarþjönusta Tákns s.f. Landhelgisgæslan 60 ára Varðskip og þyrlur til sýnis á laugardaginn. Varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar verða til sýnis almenningi laugardaginn 5. júlí klukkan 13-16. Varðskipinn ÓÐINN og ÆGIR munu liggja við Ingólfs- garð, en þyrlurnar TF-SIF og TF-GRÓ verða við flugskýli Landhelgisgæslunnará Reykjavíkurflugvelli, ofan Nauthólsvíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF mun bráðlega heimsækja ýmsa staði úti á landi, svo að öðrum landsmönnum gefist kostur á að skoða hana. Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því fyrsta varðskipið, sem smíðaó var fyrir íslendinga, kom hingað til lands og eiginleg landhelgisgæsla hófst. Skip og flugvélar Gæslunnar eru oft í fréttum, nú á dögum hvað helst vegna björgunaraðgerða. Almenn- ingi gefst hins vegar sjaldan tækifæri til þess að skoða þessi dýrmætu tæki og vonast Gæslan til þess að sem flestir sjái sér fært að koma í heimsókn á laugardaginn. Varðskipsmenn og flugliðar munu leiðbeina gestum og fræða þá um starfsemi Landhelgisgæslunnar. (Nánari upplýsingar veita Gunnar Bergsteinsson eða Helgi Hallvarðsson, sími 10230). Kennarar Tvö til þrjá kennara vantar að Laugalandsskóla, Holtum Rangárvallasýslu. Aðal kennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði, og líffræði, hjálparkennsla og smábarnakennsla. Frítt húsnæði og hiti. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 99-5542 og formaður skólanefndar í síma 99-5551. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÖ Á AKUREYRI ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun B Setning Þ Filmu- og plötugerð i Prentun I Bókband PRENTSMIDJAN cJ! Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SIMl45000 óskar að ráða strax eða eftir samkomulagi deildar- stjóra í Sel I um óákveðinn tíma vegna veikinda- forfalla. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og/eða hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 22100. Tilboð óskast í CATERPILLAR-jarðýtu D-7 m/ripper árgerð 72, sem sýnd verður milli kl. 12-15 þriðjudaginn 8. júlí að Grensásvegi 9. Tilboð verða opnuð sama dag Sala Varnarliðsleigna Á timabilinu 1. mai til 30. sept. Á timabilinu 1. júni til 31. águst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Þriðjudaga Frá Stykkishólmi kl 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga: Samatímataflaog mánudaga Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00. eftirkomu rútu. Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma i inneyjum. Á tímabilinu 1. júli til 31. áqúst Fra Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkisholmi, $.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. FLUGMÁLASTJÓRN Staða flugvallavarðar Staða flugvallavarðar á Bíldudal hjá Flugmálastjórn er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 25. júlí nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.