Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 53
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Græna borgin við Eyrarsund Kaupmannahöfn er ein þeirra átta borga sem „kepptu um“ nafnbótina „Hin græna höfuðborg Evrópu 2010“, nýja heiðursviðkenningu sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir í fyrsta sinn á mánudag eftir viku, 23. febrúar. 35 borgir í Evrópu sóttu um tilnefningu og Kaupmanna- höfn komst í úrslitaval ásamt Amster- dam, Osló, Stokkhólmi, Bristol, Freiburg, Hamborg og Münster. Við val í undanúrslitaflokkinn var tekið tillit til tíu „grænna“ þátta og kom Kaupmannahöfn vel út í því mati. Ekki var einungis höfð hliðsjón af hvernig staðið er að umhverfismálum núna heldur var einnig tekið tillit til stefnu og framkvæmdaáætlana sem miða að því að bæta borgarumhverfið. Á meðal hinna tíu viðmiðunarþátta voru almenningssamgöngur, „græn“ opin svæði, loftgæði, hávaða- mengun, sorphreinsun, vatnsnotkun, frárennslismál, sjálfbær landnotkun, stjórn umhverfismála og aðgerðir í borginni sem miða að því að draga úr loftslagsbreytingum á heimsvísu. BEN Sjóböð í höfninni, vindmyllur og reiðhjól Kaupmannahöfn er borg þar sem gott mannlíf og gott umhverfi eiga samleið. Borgin er ekki hvað síst einstök fyrir að sjórinn í höfninni er svo hreinn að þar er á mörgum stöðum hægt að busla og bregða sér í sund. Rétt fyrir utan borgina eru fjölmargar vindmyllur sem framleiða raforku. Ekki má gleyma reiðhjóla- menningu borgarbúa. Kaupmannahöfn var valin „besta borgin til að búa í“ árið 2008 og breska tímaritið Monocle valdi Kaupmannahöfn sem „bestu hönnunarborgina“. Það er engin tilviljun að tvær af borgunum sem komust í úrslitaval hjá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, Kaupmannahöfn og Amsterdam, eru þær tvær evrópsku borgir þar sem reiðhjólanotkun er áberandi mest. Heimsmet í kaupum á „lífrænni“ matvöru Í engri annarri höfuðborg í heiminum er meira keypt og neytt af svonefndri „lífrænni“ matvöru en í Kaupmanna- höfn. Fullyrt er að um 51% af mat- vælum, sem í boði eru og neytt í opinberum stofnunum í Kaupmanna- höfn, séu lífræn vara. Lífræn matvæli eru sögð um 23% af matarinkaupum einstaklinga í borginni. Það mun ekki þekkjast annars staðar í veröldinni. Stjórnvöld stefna að því að Kaupmannahöfn verði í fararbroddi á meðal höfuðborga í umhverfismálum árið 2015 og er m.a. stefnt að því að 20% af öllum matvælum sem neytt verði innan borgarmarkanna verði lífrænt vottuð vara. Hreint vatn Hafnarböðin vinsælu, sem hafa verið opnuð hjá verslunarmiðstöðinni Fisketorvet og við Islands Brygge, eru vitnisburður um hvað sjórinn er hreinn í höfninni í Kaupmannahöfn. Sjórinn er svo hreinn að enginn þarf að hafa áhyggjur heilsunnar vegna við að fá sér þar sundsprett. Um slíkt eru ekki mörg dæmi í mannmörgum stórborgum. Reiðhjólaborgin 36% íbúa í Kaupmannahöfn nota reiðhjól til þess að komast til og frá vinnu og skóla. Í borginni eru meira en 300 km af reiðhjólastígum og hin vinsælu „leiguhjól án endurgjalds“ gera ferðamönnum kleift að komast ferða sinna á „tveimur kringlóttum“ mestan hluta ársins. Sorp og endurvinnsla Hirðingu, meðferð og úrvinnslu sorps og annars úrgangs er á fáum stöðum jafn vel fyrir komið og í Kaupmanna- höfn. Um 90% af öllum úrgangi frá byggingastarfsemi eru endurunnin og 75% af heimilisúrgangi er brennt. Orka sem fæst við úrgangbrennsluna er notuð til hitunar og raforkufram- leiðslu svo að engu er sóað. Amsterdam . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is www.visitcopenhagen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.