Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 22
22 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Þ að er spenna í loftinu í Hlíða- skóla, verið er að æfa fyrir umsvifamikinn söngleik sem verður frumsýndur eftir nokkrar vikur. Þó að komið sé fram yfir lok skóladags er skól- inn enn fullur af nemendum og þegar dyrum að samkomusal skólans er lokið upp blasir við fjöldinn allur af einbeittum unglingum. Það er verið að æfa söngleikinn Það er að koma og þegar blaðamann ber að garði er verið að æfa senu þar sem barn er á leiðinni, það er líklega að koma. Anna Flosadóttir kennari við skólann er leikstjóri og aðalsprautan á bakvið söng- leikinn sem krakkarnir hlakka mörg hver til þess að taka þátt í alla sína skólagöngu. „Ég fékk þá hugmynd fyrir fimmtán árum að setja upp söngleik í unglingadeildinni,“ segir Anna Flosadóttir. Þetta fyrsta skipti tóku 45 nemendur unglingadeildarinnar þátt í söngleiknum. Flest vilja leika „Það er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn,“ segir Anna og brosir að minning- unni. Síðan þá hefur söngleikur verið settur upp í unglingadeildinni á þriggja ára fresti og framleiðslan hefur undið upp á sig, um hundrað krakkar hafa tekið þátt í verkinu, samið leikritið, sungið, leikið, dansað og séð um velflest sem að verkinu lýtur undir handleiðslu Önnu og fleiri fagmanna. „Flest vilja leika og við högum því þannig að allir fá að gera það, krökkunum er því skipt upp í hópa sem vinna senur en það kemur fyrir að þau eru öll að leika í einu og þá eru hundrað á sviðinu og mikið að gerast.“ Anna er myndlistarmenntuð, kenn- ir myndlist og leiklist. „Ég hef áhuga og ástríðu fyrir leikhúsi og hef viljað auka hlut leiklistar í skólum,“ segir Anna sem hefur orðið að þeirri ósk sinni í Hlíðaskóla en á árunum 2003 til 2007 var hann móðurskóli í listum og hefur haldið áfram þeirri stefnu og þróun sem það hafði í för með sér. „Við gerum listgreinunum jafn hátt undir höfði, og kennum þær í sjö vikna lotum.“ Leik- list er að mati Önnu mikilvæg listgrein og gagnleg til að kenna í skólum, allir þurfa jú að koma fram og standa fyrir máli sínu og leiklistin þjálfar fólk í því. Á hverju ári frá fyrsta og upp í sjöunda bekk er sett- ur upp söngleikur í Hlíðaskóla undir stjórn tónmenntakennarans Sigríðar Johannsdótt- ur og því þjálfaðir nemendur á ferð þegar þau koma upp á unglingastigið. „Leiklistin er skylda upp í sjöunda bekk en þátttaka í söngleiknum er auðvitað frjáls“ Skrúfað fyrir styrki Vinnuferlið hefur verið þannig hjá Önnu og krökkunum að þau semja leikritið sjálf, Anna hefur samið grind og þau spunnið í kringum hana. Síðastliðið haust hófst þessi vinna „Svo kom í ljós að ÍTR hafði skrúfað fyrir alla styrki til svona verkefna og það var hætt við sýninguna.“ Anna var ekki til- búin til þess að samþykkja þessa niðurstöðu, verkið hefur verið svo gefandi auk þess sem að krakkarnir hafa beðið eftir því að taka þátt í söngleiknum, sum hver síðan í sex ára bekk. „Ég settist bara niður og skrifaði fyrrverandi nemendum hér og bað þá um að hjálpa mér með tónlistina, þeir gera það í sjálfboðavinnu. Svo vinnum við þetta kaup- laust ég og Elva Dögg Númadóttir kennari sem sér um að þjálfa dansana.“ Þar fyrir utan hafa tveir kennaranemar lagt söng- leiknum lið þær Hildur Magnúsdóttir og Elísa Snæbjörnsdóttir. „Svo skrifaði ég for- eldrum í fyrsta skipti, og það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin voru ótrúlega góð, pósthólfið var fullt um leið, allir vilja aðstoða.“ Jákvæð áhrif Til að spara var að ákveðið var að taka gam- alt verk til sýningar. Það er að koma var samið og sýnt fyrir tólf árum síðan. Verk- ið segir frá nokkrum fjölskyldum og örlög- um þess og óhætt að segja að uppfærslan sé viðamikil, tvær hljómsveitir, dans, söngur og leikur. Leikið er í salnum í Hlíðaskóla, í raun út um allan sal eins og Anna sýnir blaðamanni. „Þegar sem mest er að gerast hafa áhorfendur varla við að fylgjast með því sem er í gangi.“ Anna segir uppsetningu á söngleikn- um hafa mjög jákvæð áhrif á stemming- una í unglingadeildinni. „Krakkarnir fara að mynda tengsl þvert á árgangana, sem er ekki sjálfgefið í unglingadeildum þar sem hírarkíið er yfirleitt mikið. Það kom líka í ljós þegar við höfðum enn aðgang að niður- stöðum í samræmdum prófum að útkom- an úr þeim var síst verri þegar söngleikur var settur upp, þó að krakkarnir verji mjög miklum tíma í æfingar. Þau læra að skipu- leggja sig, koma með bækur á æfingar og nýta dauðan tíma.“ Anna segir einkar jákvætt í Hlíðaskóla hvað strákarnir taka virkan þátt í leiklist- inni, þeir eru fleiri en stelpurnar og í sumum senum eru þeir í algjörum meirihluta. „Strákar eru stundum tregari til að taka þátt í leiklist en það á ekki við hjá okkur.“ Ekki er stætt á því að trufla æfingu hjá metnaðarfullum nemendum lengur. Þó að vel gangi á margt eftir að gera fyrir frum- sýningu. Ýmsir kostnaðarþættir eiga eftir að falla til, eins og í kringum lýsingu á verkinu en Anna vonast til að það leysist farsællega. Frumsýningin er 14. mars og að sjálfsögðu er öllum opið að mæta. „Við höfum sýnt verk- in sjö til átta sinnum.“ Sjálfboðavinna gerir unglingasöng- leik í Hlíðaskóla að veruleika Í fimmtán ár hefur Anna Flosadóttir kennari við Hlíðaskóla leikstýrt viðamiklum söngleik unglingadeildar Hlíðaskóla. Í haust leit út fyrir að efnahagshrunið hefði þær afleiðingar að ekkert yrði úr uppfærslu á söngleiknum, því skrúfað hafði verið fyrir alla styrki. Anna var ekki til í þær málalyktir eins og Sigríður Björg Tómasdóttir komst að. ÞAÐ ER AÐ KOMA Mikil innlifun á æfingu hjá þeim Ásdísi Vídalin Kristjánsdóttur og Róbert Smára Björnssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þau Sigríður Kristín Kristj- ánsdóttir, Hildur Svein- björnsdóttir og Ástráður Stefánsson taka öll þátt í söngleiknum Það er að koma. Sigríður er í níunda bekk og Hildur og Ástríður í þeim tíunda. Þau eru sammála um að einkar gaman sé að taka þátt í söngleiknum og telja ekki eftir sér veru í skólanum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. „Ég á eldri systkini og ég hef verið að bíða eftir þessu síðan ég var í sex ára bekk,“ segir Hildur sem leikur hjúkrunarfræðing í leikritinu sem keppir við fjóra kollega sína um athygli læknisins. Þau segja það hjálpa þeim í leiknum að hafa tekið þátt í uppfærslum í yngri deildum. „Við erum öll vön að vera á sviði.“ Ástráður leikur hlutverk einstæðs föður í sýningunni, reyndar föður stúlkunnar sem Sigríður leikur og spilar líka á píanó. „Þetta er rosalega skemmtilegt og svo kynnumst við hvert öðru betur en við myndum gera annars.“ GAMAN AÐ TAKA ÞÁTT Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, Ástráður Stefánsson og Hildur Sveinbjörnsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. „Anna hafði samband við okkur og spurði hvort við værum til í að sjá um tónlistina í söngleiknum í ár, það kom ekki annað til greina en að segja já,“ segja þeir Kári Allansson og Guðfinnur Einarsson sem fyrir tólf árum voru nemendur í 9. bekk Hlíðaskóla og tóku þá þátt í söngleiknum Það er allt að koma sem var saminn af nemendum það árið. „Við gátum ekki hugsað okkur að söngleikurinn félli niður þó að styrkirnir hefðu gert það,“ segja þeir en báðir leggja síð- degin undir vinnu með nemendum í Hlíðaskóla um þessar mundir og taka ekki krónu fyrir. „Það var alveg sjálfsagt að hjálpa til, okkur finnst bara gaman að geta gefið til baka það sem við fengum sjálfir.“ Kári og Guðfinnur segja það hafa verið frábær upplifun á unglingsárunum að semja söngleik og flytja hann. „Þetta var algjörlega ógleymanlegt, það var talað um fyrir og eftir söngleik í unglingadeildinni,“ segja þeir félagar sem spiluðu í hljómsveit söngleiksins. „Það sem var til dæmis svo skemmtilegt var að söngleikurinn þjappaði okkur saman, krökkunum í unglingadeildinni, skilin á milli árganga þurrk- uðust út og það gerðist að áttundu bekkingar og tíundu bekkingar töluðu saman,“ segja þeir og hlæja. Tvær hljómsveitir skipaðar nemendum taka þátt í leik- ritinu, rokkhljómsveit og sígildari sveit. „Þeir er þvílíkt fljótir að læra, krakkarnir, en það er auðvitað mikil vinna eftir.“ Kári er orgelleikari og nemandi í Listaháskóla Íslands og hefur því haldið sig í tónlistarheiminum síðan á unglings- árum. Guðfinnur er viðskiptafræðingur en þeir hafa leikið saman í ballsveitum. „Maður spilar samt mest í brúðkaup- um núorðið, það er aldurinn.“ GUÐBRANDUR OG KÁRI Skemmtu sér mjög vel þegar þeir tóku þátt í söngleiknum fyrir tólf árum. Krakkanir fara að mynda tengsl þvert á ár- gangana, sem er ekki sjálfgefið í unglinga- deildum þar sem hírarkíið er yfirleitt mikið Biðum spennt eftir að fá að taka þáttKomum að sjálfsögðu til aðstoðar ANNA FLOSADÓTTIR hefur leitt nemendur Hlíða- skóla í viðamiklum söngleik síðastliðin fimmtán ár, og lætur kreppuna ekki stoppa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.