Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 9.26 13.42 17.59 9.19 13.27 17.35 Í dag er laugardagurinn 14. febrúar, 45. dagur ársins. Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oft- ast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Þannig er það beinlín- is absúrd að heyra Árna Mathiesen tala af vandlætingu um pólitíska misbeitingu bankakerfisins. NÚ efast ég ekki um að Árni sé ágætlega gefinn og sæmilega inn- rættur. Þess vegna trúi ég líka að hann sjái sjálfur einlæglega ekki þá himinhrópandi mótsögn sem er í slíkum orðum þegar þau hrjóta af vörum hans. Hann er bara ekki það góður leikari að hann gæti gert það án þess að bregða svip. ÉG held líka að sjálfstæðismenn trúi því sjálfir að allt sem nýja ríkisstjórnin er að gera hafi verið það sem þeir ætluðu að gera sjálf- ir. Sjálfsagt stóð til hjá þeim að breyta lögum um Seðlabankann og skipta þar um yfirstjórn til að umheimurinn sæi að Íslending- ar hygðust taka á vandanum af alvöru. Þeir sögðu bara engum frá því. Ég held nefnilega að það hafi ekki enn síast inn í vitund þeirra að hagstjórn þeirra skellti skuld á þjóðina sem jafnast á við að hvert einasta hús á eyjunni hafi brunnið til kaldra kola. ÞESS vegna trúi ég því líka að Sig- urði Kára Kristjánssyni hafi verið alvara þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn. Að hans mati er með öðrum orðum ekki hægt að gera flokk, sem haft hefur stjórn efnahagsmála á sinni könnu í tæpa tvo áratugi, ábyrgan fyrir afleið- ingum gjörða sinna. Maður hlýt- ur að spyrja sig hvað þessir menn hafi verið að gera í vinnunni síð- astliðin átján ár ef ástandið er ekki á þeirra ábyrgð. Er ekki skárra, af tvennu illu, að játa á sig mistök en að viðurkenna að hafa verið fjar- verandi allan þennan tíma? AUÐVITAÐ gerir fólk sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokk- inn þá er það af sömu ástæðu og ekki er hægt að klína skít á svín í stíu; það er hvergi auður blettur til að klína honum á! Þetta verður vonandi útskýrt umbúðalaust fyrir þingmanninum í lok apríl. PS. Fyrirsögn þessa pistils er tilvitnun í fyrrum bankastjóra Lloyd’s bankans í London, úr spjalli sem hann átti við kunningja minn fyrir skömmu um „íslenska efnahagsundrið“. „These are not bankers, they are wankers!“ Tökum að okkur alla auglýsingahönnun á sérstaklega góðu verði. Við hjálpum þér í kreppuni FAGVINNA: 863 6129 - 664 1622
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.