Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 50
6 matur Shawarma er e i n s ko n a r arabísk sam- loka ættuð frá Mið- Austurlöndum en er líka svipuð og gyros frá Grikklandi og guss í Írak. Sig- ríður Þóra Árdal, grafískur hönn- uður og nemi í vöruhönnun, ákvað að elda þennan kryddaða rétt fyrir okkur í tilefni af degi elskenda. „Mín uppáhalds matreiðslubók er Google en ég vil helst ekki elda það sama tvisvar, nema sushi. Með Google-leitarvélinni hefur maður aðgang að ótakmörkuðu magni uppskrifta,“ segir Sigríður en upp- skriftina fann hún þegar hún leit- aði að grísku gyros. „Ég er bara með tölvuna við hliðina á eldavél- inni og slæ inn það sem hugurinn girnist og lendi einhvers staðar á skemmtilegum stað. Eina breyt- ingin sem ég gerði núna var að hafa heila kjúklinga og fjórfaldaði ég uppskriftina þar sem ég bauð svo mörgum í mat,“ segir Sigríð- ur áhugasöm en hún er mikill mat- gæðingur. „Þetta er réttur sem bragð er af og ætti að vekja upp heitar tilfinn- ingar. Hann er því kjörinn sem rómantískur og spennandi réttur sem kemur blóðinu á hreyfingu og er gaman að borða hann með fingrunum. Svolítið subbulegur en skemmtilegur,“ segir Sigríður glettin og bætir við: „Fátt er betra en að elda fyrir þá sem maður elsk- ar þannig að leiðin að hjartanu er líklega í gegnum magann.“ - hs Sigríður Þóra Árdal er mikill matgæð- ingur en vill helst aldrei elda það sama. KJÚKLINGUR 1 msk. mulinn kóríander 1 msk. mulið cumin 1 msk. muldar kardimommur 1 msk. chili duft 1 msk. reykt paprikukrydd 1 msk. grillkrydd eða kjúklinga- krydd Safi úr hálfri sítrónu eða lime 1 stórt hvítlauksrif, marið eða fínsaxað 5 msk. jómfrúarolía (3 msk. í kryddblöndu og 2 msk. í steik- ingu) 4 skinnlausar kjúklingabringur eða einn heill kjúklingur GRÆNMETI 1 stór laukur, saxaður 1 rauð paprika, söxuð 1 gul paprika, söxuð BRAUÐ 4 pítubrauð, helminguð eftir endilöngu Olía Sjávarsalt TSATSIKI-SÓSA 2 bollar jógúrt 1 gúrka, fræ fjarlægð og skorin mjög smátt 2-3 hvítlauksrif, marin/söxuð ¼ bolli mynta (ef til) ½ tsk. salt eða meira Öllu hráefni í tsatsiki-sósuna er blandað saman og hún sett í ísskáp. Hitið ofninn. Blandið kryddi í skál og setjið sítrónu- eða limesafa, hvítlauk og um þrjár matskeiðar af jómfrúarolíu saman við. Hrærið þar til orðið er að mauki. Dreifið kryddblöndunni jafnt yfir kjúkl- inginn. Ef þið eruð með bringur er gott að grilla þær í 6-7 mínútur á hvorri hlið, þar til þær eru eld- aðar í gegn. Ef þið eldið heilan kjúkling setjið hann þá í ofninn og eldið við 180 gráður í rúman klukkutíma. Kjúklingurinn er lát- KJÚKLINGA-SHAWARMA OG AÐRAR KRÆSINGAR Fyrir 4 Heitir litir, sterk krydd og súrsætt lime kveikja óneit- anlega upp í líkamanum og á degi elskenda hentar þess háttar samsetning fullkomlega. Sigríður Þóra Ár- dal eldar fyrir þá sem hún elskar og nýtur þess í botn. Leiðin að hjartanu Eldað af ást Hef fl utt starfssemi mína í lækninga og fræðslusetur Forvarna ehf. Lágmúla 5 Reykjavík Viðtöl og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Fyrirlestrar og námskeið innan fyrirtækja. Ólafur Árnason Hjónabands – og fjölskylduráðgjafi . Forvarnir, Lágmúla 5. 4 hæð 108 Rvk. Tímapantanir virka daga milli 10-12 í síma 590-9290, annars í síma 695-4000. www.forvarnir.net oli@forvarnir.net ódýr! NÝTT KORTATÍMABIL HÁRSPREY MARGIR LITIR TTIS KÍKTU Á ÚRVA LIÐ ÖSKUDAGINN Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.