Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 14. febrúar 2009 45 Leikkonan Jennifer Aniston hefur fullan hug á að eignast börn í framtíðinni. Hún segir að hlutverk sitt sem hundaeigandi í gamanmyndinni Marley & Me hafi vakið upp í sér móðurtilfinn- ingar. „Mig langar að eignast börn. Það er mitt markmið,“ sagði Aniston, sem varð fertug fyrir skömmu og hefur því ekki langan tíma til að láta verða af áform- um sínum. Hvort kærasti hennar, tónlistarmaðurinn John Mayer, sé á sama máli á aftur á móti eftir að koma í ljós. Aniston vill eignast börn JENNIFER ANISTON Vinurinn fyrrverandi vill endilega eignast börn í framtíðinni. „Ég er búin að vera kaupóð síð- ustu árin og hefur alltaf langað til að halda fatamarkað,“ segir Pattra Sriyanonge sem held- ur fatamarkað á veitinga- og skemmtistaðnum Domo. Að öllu jöfnu er staðurinn ekki opnaður fyrr en klukkan 18, en í dag verð- ur gerð undantekning og staður- inn opinn fyrir fatamarkað milli 11 og 17. Pattra er í sambúð með fótboltakappanum Arnari Gunn- laugssyni sem er einn af eigend- um Domo og mun hún ásamt vin- konum sínum selja ný og notuð föt á neðri hæð staðarins. „Hanna Kristín Magnúsdóttir og Annetta Rut Kristjánsdóttir, vinkonur mínar, eru með mér í þessu. Það verða alls konar flott- heit í boði og þar sem við erum allar í mismunandi stærðum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á kreppuverði,“ útskýrir Pattra sem lék nýverið í sjónvarpsþætt- inum Rétti. Aðspurð segist hún íhuga flutninga til útlanda og leggja frekari stund á leik- list. „Mig langar mikið að flytja út og fara í leiklistarnám eða fá mér umboðs- mann og stökkva bara út í djúpu laugina. Mig langar mikið til Taílands þar sem ég á fjöl- skyldu og dvelja þar í eitt ár, en annars heilla New York og Los Angeles líka,“ útskýrir Pattra sem vonast til að sjá sem flesta á Domo í dag. - ag Pattra heldur fatamarkað Safnplötupakkinn 100 íslensk- ar ballöður er kominn út. Hann hefur að geyma vinsælar íslensk- ar ballöður allt frá árinu 1953 til dagsins í dag. Þarna er meðal annars að finna lögin: Þó líði ár og öld, Það er gott að elska, Þú komst við hjartað í mér, Bláu augun þín, Samferða, Skólaball og Þú fullkomnar mig. Pakkinn er hluti af einni vin- sælustu safnplöturöð seinni ára, 100-seríunni en 100 íslenskar ballöður er sú níunda í röðinni. Vinsælustu ballöðurnar FÖT Á KREPPU- VERÐI Pattra heldur fatamarkað á Domo í dag. Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Við óskum að ráða vélvirkja í dagvinnu og vaktavinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru yfir fimm hundruð talsins, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, rafvirkjar, vélvirkjar, vélstjórar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu. Hvaða kröfur gerum við? ● Sveinspróf í vélvirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu ● Áhugi, góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt ● Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við sambærileg störf er æskileg ● Kunnátta í ensku og almennri tölvunotkun kemur í góðar þarfir ● Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Vesturlandi Hvað veitum við? Við bjóðum þér traust og gefandi starf hjá nútímalegu fyrirtæki. Þú vinnur mikilvæg verk með góðu samstarfsfólki og við tökum vel á móti þér. Verkefnin eru fjölbreytt og felast m.a. í viðhaldi, bilanaleit, endurnýjun og endurbótum á tæknibúnaði Norðuráls, með aukinni áherslu á fyrirbyggjandi viðhald. ● Starfsþjálfun og símenntun ● Nýtt mötuneyti á staðnum ● Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun að hluta árangurstengd ● Fyrirtækið greiðir þér aukið framlag í lífeyrissjóð Hjá Norðuráli starfar öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir ýmsum áhuga- verðum uppákomum. Nánari upplýsingar veita: Einar F. Björnsson, viðhaldsstjóri, og Fjalar Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs, í síma 430 1000. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 25. febrúar n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsókn@nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta: Vélvirki. Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Vélvirkjar A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.