Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 69

Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 69
LAUGARDAGUR 14. febrúar 2009 45 Leikkonan Jennifer Aniston hefur fullan hug á að eignast börn í framtíðinni. Hún segir að hlutverk sitt sem hundaeigandi í gamanmyndinni Marley & Me hafi vakið upp í sér móðurtilfinn- ingar. „Mig langar að eignast börn. Það er mitt markmið,“ sagði Aniston, sem varð fertug fyrir skömmu og hefur því ekki langan tíma til að láta verða af áform- um sínum. Hvort kærasti hennar, tónlistarmaðurinn John Mayer, sé á sama máli á aftur á móti eftir að koma í ljós. Aniston vill eignast börn JENNIFER ANISTON Vinurinn fyrrverandi vill endilega eignast börn í framtíðinni. „Ég er búin að vera kaupóð síð- ustu árin og hefur alltaf langað til að halda fatamarkað,“ segir Pattra Sriyanonge sem held- ur fatamarkað á veitinga- og skemmtistaðnum Domo. Að öllu jöfnu er staðurinn ekki opnaður fyrr en klukkan 18, en í dag verð- ur gerð undantekning og staður- inn opinn fyrir fatamarkað milli 11 og 17. Pattra er í sambúð með fótboltakappanum Arnari Gunn- laugssyni sem er einn af eigend- um Domo og mun hún ásamt vin- konum sínum selja ný og notuð föt á neðri hæð staðarins. „Hanna Kristín Magnúsdóttir og Annetta Rut Kristjánsdóttir, vinkonur mínar, eru með mér í þessu. Það verða alls konar flott- heit í boði og þar sem við erum allar í mismunandi stærðum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á kreppuverði,“ útskýrir Pattra sem lék nýverið í sjónvarpsþætt- inum Rétti. Aðspurð segist hún íhuga flutninga til útlanda og leggja frekari stund á leik- list. „Mig langar mikið að flytja út og fara í leiklistarnám eða fá mér umboðs- mann og stökkva bara út í djúpu laugina. Mig langar mikið til Taílands þar sem ég á fjöl- skyldu og dvelja þar í eitt ár, en annars heilla New York og Los Angeles líka,“ útskýrir Pattra sem vonast til að sjá sem flesta á Domo í dag. - ag Pattra heldur fatamarkað Safnplötupakkinn 100 íslensk- ar ballöður er kominn út. Hann hefur að geyma vinsælar íslensk- ar ballöður allt frá árinu 1953 til dagsins í dag. Þarna er meðal annars að finna lögin: Þó líði ár og öld, Það er gott að elska, Þú komst við hjartað í mér, Bláu augun þín, Samferða, Skólaball og Þú fullkomnar mig. Pakkinn er hluti af einni vin- sælustu safnplöturöð seinni ára, 100-seríunni en 100 íslenskar ballöður er sú níunda í röðinni. Vinsælustu ballöðurnar FÖT Á KREPPU- VERÐI Pattra heldur fatamarkað á Domo í dag. Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Við óskum að ráða vélvirkja í dagvinnu og vaktavinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru yfir fimm hundruð talsins, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, rafvirkjar, vélvirkjar, vélstjórar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu. Hvaða kröfur gerum við? ● Sveinspróf í vélvirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu ● Áhugi, góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt ● Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við sambærileg störf er æskileg ● Kunnátta í ensku og almennri tölvunotkun kemur í góðar þarfir ● Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Vesturlandi Hvað veitum við? Við bjóðum þér traust og gefandi starf hjá nútímalegu fyrirtæki. Þú vinnur mikilvæg verk með góðu samstarfsfólki og við tökum vel á móti þér. Verkefnin eru fjölbreytt og felast m.a. í viðhaldi, bilanaleit, endurnýjun og endurbótum á tæknibúnaði Norðuráls, með aukinni áherslu á fyrirbyggjandi viðhald. ● Starfsþjálfun og símenntun ● Nýtt mötuneyti á staðnum ● Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun að hluta árangurstengd ● Fyrirtækið greiðir þér aukið framlag í lífeyrissjóð Hjá Norðuráli starfar öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir ýmsum áhuga- verðum uppákomum. Nánari upplýsingar veita: Einar F. Björnsson, viðhaldsstjóri, og Fjalar Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs, í síma 430 1000. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 25. febrúar n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsókn@nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta: Vélvirki. Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Vélvirkjar A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.