Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Útgerðarfélag Skagfirðinga: Afhendingu seinkar á Drangey og Skafta Skuttogararnir Drangey og Skafti frá Útgerðarfélagi Skagfirð- inga sem verið er að breyta í skipasmíðastöð í Þýskalandi verða ekki afhentir fyrr en 15. ágúst og 3. september. Þettaertöluverðseink- un á afhendingu því Drangey átti að afhendast 8. júlí og Skafti í gær. Drangey er búin að vera frá veiðum frá 25. apríl en Skafti frá 9. maí. Tafir þessar standa í sambandi við erfiðleika þá sem steðja að þýsku skipasmíðastöðinni sem er að breyta skipunum. Tafir þessar valda bæði útgerðarfélaginu og fiskvinnslunni miklu tjóni því bæði skipin ættu að vera komin á ísfisk- veiðar. Þriðja skip Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hegranesið hefur verið á ísfiskveiðum og aflað ágæt- lega. Það kom inn í gær með 180 tonn eftir viku útivist. Björgvin og Óskar Halldórsson hafa einnig landað á Sauðárkróki svo ekki hefur verið um teljandi atvinnu- leysi að ræða enn sem komið er vegna seinkunar á breytingum á Drangey og Skafta, að sögn Bjarka Tryggvasonar framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins á Sauðárkróki. Rif á Snæfellsnesi: Flugvél hrapar íflugtaki Handríta- skilum lokid Hinu svokaiiaða handritaniáli ís- iendinga og Dana er nú lokið. Kennslumálaráðhera Danmerkur, Bertel Haarder, kom hér í opin- bera heimsókn í boði mcnntamála- ráðherra. Skoðuð voru heistu söfn höfuðborgarinnar. Einnig ferðað- ist danskiráðherrannum Mývatns- sveit og Akureyri. Þaðan var hald- ið til Borgarfjarðar og svo loks tii Þingvalia þar sem lokaundirskriftir vegna málsins fóru fram. Myndin er tekin síðdegis á föstudag þar sem danski ráðherrann og Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra undirrituðu skjölin við hátíð- lega athöfn. Tímamynd: - Gisli Egill. Tveggja sæta flugvél, TF-STY, hrapaði úr um 200 feta hæð við flugvöllinn á Rifi á Snæfellsnesi síð- degis á mánudag, og sluppu tveir menn sem í vélinni voru með lítils- háttar meiðsl. Kristinn Ásbjörnsson flugvallar- stjóri varð sjónarvottur að slysinu og sagði hann í samtali við Tímann að sér virtist vélin hafa misst afl í flugtakinu. „Það er hér jafnframt gömul braut, sem nú er hætt að nota og eftir að vélin hafði misst afl reyndi flugmaðurinn að ná inn á þá braut, en tókst ekki, og ofreisti vélina í beygjunni. Hann missti nokkra hæð í beygjunni og það endaði með því að hann rak niður vænginn," sagði Kristinn. Þegar Kristinn kom að vélinni örfáum mínútum síðar með slökkvi- tæki voru báðir mennirnir komnir út úr henni og lágu á jörðinni við hlið vélarinnar. Mikil bensínstybba var við vélina og flóði bensín um allt. Kristinn náði að rjúfa rafstrauminn á vélinni og spruuta úr slökkvitækinu yfir hana. Vélin hafði stoppað á Rifi til þess að taka bensín en hún kom frá Stykkishólmi og var á leið aftur þangað þegar slysið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF var komin á slysstað um kiukku- tíma eftir að óhappið vildi til og flutti hún báðéf mennina suður. Farþeginn með flugvélinni IngóflurG. Ingvars- son úr Reykjavík, slapp til þess að gera ómeiddur, en flugmaðurinn Guðbrandur Björgvinsson úr Stykk- ishólmi skarst nokkuð í andliti og hlaut auk þess önnur minni háttar meiðsl. Flugvélin er talin gjörónýt og var hún flutt til Reykjavíkur í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvað olli aflmissi vélar- innar, en rannsóknarmenn Flug- málastjórnar hafa það mál nú til meðferðar. _BG Kasparov hef ur náð forystunni Með sigri í 4. skák tókst Garrí Kasparov að ná forystunni í einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn sem nú fer fram í Lundúnum. Þriðja skák einvígisins var tefld á föstu- daginn og lauk með jafntefli eftir 35 leiki og sl. mánudag settust þeir aftur að tafli. Tefldi Kasparov af miklum krafti og vann skákina í 41. leik. Hún fór í bið en Karpov sá ekki ástæðu til að halda taflinu áfram og tilkynnti um uppgjöf sína símleiðis. Staðan er því 2 '/5:1 'A heimsmeistaranum í vil. Kasparov er greinilega staðráð- inn í að verja titil sinn og ef marka má byrjun einvígisins bendir margt til þess að honurn takist það. Þó Karpov hafi haft marga mánuði til undirbúnings fyrir þessa viðureign hefur honum enn ekki tekist að finna teflanlega byrjun í afbrigði því í Nimzoindversku vörninni sem svo oft kom honum á kaldan klaka í síðasta einvígi. Hann slapp með skrekkinn í 2. skák einvígisins en það var skammgóður vermir. I fjórðu skákinni var hann með afar erfiða stöðu eftir aðeins 12 leiki og náði aldrei að rétta úr kútnum. Taflmennska Kasparovs var ein- föld og beinskeytt og fyrsta vinn- ingsskákin sá dagsins Ijós. Karpov tókst að fá eilítið betri stöðu út úr byrjuninni í 3. skákinni á föstudaginn. Hann virðist stóla á að honum takist að yfirspila Kasp- arov í stöðum af einfaldara taginu og sneiðir hjá skarpari afbrigðum Grúnfelds varnarinnar sem heims- meistarinn hefur greinilega undir- búið fyrir titilvörn sína. Þessu var öðru vísi farið árið 1961 þegar Botvinnik tefldi annað einvígi sitt við Mikhael Tal. Botvinnik mætti þá til leiks vel undirbúinn með fangið fullt af nýjum og skörpum byrjunarafbrigðum og vann með fimm vinninga mun og endurheimti titilinn. En lítum á skákir verslun- armannahelgarinnar: 3. einvígisskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Grúnfelds vörn 1. d4 Rf6 3. Rf3 Bg7 2. c4 g6 4. g3 (Karpov vill mæta Grúnfelds vörn- inni á annan hátt en í 1. skákinni. Þá getur Kasparov teflt Kóngsind- verska vörn sem hann beitti mikið í eina tíð en virðist nú orðinn afliuga.) 4. .. c6 7. Rc3 0-0 5. Bg2 d5 8. Re5 e6 6. cxd5 cxd5 9. 0-0. (Karpov lék 9. Bg5 gegn Timm- an í Bugonjo í vor og vann eftir harða viðureign. Raunar virðist það eiga vel við Karpov að tefla stöður sem þessar. Hann hefur nokkra yfirburði í rými og mót- spilsmöguleikar svarts eru ekki miklir.) 9. .. Rfd7 10. Rf3 (10. f4 kemur einnig til greina.) 10. .. Rc6 13. Dd2 Rxe5 11. Bf4 Rf6 14. Bxe5 12. Re5 Bd7 (Hvítur hefur lítið upp úr því að leika 14. dxe5 vegna 14. - Rg4 15. e4 d4! (ekki 15. - dxe4 16. Hadl Bd6 17. De2! og vinnur) 16. Dxd4 Bc6 17. Dd6 Db8 og eftir 18. - Rxe5 stendur svartur síst lakar að vígi.) 14. .. Bc6 17. Hacl Rf6 15. Hfdl Rd7 18. Df4 16. Bxg7 Kxg7 (Karpov treystir á að betri peðst- aða færi honum vinningsmöguleika í drottningarlausa miðtaflinu. Hann gat reynt að halda drottning- unum á miðborðinu en ekki er gott að sjá hvar hann má leita fanga.) 18. .. Db8 20. f3 Ilfd8 19. Dxb8Haxb8 21. Kf2 (Vonir hvíts eru bundnar við peðaframrás á miðborðinu og á kóngsvæng. En peðin komast aldrei af stað.) 21. .. Hac8 25. Bfl Ke7 22. e3 Re8 26. Bd3 f5 23. Hd2 Rd6 27. h4 h6 24. Hdc2 Kf8 28. b3 (Karpov teflir afar varfærnislega og litlaust. Reynandi var 28. g4.) 28. .. g5 (Nú hefur svartur algerlega náð að jafna taflið.) 29. Re2 Bd7 31. Hc7 Hxc7 30. Hc5 b6 32. Hxc7 Ha8 (Nú er áætlunin Ijós: 33. - Re8 eða 33. - Kd8 ásamt - Hc8 með enn meiri uppskiptum.) 33. Rgl Re8 35. Hxc8 34. Hcl Hc8 - Jafntefli að tillögu Karpovs. Fremur líflaus viðureign. Að lokinni tveggja daga hvíld tóku þeir svo aftur til við taflið á mánudaginn. Enn var Nimzoind- verska vörnin til umræðu og ráð- leysi Karpovs gegn afbrigði Kasp- arovs vekur mikla undrun og enn fleiri spurningar. Hvað hefur hann og lið aðstoðarmanna eiginlega aðhafst undanfarið? Varla átti nokkur von á því að sama afbrigðið ylli honum slíkum hugarkvölum aftur. Nú er Furman gamli aðstoð- armaðurinn fjarri góðu gamni og smásveinar úr sovéska skákskólan- um eins og Valeri Salov geta litla aðstoð veitt. Furman var aðstoðar- maður Karpovs á uppgangsárun- um frá 1969 þar til hann lést úr krabbameini snemma árs 1978. Síðan hafa þekktir meistarar reynt að fylla skarð hans: 4. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 6. Rxd4 0-0 2. c4 e6 7. Bg2 d5 3. Rc3 Bb4 8. Db3 Bxc3t 4. Rf3 c5 9. bxc3 Rc6!? 5. g3 cxd4 (Óvæntur leikur og tæpast góður. Algengast er 9. - e5 10. Rb5 dxc4 11. Da3 en þannig tefldist m.a. skák undirritaðs við Jóhann Hjartarson í Gjövik í Noregi í fyrra og skák Georgadze og Polug- ajevskí í sovésku flokkakeppninni 1983. Hvítur fær góðar bætur fyrir peðið. Karpov var með hvítu stöðuna gegn Portisch á heims- meistaramóti landsliða í Luzern í fyrra en Ungverjinn lék 9. - dxc4 10. Da3 Rbd7 og hélt jöfnu eftir flókna viðureign.) 10. cxd5 Ra5 (Þetta er sennilega allt partur af undirbúningsvinnu Karpovs en það er hönnunargalli á smíðinni. Eftir 10. - exd5 11. 0-0 stendur hvítur vel að vígi en riddaraleikurinn er engu skárri.) 11. Dc2 Rcd5 12. Dd3! (Sterkur leikur sem kollvarpar áætlunum Karpovs. C3 - peðið er að vísu dálítið veikt en geysiöflugt biskupapar gerir meira en að vega þar upp á móti. Eftir 12. leik Karpovs tók að saxast ískyggilega á umhugsunartíma hans.) 12. .. Bd7 13. C4 Re7 (Betra var e.t.v. 13. - Rf6 en mergurinn málsins er sá að frum- kvæðið er kyrfilega í höndum hvíts hverju sem svartur leikur.) 14. 0-0 Hc8 15. Rb3! (Gott var 15. Ba3 eða 15. c5 en þessi er enn betri. Hvítur hagnast á uppskiptum á c- og b-peði. Við þau njóta biskuparnir sín enn betur.) 15. .. Rxc4 16. Bxb7 Hc7 17. Ba6! („Katalónski“ biskupinn hefur í frammi ýmsar kúnstir áður en hann yfirgefur borðið. Þessi sterki leikur setur Karpov í mikinn vanda því hann á erfitt með að halda stöðunni saman.) 17. .. Re5 18. De3 Rc4 (Betra var e.t.v. 18. - f6 með hugmyndinni 19. - Bc8, en Karpov vill ekki veikja stöðu sína meira en orðið er.) 19. De4 Rd6 22. Bxc8 Rdxc8 20. Dd3 Hc6 23. Hfdl Dxd3 21. Ba3 Bc8 24. Hxd3 (Þó svartur hafi náð miklum uppskiptum stendur hann frammi fyrir enn tröllauknari vandamál- um. Menn hvíts hafa komist í spilið með leifturhraða og segja má að staðan sé hartnær unnin þó nákvæmni sé þörf.) 24. .. He8 26. Rd4 Hb6 25. Hadl f6 27. Bc5 Ha6 (Eftir 27. - Hb2 28. Rxe6 Hxe2 29. Rc7 Hf8 30. Hd7 er svartur í úlfakreppu. Gottereinnig28. e4.) 28. Rb5 Hc6 30. Hd7 Rg6 29. Bxe7 Rxe7 (Eini leikurinn því hvítur hótaði 31. Rd6. En nú fellur a7-peðið og hvíta a-peðið gerir svo út um taflið.) 31. Hxa7 Rf8 (Hvítur hótaði 32. Hdd7.) 32. a4 Hb8 35. Hd3 Kh7 33. e3 h5 36. Hc3! 34. Kg2 e5 (Kasparov er á réttri leið. Upp- skipti á hrókum tryggja sigur hans. Raunar þolir Karpov öll uppskipti afar illa.) 36. .. Hbc8 39. Rd5 Kh7 37. Hxc6 Hxc6 40. a5 e4 38. Rc7 Re6 (Hér fór skákin í bið. Karpov gafst svo upp án þess að tefla áfram enda er staða hans vonlaus t.d. 41. a6 Hcl 42. Ha8 Rg5 43. a7 Rf3 44. Hh8f Kg6 45. Rf4f og þráskákin sem svartur stólaði á með - Hglt, Rg5t, Rf3t o.s.frv. er úr sögúnni. Raunar virðast allir skynsamlegir leikir leiða til vinnings s.s. 41. h4, 41. Rb4 o.s.frv. 41. a6 virðist einfaldast og þannig er Kasparov vanur að hafa það. Vel tefld skák heimsmeistarans unga en Karpov fær tækifæri til að jafna metin f dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.