Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Tíminn 3 Vestmannaeyjar: FJOLMENNASTA NÓDHÁTfÐIN t Fjölmennasta Þjóðhátíð Vest- mannaeyinga gekk nokkurn veginn klakklaust fyrir sig nú um verslun- armannahelgina. Þó setti það skugga á hátíðarhöldin að brennukóngurinn Siggi Rein, sem kveikt hefur í þjóð- hátíðarbrennunni um áratuga skeið, brenndist þegar hann kveikti í bál- kestinum. Bruninn var þó ekki mjög alvarlegur. Þá slasaðist drengur um borð í ferjunni Smyrli þegar hún var í útsýnisferð í kringum eyjarnar. Drengurinn, sem er sonur eins úr áhöfn skipsins, féll á milli hæða og mun hafa höfuðkúpubrotnað. Talið var að rúmlega tíu þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal þegar mest var, en flugvélar og skip fluttu fólk til Eyja allt frá fimmtudegi. Færeyska ferjan Smyrill var fengin til að ferja fólk á milli, en ferjan varð fyrir seinkun á föstudeginum á leið- inni til íslands, og t.d. var ferð sem áætluð var kl. 21 á föstudagskvöldið ekki farin fyrr en kl. 03 um nóttina og höfðu þá sumir beðið í tæpa sjö klukkutíma á bryggjunni í Þorláks- höfn og heldur farnir að ókyrrast. Allir komust þó til Eyja á endan- um og þrátt fyrir mannfjöldann gekk þjóðhátíðin slysalaust fyrir sig og var þar einkum að þakka einstaklega góðu veðri sem hélst þar til kl. 23 á sunnudagskvöld, þegar skyndilega gerði úrhellis rigningu. Gárungarnir sögðu að veðurguðirnir hefðu verið að hrekkja Árna Johnsen, sem ein- mitt var að búa sig undir að hefja söng við varðeld. Þjóðhátíðargestir létu þó bleytuna ekki á sig fá og dönsuðu í drullunni fram undir morgun. Talsverð ölvun var á þjóð- hátíðinni eins og gengur og stóð gleðskapurinn fram undir hefðbund- inn fótaferðartíma alla dagana, og þeim hörðustu var sópað inn í tjöldin þegar hreinsunarmenn tóku til starfa kl. 10. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, fjölmenntu á þjóðhátíð og varð sumum ekki um sel þegar þeir sáu leðurklædda sveit storma í land á mótorhjólum, en ekki var annað að sjá en þar færi friðsemdar- fólk. Raunar var það Sniglunum að þakka að ekki sauð upp úr þegar um 1000 manns biðu eftir ferjunni Smyrli í Þorlákshöfn á föstudags- kvöld, þá tóku þeir að sér stjórnina og höfðu hemil á mannskapnum. Þegar menn loks komust um borð í Smyril lyftist þó brúnin á mörgum ferðalangnum, ekki einungis vegna tilhlökkunarinnar að komast í Herjólfsdal, heldur töldu ýmsir af forframaðri tungumálasérfræð- ingunum að starfsfólk skipsins gengi um nakið. Báruþessir ágætu fræðing- ar fyrir sig skilti sem víða héngu og á stóð að sumar dyrnar væru einungis fyrir „bert kiosk starvsfolk". Afgreiðslufólkið á ferjunni reynd- ist þó vera fullklætt og urðu hinir óþreyjufullu að bíða betri tíma til að geta átt von á slíkum augnaglaðn- ingi. GSH Það voru yfir 10 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest var, og bæði skip og flugvélar voru í stöðugum fólksflutningum alla helgina. Hér sjást nokkrir ferðalangar á bryggjunni í Eyjum. Það var mikið fjör í Ilerjólfsdal þar sem Stuðmenn léku fyrir dansi undir uppblásnuin kolkrabba. Það var mikið að gera hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir verslunarmanna- helgina, en hún flutti slasaða ferðalanga víðs vegar af landinu á sjúkrahús. Hér sést hún koma með einn slíkan á Borgarspítalann í Reykjavík, sl. sunnudagskvöid. Tlmamynd: Sveirir Umferöin: Rúm 70 umferðar- óhöpp á land- inu um helgina Umferðin um landið um verslun- armannahelgina gekk vel eftir atvik- um, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði. Frá föstudegi til miðnættis á mánudag hafði lögreglan haft spurnir af samtals 72 umferðar- óhöppum á landinu, en alls slösuðust í þessum óhöppum 22 manns, þar af 4 alvarlega. Samkvæmt flokkunar- kerfi lögreglunnar skiptust óhöppin í flokka á eftirfarandi hátt: Tíu bílar óku út af vegi, ellefu bílveltur urðu, árekstrar urðu 45, ekið var á 3 gangandi vegfarendur og þrisvar var ekið á skepnur. Umferð um helgina var nokkuð meiri en í fyrra og var mælt á fjórum stöðum á Suður- og Suðvesturlandi. Ölvunarakstur var nokkuð áber- andi þrátt fyrir þann mikla áróður sem var fyrir helgina og voru alls teknir 73 ökumenn fyrir meint„ ölvun við akstur. Að sögn talsmanna Umferðarráðs olli þessi ölvunarakst- ur nokkrum vonbrigðum og setti svartan blett á annars góða umferð- arhelgi. Engu að síður voru 10 ökumönnum færri teknir fyrir ölvunar- akstur nú en í fyrra þrátt fyrir harðara eftirlit, og gefur þaö e.t.v. fyrirheit um jákvæða þróun í þeim efnum. Víðast á landinu var umferðin um helgina þung og jöfn og bílbelta- notkun nokkuð almenn. -BG Þórs, Þórs, Þórsmerkurferð... Fólk safnaðist víða sainan um verslunarmannahelgina og var Þórsmörk engin undantekning. Þangað fóru hátt í tvö þúsund manns, margir voru á vegum Lögþings sem bjóða upp á pakkaferð þar sem innifalið cr grillveisla og kvöldvaka. Á myndinni má sjá hvar verið er að grilla fyrir 100 manns og eftir matinn var kveiktur varðeldur og sungið við raust. Tímamynd : Pétur FRÉTTASKÝRING Húsnæðislánin: Tvær grímur farnar að renna á ábyrga menn Tregðan á að kveða skýrar á um lánskjör í samningum þeim sem fyrir liggur að gera milii Húsnæð- isstofnunar ríkisins og lífeyrissjóð- anna, (um milljarða lán þeirra síðarnefndu íhúsnæðislánakerfið), mun til komin vegna þess að farnar séu að renna tvær grímur á ýmsa ábyrga menn í ríkiskerfinu að undirrita í þessum samningum allt að því dauðadóm yfir húsnæðis- lánakerfinu. í lögunum frá í vor er sem kunnugt er gert ráð fyrir að ávöxt- un á lífeyrissjóðamilljörðunum verði áþekk því sem ríkið býður á almcnnum markaði - þ.e. á spari- skírteinum sínum, sem nú er í kringum 8%. Á hinn bóginn er í greinargerð með frumvarpinu á það bent, að ef mismunur á út- lánsvöxtum Húsnæðisstofnunar til einstaklinga og þeim vöxtum sem hún á að greiða lífeyrissjóðunum verði meira en 2-3% stofnuninni í óhag þá mundi húsnæðislánakerfið fljótlega hrynja. Miðað við núverandi vexti á spariskírteinum ríkissjóðs - sem lífeyrissjóðirnir ættu að fá sam- kvæmt lögunum - og útlánsvexti á húsnæðismálalánum, yrði fyrr- nefndur vaxtamunur um tvöfalt meiri en að framan greinir, eða 4,5% á útlánafé Byggingarsjóðs ríkisins og 7% á því fjármagni scm kæmi í hlut Byggingarsjóðs verkamanna. Fjármálaráðhera sagði í viðtöl- um við ríkisfjölmiðlana um hclgina að það væri Húsnæðisstofnunar að semja við lífeyrissjóðina, sem rétt mun samkvæmt lögunum. Á hinn bóginn sýnist liggja í augum uppi að Húsnæðisstjórn semur ekki ein og sér um kjör sein kæmu til með að kosta ríkissjóð hundruð mill- jóna í vaxtamun ef kerfið ætti að ganga - án þes að fjármálaráðu- neytið hafi þar einhverja hönd í bagga. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna (sem sumir hverjir bentu á þennan vanda þegar áður en lögin voru sett) eru því tregir til að lána ríkinu milljarðana sína næstu árin einung- is út á það orðalag að lánskjörin verði eins og ríkið býður á almenn- um markaði. T.d. býður ríkið nú a.m.k. eina 4-5 flokka spari- skírteina og skuldabréfa til sölu á almennum markaði með nokkuð mismunandi lánskjörum. Getur ríkið ekki búið til fleiri bréfaflokka með ennþá meiri misniun á láns- kjörum? - spyrja lífeyrissjóða- menn. Og við hvaða lánskjör á þá að miða? Skýr svör við þeirri spum- ingu vilja lífeyrissjóðirnir fá inn í samninga sína. Þar stendur nú hnífurinn í kúnni. Fyrir almenning í landinu er þarna um stórmál að ræða. Sem væntanlegir lífeyrisþegar vill fólk auðvitað að sjóðirnir séu sem best ávaxtaðir - en sem væntanlegir íbúðakaupendur vill þetta sama fólk fá lán á lágum vöxtum. Þetta tvennt gengur illa að samræma þegar um sömu fjármunina er að ræða. Verður tæpast gert nema með gífurlegum vaxtaniðurgreiðsl- um úr ríkissjóði, sem ríkið yrði þá að sækja beint í vasa þessa sama fólks með skattlagningu. _ HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.