Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Tíminn 9 (ÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Hlfar Jónsson, GS, og Steinunn Sæmundsdóttir, GR, brosa sínu blíðasta enda ástæða til. Þau urðu íslandsmeistarar '«,,lfil98(i: Tímamynd Sverrir. NM drengjalandsliöa í knattspyrnu í Danmörku: íslendingar fimmtu Heldur dapur árangur hjá piltunum sem unnu aðeins Færeyinga íslenska drengjalandsliðið í knatt- spyrnu varð að láta sér nægja fimmta sætið af sex á NM í knattspyrnu sem lauk í Danmörku um helgina. ís- lenska liðið varð aðeins fyrir ofan Færeyinga. Norðmenn sigruðu á mótinu en Svíar urðu í öðru sæti. Þá komu Danir, Finnar og síðan íslend- íngar. íslenska liðið sigraði Færeyinga 4-1 á föstudagskvöldið og skoruðu þeir Sigurður Bjarnason og Ingólfur Ingólfsson (2) úr Stjörnuni og Axel Vatnsdal úr Þór Akureyri mörk íslands. Lokaviðureignin varð síðan gegn Norðurlandameisturum Norðmanna og sigruðu Norðmenn 2-1 í hörkuleik. Norðmenn komust í 1-0 en Sigurður Bjarnason jafnaði. Norðmenn skoruðu síðan sigur- markið í síðari hálfleik. Árangur piltanna er ekkert til að hrópa húrra fyrir en þó verður að horfast í augu við það að nokkrir leikjanna töpuðust með litlum mun. Það er þó ekki það sem gildir. Maraþonkappamir á Hellisheiði á ieið til höfuðborgarinnar. Tímunynd Svcrrir Landsmótið í golfi árið 1986 á Hólmsvelli í Leiru: Yngsti sigurvegarinn á Landsmóti til þessa „Aldrei æft betur og það skilar sér“ lét nýkrýndur íslandsmeistari í golfí, Úlfar Jónsson úr GS hafa eftir sér eftir að hafa sigrað Landsmótið á Leirunni með glæsi- brag. Úlfar er yngsti íslandsmeistarinn í golfí og fór vel á því að hann hirti meistaratitilinn á heimavelli sínum á Leir- unni. Landsmótið á Hólmsvelli í Leiru hófst reyndar fyrir viku en því lauk á laugardag- inn var með blæsibrag. Skipulagning og annað í kringum mótið þótti takast með ágætum og þegar haft er í huga að keppt var í sjö flokkum og keppendur skiptu hundruðum þá þótti mótið takast af- bragösvel. Ulfar varð sigurvegari í meistaraflokki karla en í meistaraflokki kvenna varð Steinunn Sæmundsdóttir sigurvegari. Að sjálfsögðu báru þessir flokkar af hvað virðingu varðar en að auki var keppt í 1. 2. og 3. flokki karla og I. og 2. flokki kvenna. Er nú rétt að líta aðeins á keppnina í einstökum flokkum. Mfl. karla: Sigurvegari var sem fyrr segir Úlfar Jónsson úr GS. Úlfar er aðeins 17 ára og yngsti leikmaðurinn sem hlýtur íslands- meistaratign í golfi frá upphafi. Úlfar var á heimavelli á Leirunni og spilaði af öryggi alla dagana. Hann fór holurnar 72 á299 höggum. Úlfarvarí3. sæti eftirfyrsta dag mótsins en á þriðja degi náði hann forystunni af Ragnari Olafssyni úr GR og hélt henni til loka. Ragnar varð í öðru sæti á 302 höggum en þriðji varð Gylfi Kristins- son úr GS á 305. Jafnir í 4.-5. sæti voru íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Sigurður Pétursson og Gunnar Sigurðsson báðir úr GR. Mfl. kvenna. Steinunn Sæmundsdóttir, oft betur þekkt sem skíðakona, spilaði frábærlega á Leirunni síðasta daginn og settivallarmet á 79 höggum og tryggði sér þar með íslands- meistaratign í kvennaflokki í golfi. Þær Jóhanna Ingólfsdóttir og Ásgerður Sverris- dóttir höfðu bitist um sigurinn ásamt Steinunni en þær fóru illa á síðustu 18 holunum og misstu af lestinni. Ásgerður varð að láta sér lynda annað sætið en Jóhanna varð þriðja. Steinunn fór á 342 höggum samtals en Ásgerður og Jóhanna voru á 346. Allar eru stöllurnar úr GR. Yngsti keppandinn á mótinu, Karen Sæ- varsdóttir 13 ára úr GS varð í fjórða sæti einu sæti á undan íslandsmeistaranum fra því í fyrra, Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. 1. fl. karla: Suðurnesjamaðurinn sem spilar í GR, Jóhann Rúnar Kjærbo sigraði nokkuð auðveldlega í 1. flokki. Hann tók forystu í keppninni strax eftir 18 holur og hélt henni til loka. Jóhann spilaði á 319 höggum en næstir honum urðu Gunnlaugur Jóhanns- son úr NK og Guðmundur Bragason úr GG. 2. fl. karla: Það þurfti bráðabana tii að skera úr um sigurvegarana í þessum flokki. Þeir Ög- mundur Ögmundsson og Lúðvík Gunnars- son úr GS háðu harða keppni alla dagana og fór svo að Ögmundur sat uppi sem sigurvegari. Báðir fóru á 334 höggum en í þriðja sæti varð Bernharð Bogason úr GE á 336 höggum og hann vann Tómas Baldvinsson úr GG í bráðabana um þriðja sætið. 3. fl. karla: Högni Gunnlaugsson úrGS sótti sig alla keppnina og stóð að lokum uppi sem sigurvegari á 342 höggum en næstur honum kom Rúnar Valgeirsson einnig úr GS. Þriðji varð Jóhannes Jónsson úr GR. 1. fl. kvenna: Aldrei spurning um sigurvegara í þess- um flokki. Alda Sigurðardóttir úr GK varð öruggur sigurvegari. Hún spilaði á 341 höggi á meðan næsta kona, Ágústa Guð- mundsdóttir úr GR spilaði á 375 höggum. Þriðja varð síðan Aðalheiður Jörgensen GR á 376 höggum. 2. fl. kvenna: Sigríður Ólafsdóttir frá Húsavík vann þennan flokk eins og í fyrra. Hún átti ekki í vandræðum en fór á 389 höggum á meðan að Björk Ingvadóttir úr GK varð í öðru sæti á 397 höggum. Þriðja varð síðan Kristine Eide úr NK á 400 höggum sléttum. Eins og fyrr segir þá þótti þetta Lands- mót takast með ágætum og var skipulag þess til fyrirmyndar. Mótsstjórnina skip- uðu þeir Logi Einarsson formaður og Ómar Jóhannsson og Kristján Einarsson. Þóttu þeir sýna frábæra skipulagshæfileika og stóðst nánast allt scm fyrirfram var skipulagt. Til hamingju Suðurnesjamenn. Tímamynd Svcrrir. Sigurvcgarar á Landsmóti í golfí 1986 í góðu skapi að loknu vel heppnuðu Landsmótinu Sprengisandshlaupið: Maraþonhlaup daglega Aheitasöfnun gengur þokkalega en henni verður haldið áfram til loka vikunnar Magnús Sveinsson forscti borgarstjórnar ávarpar hlaupagikkina Tímamynd Svernr. einstakt afrek. Að sögn Ellenar Ingvadóttur hjá Sund- sambandi íslands þá hefur söfnun áheita gengið nokkuð vel en henni verður haldið áfram út vikuna. Á mánudaginn komu til Reykjavíkur hlaupararnir sem undanfarna 10 daga hafa hlaupið Sprengisand til fjáröflunar fyrir Sundsamband Islands. Þeir félagar, Guð- mundur Gíslason, Árni Kristjánsson, Leiknir Jónsson og Stefán Friðgeirsson skokkuðu léttilega í mark við Lækjartorg en Gunnar Kristjánsson, fimmti maðurinn Þar með höfðu þeir lagt að baki um 400 í hlaupinu tognaði í hlaupinu og gat ekki km leið eða sem svarar um einu maraþon- fylgt þeim á lokasprettinum. hlaupi á hverjum degi. Þetta hlýtur að vera Udinese fellt ítalska 1. deildarliðið Udinese var meðal þriggja liða í ítölsku knattspyrn- unni sem hlutu dóm fyrir mútustarf- semi á síðasta tímabili. Þetta þýðir að Udinese er fellt niður í 2. deild á Ítalíu en annað knattspyrnulið, Lazio, var fellt úr 2. í 3. á meðan þriðja liðið I Vicenza féll úr 3. f 4. deild. ' Heimsmet í sundi Rúmenska stúlkan, Tamara Cost- anche, setti heimsmet í 50 m skríðsundi kvcnna á móti í Rúmcníu um helgina. Hún fór 5(1 metrana á 25,31 sek.en átti sjálf fyrra metið sem var 25,35 sek. Unnur á vcrðlaunapalli á EM öldunga í Malmö í Sviþjóð. Unnur þriðja á EM öldunga Komst á verðlaunapall í 400 m hlaupi Unnur Stefánsdóttir náði þeim glæsilega árangri á EM öldunga sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina að hafna í þriðja sæti í 400 m hlaupi og hreppa bronsverðlaun- in. Unnur var ein af sjö keppendum frá íslandi sem tóku þátt í leikunum en var jafnframt sú eina sem komst á verðlaunapall. Unnur hljóp 400 m á 57,67 sekúndum í flokki kvenna 35-40 ára. Af öðrum keppendum á mótinu, sem var mjög fjölmennt er það að segja að Jón H. Magnússon varð fimmti í sleggjukasti í 50 ára flokki með kast uppá 50,18 m og Þorsteinn Löve varð 7. í sleggjukasti í 60 ára flokki með 41,56 m kast. Trausti Sveinbjörnsson varð t fjórða sæti í 400 m grind á 59,64 í 40 ára flokki en Ólafur Unnsteinsson varð 13. í kúluvarpi og 18. í kringlu- kasti í 45 ára flokki. Sigurður Frið- finnsson varð í 8. sæti í hástökki í 55 ára flokki. Stökk 1,40 m. Þá komst Guðmundur Hallgrímsson í milli- riðla í 50 ára flokki í bæði 200 og 400 m hlaupum. Eins og fyrr segir þó fór mótið fram í Malmö í Svíþjóð og voru keppendur um 2500 á aldrinum frá 35 ára upp í rúmlega 80 ára. Nokkur heims- og Evrópumet voru sett á mótinu en áætlað er að næsta Evr- ópumót öldunga verði á ftaltu á næsta ári. Enska knattspyrnan: Butcher til Rangers Heimsmet Joyner Enski landsliðsmiðvörðurinn í knattspyrnu, Terry Butcher, hefur skrifað undir samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Rangers borgar 725 þúsund pund fyrir Butc- her sem hefur verið einn af sterkustu miðvörðum á Englandi um nokkra hríð. Butcher er nú 27 ára og spilaði með Ipswich sem féll í 2. deild á síðasta keppnistímabili. Eins og kunnugt er þá hefur fyrrum leikmaður Liverpool, Graeme Souness, tekið við stjórn- völnum hjá Rangers og hefur hann nú keypt þrjá leikmenn frá Eng- landi. Fyrir utan Butcher þá hefur hann fengið til liðs við sig Chris Wood markvörð frá Norwich og framherjann Colin West frá Watford. Butcher, sem þegar hefur verið tilnefndur sem fyrirliði Rangers, hef- ur verið kenndur við enska stórliðið Tottenham. Þessi flutningur Butc- hers til Skotlands brýtur þær hefðir sem komnar voru á á Bretlandseyj- um, að allir bestu leikmenn færu til liðanna í Englandi frá liðum í Skot- landi og víðar. Butcher sagði strax eftir að hann hafði skrifað undir samninginn að hann væri mjög ánægður með hvernig staðið hcfði verið að honum. „Rangers er stórlið sem er engu minna en stórliðin í ensku deildinni og þeir hafa verið liprir í samningaviðræðunum." Heimsmet Jackie Bandaríska stúlkan Jackie Joyner, setti heimsmet í sjöundajjraut kvenna á móti í Houston í Banda- ríkjunum um helgina. Joyner bætti sitt eigið heimsmet sem hún setti á Friðarleikunum í Moskvu fyrr í sumar. Joyner fékk 7161 stig í Houston en hafði áður átt 7148 sem heimsmet. í leið sinni að heimsmetinu þá náði hún besta árangri sjöþrautar- konu í langstökki með stökk upp á 7,03 m og bætti met sem hún hafði sjálf sett á Friðarleikunum sem var 7,01 m. Hún náði einnig besta tíma í 200 m hlaupi. Hollendingar fækka Hollenska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að fækka liðum í 1. deild knattspyrnunnar úr 18 í 16 á næstu tveimur árum. Með þessari ráðstöfun vill sam- bandið reyna að gera dcildina áhugaverðari og harðari í keppni til að draga að áhorfendur. Hol- lendingar hafa ekki farið varhluta af fækkun áhorfenda á knatt- spyrnuleikjum frekar en flestar aðrar þjóðir í Evrópu. Þá hefur hollensk knattspyrna átt erfitt uppdráttar eftir gullárin í kríng- um ’73-’78. Landslið Hollendinga komst til að mynda ekki til Mex- íkó frekar en til Spánar á HM í knattspyrnu. í hollensku 1. deild- inni hafa líka verið breið bil á miili tveggja til þríggja bestu liðanna og hinna. Þannig hafa lið eins og PSV, Ajax og Feyenoord gjarnan skorað 7-10 mörk gegn andstæðingum sínum í dcildar- leikjum. Vegna fækkunar í 1. deild þá verður 2. deild stækkuð í 21 lið um sama leyti. Nýr stjóri ítala Italska knattspymusambandið hefur útnefnt Azeglio Vicini sem næsta landsliðsþjálfara ítala. Hann mun taka við af Enzo Bearzot sem verið hefur lands- liðsþjálfari í 11 ár. Vicini hefur verið við stjórnvölinn hjá 21-árs landsliði ítala ■ ein 10 ár og þykir hæfur stjórnandi. Bearzot mun taka við yfírstjórn landsliða Ítalíu og gildir þá einu hvort um ung- lingalið cða A-landslið er að ræða. Vicini er 53 ára gamall og spilaði á sínum yngri árum með Sampdoria og Vicenza. Hann sagði við fréttamenn eftir að hann fékk stöðuna að hann legöi áherslu á að hafa fljóta og bar- áttumikla leikmenn í liði sínu. „Þannig fótbolti virkar vel í dag,“ dagði hann. GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. 08A/SIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.