Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 5
Fjórða ráðstefna OPEC á þessu ári: Óvænt samkomulag Samtökin talin hafa styrkt sig í sessi eftir sögulega samþykkt - Olíuverð á heimsmarkaði hækkar á nýjan leik Genf-Reuter Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) þykja líkleg til að ná aftur einhverjum af fyrri áhrifum sínum eftir sögulega samþykkt um að minnka verulega framleiðslukvóta sinn. Samtökin létu mikið að sér kveða á árunum milli 1973 og 1980 og réðu þá olíuverðinu að mestu leyti. Á síðustu árum hafa aðrar framleiðslu- þjóðir hinsvegar komið meir inní þennan markað og hlutur OPEC hefur minnkað. Samtökin reyndu þó að klóra í bakkann í desember á síðasta ári og ætluðu sér að auka hlut sinn í heimsframleiðslunni. Sú tilraun mistókst þó hrapallega og olíuverð féll meira en nokkru sinni síðan árið 1973. OPEC sýndu þó í Genf nú um helgina, er þar lauk fjórðu ráðstefnu samtakannaiá þessu ári,að þau eru síður en svo dauð úr öllum æðum. Samtökin komu nefnilega öllum sérfræðingum á óvart með að sam- þykkja áætlun - að vísu aðeins tímabundna - sem gerir ráð fyrir framleiðsluminnkun er hljóðar upp á einar fjórar milljónir olíutunna á dag eða í það magn sem framleitt var árið 1984, þ.e. tæplega 17 milljónir olíutunna á dag. Olíuverð á heims- markaði jókst þegar um tvo dollara á tunnu er þetta fréttist. Margir sérfræðingar um olíumál létu þó uppi efasemdir um að OPEC gætu haldið sig við þessa áætlun til lengdar og sumir héldu því reyndar fram að samþykktin gerði ekki meira en að stöðva verðhrunið á olíu og kannski ná því upp um einn til tvo dollara. Þeir viðurkenndu þó að OPEC hefðu sýnt umtalsverðan samtaka- mátt með samkomulagi sínu og það ætti eftir að koma þeim til góða í framtíðinni þegar tekist verður á um völdin yfir heimsmarkaðsverðinu á olíu. „Þau eru farin að líkjast sam- tökum á nýjan leik,“ sagði einn markaðssérfræðinganna. Samkomulag það sem OPEC komu sér saman um í Genf gildir til tveggja mánaða en víst þykir að það þurfi að framlengja ef samtökunum eigi að verða að þeirri ósk sinni að olíuverð verði komið upp í 17 til 19 dollara á tunnu í lok þessa árs. Ríki OPEC ráða nú sem stendur yfir tveimur þriðju af þeim olíulind- OPEC eru ekki dauð úr öllum æðum. Það sýndi sig á ráðstefnu samtakanna í Genf. Hér má sjá Yamani olíumálaráðherra Saudi-Arabíu (t.v.) ásamt aðstoðarmönnum sínum. um sem vitað er um í heiminum og þrjá fjórðu af þessu magni. Þau er fjögur OPEC ríkjanna framleiða Saudi-Arabfa,Kuwait,íranogírak. Miövikudagur 6. ágúst 1986 Tíminn 5 UTLÖND Kína: Unglingar óánægðir með hlutskipti sitt Kínversk ungmenni líta ekki framtiðina björtum augum ef marka má nýlega skoðanakönnun. Noröurlönd: Viðskiptabann á Suður-Afríku? Meirihluti kínverskra ungmenna er óánægður með líf sitt. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðana- könnunar sem birtar voru í gær. Kínverska dagblaðið sagði í frétt að uni 260 ungmenni hefðu tekið þátt í skoðanakönnun sem tímarit um þjóðfélagsmál gekkst fyrir. Þar kom í ljós að helmingur þeirra sem spurðir voru töldu líf sitt ófullnægj- andi, 16% voru mjög óánægð með líf sitt, 28% nokkuð ánægð en aðeins 1,4% voru ánægð með hlutskipti sitt. Skoðanakönnunin leiddi einnig í ljós að æska landsins hefur ekki mikla tiltrú á efnahagsumbreyting- unum í landinu. Aðeins 10,5% að- spurðra voru viss um að breytingarn- ar myndu ná tilsettu marki. „Kínverjar, sem áður voru vanir að sætta sig við hlutskipti sitt, eru að verða óánægðir," sagði í tímaritinu. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar bentu til þess að ungt fólk vildi ekkert frekar en efnisleg verðmæti og öflugt menningarlíf. „Þetta bendir til að fólk taki ekki lengur mark á hinni hefðbundnu siðvenju," sagði í tímaritinu. Því var einnig bætt við að þótt fjölhyggja væri óumflýjanleg þyrfti samt sem áður að hafa eftirlit með afleiðingum hennar. „Það ættu að vera takmörk fyrir því að geta sett persónulega hagi ofar öllu öðru og stunda kynlíf í nafni frjálsra ásta,“ sagði í grein tímaritsins. Helsinki-Reuter Sten Andersson utanríkisráð- herra Svíþjóðar sagði í gær að Norðurlöndin myndu hugsanlega ákveða í næstu viku að setja algjört viðskiptabann á Suður-Afríku til að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar í Pretoríu. Þetta mál mun líklega verða tekið fyrir í byrjun næstu viku þegar forsætisráðherrar Norður- landanna mæta til fundar í Dan- mörku. Andersson er nú í opinberri heimsókn í Finnlandi og ræddi hann í gær við Kalevi Sorsa for- sætisráðherra sem er í flokki jafn- aðarmanna eins og Andersson. Pik Botha utanríkisráðherra Suð- ur-Afríku sagði á blaðamannafundi í gær að alþjóðlegar viðskiptaþving- anir gegn Suður-Afríku myndu hafa Sænski utanríkisráðherrann sagði þá félaga hafa verið sammála í höfuðatriðum um hvaða aðgerðir Norðurlöndin ættu að taka upp gegn Suður-Afríku. Hann gaf hins- vegar ekki neinar nánari skýringar á þessum ummælum sínum. Svíar stunda þó nokkur viðskipti við Suður-Afríku og viðskipta- bannið myndi því helst lenda á þeim. Finnsk stjórnvöld hafa hingað til fylgt þeirri stefnu að setja ekki formlegt viðskiptabann á Suður- Afríku nema öryggisráð Samein- uðu þjóðanna gangi á undan í málum þessum. hræðileg áhrif fyrir milljónir svert- ingja bæði innan lands og utan. Botha sagði stjórn sína hafa ákv- eðið að setja upp hertara eftirlit með innflutningi á vörum sem fara um Suður-Afríku til nágrannaríkjanna. Ástæðan var „afstaða Zimbabwe og Zambíu," sagði Botha og átti þar greinilega við viðskiptaþvinganir þær sem leiðtogar sex Samveldis- ríkja samþykktu í Lundúnum um helgina. Utanríkisráðherrann sagði að í framtíðinni yrðu nágrannaríki Suð- ur-Afríku að fá innflutningsleyfi og sérstakt leyfi fyrir allar vörur er færu um suður-afrískt landsvæði. Botha bætti því við að tekið yrði upp hertara eftirlit við landamæri Suður- Afríku og þessara ríkja. Thailand: Prem útnefndur forsætisráðherra Indland: Tískanfer í hundana Nýja Delhi-Reuter Tískan er að fara í hundana í einni helstu borg Indlands, Bom- bay. Fyrirtæki eitt þar í borg hefur nefnilega orðið sér úti um leyfi til að safna saman líkum þeirra 150 hunda sem daglega deyja drottni sínum í fátækrahverfum Bombay, sem nóg er af, ellegar í verslunar- strætum stórborgarinnar. Fyrirtækið hyggst innan skamms hefja sölu á bindum og handtösk- um gerðum úr hundaskinni. Suður-Afríka: Svaraðfullumhálsi Pretoría-Reuter Bangkok-Reuter Bhumibol Adulyadej konungur Thailands útnefndi í gær Prem Tins- ulanonda í embætti forsætisráð- herra. Þetta er þriðja kjörtímabilið sem Prem hefur verið útnefndur í embættið af konungnum. Nokkuð hefur verið um mótmæli í landinu að undanförnu gegn því að Prem sitji lengur í embættinu. Ríkisútvarpið í Thailandi tilkynnti um útnefningu Prems í gær og hafði eftir honum að hann liti á embættis- veitinguna sem mikinn heiður og lofaði hann að mynda ríkisstjórn eins fljótt og kostur væri. Um þúsund stúdentar héldu áfram mótmælum sínum í gær gegn Prem og kröfðust þess að kjörinn fulltrúi yrði gerður að forsætisráðherra. Hinsvegar héldu um þrjú þúsund leigubílstjórar og bændur fund í Bangkok í gær og lýstu þar fullum stuðningi við forsætisráðherrann. Prem er nú 65 ára gamall og hefur hann stýrt stjórn landsins síðan árið 1980. Hann hefur ávallt verið út- nefndur af konungi landsins til þessa verks. Búist er við að hin nýja stjórn muni vera samsteypa að minnsta kosti fjögurra miðflokka og njóta yfirgnæfandi þingmeirihluta. Prem tók ekki þátt í kosningunum þann 27. júlí síðastliðinn en sam- kvæmt lögum í Thailandi má kon- ungur útnefna ókjörinn fulltrúa í embættið. Prem er fyrrverandi hers- höfðingi og nýtur stuðnings bæði hers og konungs. Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brianslæk kl. 14 00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brotttör rútutil Rvk ‘Fimmtudaga: Samatimatallaog mánudaga Fóstudaga: Frá Stykkishólmi kl 14 00. eftir komu rutu Viökoma í inneyjum Frá Brjánslæk kl 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Prið|udaga: Fra Stykkishólmi kl 14 00 ettir komu rutu Fra Brjánslæk kl. 18 00 Til Stykkishólms kl. 21 r30 Laugardaga Fra Stykkishólmi kl. 09 00 Sigling um suöureyjar Fra Bganslæk kl. 15 00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á timabilinu 1. juli til 31. áqust Miövikudaga: FraStykkisholmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl 14 00 Til Stykkisholms kl 18.00. fyrir brottlor rútu. Viðkoma er avallt i Flatey á baöum leiðum Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Fra Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkisholmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hja Ragnari Guðmundssyni.' Brjánslæk. s.: 94-2020. ' \ A timabilinu 1. mai til 30. sept. Á timabilinu 1. júm til 31. agust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.