Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Að Ijúga með þögninni Séra Árni Þórarinsson á Stóra-Hrauni sagði, að Snæfellingar þyldu ekki að nokkrum manni væri hrósað. Yrðu þeir fyrir þeirri hremmingu, að lof væri borið á mann í þeirra eyru, þá settu þeir upp tómlátan svip og færu að aka sér, eins og undan óværu. Ekki stafaði þetta af gáfnaskorti. Snæfell- ingar voru bráðgáfaðir, sagði séra Árni. Þetta var uppeldið. Aldrei mátti segja neitt gott um náung- ann. Það var boðorð snæfellskunnar. Ekki vitum við hvaðan leiðarahöfundar Þjóðvilj- ans eru ættaðir. En þeim er eins farið og þeim, sem klerkurinn á Stóra-Hrauni segir frá. Heyri þeir góðs manns getið fara þeir að aka sér. Þjóðviljamönnum er tamara annað en láta eigin flokksmenn njóta sannmælis, og þeim mun síður áhrifamenn í öðrum flokkum. Gagnrýni er vandmeðfarin dyggð, og getur snúist upp í gaspur eitt. Verst er þó sú gagnrýni að ljúga með þögninni, svo enn sé vitnað til séra Árna. Það sem svo óþægilega fór fyrir brjóstið á Þjóðviljanum voru örfá orð í leiðara Tímans um endurskoðun á framfærslulögunum frá 1947. Þá var einnig minnt á þá stefnumörkun í ýmsum málum, sem félagsmálaráðuneytið hefir staðið fyrir. Á þetta má ekki minnast. Um það skal þögnin ríkja. Að ljúga með þögninni er vinsæl aðferð þeirra, sem á annan hátt geta ekki komið höggi á náungann. Og er andagift þeirra mest í þögninni. Verslunarmannahelgi í fréttum Þjóðin er á faraldsfæti og fylleríi. Þannig hefjast fréttir fjölmiðla dagana í kringum fyrstu helgina í ágústmánuði ár hvert. Allt fer þetta vel fram. Fangageymslur eru þó of fáar til að hýsa þá, sem þeirra þurfa með, og pústrar og hrindingar valda nokkru álagi á lækna og hjúkrunarlið. Margir ganga á glerbrotum, og sumir brjóta eigin bein, jafnvel ódrukknir að því er Ríkisútvarpið upplýsir. Færri fregnir berast af þeim, sem una edrú við fjallavötn eða blátæra læki, teyga ilm úr lyngi og reika um kyrrlát rjóður, hraun og engi. Það er eins og reiknað sé með einhvers konar styrjaldarástandi í landinu um þessa helgi. Væri ekki ráð að hætta að fjalla um verslunarmannahelgina á þennan hátt, hætta að tíunda drykkjuskapinn og leiðindin, sem honum fylgir og búa til nýjan stíl, þar sem hinu jákvæða eru gerð skil, en sorinn látinn síast burt smám saman. Miövikudagur 6. ágúst 1986 VÍTTOG BREITT Erlendum veiðimönnum finnst lítiö til laxveiða koma í bjórlausu landi. Boðskapur tignarmanna og auðjöfra Eitt sinn sem oftar var hart barist í prestskosningum í Reykjavík. Að venju prédikuðu umsækjendur fyr- ir söfnuðinn og hæstvirta kjósend- ur þegar kosningaslagurinn stóð hvað hæst. Eitt prestsefnanna þótti tóna öðrum betur og fylgjcndur þess raddsterka komu þeirri sögu á kreik að skyggn kona hafi verið við framboðsmessuna. Hafi hún séð framliðna kirkjuhöfðingja og nafn- togaða kennimenn koma íkirkjuna þcgar franibjóðandinn tónaði og hafi þeir með svipbrigðum og lát- bragði lýst þeim unaði sem gagntók þá þegar tónarnir bárust frá titr- andi raddböndum umsækjandans. - Ekki hafa þeir mikið við að vera hinum megin, varð séra Bjarna að orði, þegar honum barst saga þessi til eyrna. Varla þarf að taka fram að sá raddfagri féll. Tignarmenn á ferð Uiti helgina var lesin löng og ítarleg frásögn í fréttatíma hljóð- varps um tignar- og auðmenn sem koma til Islands og renna fyrir lax. Meðal þeirra sem taldir voru til lciks er prinsinn af Wales, hertog- inn af Marlborough, eigandi hundruða hótela víða um heim, aöaleigandi Disneylandskemmti- garðanna, og maður sem kann að gera kostnaðaráætlanir sem ekki skeika og veit því ekki aura sinna tal. Menn þessir koma í einkaþot- um, sagði útvarpið, og eru þær látnar bíða allt upp f vikutíma meðan þeir dvelja hér á landi. Dæmi eru um að farartæki þessi séu svo stór að þau verða að lcnda í Keflavík og bíða þar. Ein einka- þotan kvað kosta jafnmikið og tvær Flugleiðaþotur. Heimildarmaður fréttastofunn- ar hefur mikið saman við jöfra þessa að sælda. Að hans sögn hefur ísland lítið upp á að bjóða fyrir svona forríka eyðsluseggi. Ekki var minnst á smáaura eins og greitt er fyrir veiðileyfi. Lítið við að vera Eitt er þó það sem tignarmenn og milljarðamæringar eru hrifnir af hér á landi, en það ér vatnið. Vatnið í ánum sem þeir veiða laxinn úr og þetta líka tæra og fína drykkjarvatn. Og ekkert skilja þeir í, hertoginn af Marlborough, og allir hinir, að ekki skuli bruggaður almennilegur bjór úr þessu indæla vatni. Lítið hafa þeir við að vera á íslandi, erfingjar bresku krúnunn- ar og eigendur hundraða hótela, að þeir skuli allir sem einn taka sér í munn margtuggna hjátrú semialk- óhólista á íslandi, urn að vatnsgæð- in ein tryggi guðaveigar eins og bjór sem maður getur orðið fullur af að drekka. En skoðanakannanir sýna að ríkisfjölmiðlunum er treystandi og er áreiðanleiki frá- sagnarinnar hafinn yfir allan cfa. Það er helvíti hart fyrir eiganda hundraða hótela um allan lieim að fá ekki að vera slompaður af bjór- drykkju á meðan liann stundar laxveiðar á íslandi. Einkennilegt að svona menn skuli koma til landsins aftur og aftur, þrátt fyrir bjórleysið. Heimatilbúin hjátrú í sumar koma unt 100 þúsund erlendir ferðamenn til {slands og er það meiri fjöldi á einu ári en nokkru sinni fyrr. Búast má við að ferðamannastraumurinn eigi enn eftir að aukast. Öll hótel eru yfirfull og útlend- ingarnir ferðast vítt og breitt um landið og ekki heyrist annað en þeir séu ánægðir með dvölina hér enda kynnast þeir hér náttúru og veðurlagi sem ekki á sinn líka annars staðar. Oft er því fleygt að erlendum ferðamönnum sé helst ekki bjóð- andi að sækja ísland heim. Hér vantar drykkjukrár, spilavíti, næturklúbba, áfengan bjór og gott ef ekki frambærileg hóruhús. Væri allt þetta til staðar væri nú aldeilis hægt að græða á útlending- unum, og þeir færu ekki erindis- leysu norður undir heimskaut. Sannast sagna munu flestir þeir útlendingar sem kjósa að eyða sumarfríum sínum á íslandi eiga kost á fyrrgreindum lífsins lysti- semdum heima hjá sér og þurfa ekki að sækja þær um langan veg. Það er einhver óttaleg nesja- mennska og minnimáttarkend sem felst í því, að halda fram að þetta eða hitt á íslandi sé ekki útlending- um bjóðandi. Staglið um áfenga bjórinn er eitt af því sem lengi ætlar að loða við þá manngerð sem aldrei geta á heilum sér tekið vegna ölleysis. í hvað er sótt? Undir því yfirskini að útlendinga á fslandi langi þessi lifandis ósköp í áfengan bjór á að leyfa bruggun og innflutning á ölinu, enda engri menningarþjóð sæmandi að banna bjórfyllerí. Þessi áróðurergagnsær og kjánalegur. Sívaxandi ferðamannastraumur bendir ekki til þess að bjórleysi og skortur á spilavítum og nætursvalli standi íslandi sem ferðamanna- landi fyrir þrifum. Þeir sem telja að sumarleyfum sínuni sé best varið í svall og holdlegan munað eða til að svala spilafíkn hafa um nóg að velja þótt ísland sé undanskilið. Þess ber líka að gæta að kannski eru margir þeirra sem koma til íslands sér til upplyftingar að forða sér sem lengst í burtu frá öllu því standi sem sumum mörlandanum þykir hvað eftirsóknarverðast. Svalt sumar, hreint loft, bragð- laust og heilnæmt vatn, lítt snortin náttúra, vondir vegir og vegleysur, hreinleg hótel, kyrrð og öryggi og ágengnislaust viðmót heimamanna er það sem gerir ísland eftirsóknar- vert í augum þeirra sem búa í margmennum og þéttbýlum lönd- um þar sem mengun og molla gerir sumartíðina óbærilega. Margþvældar klisjur Oft er yfir því kvartað að verð á laxveiðileyfum sé orðið svo hátt að það sé íslenskum veiðimönnum ofviða að etja kappi við erlenda sportmenn sem ekki þurfa að velta krúnkunum fyrir sér þegar um kostnaðarsama dægradvöl er að ræða. Eitthvað hlýtur því að hafast upp úr erlendu auðkýfingunum sem hingað koma á stóru einkaþot- unum. Vel má vera að hægt sé að mjólka þá enn betur en nú er gert. En hvort það skipti einhverjum sköpum þótt þeir gætu kneyfað nokkra bjóra á meðan á dvölinni stendur skal dregið í efa. Og ef þeir geta ekki dundað sér við íslensku laxveiðiárnar bjórlausir í nokkra daga ætti að vera hægur vandinn fyrir þá að leita eitthvað annað, eða láta sér duga eitthvað af öllum þeim brennivínum sem hér eru á boðstólum og jafnt útlendir sem innfæddir hafa greiðan aðgang að. En gaman væri að frétta hvort tignarmenn og auðjöfrar sem hér kjósa að dvelja hafa ekki annað við að vera en að veiða lax og ekki aðra skoðun á landi og þjóð en margþvældar klisjur heimamanna um vatnið og bjór sem maður getur orðið fullur af að drekka. Áreiðanleiki ríkisfjölmiðilsins er kórréttur samkvæmt skoðana- könnunum. En sá grunur læðist að ntanni að heimildin og ummælin um bjórinn, og vatnið sé svipaðrar ættar og sagan um kerlinguna og framliðnu kennimennina í fram- boðsmessunni. OÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.