Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 1
SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staö SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. í STUTTU MÁLI... AMFETAMÍNMÁLIÐ sem upp kom á fimmtudag er enn í rann- sókn hjá fíkniefnalögreglunni. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi og gildir það næstu þrjár vikur. Hins vegar voru kona og annar karlmaður sem hand- tekin voru í tengslum við málið látin laus í gær eftir yfirheyrslur þar sem ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. KINDAKJÖT og nautakjöt hækkar nú eftir helgina. Eftir er að reikna út endanlegt verð en reikna má með að kindakjöt hækki um rúm 4% en nautakjöt heldur meira. Fimm- mannanefnd hefur að undanförnu fundað urh verðhækkun þessa og lauk störfum í gærkvöldi en um helgina verður hækkunin sundurliðuð í hækk- un til bænda annars vegar og hins vegar milliliðakostnað. STYRKURTIL náms í háskóla í Noregi verður veittur á næsta ári úr Minningarsjóði Olavs Brunborg. Upp- hæðin nemur átta þúsund norskum krónum og er eingöngu veittur karl- mönnum. Umsóknir um styrkinn ásamt námsvottorðum og upplýsingum um nám þurfa að berast skrifstofu H.í. fyrir 1. október 1986. I MUGUR og margmenni var samankominn í Skeiðarétt í gær. Sveinn Ingvarsson fjallkóngur sagði í samtali við Tímann að milli 6-7 þúsund fjár hefði verið réttað í Skeiðaréttum að þessu sinni. Sagði hann að vel hefði gengið að smala afréttinn sem er víðfemur. Sveinn sagði að ekki hefði verið skortur á smalamönnum oa sagði hann það vera eftirsóknarvert að kom- astáfjall. . ‘ -. . . 'V EINU BESTA laxveiðisumri í langan tíma er nú að mestu lokið. Flestar veiðiár sem enn eru opnar, bjóða upp á síðasta daginn í dag, 20. september. Einungis einstaka ár hafa opið lengur. Flest allar ár voru kjaftfull- ar af laxi í sumar, og var það helst veðrið sem gerði mönnum óskunda, þar sem lítið rigndi. HÁTÚNSMÁLÍÐ er rannsak- ! að af fullum krafti og þunga hjá Rann- l í- sóknarlögreglu ríkisins. Þórir Oddsson settur rannsóknarlögreglustjóri sagði í samtali við Tímann í gær að ekkert I væri nýtt að frétta af málinu, en i yfirheyrslur færu fram. RÁÐGJAFA- FYRIRTÆKIÐ Alvarr hf. og Ferðaskrifstofa Akureyrar efna til hóp- j; ferðar á alþjóðlega plast- og gúmmí- j iðnaðarsýningu í Dusseldorf í Þýska- landi 5. til 13. nóvember. Þetta mun | vera stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Búist er við að um 1700 fyrirtæki frá 37 þjóðlöndum sýni þar vélar og verkfæri. Auk þess kynna seljendur vöru sína og koma nýjungum á framfæri. STOÐ 2 hefur boðið Sigurveigu Jónsdóttur fréttamanni sjónvarpsins starf aðstoðarfréttastjóra og hefur hún þegið það. Að sögn Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra sjónvarpsins hefur Sigurveig ekki sagt upp störfum formlega hjá sjónvarpinu ennþá en ef hún geri það verði að taka ákvörðun um, hvort hún losni áður en þriggja mánaða uppsagnartíma hennar lyki. Þá hefur Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 boðið Guðna Bragasyni starf hjá Stöðinni en Guðni hefur ákveðið að vera áfram hjá sjónvarpinu. KRUMMI „Þetta samstarf, þýðir það ekki áframhaldandi Grínpís steik?" Viöræður sjávarútvegsráðherra íslands og Noregs: Samstaða um samstarf við hvalarannsóknir heimsókn Bjarne Eidem lýkur á morgun „Við höfum rætt ýmis mál, en það sem þessa stundina virðist líklegast að samkomulag náist um er aukið samstarf í sambandi við hvalarannsóknir," sagði Hall- dór Ásgrímsson viðTímann í gær þegar hann ásamt norska sjávar- útvegsráðherranum Bjarne Mörk Eidem sem hér er í opinberri heimsókn, komu fráVestmanna^ eyjum. Sjávarútvegsráðherrarn- ir áttu formlegan viðræðufund í fyrradag, en munu Ijúka viðræð- um sínum á sérstökum fundi á Þingvöllum í dag, laugardag. Halldór sagði að skipting loðnu- kvótans hefði verið rædd, en benti á að hér væri um þriggja landa mál að ræða. Aðspurður um það hvort Bjarne Eidem hefði tekið vel í þá hugmynd að Græn- lendingar fengju 10% af loðnu- kvótanum og bæði fslendingar og Norðmenn gæfu eftir af sínum kvóta sagði Halldór: „Hann vcit að sjálfsögðu um þetta, en við getum ekki komist mikið lcngra ncma á sameiginlcgum fundi allra landanna". S j ávarút vegsráðherra rn i r skoðuðu sig um í Eyjum í gær og fóru síðan til Þingvalla þar sem þcir gistu í bústað forsætisráð- hcrra. í dag átti síðan að skoða Þingvclli og í kvöld vcrður norska sjávarútvcgsráðhcrranum haldin kvöldvcrðarvcisla í boði norska sendiherrans. Bjarnc Mörk Ei- dcm og föruncyti lians mun síðan halda aftur til Norcgs á morgun. Sjávarútvegsráðherrarnir Bjarne IMörk Eidem frá Noregi og Halldór Ásgrímsson sjást hér við komuna til Reykjavíkur í gær eftir vel heppnaða Vestmannaeyjaför. Byggingarkostnaöur: Fallþungi um kílói yfir meðaltali í Skagafirði: Um 30 manns vant- ar í sláturhúsið Enn vantaði um 30 manns til starfa við Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga þegar haustslátrun hófst þar s.l. miðvikudag, 17. sept- ember. Um 140 manns þarf til að sláturhúsið teljist fullmannað en aðeins hafði tekist að ráða 110 manns þegar starfsemi hófst, að mestu fólk úr sveitinni og aðkomu- fólk. Hafa menn ekki miklar vonir um að takist að fá fleiri að því er fram kom í samtali við fréttaritara Tímans, Guttorm Óskarsson á Sauðárkróki. Áætlað er að um 45.760 kindum verði slátrað hjá Kaupfélagi Skag- firðinga að þessu sinni, en það er um 1.100 fleira en haustið 1985. Slátrað verður um 2.100 fjár á dag. Að sögn Guttorms virðist féð sér- staklega vænt eftir góðæri sumars- ins og búast menn við að meðalfall- þunginn verði um 1 kílói meiri nú en í fyrra (14,48 árið 1985) og í venjulegu ári. Nú er hins vegar svo komið að hár fallþungi er lítil búbót lengur, þar sem búist er við að mikið af dilkum sem venjulega hefði farið í 1. flokk lendi nú niður í 0-flokk með tilheyrandi verð- skerðingu sem áætla má að nemi um 20 kr. á hvert kjötkíló. Með það í huga að 2 af 3 togurum sem gerðir eru út frá Sauðárkróki hafa verið frá veiðum vegna breytinga og bilana síðan í vor, sem þá olli mönnum þar kvíða um atvinnuleysi í sumar, var Gutt- ormur spurður hví svo treglega hefði gengið að manna sláturhúsið. Þrátt fyrir þetta sagði hann nóg hafa verið að gera á Sauðárkróki í sumar, þau skip sem eftir voru hafi fiskað ágætlega og fiskvinnslu- stöðvarnar einnig fengið fisk ann- arsstaðar frá. Nokkuð mikill iðn- aður sé líka á Sauðárkróki. Má því ætla að fólk kunni einnig að vanta í fiskvinnsluna á Króknum þegar togararnir 2 koma nú til veiða á ný, a.m.k. fram yfirsláturtíðina, nema gripið verði til þess ráðs að láta einhvcrja þeirra sigla mcð aflann í haust. - HEI Uppum 2,25% Byggingarvísitalan hækkaði um 2,25% frá ágúst lil scpt- ember. Á síðustu þrem mánuð- um, þ.c. frá því hún var síðast rciknuð lögformlcga út í júní hefur byggingarvísitalan hækk- að um 4,02%. Byggingarvísi- talan er nú 281 stig. Stærsti hluti hækkunarinnar nú eð 1,6% stafa af hækkun á töxtum útseldrar vinnu frá 1. september. Um 0,2% stafa af verðhækkunum á innihurðum, 0,1% af hækkun gatnagerðar- gjalda og um 0,4% af verð- hækkun á ýmsu byggingarefni. Þessi 2,25% hækkun milli ágúst og september jafngildir 30,6% árshækkun. Hækkun síðustu 3ja mánaða jafngildir 17,1% árshækkun en raun- verulega hefur byggingarvísi- talan hækkað um 22,6% á síðustu 12 mánuðum. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.