Tíminn - 20.09.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. september 1986
Björg Bjarnadóttir forstööumaður Blindrabókasafnsins, Gísli Helgason og
Arnþór Helgason. Veriö er aö prenta „Ég er kölluð Lilla“ cftir Þórð
Helgason. (Tímamynd-Sverrir)
Bylting í
bókaútgáfu
Um þessar mundir má segja að
bylting hafi orðið á sviði blindra-
bókagerðar á Islandi. Henni veldur
ný blindraletursprentvél sem nýlega
hefur verið keypt til landsins og
ritvinnslukerfi sem hannað hefur
verið af Hilmari Skarphéðinssyni
verkfræðingi. Með ritvinnslukerfi
þessu er hægt að færa texta á ýmsum
tölvutækum formum til vinnslu inn-
an þess, með nokkrum lagfæringum
þó þannig að hæfi betur blindraletr-
inu.
Prentvélin prentar textann báðum
megin á blöðin en áður var blindra-
letur einungis hægt að prenta öðru
megin á blöðin. Einnig er hægt að
nota ritvinnslukerfið til þess að fram-
leiða blindraleturstexta á segul-
bandssnældum fyrir Versabraille
tæki sem eru tölvur ætlaðar fyrir
blinda. Með tilkomu prentvélarinn-
ar á að vera hægt að framleiða allt
upp í 50 bækur á ári en til að byrja
rneð vonast mcnn til að a.m.k.
tuttugu bækur verði prentaðar á ári.
Nú þegar hafa verið prentaðar 7
bækur á nýju prentvélina og aðrar 7
eru tilbúnar til prentunar. Fyrsta
bókin sem prentuð var á prentvélina
var „Af mönnum ertu kominn" eftir
Einar Braga.
Blindraletursprentvélin kostaði
1.400 þúsund og framlag Gísla
Helgasonar vegur þyngst, þar sem
hann gaf milljón króna hagnað sem
varð af sölu hljómplötu hans Ástar-
játning en einnig komu mörg félag-
asamtök og einstaklingar með fram-
lög til kaupanna. ABS
Merkúr fer til
Ólafsfjarðar
Útgerðarfyrirtækið Sæberg á
Ólafsfirði hefur keypt togarann
Merkúr af Ríkisábyrgðarsjóði fyrir
urn 281 milljón króna. Sæberg átti
fjórða hæsta tilboðið í skipið. en
þeir sem buðu betur ýmist féllu frá
tilboðum sínum eða gátu ekki upp-
fyllt þau útborgunarskilyrði sem
Ríkisábyrgðarsjóður setti.
Gunnar Sigvaldason fram-
kvæmdastjóri Sæbergs sagði í sant-
tali við Tímann í gær að skipið sem
nú er verið að breyta í frystitogara í
Noregi, væri væntanlegt til Olafs-
fjarðar í kringum áramótin. Með
skipinu fylgja 1100 tonn af kvóta og
sagði Gunnar að skipið yrði gert út
á sóknarmark á næsta ári auk þess
að þeir hefðu rækjuveiðar upp á að
hlaupa.
Á Merkúr, sem mun fá nýtt nafn
á næstunni, verður 26-28 manna
áhöfn. Auk þess má gera ráð fyrir að
um atvinnuaukningu verði að ræða í
landi vegna þjónustu við skipið.
Sæberg gerir út tvo ísfisktogara,
Sólberg og Ólaf Bekk.
-BG
„Samtök opinberra starfsmanna":
Aðeins hugmynd
„Þessari hugmynd var varpað laus-
lega fram af Hauki Helgasyni á
síðasta stjórnarfundi BSRB, til þess
að kanna hvort þessi félög, BSRB,
BHMR og BK gætu ekki átt frekara
samstarf en nú er, en það er ómögu-
legt að segja nokkuð um það á
þessu stigi hvernig þessi mál kunna
að þróast," sagði Albert Kristinsson,
fyrsti varaformaður BSRB þegar
Tíminn leitaði fregna hjá honum um
frétt í fjölmiðlun að ný samtök
opinberra starfsmanna væru í deigl-
unni.
„En mín skoðun er sú að allt sem
gæti orðið til að styrkja samtökin
sem heild, er auðvitað af hinu góða,
sama í hvaða formi það gæti verið.
En það hefur ekki verið rætt form-
lega hvorki við BHMR né BK,“
sagði Albert Kristinsson.
„Mér sýnist nú helst að fjölmiðl-
arnir séu að búa hér til einhver ný
samtök, og þetta hefur alls ekki
verið neitt rætt innan okkar vé-
banda,“ sagði Birgir Björn Sigur-
jónsson, hagfræðingur BHMR.
„Hins vegar get ég ímyndað mér
að ef við fáum sambærilegan samn-
ingsrétt eins og önnur stéttarfélög
fá, almennan stéttarfélagsrétt. þá
kæmi vel til álita að hafa samskonar
samstarfsform eins og önnur stéttar-
félög, samanber ASI. En við eigum
fyrst eftir að sjá hvað verður í
þessum samningsréttarmálum og
eins og staðan er í dag, þá eru þessi
þrjú heildarsamtök með býsna vel
afmörkuð og skilgreind svið. Ég er
hins vegar sannfærður um það, að ef
þessi þrjú samtök ríkisstarfsmanna
mæta aftur jafn miklu grundvallar-
máli eins og samningsrétturinn er,
að þá muni þessi samtök ræðast
aftur við, en ég er nú ekki búinn að
sjá nein heildarsamtök mynduð úr
öllum þessum samtökum," sagði
Birgir Björn Sigurjónsson. phh
ERIIM AÐ FÁ
IMISSAN SUNNY
#87
3ja dyra, 5 dyra og 4ra dyra sendan
Gerið ekki bílakaupin í ár
fyrr en þið hafið séð
Nissan Sunny '87
BETRI BÍLL BÝÐST ÞÉR VARLA
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði. simi 33S60.