Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 4

Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 20. september 1986 SPEGILL Wllllllllli ■III Zsa Zsa Gabor á fleiri hjónabönd að baki en nokkur kem- ur tölu á, en hún vill endilega reyna einu sinni enn. Leikarinn Robert Lichtenberg keypti prinstitilinn fyrir peninga og nú vill Zsa Zsa Gabor eiga hann. Hann er 25 árum yngri en hún. ZsaZsa vill verða prinsessa en er „prinsinn' til sölu? Heimildir segja að Zsa Zsa Gabor sé 69 ára gömul, sjálf vill hún ekkert um aldur tala. Hins vegar eru heimildir á reiki um hvað hún sé búin að eiga marga eiginmenn og þar getur hún heldur ekki hjálpað upp á sakirnir, hún veit það ekki sjálf. Giskað er á að þeir séu 8 eða 9. En eitt er þó víst, Zsa Zsa er ekki af baki dottin og hcfur fullan hug á því að giftast a.m.k. einu sinni enn. Hún boðaði til blaðamannafundar á búgarði sínum í Saratoga Springs dag einn í ágúst og tilkynnti hátíðlega fyrir framan gapandi sjónvarps- myndavélar að það liði að því að hún gengi upp að altarinu einu sinni enn. Og brúðguminn væri þýski prinsinn Frederic von Anhalt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nafn þessa þýska „prins“ kemur fyrir almennings sjónir. Arið 1980 varð uppi fótur og lit þegar vitnaðist að tengdadóttir Vilhjálms Þýskalandskeisara, Marie. August von Anhalt, hefði ættleitt óþekktan leikara og þegið stórfé fyrir. Milligöngu um þessi viðskipti hafði Hans Hermann Weyer, sem sumir kalla „fallega ræðismanninn“ og alþekktur er fyrir alls kyns vafasöm viðskipti. Hann dvelst nú í útlegð í Suður-Ameríku. Síðan hefur verið hljótt um Frederic prins, öðru nafni Robert Lichtenberg, þar til nú að honum barst til eyrna að hann væri heitbundinn Zsa Zsa Gabor! „Það hefur áreiðanlega enginn orðið eins hissa og ég við þessa frétt,“ segir hann og Zsa Zsa verður að taka á honum stóra sínum til að sannfæra hann um að svona standi málin, basta! En sumir segja að Zsa Zsa viti hvað hún er að gera. Þetta yrði í fyrsta skipti sem hún giftist eignalausum manni, en hann gæti hins vegar veitt henni það sem hana hefur alltaf langað í, leyfi til að bera titilinn prinsessa! coco Chanel á Islandi Það er ekki á hverjum degi sem Chanel sendir nýtt ilmvatn á mark- aðinn, enda er undirbúningurinn mjög vandaður. Núna er Chanel samt að gefa viðskiptavinum sínum úti um víðan heim kost á því að kynnast nýjasta ilminum sínum, COCO, og eru íslenskar konur komnar í þann forréttindahóp að geta gengið inn í góða snyrtivöru- verslun hér á landi og fest kaup á Coco-snyrtivörum. Að undanförnu hefur Chanel verið að kynna Coco í ýmsum löndum og það hefur verið á boð- stólum í fríhöfninni í Keflavík um tíma. En enn eru ýms lönd, sem ekki hafa fengið að kynnast Coco, og má þar m.a. nefna Kanada, Mexíkó og Suður-Ameríkuríkin. ísland hcfur því síður en svo mætt afgangi. Nú cr 62 ár síðan Chanel 5 kom fyrst á markað og það heldur enn velli í ilmvatnsheiminum. Það er þess vegna kannski ekki óeðlilegt að forráðamenn Chanel geri sér vonir um að Coco eigi eftir að njóta vinsælda langt fram á næstu öld! Coco er fyrsta nýja ilmvatnið sem Chanel scndir frá sér eftir dauða Coco Chanel og þess vegna þótti sjálfsagt að ilmvatnið bæri nafn hennar. Góður felu' staður fyrir þýfi Það lá við að lögregluþjónarnir fengju áfall, og það beint í hjarta- stað, þegar innbrotsþjófurinn John Atkinson sýndi þeim hvar hann hafði falið þýfið, sem þeir vændu hann um að hafa stolið. Það var geymt á sjálfri lögreglustöðinni! John ergóðkunningi lögreglunn- ar í Donnybrook í Irlandi og kom þess vegna oft á lögreglustöðina. Einu sinni sem oftar var hann dreginn inn á stöð, ákærður fyrir innbrot. Og hann hafði sitthvað á samviskunni. Áður en langt um leið var hann búinn að játa á sig 7 innbrot, þar sem hann hafði stolið um 150.000 kr. virði. Auðvitað var hann spurður hvað hefði orðið um þýfið og þá var það sem lögregluþjónunum brá illilega í brún. John leiddiþá aðskjalaskáp nokkrum á lögreglustöðinni, stakk hendinni á bak við hann og dró fram skartgripi í hrúgum! John fékk að vísu fangelsisdóm upp á eitt ár fyrir þjófnaðinn, en álitshnekkur lögreglunnar var „Það er greinilegt að John hefur notað tækifærið þegar hann var áður staddur hjá okkur á stöðinni og falið þýfið. En nú verða gerðar varúðarráðstafanir svo að svona lagað endurtaki sig ekki,“ sagði talsmaður lögreglunnar skömm- ustulegur.. SVEITARSTJÓRNARMÁL Aðalfundur Sam- ands sveitarfélaga: Varar við hug- myndum Sverris Skólaaksturinn, dreifbýlismálefni, útrýming riðuveiki, heilbrigðiseftirlit, mengunarvarnir og frárennslismál, fjölgun heilsugæslulækna og nauð- syn sérfræðiþjónustu á sviði tann- lækna, úrbætur í vegamálum, hafn- armálum og flugmálum var meðal þess sem ályktað var um á aðaifundi Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, sem haldinn var ný- lega. Eindregið er varað við hugmynd- um menntamálaráðherra um stór- kostlegan niðurskurð á framlögum ríkisins til skólaaksturs, heimavist- argæslu og reksturs mötuneyta. Ekki er talið óeðlilegt að þessi mál séu tekin til endurskoðunar með hagkvæmnissjónarmið í huga, en minnt á að mörg sveitarfélög séu ekki í stakk búin til að mæta auknum útgjöldum vegna reksturs grunn- skóla nema nýir tekjustofnar komi á móti til að mæta þeim kostnaði. Átak til að bæta heilbrigðiseftirlit Samþykkt var að beina því til sveitarfélaga á Austurlandi að gera átak í því að bæta heilbrigðiseftirlit og jafnframt áskorun til heilbrigðis- ráðherra að slíkt eftirlit á lands- byggðinni verði styrkt á fjárlögum, þar sem mikill ferðakostnaður tor- veldaði það m.a. SSA samþykkti að stefna að því að fullmenntaður heil- brigðisfulltrúi verði ráðinn til starfa í fjórðungnum árið 1988. Styrk til fiski- mjölsverksmiðja Samþykkt voru eindregin tilmæli til stjórnvalda að aftur verði teknir upp á fjárlögum styrkir til mengunar- varna við fiskimjölsverksmiðjur og að þau tryggi að verksmiðjunum verði gert kleift að taka viðráðanleg lán til að koma uþþ vörnum gegn megnun lofts og lagar. Jafnframt var samþykkt áskorun til sveitarfélaga f fjórðungnum að þau beiti sér af alefli fyrir því að koma frárennslismálum ^ íþaðhorfaðmengunhljótistekkiaf. I Stöðvun riðuveiki Aðalfundur SSA telur mikla nauð- syn bera til að stööva útbreiðslu riðuveiki á Austurlandi. Samþykkt var stofnun 5 manna nefndar til að gera tillögur um skipulegan niður- skurð allra riðuhjarða á svæðinu og jafnframt áskorun til þingmanna kjördæmisins um að vinna að því að nauðsynlegt fjármagn fáist til að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd. Fleiri iækna Þrátt fyrir flesta lækna I heimi hér á landi eru læknaskipti sögð tíð í einmenningshéruðunum á Austur- landi og stundum algert læknisleysi. Enda sé álag á þessa lækna meira en svo að þeir geti risið undir því til lengdar. SSA skorar því á heilbrigð- isyfirvöld og Alþingi að auka fjárveit- ingu sem nemur tveim læknisstöð- um, en þeim yrði skipt á milli fjögurra H-1 stöðva. Einnig var samþykkt að fela stjórn SSA að koma á fót starfsnefnd til að fjalla um sérfræði- þjónustu lækna og tannlækna í héraðinu og um stefnur í hjúkrunar- málum. I Karlar ráðabetri? I í stjórn SSA voru kosnir: Björn Hafþór Guðmundsson á Stöðvar- firði, Sigfús Guðlaugsson á Reyðar- firði, Smári Geirsson frá Neskaup- stað, Aðalbjörn Björnsson úr Vopna- firði, Birgir Hallvarðsson frá Seyðis- firði, Ólafur Ragnarsson úr Búlands- hreppi, Þórketill Sigurðsson úr Nesjahreppi, Þráinn Jónsson úr Fellahreppi og Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði. Jafnframt voru 28 aðal- menn kosnir í fræðsluráð og ýmsar nefndir og vekur athygli að af þess- um 37 manna hóp eru konur aðeins tvær; Þórdís Bergsdóttir í sam- göngunefnd og Birna Einarsdóttir í stjórn SAL.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.