Tíminn - 20.09.1986, Síða 6

Tíminn - 20.09.1986, Síða 6
Laugardagur 20. september 1986 Tíminn ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT WASHINGTON - George Shultz utanríkisráöherra Bandaríkjanna og Eduard Shevardnadze utanrikisráð- herra Sovétríkjanna hófu í gær viðræður sínar um sam: skiptamál austurs og vesturs. í gær var talið heldur ólíklegt aö ráðherrunumtveimurtækistað ákvarða dagsetningar fyrir næsta leiðtogafund þeirra Re- agans og Gorbatsjovs. PARIS — Jacques Chirac forsætisráðherra Frakklands hóf viðræður við leiðtoga helstu stjórnmálaflokka lands- ins til að gera þeim grein fyrir hvað ríkisstjórnin hyggst gera til að binda enda á sprengjutil- ræöin sem skelft hafa Parísar- búa að undanförnu. STOKKHÓLMUR - Full trúar frá ríkjum austan sem vestan við járntjald vonuðust eftir að samkomulag myndi nást á síðasta opinbera degi afvopnunarráðstefnu 35 þjóða í Stokkhólmi. TOKYO — Japansstjórn til- kynnti um nýjar ráðstafanir sem miða að því að auka efnahagslega neyslu heima fyrir en gagnrýnendur ráðstaf- ananna bæði erlendis og heima fyrir töldu þær ekki ganga nógu langt. LUNDÚNIR - Háttsettur efnavopnasérfræðingur frá Sovéfríkjunum jók vonir manna um að hægt væri að ná alþjóðlegu samkomulagi um bann við notkun slíkra vopna. Slíku banni hefur verið reynt að koma á undanfarin ár en ekki tekist. BELFAST — Lögregla sem rannsakar nýja öldu morða milli trúarhópa Norður-írlands handtók átta menn sem arun- aðir eru um að vera meolimir flokks hernaðarsinna úr hópi mótmælenda. I AÞENA — Andreas Papand- reou forsætisráðherra Grikk- lands tilkynnti um endurbygg- ingaráætlun fyrir bæinn Kala- mata þar sem 20 manns letu lífið í jarðskjálftum síðastliðinn laugardag. BAHREIN — Yfirvöld í Iran og Irak tilkynntu um harða bardaga á hæðunum við miðju vígstöðvanna upp af Persa- flóa. Hinsvegar deildu aðilarnir um hverjir hefðu betur í þeim bardögum. LUNDÚNIR — Gullverð fór upp í 15 dollara á únsu, sitt hæsta verð á síðustu þremur árum. Ástæðan var sú að fjár- festingaraðilar snéru sér að gulli og forðuðust mjög ótrygga hlutabréfa- og gjaldeyrismark- aði. Suður-Afríka: Efnir Botha forseti til þingkosninga? Jóhanncsarborg-Reuter Neyðarástándslögin í Suður-Ai'r- íku höfðu staðið yfir í hundrað daga í gær en ekki bar þó afmælið hclst á góma í Jóhannesarhorg í gær hcldur frcttir um að P.W. Botha forseti hcfði hug á að cfna til kosninga meðal hvíta minnihlutans nú á næst- unni. Botha og flokkúr hans, Þjóðar- flokkurinn unnu mikilvægan sigur í aukakosningum síðastliðinn miðviku- dag og margir stjórnmálaskýrendur búast við að forsetinn tilkynni um nýjar kosningar, jafnvel um þessa helgi. Dagblaðið Becld, scm hefur góð sambönd við æðstu ráðamenn landsins, var með frétt í gær á forsíöu og var fyrirsögnin: „Pað lítur út fyrir að verða 26. nóvembcr". Hcr var átt við hugsanlegan kosninga- dag. Blaðið var raunar svo visst í sök sinni að það sagði Botha annaðhvort tilkynna urn væntanlegar kosningar nú um helgina eða á þingi Þjóðar- flokksins í Capehcraði sem hefst hinn 29. septembcr. Forsctinn getur setið fram tii árs- ins 1989 en í síöasta mánuði gaf hann í skyn í viðtali að kosningar yrðu haldnar l'yrir þann tíma. Heimildarmenn innan suður-afr- ísku stjórnarinnar sögðu Botha vera mjög ánægðan með útkomuna úr aukakosningunum í Kliprivicrhéraöi í Natallandi. Þar vann Pjóðarflokk- urinn sigur á harðlínumönnum til hægri sem berjast undir merkinu „Höldum Suður-Afríku hvítri". „Þctta cru merki þess að Suður- Afríka er sameinuð," sagði Botha cftir að úrslit urðu Ijós. Á síðasta ári sigruöu gagnrýnendur Bothá á hægri vængnum tvívcgis í aukakosn- ingum og sigurinn á miðvikudaginn var því Botha og Þjóðarflokknum mikilvægur. Síðustu almennu kosningarnar þ.e.a.s. mcðal hvíta minnihlutans voru haldnar árið 1981 og með réttu hefði átt að vera kosið í apríl á þessu ári. Hinsvegar var ný stjórnarskrá samþykkt á síðasta ári sem gaf Botha rétt til að fresta kosningum fram til ársins 1989 ef honum þókn- aðist. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokk- anna sögðust í gær vcra fullkomlega búnir undir kosningar ef af þeim yröi. Bæði Neil Ross leiðtogi hins tiltölulega frjálsynda Framfara- flokks og Eugene Terre’Blanche leiðtogi nýnasista bjuggust raunar við að Botha myndi efna til kosninga í nóvembcr. Þjóðarflokkurinn hcfur verið við völd síðan 1984 og þingmenn hans sitja nú í 127 af 178 sætum á þingi hvíta minnihlutans sem telur um fimm miljónir manna. Heildaríbúa- tala Suður-Afríku er hinsvegar einar 33 milljónir. Reagan ræddi viö Shevardnadze: Óvæntur fundur Washington-Reuter Reagan Bandaríkjaforseti átti óvæntan fund með Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Bandaríkjaforseti boðaði Shevardnadze á fund sinn til að ræða málefni bandaríska blaða- mannsins Nicholas Daniloffs sem Moskvustjórnin sakar um njósnir. Larry Speakes talsmaður forset- ans sagði Reagan hafa viljað koma skoðun sinni á þessu máli beint til sovéska utanríkisráðherrans sem er í Washington til að ræða við George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna um samskipti aust- urs og vesturs og möguleika á nýjum leiðtogafundi á þessu ári. Fundur Reagans og Shevar- dnadze stóð yfir í rúman klukku- tíma og eftir það hélt sá sovéski frá Hvfta húsinu um sömu dyr og hann hafði komið - bakdyrnar. Andrúmsloftið var ekki alltof vinalegt í gær. Shevardnadze var ekki boðið að sitja hádegisverð með forsetanum sem er venja og engar myndatökur voru leyfðar áður en mennirnir tveir ásamt aðstoðarfólki gengu til fundarins. ÚTLÖNP UMSJÓN: Heimir Berqsson BLAÐAMAÐUR Margir hurfu sporluust í „óþverrastríðinu“ en nú er það að sannast að það sem niður er sett kemur upp aftur. Kannski vcrður það mæðruni „hinna týndu“ einhvcr huggun. Argentína: Hinir horfnu enn að koma í leitimar Cordoha, Argentína-Rcutcr Enn fleiri jarðneskar leifar hafa fundist í vatni í Argentínu sem mannréttindasamtök segja hafa ver- ið notað til að fleygja í fórnarlömb- um fyrrverandi herforingjastjórnar. Fréttastofan Noticias Argentinas sagði í vikunni að lögregla hefði fundið jarðneskar leifar rnanna á botni San Roque vatns sem er við vinsælan ferðamannastað í Cordo- bahéraði, unt 800 kílómetra norð- vestur af höfuðborginni Bucnos Air- es. 1 Ekki var sagt hve margar beina- grindur hefðu fundist en síðastliðinn sunnudag fann lögreglan jarðneskar leifar fimm manna í vatninu. Mannréttindasamtök sögðu lík- in líklega af fórnarlömbum hersins í hinu svokallaða „óþverrastríði" sem upphaflega var háð i þeim tilgangi að binda enda á ofbeldisað- gerðir vinstri manna á síðasta ára- tug. Opinber nefnd sem skipuð var eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1983 hefur áætlað að um níu þúsund manns hafi horfið sporlaust er herforingjastjórnin var við völd. Eyðni í Evrópu: Sviss með hinn vafasama heiður að vera í efsta sæti Brusscl-Rcutcr Sviss hefur þann vafasama heiður að hafa hæstu tíðni eyðnissjúk- dómsins alræmda af öllum Evr- ópulöndum. Danmörk er í öðru sæti og Belgía í því þriðja. Þetta kont frant í skýrslu belgíska heil- brigðismálaráðuneytisins sem birt var í gær. Síðasta vor var niest unt eyðni miðað við fólksfjölda í Belgíu en samkvæmt skýrslunni hefur út- breiðsla sjúkdómsins verulega hægt á sér þar í landi. í Belgíu er alls 171 einstakl- ingur skráður nteð sjúkdóminn en aðeins 49 þeirra eru belgískir ríkisborgarar. Hinir koma er- lendis frá, flestir frá Zaire til að leita lækninga við sjúkdómnum. Zaire erfyrrum belgísk nýlenda. Eyðnissjúkdómurinn, sem eyðileggur hæfileika mannslík- amans til að verjast sýkingu, getur borist á milli manna á ýmsan hátt en samkynhneigðir menn og eiturlyfjasjúklingar eru helsti áhættuhópurinn. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.