Tíminn - 28.09.1986, Side 2

Tíminn - 28.09.1986, Side 2
2 Tíminn Sunnudagur 28. september 1986 Ávaxtaeftirréttir Bestu ábætisréttirnir eru úr nýjum ávöxtum. Það er hægt að bera þá fram einsogþeir eru eða saxa þáofan í jógúrt eða kotasælu. Skál af kæld- um vínberj um er falleg borðskreyting jafnt því að vera ábætisréttur með ögn af osti. Viðönnur tilefni má reyna heita ávaxtarétti, til dæmisávaxta- böku. Eplasósa epli sjávarsalt kanell sítrónusneiðar vanilla Þvoið eplin, afhýðið þau ogskerið í fjóra hluta. Skerið kjarnahúsin úr. Látið eplin í pott og látið vatn þannig að það fljóti næstum yfir. Bætið við ögn af salti og sítrónu eftir smekk. Sjóðið þangað til eplin eru orðin mjúk, þá eru þau marin í blandara eða matvinnsluvél. Látið nú maukið aftur í pottinn og kryddið með kanel og vanillu eftir smekk. Sjóðið þangað til eplasósan er mátulega þykk. Ambrosía 4 appelsínur 2 bollar kókosmjöl 4 bananar 1-4 msk. hunang Afhýðið appelsínurnar, skerið þær í bita og hreinsið vel alla steina úr þeim. Skerið banana í sneiðar. Blandið öllu vel saman oggerið sætt með hunangi eftir smekk. Eplabaka bökuskelin: 'A tsk salt l'/2 bolli heilhveiti 2 msk matarolía 4-6 msk kalt vatn Blandiðsaman salti og hveiti. Nuddið olíunni saman við þangað til hún hefur jafnast vel um hveitið. Bætið út í vatniðeinni matskeið í einuþangað til deigið loðir saman. Breiðið út á hveitistráðu borði. Leggið deigið yfir bökuformiðog þrýstið því lauslega niður með forminu. Skerið utan með. Fyllingin: 4 bollar niðurskorin epli Vi bolli hunang 2 msk srnjör 1 msk sítrónusafi 1 tsk kanell eða kardemomma haframjöl Fyllið bökuskelina með eplabitunum. Hellið hunanginu jafnt yfir eplin. Látið litla smjörbita hingað og þangað. Stráið yfir kryddi og ýrið yfir sítrónusafa. Nuddið nú haframjöli saman við afganginn af bökudeiginu þangað til það er orðið eins og gróft rasp og stráið því yfir eplin. Bakið við 175°C í 35-40 mínútur. Jógúrt ávaxtafrauð 1 bolli jógúrt safi úr einni appelsínu 2 bollar ný eða frosin jarðarber 1 msk hunang 1 stór dós ananaskurl í eigin safa Vi bolli undanrennuduft. Blandið öllu saman í blandara þangað til það er orðið jafnt. Frystið. Þegar frauðið er hálffrosið er það tekið út og þeytt hraustlega í því. Þetta minnkar ískrystallana. Frystið alveg. TÓNLEKAR BUBBA 0G MX-21 Fyrstu sjálfstæðu tónleikar Bubba Morthens og MX-21 í Reykjavík verða í Austurbæjar- bfó laugardagskvöldið 4. okt- óber. Hér er um að ræða tvenna tónleika og hefjast hinir fyrri kl. 19.00 en hinir síðari kl. 22.00. Reyndar eru þetta fyrstu rokk- tónleikar Bubba í Reykjavík í um það bil 2 ár. Að vísu kom Bubbi og MX-21 fram á Reykja- víkurhátíðinni um daginn'. Hljómsveitin vakti þar strax gíf- urlega athygli, en þeir tónleikar voru raunverulega aðeins for- smekkurinn af því sem koma skal. Yfirskrift tónleikanna í Aust- urbæjarbíó er Frelsi til sölu, sem er samheiti fyrir hina væntan- legu stúdíóplötu Bubba. Á þess- um tónleikum kynnir Bubbi ásamt MX-21 í fyrsta sinn aðdá- endum sínum efni piötunnar í heild. Hér er um að ræða efni plötunnar, sem Bubbi hefur ver- ið að vinna að með hléum að vísu í heilt ár, með meðlimum sænsku hljómsveitarinnar Im- periet. Fyrri tónleikarnir hefjast með því að Bubbi kemur fram einn í hálfa klukkustund. Að því loknu tekur við hljómsveitin Ný augu, með einn af athyglisverðustu tónlistarmönnum þessa árs í broddi fylkingar, 'Bjarna Tryggvason. Eftir hlé kemur svo Bubbi ásamt MX-21 og spila í rúma klukkustund. Seinni tónleikarnir, sem hefj- ast klukkan 22.00 eru með sama sniði nema að þá verðum við líklega flest vitni að í fyrsta sinn uppákomu „dreptanbillý“ tríós- ins, Langa Sela og skuggunum. Hér eru mættir á ný saman þrír af fyrrum meðlimum hinnar óg- leymanlegu hljómsveitar Oxzmá. Líkt og á fyrri tón- leikunum mun svo Bubbi og MX-21 ljúka tónleikunum. For- sala aðgöngumiða verður sem hér segir: Reykjavík: Hljómplötuversl- anir. Selfoss: 29. sept. MM búð- inni. Keflavík: 30. sept. Hljómval. Akranes: 31. sept. Við viljum jafnframt benda fólki á, sem býr víðsvegar á landsbyggðinni, að snúa sér til Flugleiða, sem bjóða sérfargjöld og miða á þessa tónleika. „THE CLARKS“ í Evrópn Um þessar mundir skemmtir hljómsveitin „The Clarks“ gest- um veitingahússins Evrópu við Borgartún. Hljómsveitin The Clarks á rætur sínar að rekja til Hollands og er skipuð fjórmenningunum Micha Hasfeld, Michael Esc- hauzier, Peter van Schie og Phil Neal. The Clarks sérhæfa sig í tón- list sjöunda áratugarins. Peir leika einvörðungu tónlist sem sló í gegn á sínum tíma og allir kannast við. Elvis, Cliff, Bítl- arnir, Stones, Kinks og the Who eiga m.a. lög á prógrammi The Clarks. Undanfarna 12 mánuði hafa The Clarks verið á tónleikaferð sem þeir kalla „Magical History Tour“. Þeir hafa allsstaðar feng- ið mjög góðar móttökur enda er tónlistin og sviðsframkoman bæði hress og skemmtileg. Félagar „The Clarks" sérhæfa sig í tónlist sjöunda áratugarins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.