Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 6
... og i stukunni ætlaoi allt vitlaust að verða. Islendingar nutu þess að vera yfir í leiknum, en það var skammgóður vermir. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks jöfnuðu sem kunnugt er Sovét- menn Og þar VÍð Sat.(Tímamynd Pjetur) Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamaður útvarpsins ríkisrekna og Arnór Guðjohnsen ræðast hér við um leikinn, markið og guðshendur. (Tímamynd Pjetur) Bangsarnir rússnesku voru heldur en ekki lúpulegir, staðan 1-0 fyrir ísland og ástandið jarðarför líkast. (Tímamynd Pjetur) Á varamannabekknum ríkti að sjálfsögðu ánægja með fyrsta mark leiksins sem Pétur Pétursson lagði upp og Arnór Guðjohnsen skoraði.. Tímamynd Pjetur) 6 Timinn Sunnudagur 28. september 1986 Rússneski bangsinn lúpulegur .ússneski bangsinn hélt heldur en ekki lúpulegur aftur til herbúða sinna eftir að hafa mistekist að leggja afkomendur hinna miklu víkinga að Laugardalsvelli. Eftir jafnan fótboltaleik á miðvikudaginn var örkuðu Rússar þögulir inn í búningsklefa sinn, en þjálfari þeirra, hamslaus af reiði, jós úr harmaskálum sínum yfir dómarann og taldi hann hlutdrægan og dæma íslendingum í vil. En þeir sem sáu leikinn eru sáttir við úrslitin. Hann var jafn og bæði lið sýndu skemmtilega knattspyrnu, þótt á stundum hafi hlaupið illt blóð í leikinn og andstæðingar sendu hver öðrum morðaugnaráð og stöku sinnum tóninn. Enda sá dómarinn sér ekki annað fært en að veifa gulu spjöldunum í báðar áttir til að setja niður í við leikmenn. Eftir jafnteflið við Frakka, sem lengi verður í minnum haft, grætti það landann hve illa félagsliðum gekk að eiga við Sporting Lissabon og Juventus. Það var svart kvöld í knattspyrnusögunni íslensku (eins og hún sé því ekki vön!?). En svo sannarlega tóku menn gleði sína á ný þegar dómarinn blés til leikloka í hálfrökkrinu á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið var. ísland var orðið efst eftir tvo leiki í sínum riðli í Evrópukeppninni og Ijóst má vera af leiknum að ekkert lið, hversu sterkt og frægt sem það er, getur sótt íslenska landsliðið heim og verið öruggt um útkomuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.