Tíminn - 28.09.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 28.09.1986, Qupperneq 13
Sunnudagur 28. september 198 verkum. Kaþólska hirðkirkjan var höfuðkirkja borgarinnar þó að Saxland hafi verið lútersk ríki. Það stafaði af því að kon- ungur Saxlands erfði pólsku krúnuna, en sá böggull fylgdi skammrifi að konungur Póllands varð að vera kaþólskur. Saxa- konungur skipti því unr trú og gerðist kaþólskur minnugur hins fornkveðna að París er alltaf einnar messu virði, - með sam- þykki hinna saxnesku þegna sinna, sem munu hafa vonast til að greiða lægri skatta fyrir vikið. Báðar þessar kirkjur urðu fyrir miklum skemmdum í loftárás- unum á Dresden árið 1945, kaþólska hirðkirkjan hefur verið endurbyggð, en þar sem Frúar- kirkjan, sem var ein fegursta bygging sinnar tegundar í Evr- ópu, var nú aðeins rústirnar einar, varðveittar til minningar um árásina og vitfirringu strjðsins. I kaþólsku kirkjunni voru iðu- lega flutt kirkjuverk við guðs- þjónustur og það kom í hlut söngvara og hljóðfæraleikara við óperuna að sjá um flutning- inn. Sjálfsagt má gera ráð fyrir að það hafi mætt meira á Einari í því efni en mörgum hinna eldri. Og óhætt er að fullyrða að þarna hlaut hann dýrmæta reynslu sem kom honum vel þegar hann var orðinn leiðandi söngvari í Stuttgart með þeim starfsskyldum sem því fylgdi, en sem 1. ljóðræni tenór þar varð hann að takast á hendur stór verkefni á sviði konsert- og órat- óríusöngs." Pegar blaðamaður spyr Einar B. Pálsson hvort það hafi verið fljótfærni af Einari Kristjánssyni að yfirgefa Dresden svo fljótt, svarar hann því neitandi. „Ég tel að það hafiverið rétt ákvörðun. í Stuttgart fékk hann strax mörg tækifæri sem hann hefði orðið að bíða eftir í Dresden. í Dres- den hafði hann hlotið ómetan- lega reynslu og menntun, en Tíminn 13 þeir frægu söngvarar sem voru við óperuna voru ekki líklegir til að láta öðrum eftir hlutverk sín orðalaust. 1 Stuttgart var ágæt ópera og hefur alltaf verið og vera Einars þar var merkur áfangi í listamannsferli hans.“ Árið 1936 skildu leiðir með þeim nöfnum, er Einar B. Páls- son hélt heim til íslands með verkfræðipróf upp á vasann, en á íslandi var ekkert starf að hafa sem væri samboðið söngvaran- um Einari Kristjánssyni. En við reynum að rekja okkur áfram eftir þeim heimildum sem til eru um störf hans í Þýskalandi, en saga Einars hefur aldrei verið skráð, þrátt fyrir viðburðari'ka ævi hans og sjálfur skráði hann ekki minningar sínar ef frá er talið áðurnefnt viðtal í Vikunni. Þar segir fátt eitt af dvöl hans í Stuttgart sem varaði alls í tvö ár. Þó sést af úrklippubók með blaðadómum sem er í vörslu ættingja hans að hann hefur m.a. sungið aðalhlutverk í La Bohéme, Rigoletto, La Travi- ata, Brottnáminu úr kvennabúr- inu og fleiri óperum minna þekktum. En hann virðist ekki hafa haldið saman nema broti af dómum um sýningar þær sem hann söng í. „Hann var upp- teknari af list sinni en svo að hann sinnti því að safna jafnóð- um á einn stað því sem um hann var skrifað," segir Einar B. Pálsson. En í Vikuviðtalinu góða, sem nú stendur eftir sem nær eina heimildin um feril Einars kemur glöggt fram að í Stuttgart sat hann ekki auðum höndum. Þar segir hann: „Aldrei hef ég komizt í aðra eins púlvinnu og í Stuttgart. Gerð var æfingartafla fyrir hvern dag.. Á henni gat maður lesið, hvað dagsverkið átti að vera. Mest man ég eftir því að hafa verið ætlað að byrja að æfa 11 óperuhlutverk sama daginn! Þá var nú tími til kominn að biðjast vægðar. En svona gat þetta verið. Dírigentarnir voru þrír og höfðu einatt margar óperur í æfingu í einu hver um sig. Þess vegna gat hitzt svo á, að óvið- ráðanlega mörg verkefni hlæð- ust að í einu. Vinnan skiptist aðallega í tvennt, æfingar á sviði og hlut- vcrkalærdóm. Mcð hvert nýtt vcrkcfni, scm manni er fengið í hcndur er farið til „korrepetit- ors“, cn það er píanóleikari, scm hcfur því hlutverki að gegna að bcrja rulluna inn í hausinn á I La Boheme eftir Puccini Kaþólska hirðkirkjan og kon- ungshöllin í Dresden. Báðar þessar byggingar standa á sínum stað og nú er verið að breyta höllinni í safn. sem hafði verið í stofunum var óskemmt, nokkur húsgögn og flygill og því Var bjargað út með krana. Það voru liðin 9 ár frá því að við hófum búskap okkar og við höfðum visst næstum því allt, sem við áttum, en Einar sagði að mestu máli skipti að við hefðum öll lifað af og við værum ennþá ung og ættum framtíðina fyrir okkur. Það sem eftir var af samn- ingstímanum í Hamborg starf- aði Einar á vegum bresku her- stjórnarinnar. Það var honum unnt vegna þess að hann hafði aldrei játað nasistum neina hollustu. Hann bauð meira að segja góðan daginn hvort sem hann var staddur í óperunni eða úti á götu, þegar öllum var uppálagt að nota kveðjuna „Heil Hitler“. Þegar tíminn var úti 1946 yfirgáfum við Þýskaland fyrir fullt og allt.“ „Schubcrt," svarar Martha ákvcðin þegar við spurðum í lokin hvcrt hcfði veriö eftir- lætistónskáld Einars. „Schubert var númer eitt, númer tvö og númcr þrjú hjá honum. Síðan komu hinir sönglagahöfundarn- ir, Schumann, Wolf og Strauss. Hann tók ljóðasönginn fram yfir ópcrusönginn, margar óp- erur hafa frcmur þunnan sögu- þráö og Ijóðasöngurinn veitti honum meiri ánægju en þær. En af ópcruhöfundunum held ég að Mozart hafi verið upp- áhaldið hans.“ Nach vcrecblichcm Warten bleibt mir dic trauriee Ccwihhcit. dató beim J'crroransriff von 27. 28. Iuli H43 cemcinsam inr I.cbcn eabcn; meine Iiebc 1 rau Wllhelmine Struek eeb. Halnan. ceb. 14. 4. 1904 und mcinc licben Kinder Jlse, Stb. 6. 5. 1925 Kurl-Helnz Sfb. 3. 8. 1927 l'rsulu. geb. 2. 6. 1929 GUnther, gcb. 29. 4. 1930 Theodor, ícb. 16. 1. 1935 Klaus, geb. 10. 1. 1936 Martha, geb. 29. 11. 1937 I*eter, gcb. 9. 8. 1940 Herhert, In stiller Traucr: geb. 2. 2. 1943 Klaují Struck. Fltem. Schwicccr- eltcrn. lantc Martha und alle. dic sie liebhattcn. Þessi dánartilkynning í Hamborgarblaði frá 1943 seg- ir meira en mörg orð um hörmungarnar í borginni í kjölfar loftárásanna á borg- ina. Þar auglýsir borgarbúi lát konu sinnar og 7 barna á aldrinum 18 ára til 6 mánaða. Þau fórust öll í loftárásunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.