Tíminn - 28.09.1986, Síða 15

Tíminn - 28.09.1986, Síða 15
Sunnudagur 28. september 1986 Tíminn 15 Rán- fiskar fæðast Fæðing hákarlsunga ljósmynduð fyrsta sinni í þrjú ár hafði Bandaríkja- maðurinn Samuel Gruber beðið þessarar stundar. Hann hafði fundið gotstöðvar Sítrónuhá- karlsins svonefnda við Bahama- eyjar og tekist að veiða myndar- legt dýr á öngul og færi. Eftir tveggja stunda viðureign hafði hann dregið um borð í bát sinn á Bimini flóanum háólétta há- karlamóður, sem hann nú réri með að landi. Skepnan var 2,60 metrar að lengd. í sjóþró rannsakaði Gruber kvið skepnunnar með því að þukla hann. „Ég gat þá þegar fundið fyrir hreyfingum ung- anna í móðurkviði,“ segir hann. Stuttu síðar tókst honum svo að mynda þá miklu stund þegar tíu ungar fæddust með sporðinn á undan. Að lítilli stundu liðinni voru þeir farnir að svamla um. Þetta var í fyrsta skipti sem slík fæðing var mynduð. Eftir að sýnd var hryllings- myndin um hvíta hákarlinn víða um heim, sem dró að sér milljón- ir áhorfenda hefur ekki verið neinn leikúr að kveða niður þjóðsögur um grimmd þessara ógurlegu kvikinda. En hákarlar eru samt aðeins örsjaldan hættu- legir mönnum. „Ef til vill hræð- ast menn þá mest vegna þess hve lítið þeir vita um þá,“ segir Gruber. Vitað er um 35 tegundir af hákörlum, þessum skepnum sem Hemingway kallaði „feg- urstu sundmeistara í heimi". Flestir hafast við langt úti á höfum og eru því ekki auðvelt rannsóknarefni. Til eru hákarlar af tegund sem heitir Svarti þyrnihákarlinn, er hafast við á 600-400 metra dýpi. Þann hæfileika eiga þeir lifrinni að þakka. Þetta líffæri er um þriðjungur af heildarþyngd allra hákarla og notast þeim til að auka aðlögunarhæfni í sjónum. Lifrin er mjög fiturík og getur verkað sem flotholt. Hákarlinn verður stöðugt að synda, - líka þegar hann sefur, til þess að hann ekki sökkvi sem steinn. En hann hefur engan sundmaga eins og aðrir fiskar. Allir hákarlar sjá fremur illa og það þótt þeir hafi sumir all stór augu. En lyktarskynið er því betra og séu straumar hag- stæðir geta þeir fundið lykt af bráð í margra kílómetra ■ fjarlægð. í grennd við bráðina skynja þeir hana hins vegar með rafsviði sem umlykur allan skrokk þeirra. Það eiga þeir að þakka „Lorenzi-rafhlöðunum" svonefndu, sem er eins konar radartæki framan á höfði þeirra milli augnanna. Margir líf- fræðingar telja að truflanir á þessu rafsviði séu orsök þess að stundum gera hákarlar óvænt árás á skipsbotna eða skipsskrúf- ur. Slíkt hafi greinilega hent ung- an risahákarl sem fyrir tveimur árum rak á strönd Hollands. Hann hafði lent í skrúfu á skipi og er nú geymdur í formalíni á náttúrugripasafni í Hamborg. Risahákarlar finnast m.a í Norðursjó. Þeir geta orðið tólf metra langir. Líffræðingar segja að þessar skepnur séu samt mein- lausar og þær hafa ekki einu sinni tennur, til þess að bryðja bráðina. Þeir nærast einkum á svifi. í Norðursjó eru engir há- karlar sem eru mönnum skað- legir. Hákarlar í norðurhöfum líða nefnilega engan fæðuskort, eins og frændur þeirra í suðurhöfum, sem sumir lifa úti á „eyðimörk- um hafsins“ eins og það hefur í eitt ár eru ungar Sítrónuhá- karlsins í móðurkviði. Þeir taka að synda þegar áður en þeir eru lausir við naflastrenginn. Meðan á fæðingu stendur er móðirin svo hjálparlaus að mönnum staf- ar engin hætta af sem kafa niður að henni. verið orðað. Þar eru hákarlarnir hins vegar í vígahug á eftir öllu sem lífsanda dregur. Sítrónuhákarlinn sem fyrr er nefndur byrjar flestum hákörl- um fyrr að útvega sér í svanginn. Hann étur nefniiega ófrjóvguð egg í kviði móður sinnar á meðgöngutímanum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.