Tíminn - 07.10.1986, Síða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 7. október 1986
SKÁK
Sigur Kasparovs í 22. skákinni batt enda á vonir Karpovs:
Kasparov heldur titlin
um eftir jafntefli í gær
Garrí Kasparov skril'ar hjá sér leik í einni alþeim 95 skákuni sem þeir hafa teflt á röskum tveimur áruin. Staðan er 48:47, heimsmeistaranum í hag.
Garrí Rasparov heldur heims-
meistaratitlinum sínum næsta árið
a.m.k. Hann vann úrslitasigur s.l.
laugardag þcgar 22. skák einvígis-
ins var leidd til lykta. Tvísýn staða
rcyndist unnin, þvert ofan í spá-
dóma fjöhnargra skáksérfræðinga
sem töldu Karpov eiga að lialda
jöfnu með bestu talfmennsku. Uið-
leikur Kasparovs rcyndist hinsveg-
ar óvcnjulega magnaður og það
tók hann ekki nema sex leiki að
gera út uni tallið. Lokastefið var
óvenju skemmtilegt. I'rátt fyrir
tapið átti Karpov enn möguleika á
sigri tækist honum að vinna 23.
skákina sem tefld var í gær.
En Ijóst var að hann var búinn
að missa móöinn. Karpov tcfldi
vélrænt og náði eiígu tangarhaldi á
stiiðunni, greinilega örþrcyttur eft-
ir mikinn darraöadans í síöustu
skákum. Eftir 52 leiki var Kaspar-
ov búinn að jafna taflið og gott
betur og Karpov bauð jafntefli.
sem í raun gilti sem uppgjöf í
tilraun til að endurheimta heims-
meistaratignina. Kasparov hafði þá
hlotiö 12 vinninga gegn II vinning-
um Karpovs og þar sem reglur
kveða á um að heimsmcistari haldi
titlinum á jöfnu má Kasparov tapa.
síðustu skákinni sem verður tefld á
miövikudaginn. Allmikiö verö-
launafc er í húfi en skiptir þá félaga
engu því þeir halá báðir heitið því
áð láta verðlaunin renna óskipt til
fórnarlamba kjarnorkuhörmung-
anna í Tjernóhýl. Það má því búast
viö stuttu jafntefli í síðustu skák-
inni.
Karpov sest væntanlega aftur að
tafli í byrjun næsta árs og þá gegn
Andrei Sokolov, sem samkvæmt
fréttum frá Riga hcfur unnið ein-
vígi sitt viö Artur Jusupov cftir
afleita byrjun.
Sokolov er á svipuðu reki og
Kasparov en að mínu viti á Karpov
alla möguleika á sigri. Hann hefur
ckki teflt cinvígi í áskorenda-
keppni í 12 ár þannig að segja má
aö nýr kafli hefjist nú í ferli hans.
En það veröur gaman að sjá hvort
Garrí nái að halda titlinum jaln
lcngi og mótstöðumaðurinn sem
var hcimsmcistari samfleytt í 10 ár
eða allt frá því að Bobby Fischcr
afsalaði scr titlinum án keppni
jafnvel þó svo Filippseyingar hafi
boðist til að halda einvígið um
verðlaunafé scm nam 5 milljónum
Bandaríkjadala.
Hart tefldar skákir
Það scm cinkennt hefur einvígi
Kasparovs og Karpovs nú er fyrst
og frentst gcysilcga mikil barátta
einkum í seinni hlutanum þar sem
teflt var af hrcinni grimmd. Fyrstu
12 skákirnar voru tcfldar í London
og strax þar skaut upp kollinum
gamalt vandamál hjá Karpov; hann
átti erfitt mcð byrjanir mótstöðu-
mannsins scm á sér engan líkan í
þeim þætti skákarinnar. Kasparov
náði forystunni nteð sigri í fjórðu
skákinni eftir að hafa misst af
auðveldum vinningi í 2. skákinni.
Karpov svaraði fyrir sig með sigri í
fimmtu skákinni og var á góðri lcið
með að ná sigri í sjöundu skákinni
sem hefði þýtt forystuhlutverk
hans í einvíginu. En hann missti
laxinn og varð að gcra sér að góðu
jafntefli. Kasparov gekk strax <r
lagið og vann sigur í flókinni átt-
undu skák og tók þar með foryst-
una. Jafntefli varð í síðustu
skákunum í Lundúnaþættinum en
Karpov gerði sérstaklega hat-
ramma tilraun til að jafna í II.
skákinni en jafntefli varð niöur-
staðan.
Margir töldu flutninginn til Len-
ingrad vera hagstæðan Karpov sem
er þar hagvanur. Svo rcyndist ekki
vera í fyrstu. Karpov tcfldi illa í 14.
skákinni og tapaöi og í 16. skákinni
töfraði Kasparov fram vinning á
næsta ótrúlcgan hátt. Hann var þar
með kominn með þriggja vinninga
forskot og aðcins virtist formsatriöi
að ljúka einvíginu. Karpov sýndi
aðdáunarvcrða staðfestu og tcfldi af
mikilli hörku í næstu þrenturskák-
um og uppskar jafn marga vinn-
inga. Hann hafði þar með náð að
jafna mctin og allt gat gerst.
Kannski hefur hann gengið cinum
of mikið á umframorkuna því hann
átti enga alvarlega tilraun til að ná
yfirhöndinni í þeim tveimur skák-
um sent fylgdu. báðum lauk með
jafntefli. Lokin á 21. skákinni báru
þess vitni að Kasparov var að
komast aftur í form, hann tefldi af
mikilli hugkvæmni eftir að skákin
hafði farið í bið og e.t.v. hefur sú
skák sannfært Karpov um að orka
Kasparovs væri næg. 22. skákin
réði svo úrslitum. Kasparov náði
mun betri stöðu út úr byrjuninni cn
Karpov varðist af hörku. Skákin
fór í bið eftir 40 leiki og við fyrstu
sýn virtist sent Karpov ætti alla
möguleika á að ná jöfnu. En annað
kom á daginn, Kasparov hugsaði
sig um biðleikinn í 23 mínútur og
fann stórkostlegt framhald og
Karpov varð að lýsa sig sigraðan.
Það hlýtur að hafa tekið á taugarn-
ar að þurfa að bíða eftir því heila
nótt hvaö kæmi upp úr umslaginu og
illur grunur Karpovs var staðfestur
cr vinningsleikurinn 41. Re5-d7t
var þar kominn.
Með lyktum þessa einvígis er
bundinn endi á baráttu sem á sér
ekki líka í skáksögunni. Á röskum
tveimur árum hafa þeir kapparnir
teflt 95 skákir, staðan er 48:47,
Kasparov í vil. Engan gat grunað
hvernig færi þegar Karpov hafði
náð 5:0 forystu í fyrsta einvíginu.
Karpov getur vcrið fullsæmdur
af frammistöðu sinni í þessu einvígi
en það er ckki nema einn heims-
meistari og^.Garrí Kasparov, undra-
bárnið fra Baku ber þann titil
með glæsileik. En ólíkt öðrum
snillingi Bobby Fisher, ciga skák-
unnendur eftir að njóta verka lians
sem heimsmeistara um mörg
ókomin ár.
22. skákin
Skákin fór í bið á föstudags-
kvöldið. Framhaldið var óvænt og
glæsilegt og það læðist jafnvcl að
manni sá grunur að Karpov og
hans menn hafi ekki komið auga á
snilldaráætlun Kasparovs:
(Vinningsleikurinn)
41. .. Hxd4
(Svartur á ckket't bctra.)
42. Rf8+ Kh6
(Auðvitað ckki 42. - Kg8 43. Hb8
og svartur er glataður.)
43. Hb4!
(Þessi stórsnjalli leikurgerir út urn
taflið. Svartur er varnarlaus hverju
sem hann leikur.)
43. .. Hc4
(Kannski var meira viðnám í 43. -
Hxb4 axb4 d4 cn hvítur vinnur
eftir 45. b5 d.3 46. b6d2 47.Dd2
dl(D) 48. Dxdl Df4+ 49. Kgl
Dc3+ 50. Khl o.s.frv.)
44. Hxc4 dxc4
45. Dd6! c3
(Eini leikurinn til varnar hótuninni
46. Dd2+)
46. Dd4!
- Svartur fær ekki varnað hótuninni
47. De3+ o.s.frv. Karpov gafst því
upp. Stórkostleg tafllok sem ntinna
á skákþraut.
Þarna komst Kasparov yfir á ný.
11 '/t: 10*/? og braut Karpov endan-
lega niður. Það voru ekki mikil
tilþrif í taflmennsku hvíts í skák-
inni í gær og Kasparov fékk jafn-
teflið næsta auöveldlega.
23. cinvígisskák:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
Enskur leikur
1. Rf3
(í fyrsta og eina skiptið í einvíginu
sem Karpov leikur ekki 1. d4.
1. .. Rf6
2. c4 b6
3. g3 c5
4. Bg2 Bb7
5. 0-0 g6
6. Rc3 Bg7
7. d4 cxd4
8. Dxd4 d6
9. Hdl Rbd7
10. b3 Hc8
11. Bb2 0-0
12. De3 a6
13. Hacl He8
14. Bal
(Taflmennska Karpovs í þessari
skák er ósköp máttlaus og honum
tekst aldrei að koma sér niður á
heilsteypta áætlun.)
14. .. Hc5!?
(Óvæntur lcikur en fyllilega rétt-
lætanlegur. Kasparov reynir að
hrifsa til sín frumkvæðið.)
15. a4 Da8
16. Rel Hf5
17. Bxb7 Dxb7
18. f3 h5
19. Rg2 Hc5
(Hann telur réttast að snúa til baka
eftir vel heppnað ferðalag. Svartur
hefur nú ekkert að óttast.)
20. Bb2 Hcc8
21. Ba3 Rc5
22. Hbl Re6
23. Dd3 Rc7
(Með það fyrir augum að sprengja
upp með b6 - b5.)
24. Rf4 b5
25. cxb5 axb5
26. Rxb5 Rxb5
27. Dxb5 Dxb5
28. axb5 Hb8
29. Bb2 Hb7.
(Svartur mátti vara sig á 29. - Hxb5
30. Bxf6 Bxf6 31. Rd5 og hvítur
nær frumkvæðinu vegna hótunar-
innar 32. Re7.)
30. b6 Heb8
(Hugmyndin var sú sama og gat
um í aths. hér að framan.)
31. b4 Rd7
32. Bxg7
- Karpov bauð jafntefli eftir að
hafa leikið þessum leik. Staðreynd-
in er sú að hann á undir högg að '
sækja eftir 32. - Kxg7 og má vanda
sig til að ná jöfnu sem ætti þó að
vera hægt með bestu taflmennsku.
Og nú má Karpov bíða eftir nýju
tækifæri til að endurheimta heims-
meistaratitilinn. Hann mætir
Andrei Sokolov í upphafi næsta
árs í einvígi um réttinn til að skora
á Kasparov.
24. skákin og sú síðasta verður
tefld á morgun miðvikudag og
hefur Kasparov hvítt.
Staðan: Kasparov 12 - Karpov
11.