Tíminn - 07.10.1986, Side 6

Tíminn - 07.10.1986, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 7. október 1986 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT PARIS — Jacques Chirac forsætisráðherra Frakklands sagði engar samningaviðræð- ur fara fram við þá sem ábyrgir væru fyrir sprengjutilræðunum í París í síðasta mánuði. Yfir- lýsing Chirac kom skömmu eftir að skæruliðahópurinn Is- lamic Jihad (Heilagt stríð) hafði gefið úttilkynningu í Beirút þar sem liðsmenn hans buðust til að skipta á þremur frönskum gíslum og sautján mönnum sem haldið er í Kuwait eftir sprengjutilræði sem þeir frömdu þar árið 1983. BEIRÚT — Israelskir or* ustuflugvélar gerðu loftárás á Norður-Libanon og beindu skothríð sinni að svæði sem Sýrlendingar ráða. Palestínsk- ir aðilar lýstu yfir auknum áhyggjum og ótta við ísraelska skotárás. GENF — Ahmed Zaki Yam- ani olíumálaráðherra Saudi-' Arabíu sagði við upphaf fundar OPEC samtakanna að reynt yrði að hækka olíuverð og ná því í 17-19 dollara á tunnu. Olíuverð nú er um 15 dollarar á tunnu. LUNDÚNIR — Mikill þrýst- ingur var á gengi bæði Banda- ríkjadals og Sterlingspunds á gjaldeyrismörkuðum í gæreftir verðlækkun þeirra í síðustu viku. BAHREIN — Stjómvöld í Irak, sem nú eiga við mikla fjárhagsörðugleika að stríða vegna hins endalausa stríðs við íran og lágs olíuverðs, hafa farið þess á leit við erlendar lanastofnanir að þær endur- skipuleggif afborgarnir á 500 milljóna dollara láni. LUNDÚNIR — Stjórnvöld í Sýrlandi voru viðriðin áætlun um að sprengja ísraelska far- þegaflugvél í loft upp í apríl síðastliðnum. Upp komst um áætlunina áður en flugvélin, sem hafði 375 manns innan- borðs, fór í loftið frá Heathrow- flugvelli. Það var ákærandinn í máli Jórdanans, sem handtek- inn var vegna tilræðisins, er hélt þessu fram í gær. PEKING — Ráðherrar frá Kína og Sovétríkjunum hófu viðræður er miða að því að bæta samskipti þessara stór- þjóða. CHANDIGARH, Indland- Hinir öfgasinnuðu síkhar sem reyndu að ráða yfirmann lög- reglunnar í Punjabhéraði af dögum í síðustu viku reyndu einnig að eyðileggja fjarskipta- og öryggisbúnað lögreglunnar og tókst það reyndar að nokkru leyti. Sovéski kjarnorkukafbáturinn: Sökkí Atlants- hafið Atburðarásin í samskiptum stórveldanna hefur verið hröð síðustu vikurnar. Hér ræða þeir Reagan Bandaríkjaforseti og Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna málin í Hvíta húsinu. Leiðtogafundurinn: Hröð atburðarás eykur bjartsýni Washington-Reuter Atburðarásin í samskiptum bandarískra og sovéskra stjórnvalda að undanförnu hefur orðið til þess að nokkur bjartsýni ríkir nú meðal stjórnmálaskýrenda um útkomuna af fundi þeirra Reagans Bandaríkja- forseta og Gorbatsjovs Sovétleið- toga hér í Reykjavík um næstu helgi. Nýjustu atburðirnir, koma so- véska andófsmannsins Yuri Orlovs til Bandaríkjanna og hversu tiltölu- lega fljótt Gorbatsjov tilkynnti Reagan um sprenginguna í kjarnorkukafbátnum sovéska, gætu táknað árangur í afvopnunarmálum að sögn stjórnmálasérfræðinga. Sérfræðingarnir benda þó einnig á að leiðtogarnir tveir gætu eins ein- angrað atburði síðustu sex vikna er þeir halda fund sinn í Reykjavík. Atburðarásin áðurnefnda hófst þann 22. ágúst síðastliðinn er so- véskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna var handtekinn í Banda- ríkjunum og sakaður um njósnir. Viku síðar var bandaríski blaðamað- urinn Nicholas Daniloff handtekinn í Moskvu, einnig sakaður um njósnir. Suður-Afríka: Nýr f lokkur - Sameinaði kristilegi sáttaflokkurinn hyggst bjóða fram til þings Á næstu vikum voru mennirnir báðir ieystir úr haldi og Ieyft að halda til síns heima og Orlov var leyft að halda vestur yfir járntjaldið eftir að hafa dvalið í tvö og hálft ár í Síberíu án síns vilja. Þrátt fyrir mikil samskipti stór- veldanna tveggja að undanförnu er þó ólíklegt að viðræður leiðtoganna í Reykjavík fari mikið út fyrir af- vopnunarmálaþrasið sem Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna kallaði reyndar „talnaleik" í grein sem hann ritaði í vikublaðið Newsweek í gær. Vonir eru þó bundnar við sam- komulag ellegar drög að samkomu- lagi er tengist meðaldrægum kjarn- orkueldflaugum risaveldanna í Evrópu og almenningur vonar að líkindum einnig að leiðtogarnir semji um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Reuter Sovéski kjarnorkukafbáturinn sem eldur kviknaði í síðastliðinn föstudag og varð þremur mönn- um að bana sökk í gærdag. Það var bandaríska varnarmálaráðu- neytið sem skýrði frá þessu fyrst en síðar tilkynnti sovéska frétta- stofan Tass frá atburðinum. Tass sagði að þrátt fyrir tilraun- ir áhafnarmeðlima bg sovéskra skipa hefði ekki tekist að bjarga kafbátnum. Talsmaður bandaríska varn- armálaráðherrans Caspars Wein- bergers sagði að áhöfn kafbáts- ins, af Yankee 1 tegund, hefði verið bjargað í aðra bátá áður en kafbáturinn sökk í Atlántshafið, um þúsund kílómetra norð-aust- ur af Bermúda. Eldurinn í kafbátnum var að mestu slökktur í fyrradag og var hann tekinn í tog af sovéska skipinu Krasnogvardeysk. Ekki er vitað með vissu hvað olli sprengingunni á föstudaginn er leiddi til eldsins og síðar að kafbát- urinn sökk. Ónefndur hernaðarsérfræðing- ur hjá NATO sagði í gær að líklegast hefði vél einnar kjarn- orkueldflaugarinnar bilað og við það hefði gas og eldsneyti borist inn í einn tankanna sem geymir kjarnorkueldflaugar. Kjarnorkukafbáturinn sovéski gat ihutt 16 SSN-6 kjarnorkueld- flaugar. Hann var einn nokkurra kafbáta sem sigla reglulega undan ströndum Bandaríkjanna. Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi tilkynnti Reagan Bandaríkja- forseta fjótlega um slys þetta og hélt því fram að engin hætta væri á að eldflaugunum yrði skotið af slysni né að geislavirk efni brytust út. Bandaríkjastjórn virtist vera á sama máli og Sovétleiðtoginn í þessu efni ■ en Caspar Weinberg- er varnarmálaráðherra dró þó í efa að aðeins þrír af áhöfn kaf- bátsins hefðu látist. Jóhannesarborg-Reuter Svartir prestar og bæjarráðsmenn í Suður-Afríku tilkynntu um stofnun nýs, hófsams stjórnmálaflokks í gær. í honum er fólk af öllum kynþáttum. Nýi flokkurinn nefnist Sameinaði kristilegi sáttaflokkurinn (SKS) Annar leiðtoga hans er Isaac Mok- oena biskup og sagði hann í gær að flokkurinn berðist gegn ofbeldi og kynþáttamisrétti. Mokoena er formaður kirkjusam- taka í landinu sem fimm milljónir svertingja eru aðilar að. Hinn Ieiðtogi nýja flokksins, Tam- asanga Linda, bæjarstjóri í svert- ingjabyggð í Austur-Capehéraði, neitaði orðrómi um að flokkurinn væri styrktur af stjórnvöldum. „Við tökum ekki við neinu frá ríkisstjórninni. Það erólykt af þeirra peningum,“ sagði Linda. Linda og fleiri bæjarráðsmenn í hverfum svartra hafa mátt þola ógn- anir af hálfu baráttusinnaðra svert- ingja sem telja þá starfa með stjórn- völdum. Sumir bæjarráðsmenn hafa verið brenndir til bana í óeirðunum síðustu þrjátíu mánuðina sem kost- að hafa rúmlega tvö þúsund manns lífið. Linda sagði að flokkur sinn myndi bjóða fram til þings ef kosningar færu fram á næsta ári og yrðu hvítir og litaðir meðlimir hans í kjöri. Svertingjar landsins, sem telja um 24 milljónir, hafa enga fulltrúa á þingi. Svíþjóð: FLOTTAMANNA- FJÖLDINN NÆR ÓVIDRÁDANLEGUR Stokkhólmur*Reutcr Yfirmaður sænska innflytjenda- eftirlitsins sagði i gær að fjöldi flóttamanna sem veitt hcfur verið hæli í Svíþjöð hefði nú náð há- marki og iandið gæti ekki ráðið við núverandi straurn þeirra inn í Svíþjóð. „Við erum á mörkum þcss að ráða við ástandið," sagði Thord . Palmlund framkvæmdastjóri inn- flytjcndaráðsins í samtali við blað- ið Dagens Nyheter, stærsta morg- unblað Svía. Samkvæmt síðustu tölum ráðsins er nú um 1700 flóttamönnum veitt hæli mánaðarlega, þrisvar sinnum hærri tala en fyrr á þessu ári. Flestir flóttamannannakomafráíran Belgía: Leki í kjarnorkuveri Brussel-Reuter Einu af sjö kjarnorkuverunt Belga var lokað í gær eftir að smáleka varð vart í aðalkælikerfi versins. Nokkuð af geislvirku vatni lak út. Talsmaöur fyrirtækisins sem rckur kjarnorkuver þetta, sem er í um 30 kílómctra fjarlægð frá Liege, sagði að hinn 900 megavatta kjarnakljúfur versins yrði lokaður alla þessa viku. Talsmaðurinn sagði að enginn hefði verið að vinna við þann stað sem vatnið lak út og íbúarnir í grennd við verið væri engin. hætta búin. Kjarnorkuvcrið var sett í gang árið 1983 og er eitt þriggja í hinni svokölluðu Tihangesamstæðu. Kjarnorka er notuð til að framleiða tvo þriðju allrar raforku sem Belgar nota. ÚTLÖND

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.