Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Þriðjudagur 7. október 1986
Allt á hvolfi
í Reykjavík
Það er vægt til orða tckiö að
mannlíf í Reykjavík sé komið á
annan endann vegna fundar þcirra
Reagans Bandaríkjaforseta og Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga um næstu
helgi. Allt er orðið fullt af útlcnding-
um í Reykjavík og út um land; menn
með sjónvarpsmyndavélar og hljóð-
nema eru orönir algengari sjón en
blaðburðarbörn; og út um allt er
vcrið aö grafa skurði fyrir flciri og
meiri símakapla og ljósíciðara mcð-
an annarsstaðar er keppst við að
moka ofan í þær holur og skurði sem
gatnagerðarmenn geröu í sumar.
Nú ríkir hálfgcrt lofttóm í kring-
um fundinn. Eftir að fyrstu fréttir af
honum bárust gerðust atburðirnir
hraðar en auga á festi. Nú hefur
hinsvegar liægt á. Verið er að þétta
í götin í undirbúningnum en það er
í sjálfu sér ekki sérlega fréttnæmt.
Það er samt mikið um að vcra í
bænum þegar aö er gáð og hér á
síðunni hal'a Ijósmyndarar Tímans
fest á filmu l'ólk scm allt á það
sameiginlcgt að vcra að vinna að
leiðtogaíundinum.
i
Jt
Reykjavíkurborg verður að „ganga úr rúmi“ fyrir þjóðarlciðtogunum, en
borgin hefur notað Höfða fyrir móttökur síðustu tvo áratugi. Davíð
Oddsson borgarstjóri virðist vera eitthvað hugsi yfir þessu. Þar sem hann
Stendur á tröppum hússins. Tímamynd-Pétur
Reykvikingar geta hugsað til stórveldaleiðtoganna með hlýhug þessa
dagana því allt kapp hefur vcrið lagt á að Ijúka ýmsum
gatnaframkvæmdum sem angrað hafa borgarbúa í sumar. fyrir fundinn
um helgina. Hér er hriiin yfir IVIikluhrautinn að vcrða tilbúin.
Tímamynd-Pélur
Ákveðið hefur verið að fundir þcirra
Reagans og Gorbatsjovs fari fram í
Hölða. Tímumyud-SvL'rnr
Loftnetsdiskar spretta upp á húsum í miðhænum í kringum sendiráð
Bandaríkjanna og á þcim húsum sem fréttamenn fá til afnota.
Tímamynd-Pélur.
Fjöldi erlendra fréttamanna hefur dvalið hér á landið síðan ákveðið var
að halda fund Reagans og Gorbatsjovs á fslandi. Þeir hafa auðvitað orðið
að kynna löndum sínum þessa furðuþjóð sem býr lengst norður í
Atlantshafi og lifir þar íallsnægtum en trúir samt á drauga. Hér sést
fréttamaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar flytja fréttapistil með Tjörnina í
baksýn. Tímamynd-Sverrir
Hér ráða þeir sem skipuleggja eiga
fjölmiðlaþjónustu, m.a. Helgi
Ágústsson sendiráðsfulltrúi í
Washington sem kallaður var
sérstaklega heim til þess verkefnis,
og Jón Hákon Magnússon. Og að
sjálfsögðu er fréttamaður í baksýn.
Sendiráð Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna hafa tekið hátt á
þriðja hundrað leigubíla á leigu
fram að fundinum um helgina. Hér
sést hluti bílaflotans sem
Bandaríkjamenn hafa tryggt sér.
Tímamynd-Pélur
Tímamynd-Sverrir