Tíminn - 08.10.1986, Síða 10
10 Tíminn
BÓKMENNTIR
Óaðgengileg ástamál
Matthias Viðar Sæmundsson:
Ást og útlegö,
form og hugmyndafræði í islenskri
sagnagerð 1850-1920,
Studia Islandica 44, Rvk. 1986.
Ritröðin Studia Islandica hóf
göngu sína 1937 og hefur komið út
reglulega síðan og flutt ritgerðir um
íslensk fræði, í seinni tíð fyrst og
fremst um íslenskar bókmenntir og
sögu þeirra. Nú er nýkomið út 44.
bindi þess og hefur það að geyma
allýtarlega rannsókn eftir Matthías
Viðar Sæmundsson á íslenskum
skáldsögum frá árabilinu 1850-1920.
Nánar til tekið er þar á ferðinni
rannsókn á upphafi íslenskrar skáld-
sagnagerðar, allt frá sögum Jóns
Thoroddsen, Pilti og stúlku og
Manni og konu. Þræðinum er síðan
fylgt áfram fram um 1920 þegar
segja má að skáldsagnagcrðin hafi
verið komin til nokkurs þroska.
Matthías takmarkar verkefnið þó
verulega, og hann er hér alls ekki að
skrifa þátt úr íslenskri bókmennta-
sögu. Nánar til tekið cr þessu þannig
varið að hann rannsakar sérstaklcga
afstöðu höfunda þessara sagna, eins
og hún birtist í verkum þeirra, til
ástamála og hjónabands. Petta er
raunar ckki nema eðlileg aðferð, því
að svo vill til að flestar ef ckki allar
þessar sögur snúast að meira cða
minna leyti um flækjur í ástamálum
eða aflciöingar slíks. Þcssar flækjur
stafa yfirleitt af þjóðfélagsviðhorfum
eða stéttaskiptingu, scm eru clsk-
endununi andstæð, og af því leiðir
þau cðlilegu vinnubrögð Itans að
rannsaka ástaflækjurnar fyrst og
fremst út frá því þjóðfélagi sem
endurspeglast í sögunum. Með öðr-
um oröum er hann að rannsaka það
hvernig ríkjandi þjóðfélagsskoðan-
ir, svo sem fordómar foreldra, eða
þá aðstæður eins og mismunur á
efnahag, verða til þess að elskend-
urnir í sögunum fá ekki, eða eiga
ekki að fá, að njótast.
Það er nýstárlegt í þessu verki að
höfundur bcitir allmikið skýringar-
myndum og töfluyfirlitum til þess að
gera framsetningu sína greinilegri.
Þetta er í samræmi við nýlega stefnu
í rannsóknum bókmennta setn hefur
vcrið að ryðja sér til rúms erlendis
og síðan hér heima nú undanfarið.
Þessi aðferð gctur orðið til skilnings-
áuka ef vel er á haldið, og að því er
ég best man er þetta fyrsta rannsókn-
in á bók hér á landi þar sem þessu cr
bcitt, þó að það hafi raunar sést hér
áður í nokkrum tímaritsgreinum.
Af öðru. sem minnir á þetta og
snertir íslenskar bókmenntir, man
ég ekki í svipinn cftir nema bók á
ensku scm kom út fyrir allmörgum
árum og margir áhugamenn um
fornbókmcnntir kannast við. Hún
hcitir The Icclandic Faniily Saga og
er eftir Bandaríkjaniann að nafni
Theodore M. Andersson. Þar setti
hann upp yfirlit í töfluformi um
byggingu íslcndingasagna og reyndi
síðan að fella söguþráðinn í einstök-
um sögum að þessu yfirliti sínu.
í bók sinni fjallar Matthías Viðar
fyrst um nokkra höfunda frá róman-
Matthías Viðar Sæmundsson.
tíska tímabilinu, þau Jón Thor-
oddsen, Jón Mýrdal. Pál Sigurðsso.n
og Torfhildi Þ. Hóm. Síðan víkur
máli hans að raunsæishöfundum scm
hann fjallar um í tveimur köflum.
Koma þar fyrst þeir Jón Ólafsson,
Gestur Pálsson og Þorgils gjallandi,
en síðan þeir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili, Jón Trausti, Einar H.
Kvaran ogGuðmundur Friðjónsson.
Loks fjallar hann um sögur eftir
nokkra höfunda sem venjulega eru
tengdir við nýrómantík, þá Jónas
Guðlaugsson, Einar Benediktsson
og Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Rannsókn hans er mjög ýtarleg og
víða komið við. Líkt og við má búast
fyrirfram kemur þarna í Ijós að
skáldsagnagerðin er tiltölulega
frumstæð framan af, sögurnar eru
einfaldar að gerð og viðfangsefnin
rista grunnt. Þctta á jafnt við um
persónur og ástamálaflækjurnar sem
sögurnar snúast um, en síðar breytist
þetta smátt og smátt. Þá verða
sögurnar flóknari að gerð, og ein
helsta breytingin virðist vera sú að
þá fari höfundar í vaxandi mæli að
leita eftir svörum við spurningum
sem snerta sjálfan tilganginn í mann-
legu lífi og þýðingu þá sem samband
karls og konu liefur og varðar þær
gátur.
En hér cr þó að öðru að gæta. Það
hefur lengstaf verið talinn sjálfsagð-
ur hlutur að vcrk um rannsóknir á
íslenskuni fræðum ætti að skrifa á
nokkurn veginn skammlausri ís-
lensku. og helst nokkru betur, Hér
hefur höfundur Itins vegar þann
háttinn á að hann slettir hiklaust
crlendum orðum, og gerir raunar
mikið af því. Svo dæmi séu gripin af
handahófi þá notar 'hann þarna orð
cins og „erótískur", „útópískur",
„ídeall", „demónskur", „kaótísk-
ur”, „kosmískur", „karnivalskur",
„mýþískur", og eru þá aðcins fá
talin af mörgum. Þetta er í þeim
mæli að það verður að teljast veru-
lcgur galli á bókinni, enda sjálfsögð
krafa að fræðimenn sýni móðurmál-
inu þá virðingu að reyna að þýða slík
erlend orð en taka þau ekki hrá upp
Miðvikudagur 8. október 1986
í texta sína. Ef menn þurfa endilega
að sýna lærdóm sinn og lestur þá er
betra að gera það með öðrum hætti
en þessum.
Þetta mætti þó máski fyrirgefa ef
ekki kæmi fleira til. Eitt það fyrsta,
sem verðandi fræðimenn þurfa að
temja sér, er að skrifa skipulega um
efni sín og temja sér rökrétta fram-
setningu. Á það skortir því miður
mikið í þessari bók. Höfundurinn
veður beinlínis yfir efni sitt og lætur
allt flakka sem honum dettur í hug,
skylt og óskylt. Mcðal annars er
töluvert stór hluti af efni bókarinnar
sóttur í sálfræðilegar kennisetning-
ar. sem höfundur virðist hafa per-
sónulegan áhuga á, en sýnast þó eiga
vægast sagt mjög takmarkað erindi
inn í rannsókn á bóknicnntaverkum
eins og þá sem hér er á ferðinni.
Af þessu leiðir líka að endurtekn-
ingar verða margar í bókinni og öll
framsetningin er með þeim hætti að
það tefur verulega fyrir þeini sem
vilja kynna scr efni hennar og niður-
stöður. Þetta er mjög slæniur galli á
annars áhugaverðu verki, og til
dæmis held ég að höfundur hefði
getað haft drjúgt gagn af því að lesa
vandlega bók Anderssons, sem ég
nefndi, eða aðra álíka, og draga af
henni lærdóma. Síðan hefði hann átt
að ganga á verk sitt, stytta það
verulega og endurskrifa, sem hefði
gefið mun markvissara, aðgengi-
legra og á allan hátt gagnlegra verk
frá hendi hans.
Burtséð frá þessu er frágangur
bókarinnar naumast aðfinnsluverð-
ur, nema hvað bókfræðileg skrá um
útgáfur þeirra verka, sem þarna er
fjallað um, hefði gjarnan mátt fylgja.
Auk þess skal á það minnst að kápur
ritanna í Studia Islandica hafa verið
nánast óbreyttar í bráðuni hálfa öld.
Er ekki kominn tími til að fara að
gefa þeim andlitslyftingu?
-esig
^ Verkstjóri -
járniðnaðarmenn
Viljum ráða verkstjóra og járniðnaðarmenn til
starfa við vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga Hvols-
velli.
Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson kaupfélags-
stjóri sími 99-8121.
Kaupfélag Rangæinga
Hvolsvelli
S Deildarstjórastarf
Viljum ráða vanan deildarstjóratil starfa í sölubúð,
sem selur meðal annars verkfæri, byggingavörur
og heimilistæki.
Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson kaupfélags-
stjóri sími 99-8121.
Kaupfélag Rangæinga
Hvolsvelli
Læknastofa
Hef opnað í Læknastöðinni hf. Álfheimum 74.
Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga frá kl.
9.00 til 17.00.
Uggi Agnarsson
Sérgrein lyflækningar og
hjartasjúkdómar
Bústofn til sölu
Ungar ærtil sölu á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu.
Upplýsingar í síma 95-1548.
Alþjóðleg ráðstefna
um geðhjúkrun
Dagana 23.-25. september sl. var
haldin í London þriðja alþjóða ráð-
stefnan um geðhjúkrun. Þessi ráð-
stefna er haldin á þriggja ára fresti.
Fjöldi þátttakenda var yfir 600 og
voru þeir frá öllum heimsálfum. Hér
bar svo við að meiri hluti þátttak-
enda voru karlmenn. Yfirskrift ráð-
stefnunnar var að þessusinni „Hátíð
þekkingarinnar".
Fyrirkomulag var á þann veg að
fyrir hádegi voru fyrirlestrar um
ýmsa þætti í geðhjúkrun á fjölmörg-
um sviðum. Eftir matarhlé voru
vinnuhópar og eftir kaffi voru síðan
sameiginlegir fundir þar sem hægt
var að velja um mismunandi fræðslu-
efni.
Hildegard Peplau, fyrrverandi
prófessor í geðhjúkrun við Rutgers-
háskóla í Bandaríkjunum opnaði
ráðstefnuna og ræddi um: „Hæfni
innan geðhjúkrunar í nútíð og
framtíð". I öðrum fyrirlestrum var
m.a. fjallað um fyrirbyggjandi að-
ferðir í vinnu með börn í hættuhóp-
um, uni færni í vinnu með félagslega
einangraða einstaklinga, um fjöl-
skyldumeðferð og áhrif umhverfis á
aldraða með geðræn vandamál.
Skýrt var frá hópvinnu með
drykkjusjúklinga og árangur þeirrar
vinnu sýndur á línuriti.
Ljóst er að gífurleg aukning er á
starfsemi geðhjúkrunarfræðinga úti
í samfélaginu víðast um heim. Þann-
ig vinna getur leitt til þess að einstak-
lingurinn þurfi ekki á sjúkrahúsdvöl
að halda eða stytt þá dvöl til muna.
Einnig er liður í eftirmeðferð að
geðhjúkrunarfræðingur vitjar sjúkl-1
ings eftir dvöl á geðdeild og styður
hann þannig til að takast á við |
erfiðleikana í því umhverfi sem
hann þekkir.
Þessar aðferðir valda minni rösk-
un á lífi einstaklingsins og eru fjár-
fslensku þátttakcndurnir á ráðstefnunni ■ London. Jóhanna Stefánsdóttir,
Þórunn Pálsdóttir, Elísabet Ingólfsdóttir, Nanna Jónasdóttir og Björk
Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Gyðu Thorsteinsson.
hagslega hagkvæmar fyrir þjóðfélag- F.h. Geðhjúkrunardeildar
ið. Hér á íslandi er því brýn þörf á Hjúkrunarfélags íslands,
starfsemi sem þessari. JóhannaStefánsdóttir, formaður.