Tíminn - 15.10.1986, Page 1
f W ^ ^ STOFNAÐUR1917
I íminn
SPJALDHAGI
allar upplýsingar
á einum staö
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF. w'
KAUPVERÐVIÐISíMjódd
inni er, samkvæmt áreiöanlegum
heimildum Tímans, 250 milljónir
króna. Tilefni þess aö Tíminn birtir
kaupverðíð er aö eftir innblaösgrein í
Tímanum í gær barst blaðinu upp-
hringing þar sem heimildarmaðurTím-
ans tjáði blaðinu kaupverðið. Það er
sem sagt 250 milljónir króna.
MAÐUR UM um þrítugt hefur
játað á sig nauðgun á liðlega fimmtugri
konu í gamla kirkjugarðinum í Reykja-
vík nú fyrir nokkru. Hafði maðurinn
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Hann mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi
vegna kröfu um að geðrannsókn fari
fram.
UNDIRSKRIFTA-
HERFERÐ hefst í dag um allt
land. Utanríkismáladeild Flokks
mannsins skipuleggur herferðina, en
hreyfingar á borð við Græna framtíð
og Samhygð og fleiri taka þátt í þessu
átaki. Markmioið með undirskrifta-
söfnuninni er að skora á ríkisstjórn ís-
lands að friðlýsa ísland.
PRESTSKOSNING í Hruna.
hefur farið fram, en atkvæði verða þó
ekki talin fyrr en á morgun. Umsækj-
endur voru fjórir; þeir Halldór Reynis-
son forsetaritari, séra Haraldur M.
Kristjánsson, Jón fsleifsson cand.
theol, og séra Önundur Björnsson. Á
kjörskrá eru 383 og var kjörsókn um
80%.
MATTHÍAS Bjarnason sam-
gönguráðherra mun skipa efsta sæti
lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
samkvæmt prófkjöri sem þar fór fram
um helgina. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson var í öðru sæti og Einar
K. Guðfinnsson í því þriðja. Þessirþrír
fengu langflest atkvæði og var kosning
þeirra bindandi.
KVENNALISTINN mun á
laugardaginn halda ráðstefnu um at-
vinnumál í Hafnarfirði. Markmið ráð-
stefnunnar er að vekja athygli á hlut-
deild kvenna í hinum ýmsu atvinnu-
greinum og efla frumkvæði þeirra og
virkni með mótun stefnu í atvinnumál-
um þjóðarinnar. Ráðstefnan verður
haldin í húsi Slysavarnafélagsins,
Hjallahrauni 9, Hafnarfirði. Ráðstefnan
hefst klukkan 10 um morguninn og er
gert ráð fyrir að henni Ijúki klukkan 16.
MINNINGARFYRIR-
LESTUR um Sigurð S. Magnús-
son prófessor verður haldinn í
kennslusal Hjúkrunarskóla íslands á
Landspítalanum klukkan 13:15 á
föstudag. Fyrirlesturinn heldur Sir
Malcolm Macnaughton frá Glasgow
Háskóla. Sigurður lést fyrir réttu ári
síðan, þann 21. okt. 1985.
ÍRANSKUR maður sem hefur
innbrot að atvinnu varð fjórum fingrum
fátækari í gær. Dagblaðið Kayhan
skýrði frá því að fjórir fingur hægri
handar atvinnuþjófs hefðu verið skorn-
ir af samkvæmt múhameðstrú og tór
athöfn þessi fram i almenningsgarði í
Teheran.
SOVESKUR sálfræöingur hef-
ur verið dæmdur í níu ára fangelsi í
Mið-Asíuríkinu Kirgizia. Hann á að
hafa skipulagt ýmiskonar „kúrsa" t.d. í
yoga og indverskri heimspeki, tekið fé
fyrir og sængað hjá mörgum kvenkyns
þátttakendum. Dagblað í höfuðborg
ríkisins, Frunze, sagði hugmyndaflug
mannsins ekki hafa átt sér nein
takmörk.
KRUMMI
„Þá er það loksins
komið á hreint.“
Þessi ákvörðun hefur valdið mér meiri áhyggjum en jafnvel sjálfur leiðtogafundurinn, sagði Steingrímur Hermannsson er hann skýrði Tímanum
frá því að hann ætlaði fram í Reykjaneskjördæmi. (Trmamynd Pjetur)
Steingrímur fram í Reykjaneskjördæmi:
LÍFSSPURSMÁL
FYRIR FLOKKINN
- aö styrkja sig í þéttbýlinu
Steingrímur Ilermannsson til-
kynnti í gærkvöldi að hann mundi
gefa kost á sér til framboðs í
Reykjaneskjördæmi í næstu kosn-
ingum. Hann skýrði frá þcssari
ákvörðun á kjördæmisþingi fram-
sóknarmanna í kjördæminu, sem
haldið var í Hafnariirði. Allt frá
því að Steingrímur settist á þing
hefur hann verið þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis.
Nokkuð er uni Iiðið síðan fram-
sóknarmenn í Reykjaneskjördæmi {
hófu að skora á flokksformanninn
að bjóða sig þar fram, enda er
hann búsettur í kjördæminu.
Steingrímur hefur veit þessu máli
mikið fyrir sér og nú er ákvörðunin
tekin. Tíminn hafði tal af formanni
Framsóknarflokksins og spurði {
hvort þetta hafi verið erfið ákvörð- [
un og hver væri ástæða þess að
hann kysi að skipta um kjördæmi.
- Þessi ákvörðun hefur kannski
valdið mér meiri áhyggjum en
jafnvel sjálfur leiðtogafundurinn,
sagði Steingrímur. Ég er reyndar
búinn að segja aftur og aftur að ég
kysi helst að halda áfram þing-
mennsku fyrir Vestfirðinga. Fyrir
þá byrjaði ég mína þingsetu og
fyrir vestan á ég mikið af vinum og
kunningjum og góðum stuðnings-
mönnum.
Af þeim sökum hef ég til þessa
svarað þeim fjölmörgu áskorun-
um, sem ég hef fengið um að fara
fram á Reykjanesi eða í Reykjavík
með neii. En það eru æði margir
sem ekki taka það svar gott og gilt
og satt að segja hefur þrýstingur
um þetta efni aukist mjög, ekki
aðeins úr þessum kjördæmum. sér-
staklega nú úr Reykjaneskjör-
dæmi, heldur Iíka víðar af landinu.
Hclstu rökin eru þau að það sé
flokknum lífsspursmál, að styrkja
sig vel í þéttbýlinu og margir vísað
til þeirra orða minna, að í næstu
kosningum kunni á það að reyna
hvort að flokkurinn verður aftur
öflugur flokkur um Iand allt eða
heldur lítill dreifbýlisflokkur.
Framsókna rltokkurinn og boð-
skapur hans á ekkert síður erindi í
þéttbýli en dreifbýli.
Nánar á bls. 2.
OÓ
Kjördæmisþing Framsóknar í Reykjanesi:
Fjórir gáfu kost á sér
- Steingrímur hylltur meö lófataki
Á fjölmennu kjördæmisþingi
Framsóknarflokks í Reykjanes-
kjördæmi, sem haldið var í Hafn-
arfirði í gærkvöld. tilkynntu fjórir
aðilar um ákvörðun sína að fara
í framboð fyrir flokkinn í kom-
andi alþingiskosningum. Þeir
eru auk Steingríms Hermanns-
sonar, Jóhann Einvarðsson að-
stoðarráðherra, Níels Árni Lund
ritstjóri Tímans og Inga Þyrí
Kjartansdóttir snyrtifræðingur.
Þingið sem var mjög fjölmennt
hyllti Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra ákaflega eftir að
hann tilkynnti um ákvörðun sína
að bjóða sig fram f Reykjanes-
kjördæmi. Fundargestir og full-
trúar risu úr sætum og hylltu
Steingrím með dynjandi lófataki.
Einn fundargesta sem Tíminn
ræddi við í gærkvöldi sagði að
mikill baráttuandi hefði ríkt á
fundinum og tilkynning ráðherr-
ans og annarra hefði aukið við
þann baráttuanda.
Þingið sem haldið var í gær-
kvöldi er aðeins fyrri hluti. Seinni
hluti þingsins vefður haldinn
laugardaginn 22. nóvember í veit-
ingahúsinu Glaumbergi í Kefla-
vík.
Níels Ami Lund,
rítstjóri.
Jóhann Einvarðsson,
aðstoðarráðherra.
Inga Þyrí Kjartansdóttir,
snyrtifiræðingur.