Tíminn - 15.10.1986, Page 5
Miðvikudagur 15. október 1986
Tíminn 5
UTLÖND
Belgía:
Stjórnarfall vegna
tungumáladeilna ?
Krussel-Keuter
Wilfred Martens forsætisráð-
herra Bclgíu sagði á þingi í gær að
hann hefði átt fund mcð Baudouin
kóngi og lagt þar fram afsagnar-
beiðni hinnar fjögurra flokka sam-
steypustjórnar sinnar. Kóngurinn
hefur þó ekki enn ákveðið að
verða við henni.
„Hans hátign hefur ekki tekið
ákvörðun," sagði Martens í ræðu
sinni á þingi.
Tilkynning hins fimmtíu ára
gamla forsætisráðherra fylgir í
kjölfar tungumáladeilu sem sundr-
að hefur stjórninni er samanstend-
ur af hollensku- og frönskumæl-
andi aðilum.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar
sagði í gær að líklegt væri að
kóngurinn biði með í nokkra daga
að taka ákvörðun svo samningavið-
ræður um deiluna gætu átt sér stað.
Rifrildið innan stjórnarinnar,
sem samanstendur af mið- og
hægriflokkum, má rekja til upp-
sagnar frönskumælandi bæjar-
stjóra í sveitahéraði einu vegna
vanþekkingar á hollensku máli.
Þessi afsögn hefur vakið upp heitar
tungumáladeilur milli hinna
frönskumælandi vallóna í suðri og
hollenskumælandi llæmingja í
norðri.
kjölfar Reykjavíkurfundar:
Shultz vill hitta
Shevardnadze í Vín
Washington-Reuter
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í gær að stjórn
sín vildi byggja ofan á viðræður
þeirra Mikhail Gorbatsjovs Sovét-
Gyðingurinn
Wiesel hlaut
Friðarverðlaun
Nóbels
Osló-Reuter
Elie Wiesel, gyðingur sem lifði af
vist í útrýmingarbúðum nasista og
notaði fyrstur orðið „Holocaust"
(útrýming) til að lýsa drápunum á
gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni,
fékk í gær Friðarverðlaun Nóbeis
fyrir árið 1986.
Wiesel fæddist í Rúmeníu fyrir 58
árum en hefur haft bandarískan
ríkisborgararétt síðan árið 1963.
Hann sagðist í samtali við Reuter
fréttastofuna vera mjög hrærður
vegna útnefningar hinnar fimm
manna nóbelsverðlaunanefndar:
„Þetta er mjög sérstakur dagur fyrir
mig. Ég er á valdi minninganna,"
sagði Wiesel á heimili sínu í Nýju
Jórvík.
í tilkynningu nefndarinnar var
Wiesel sagður vera sendiboði til
mannkynsins og boða frið, mannlega
reisn og friðþægingu.
Wiesel hefur barist þreytulaust
gegn mannréttindabrotum og hefur
skrifað meira en þrjátíu bækur er
margar fjalla um útrýmingarherferð-
ina á hendur gyðingum á nasista-
tímabilinu.
Hann var sjálfur tekinn höndum
í heimahéraði sínu Transylvaníu
ásamt fjölskyldu sinni, þá aðeins
fimmtán ára að aldri, og sendur til
útrýmingarbúða nasista.
Egil Aarvík, formaður norsku
nóbelsverðlaunanefndarinnar,
minntist einnig á frábært starf írsku
rokkstjörnunnar Bob Geldofs er
hann tilkynnti um útnefninguna en
Geldof þótti af mörgum líklegur til
að hreppa verðlaunin fyrir söfnunar-
starfsitt íþágu sveltandi Afríkubúa.
leiðtoga og Ronald Reagans Banda-
ríkjaforseta í Reykjavík um síðustu
helgi. Hann bætti við að hann hefði
í huga að ræða við Eduard Shev-
ardnadze utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna í Vínarborg í næsta mán-
uði.
„Við verðum báðir á Vínarfundin-
um og ég er viss um að við komunt
á fundi,“ sagði Shultz í sjónvarpsvið-
tali og átti þar við fund þar sem
Helsinkimannréttindasáttmálinn
verður tekinn til endurskoðunar.
Báðir aðilar hafa gefið í skyn að
tillögur þeirra í afvopnunarmálum
liggi á borðinu og megi taka til
umræðu.
Shultz vill hitta Shevardnadze í Vín
Tanzania:
Asnalegur sparnaður
Dar Es Salaam-Reuter
Ali Hassan Mwini forseti Tanz-
aníu hvatti í vikunni alla bændur til
að notast við asna og uxakerrur til
að flytja uppskeru sína á markaði.
Forsetinn sagði beiðnina stafa af
því að þjóðin hefði ekki efni á að
sóa erlendum gjaldeyri í flutninga-
bíla og bensín.
Mwini sagði þetta í ræðu sem
hann hélt í Mekctahéraði í suður-
hluta landsins. Hann bætti því við
að ríkisstjórnin hygðist setja upp
asnaræktunarstöðvar til að hvetja
til meiri notkunar á dýrum sem
flutingsafli.
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:. 91-31815/686915
AKUREYRI:... 96-21715/23515
BORGARNES:......... 93-7618
BLÖNDUÓS:.... 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.... 96-71489
HÚSAVÍK:... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-8303
interRerrt
Fréttaskýring:
Jarðskjálftarnir auka á
vanda Duartestjórnar
Um 40% af ríkisútgjöldum fara í stríöið — Bandaríkinsendaumeinamilljóndollara
á degi hverjum til stjórnarinnar
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
San Sulvador - Reuter
Jarðskjálftarnir miklu í El Salvador
munu einungis gera stjórn Jose
Napoleon Duarte, sem bandarísk
stjórnvöld styðja, erfiðara fyrir að
binda enda á borgarastyrjöldina í
landinu og bæta fársjúkt efnahagslíf.
Þetta var haft eftir stjórnarerindrek-
um og stjórnmálaskýrendum í gær.
Embættismenn stjórnarinnar von-
ast eftir þjóðareiningu í kjölfar jarð-
skjálftans kröftuga síðastliðinn.
föstudag ( og fleiri sem eftir hafa
fylgt) sem varð að minnsta kosti 976
manneskjum að bana og hugsanlega
hátt í tvö þúsund. Líta þeir í þessu
sambandi til samstöðunnar í Mexíkó
eftir jarðskjálftana þar á síðasta ári.
Stjórnmálaskýrendur efast þó
mjög um að af þjóðareiningu verði.
„Bardagarnir halda áfram og ég
efast mjög um að vopnahlé verði
gert. Aðilar talast ekki við," sagði
einn vestrænn stjórnarcrindreki í
gær.
Vinstrisinnaðir skæruliðar Fara-
bundo Marti þjóðfrelsishersins lýstu
yfir vopnahléi daginn eftir jarð-
skjálftann en stjórnin neitaði öllu
slíku og hefur síðan sakað skærulið-
ana um nokkrar árásaraðgerðir.
Stjórnvöld eru sögð óttast mjög
að margt af því fólki sem missti
heimili sín í jarðskjálftanum í höf-
uðborginni San Salvador, allt upp í
200 þúsund manns, haldi út í sveitir
til liðs við skæruliða. Flestir þeirra
heimlislausu eru fátækt fólk.
Að minnsta kosti sextíu þúsund
manns, margir fórnarlömb hægri-
sinnaðra dauðasveita, hafa misst líf-
ið í hinu sjö ára gamla borgarastríði
í landinu.
Mikil óánægja er í EI Salvador,
bæði meðal verkafólks og hægrisinn-
aðra kauphéðna, vegna hins slæma
efnahagsástands. Duarte þarf nú að
fást við eyðileggingu upp á tvo
milljarða dollara ofan á 37% at-
vinnuleysi og 27% skerðingu á tekj-
um síðustu fimm árin.
Skæruliðar hafa gert margar árásir
á efnahagsleg skotmörk og um 40%
af ríkisútgjöldunum fara til hersins.
Af ummælum Edwin Corr sendi-
herra Bandaríkjanna í landinu má
ráða að Reaganstjórnin muni í kjölf-
ar jarðskjálftans auka fjárhagsstyrk
sinn, sem nú er um ein milljón
dollara á hverjum degi (eða rúmlega
14 milljarðar íslenskra króna á ári
hverju) til stjórnar Duarte til að hún
geti haldið uppi baráttunni gegn
vinstrisinnuðum skæruliðum.
Tannlæknastofa á Akureyri
Hef opnaö tannlækningastofu í Kaupangi viö Mýrarveg.
Viötalstímar eftir samkomulagi í síma 27070.
Haukur Valtýsson
tannlæknir.
s
CONTINENTAL
Betri barðar undir bílinn allt árið hjá
Hjólbarðaverslun Vesturbæjar, Ægissíðu 104. Sími
S 23470
—-------------i'J