Tíminn - 23.10.1986, Side 7

Tíminn - 23.10.1986, Side 7
8861 wriöHi .8S Fimmtudagur 23. október 1986 UTLÖND Mosambik: 111 llllllllllllllllllllllllllllll Utför Machels gerð á þriðjudag Lundúnir-Keuter Útför Samora Machels forseta Mósambik, sem lést í flugslysi yfir Suður-Afríku síðastliðinn sunnu- dag, verður gerð næstkomandi þriðjudag en jarðneskar leifar hans munu liggja á viðhafnarbörum þang- að til. Þetta kom fram í tilkynningu stjórnvalda í Mósambik. í tilkynningunni, sem gefin var út af framkvæmdastjórn hins ráðandi Frelimoflokks og ríkisstjórninni, var skýrt frá útfarardeginum og því bætt við að leifar Machels myndu liggja frammi á viðhafnarbörum í höfuð- borginni Maputo frá og með degin- um í dag. Tveggja mánaða þjóðarsorg er hafin í Mósambik og verða allir menningar- og íþróttaviðburðir bannaðir á þessu tímabili. Stjórnarerindrekar í Maputo sögðu í gær að það myndi reynast stjórnvöldum erfitt að halda veglega útför á þriðjudaginn. Bæði þarf að viðhafa mikla og góða öryggisgæslu og víst þykir að lélegt húsnæði, slæmar samgöngur, matarskortur og tíðar rafmagnsbilanir í höfuðborg- inni eigi eftir að valda stjórnvöldum verulegum vandræðum. Stjórnarerindrekar í Maputo sögðu í gær að það myndi reynast stjórnvöldum erfitt að halda veglega útför á þriðjudaginn. Bæði þarf að viðhafa mikla og góða öryggisgæslu og víst þykir að lélegt húsnæði, slæmar samgöngur, matarskortur og tíðar rafmagnsbilanir í höfuðborg- inni eigi eftir að valda stjórnvöldum verulegum vandræðum. Filippseyjar: Marcosi líkar illa við Marcos en Aquino gjaldkeri er ánægð Manila-Keutcr Lífið getur verið erfitt þeim Filippseyingum sem heita Ferdin- and Marcos en nöfnur Corazonar Aquino njóta mikillar hylli um þessar mundir. Nöfnur Aquino eru flestar hverj- ar ánægðar með hinar nýju vin- sældir sínar, hinsvegar hafa nafnar Marcosar fyrrum forseta kvartað yfir háðuglegri meðferð. Það var Tribune dagblaðið á Filippseyjum sem skýrði frá þessu í frétt í gær. í ríkisbanka einum í Maniluborg vinnur Corazon Aquino sem gjald- keri en Ferdinand Marcos sem skjalavörður, Corazon Aquino var venjulega kölluð „Cora“, nú ansar hún aftur á móti ekki nema kallinu „Cory“, gælunafni húsmóður sinn- ar fyrrverandi sem tók við forseta- embættinu eftir byltingu hersins gegn Marcosi í febrúar síðastliðn- um. Skjalavörðurinn Marcos er hins- vegar allt annað en ánægður með lífið: „Það er farið að grínast með nafn mitt og það hefur einnig vakið upp ótta og óvissu vegna þess að svo margt fólk hataði Marcos,“ sagði Marcos, öskureiður út í Marcos. Hópur fólks elti upp bankaræningja í Nýju Jórvík: Ahrifalaust dollarakast Nýja Jórvík-Reuter Bankaræningi komst að því í vik- unni að ekki er hægt að kaupa allt með peningum, ekki einu sinni í Nýju Jórvík. Reginald Douglas stal 643 dollur- um úr útibúi Citibank í fyrradag og hljóp af staðnum með tvo starfs- menn bankans á hælunum. Slæðing- ur af fólki tók þátt í eltingarleiknum um austursvæði Manhattan. Douglas greip þá á það ráð að henda frá sér seðlum í þeirri von að lýðurinn myndi snúa athygli sinni að þeim. Honum leist þó ekki á blikuna þegar hópurinn hélt áfram eftirför- inni og lét alla dollara lönd og leið. Þjófurinn komst inn í leigubíl en það dugði skammt, fólkið barði á rúður bílsins og kallaði til leigubíl - stjórans að maðurinn væri þjófur. Út komst herra Douglas, henti frá sér meira af peningum en var skellt í jörðina og haldið þar til lögreglan kom á vettvang. „Hann gat ekki trúað þessu,“ sagði Joseph Pollini lögregluforingi við fréttamann Reuters og sagði Douglas hafa kallað hvað eftir annað til fólksins: „Hvað er eiginlega að ykkur, takið peningana!". Sú hvatn- ing dugði þó skammt, fólkið hélt áfram að elta manngreyið. Þjófurinn Douglas er annars nokkuð bíræfinn, hefur verið tengd- ur einum tuttugu bankaránum í Nýju Jórvík og Nýju Jersey og haft út úr þeim um 50 þúsund dollara. UMFERÐARMENNING skal jafna gefa í tæka tíð. yUMFERDAR RÁD Lestunar- áætlun Tíminn 7 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem segir: hér Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell . 5/11 Gloucester: Skaftafell 29/10 Jökulfell 27/11 New York: Jökulfell . 1/12 Portsmouth: Jökulfell . . 1/12 SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU • SÖLVHÓLSGÖTU 4 PÓSTH. 1480 121 REYKJAVÍK SÍMI 28200 TELEX 2101 ¥ÍIA[R& HF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 fea FJORÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræöinga á Gjörgæsludeild F.S.A. nú þegar. Viö bjóðum upp á mjög góða vinnuaðstöðu og góðan starfsanda á bjartri og nýrri deild Sjúkraliðar Viljum ráða sjúkraliða frá áramótum 1986/1987 á eftirfarandi deildir: Geðdeild Lyfjadeild Fæðingardeild Handlæknisdeild Öldrunardeild, Sel I öldrunar- og kvensjúkdómadeild Hafið samband við hjúkrunarforstjóra og/eða hjúkrun- arframkvæmdastjóra viðkomandi deildar, sími 96- 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Landvari Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju fimmtudaginn 30. okt. og hefst kl. 20.00. Á dagskrá eru almenn félagsmál. Stjórn Landvara S CONTINENTAL Betri barðar undir bílinn ailt árið hjá Hjólbarðaverslun Vesturbæjar, Ægissíðu 104. Sími 23470 Til sölu kýr og kvígur Til sölu kýr og kvígur komnar að burði, einnig Möller mjólkurtankur 1.200 lítrar. Upplýsingar í síma 99-1061 á kvöldin. Varahlutir í MASSEYFERGUSON ágóðu verði W[i’|LAÍrt& wmf Jámhátsi 2 Simi 83266 TIORvk Ptethóif 10180 Utibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 B0RGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 SPENNUM BELTIN & sjálfra okkar vegna! aumnálin sf. Fataviðgerðir og breytingar Höfum opnað saumastofu. Tökum að okkur viðgeröir og breytingar á fatnaði. Gerum einnig við leður- og mokkafatnað Vesturgötu 53 b. — Sími 2-85-14 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.