Tíminn - 23.10.1986, Síða 8

Tíminn - 23.10.1986, Síða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoöarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-, Eflum ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið er sá fjölmiðill sem best hefur þjónað öllum landsmönnum í rúmlega hálfa öld. Það hefur tekið miklum breytingum og þróast í takt vfö þjóðfélagið á hverjum tíma. Hvað markverðasta breytingin á rekstri þess var þegar sjónvarpið hóf göngu sína fyrir 20 árum, og þegar ríkisútvarpið opnaði Rás 2. Ný útvarpslög tóku gildi um síðustu áramót. Með þeim lögum samþykkti Alþingi að einn af tekjustofnum ríkisútvarpsins skuli vera tekjur vegna aðflutningsgjalda af hljóðvarps og sjónvarpstækjum. Nú bregður hins vegar svo einkennilega við að fjármálaráðherra leggur til í lánsfjárlögum að ríkisút- varpið skuli svipt þessum tekjustofni þvert ofan í lög sem Alþingi er nýbúið að samþykkja. Ef tillaga fjármálaráðherra nær fram að ganga er verið að svipta ríkisútvarpið 50 - 60 milljónum sem áttu að fara í framkvæmdasjóð þess og nýtast í uppbyggingu og endurbætur. íPetta á að gera á sama tíma og ríkisútvarpið er að aðlaga sig breyttum reglum um starfsemi útvarps- og sjónvarpsstöðva. Einsýnt er að með þessu er verið að gera aðför að ríkisútvarpinu og virðist ætlunin að gera því ókleift mæta þeirri samkeppni sem þegar er orðin á sviði útvarps og sjónvarpsrekstrar. Hafa ber það hugfast að ríkisútvarpinu er skylt samkvæmt hinum nýju útvarpslögum að senda út tvær útvarpsdagskrár og eina sjónvarpsdagskrá árið um kring. Því er einnig ætlað að ná til allra landsmanna og sjómanna á hafi úti. Þetta kallar á að sífellt þarf að endurnýja og bæta dreifikerfi þess og má benda á að brýna nauðsyn ber til að langbylgjustöð þess verði endurnýjuð þar sem hún er að hruni komin. Afnotagjöld fyrir þjónustu ríkisútvarpsis eru nú aðeins 1525 krónur ársfjórðungslega og hefur hvað eftir annað verið farið fram á hækkun þeirra en því jafnan verið hafnað af stjórnvöldum. Þá hefur ríkisútvarpið fengið tekjur af auglýsingum en ljóst er að þær munu dragast verulega saman vegna samkeppni við nýjar útvarps og sjónvarpsstöðvar sem þjóna ekki nema hluta landsmanna. Verði nú ákveðið að skerða tekjur þessarar stofnunar enn frekar þýðir það einfaldlega að verið er að draga úr möguleikum ríkisútvarpsins til að geta sinnt því veiga- mikla hlutverki sem því er ætlað. Sú hugmynd fjármálaráðherra að selja Rás 2, er í senn vanhugsuð og óverjandi. Fjármálaráðherrann virðist ekki sjá lengra en yfir höfuðborgarsvæðið og þegar þar hefur tekið til starfa útvarpsstöð með svipað efni og Rás 2, telur hann að hlutverki hennar sé lokið og beri að leggja starfsemina niáur. Þjónusta við aðra landsmenn skiptir hann engu máli. Á það skal bent að Rás 2 er inn í miðju útvarpshúsi og dreifikerfi hennar er hluti af dreifikerfi Sjónvarpsins og Rásar 1, Þannig að óhugsandi er að hægt sé að selja hana sem slíka. Því eru hugmyndir og umræður þar að lútandi út í hött. Fimmtudagur 23. október 1986 GARRI Garri og Albert Garri hcfur oft orðið þess var að pistlar hans eru töluvert mikið lesnir, og núna var hann að rekast á áþreifanlegt dæmi þess að þeir geta haft býsna mikil áhrif líka. Þetta sýndi sig nefnilega ■ úrslitum prófkjörsins hjá sjálfstæðisniönn- um um síðustu helgi. Eins og tryggir Garralesendur minnast vafalaust lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við Albert á fimmtudaginn í vikunni sem leið með þessum orðum: „Þetta á meira að segja líka við um sjálfan Albert Guðmundsson sem Garri styður nú eindregið til áframhaldandi þingsetu eftir aug- lýsingu hans í Morgunblaðinu ■ gær. Hún var engin smásmíði, heil blaðsíða, og þar lýstu stuðnings- menn Albcrts því yfir að hann rækist illa ■ flokknum, og ekki var þar annað að sjá en að hann ætlaði að halda því áfram. Svoleiðis menn vii. Garri sjá sem flcsta þar á bæ, og hvetur hann sjálfstæðismenn nú mjög eindregið til að kjósa Albert.“ Eins og menn vita núna hafði þctta þau áhrif að sjálfstæðismenn kusu Albcrt í fyrsta sætið. Aftur er Garri óánægður með annað, sem er að Morgunblaðið hefur ekki komið auga á þetta. Morgunblaðið og Albert Eins og frægt er orðið fjallaði leiðari Morgunblaðsins í fyrradag um úrslit prófkjörsins, og þar gerð- ist það að blaðið lýsti yfir fullri andstöðu við kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Eða eins og leiðarahöfundur DV út- skýrði málið í gær, þá kom Morg- unblaðið þar fram sem málgagn flokkseigendafclagsins í Sjálf- stæðisflokknum, sem er eins og menn vita aðeins annað nafn á fégróðaöflunum sem ráða þar öllu þegar á reynir. Það var greinilega mikill hundur í leiðarahöfundi Morgunblaðsins þennan dag. Hann bendir á að úrslit prófkjörsins stafí að stórum hluta af því að söinu reglur hafí gilt í prófkjörinu nú og 1979, það er að segja að kjósendur hafí átt að raða frambjóðendum í ákveðin sæti, en heildartala atkvæða hafi ekki sagt til um úrslit. Síðan bendir maðurinn á að Albert hafí náð fyrsta sætinu með 38,1% atkvæða, en hefði heildar- tala atkvæða gilt þá hefði hann hafnað í áttunda sæti. Svona umtal um sinn mann kann Garri satt að segja alls ekki að meta. Og sama máli gegnir um þau ummæli ■nannsins í leiðaranum að af þess- um sökum blasi við erfið vígstaða Sjálfstæðisflokksins í höfuðborg- inni. Reglur eru reglur Hér gildir það að reglur eru reglur og við það verða Morgun- blaðsmenn að sætta sig eins og aðrir. Garri metur stöðuna þannig að Albert sé óumdeilanlegur sigur- vegari prófkjörsins. Og hann bend- ir Morgunblaðinu á það ■ fullrí vinsemd að það var hann sem stóð við bakið á Albert í prófkjörsbar- áttunni og gerði það mun myndar- legar en málgagn hans eigin flokks. Hins vegar viðurkennir Garri að honum er svo sem nokkuð ósárt um það sem Morgunblaðið nefnir crfíða vígstöðu Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni. Það sem hann telur skipta meginmáli er að Albert verður í fyrsta sætinu og þar með nokkuð öruggur um þingsæti áfram. Um hitt liðið á listanum er Garra eiginlega nokk sama. En hitt stendur eftir að með þessu cr Garri kominn í beina andstöðu við Morgunblaðið. Með það er hann ánægður. Það sýnir að hann berst fyrir réttum málstað. Garri VÍTTOG BREITT Kærleiksþel og ringulreið Lítillar spádómsgáfu gætti í pistli þessum í gær þegar ýjað vár að því að Guðmundur J. ætti pólitíska eyðimerkurgöngu fyrir höndum þar sem hann er svo óheppinn að vera í flokki sem hvorki umber né fyrirgefur. En það er öðru nær. Jakinn hefur nú fengið byr undir báða vængi og telur nær öruggt að hann taki þátt í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Og enn meiri og gleðilegri tíð- indi hafa gerst. Ein mesta vinátta sem um getur á íslandi síðan á dögum þeirra Gunnars og Njáls, slokknaði um skeið vegna óheppi- legra vinarbragða, er nú\ipp tekin á ný. Guðmundur J. og Albert eru farnir að tefla saman í Kringlu Alþingish'ússins og allt er komið í gamla góða horfið rétt eins og Hafskip hafi aldrei verið til og Flóridaferðin aldrei farin. Sögulegar sættir Þessar sögulegu sættir koma í kjölfar kosningasigurs Alberts Guðmundssonar um síðustu helgi og hefur sigurvegarinn endurheimt traust og aðdáun flokkssystkina sinna og það sem meira er, vináttu Guðmundar J. Upprisa Jakans er fagurt dæmi um hve smitandi bróðurþelið er. Þeir félagar hafa átt undir högg að sækja um skeið. En þegar í Ijós kom hve mikið trúnaðartraust sjálfstæðismenn t' Reykajvík bera til Alberts blómstrar vináttan og kringluskákin sem aldrei fyrr og alþýðubandalagsfólk getur ekki verið minna en sjálfstæðisfólk og eftir að Guðmundur J. hefur kann- að hug þeirra til sín og áframhald- andi þingsetu er einsætt að hann taki þátt í forvali flokks síns. DV flytur þennan fagnaðarboð- skap í gær og fimm dálka litmynd á forsíðu innsiglar vináttu og sættir fóstbræðra og flokka. Guðmundur J. fer ótrauður í framboð að eigin sögn. Báðir hafa þeir greinilega með- byr flokka sinna og það treystir þá mjög að málgögn flokkanna Morg- unblaðið og Þjóðviljinn vinna allt hvað þau geta gegn þeim. Á meðan svo er hljóta fóstbræðurnir að vera sigurstranglegir. Formaður á flækingi Fleiri tíðindi eru af framboðum. Jón Sigurðsson þjóðhagi kemur sterklega til greina sem fyrsti mað- ur á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann hefur enn ekki gefið endanlegt svar um hvort hann fýsi að leýfa krötum að kjósa Dyggur stuðningur og lífsins lystisemdir blasa nú við vinunum fornu og nýju. Tímamynd ’SVerrir. sig til ráðherradóms, en ákvörðun þar um verður tekin bráðlega. Ef til kemur mun ekki verða háð prófkjör um lista Alþýðuflokksins. Ráðherraefnið aftekur með öllu að taka þátt í svoleiðis hanaslag. Hins vegar mun flokksmaskínan stilla upp lista að gömlum og góðum sið, sem kratarnir hafa formælt lengur og meira en aðrir áhugamenn um stjórnmál. Ef Jón Sigurðsson tekur fyrsta sætið í Reykjavík er flokksformað- urinn enn einu sinni kominn á flæking. Jóhanna Sigurðardóttir víkur hvergi úr öðru sætinu og þá verður Jón Baldvin að láta sér nægja hið þriðja og er þar með orðinn vonarpeningur. Jón Baldvin missti út úr sér í sumar að hann væri til í að fara í framboð á Austurlandi og var tek- inn á orðinu og sat í þeirri súpu allt þar til Bandalag jafnaðarmanna Jón Sigurðsson í. Jón Baldvin á öruggt sæti. flækingi. lognaðist út af og þingflokkurinn skipti sér milli krata og íhalds. Formaðurinn greip tækifærið og skellti Guðmundi Einarssyni snar- lega í framboð austur á fjörðu og forðaði þar með sjálfum sér á þéttbýlismölina og í sitt eigið kjör- dæmi. Nú er formaðurinn aftur að bola sér út úr öruggu sæti þar þar sem þjóðarhagur krefst þess að hann víki. Nú verður hann enn að fara að svipast um eftir sæti á lista flokksins síns. Mikið má vænkast hagur Strympu ef honum dugir þriðja sætið í höfuðborginni til að komast á þing. En það má fara nokkra hring- snúninga áður en endanlega er skipað á alla lista. Lítið rúm mun fyrir formanninn hjá krötum á Reykjanesi. Fyrrum ráðherra sæk- ir fast á Suðurlandi. Framboð nær ákveðin í Norðurlandskjördæm- um. Þá eru Vestfirðirnir eftir. Þar eigast þeir við Karvel og Sighvatur og fara mikinn. Þarna gæti myndast glufa fyrir Jón Baldvin að smeygja sér inn um. Hann er nú einu sinni fæddur í Alþýðuhúsinu á ísafirði sem eru tneiri pólitfskir verðleikar en aðrir kratar geta státað af. En með hvaða hætti og hvar Jón Baldvin lendir endanlega í fram- boði ræður guð og lukkan. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.