Tíminn - 23.10.1986, Qupperneq 10
Hans
brotinn
Hans Guðmundsson KR-ingur
handarbrotnaði í leik KA og KR
á Akureyri í gærkvöldi og kemur
það sér vægast sagt illa fyrir
KR-liðið. „Þetta er það versta
sem gat komið fyrir okkur. Hans
var að komast í sitt gamla góða
form og verður sennilega frá í 5-6
vikur,“ sagði Ólafur Jónsson
þjálfari KR eftir leikinn.
Hans var nokkuð seinn í gang
í leiknum í gær en sýndi þegar á
leikinn leið að hann er ein styrk-
asta stoð KR-liðsins þannig að
þetta er afar slæmt áfall fyrir
KR-inga.
10 Tíminn Fimmtudagur 23. október 1986 Fimmtudagur 23. október 1986 Tíminn 11
liÍÍBlííl Ibd^ttip ■lllllllll..............................................llllllllll.....................................................................................................................................Illlllllllllllllllllllllliilllll..Illllllllllllllll......Illlllllllllllllll........................Illllllllllllllllllllllliiii,.. íþróttir ..................................................................SIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHS'........................... ................................................................. ............................................-..............
A Evrópumótunum í knattspyrnu
Evrópukeppni meisturalióa
Reul Mudrid (Spáni)*Juventu<> (Ítalíu)........................................ t*D
Vitkovicc (Tékkóslóvakíu)-l*orto (Portúg.)......................................1-0
Koscnhorg (Nor.)-Rauða Stjurnun (Júgósl.).......................................0-3
Munchcn (V-I»)-Austria Vín (Austurr.)...........................................2-0
Andcrlccht (Kelg.)-Stcuu (Rúmeníu)........... . ................................3-0
Celtic (Skotl.)-Dynarao KÍcv (Sovét.) ..........................................1-1
Bröndhy (Danin.)-Dynurao Berlin (A-P)....................................... 2-1
Evrópukeppni bikarhafa:
Rupid Vin (Austurr.)-I.okomotiv (\-Þ).......................................... 1-1
Rcal Zaragoza (Spáni)-Wre\ham (Wales) ..........................................0-0
Vitosha (Búlgariu)-Velez Mostar (Júg.)........................................ 2-0
Torpedo Moskva (Sovét)-Stuttgart (V-I»)....................................... 2-0
Katowice (Póll.)-Sion (Sviss)................................................. 2-2
Tirana (Alhaníu)-Malniö (Svíþjóö)...............................................0-3
Ajax (llollandi)-Olympiakos (Grikkl.)...........................................4-0
Evrópukcppni félagsliða (UEFA):
Groningen (Holi.)-Xamax (Sviss) ............................................... 0-0
Bevcrcn (Bclgíu)-Atlctico Bilbao (Spáni)........................................3-1
Widzew Lodz (Póll.)-Uerdingen (V-l») ...........................................0-0
Lcgina Warsaw (Póll.)-lnter Milano (ítulia) .................................. 3-2
Guimaraes (Portúg.)-Atletico Madríd (Sp.) .................................... 2-0
Gladhach (V-Þ)-Feyenoord (Iloll.).............................................. 5-1
Studcntesc (Rúmeníu)-Ghcnt (Bdgíu)..............................................3-0
Torino (Ítuliu)-Kuha Eto Gyocr (Ungv.) ....................................... 4-0
Dukla Prag ( I ekk.)-l.evcrkuscn (V-l») ...................................... 0-0
Barcclona (Spáni)-Sporting (Portúgal)...........................................1-0
Iladjuk Split (Júg.)-Plovdiv (Búlg.) ...........................................3-1
Tyrol (Austurr.)-Standard Liege (Belg.)....................................... 2-1
Göthenburg (Svíþ.)-Brandcnhurg (A-Þ)............................................2-0
Toulouse (Frakkl.)-Spartak Moskva (Sov.)........................................3-1
Dundce Utd. (Skotl.)-Craiova (Rúmcniu) .........................................3-0
íslendingaliðin:
Anderlecht vann
Steua Búkarest!
íslendingaliðunum í Evrópu-
keppninni gekk nokkuð misjafnlega
í gærkvöld, Anderlecht sem Arnór
Guðjohnsen leikur með sigraði Evr-
ópumeistarana Steua Búkarest 3-0
en Arnóri tókst ekki að skora í þeim
leik. Stuttgart sem Ásgeir Sigurvins-
son leikur með tapaði 0-2 fyrir
Torpedo Moskvu og Bayern Uer-
dingen og Atli Eðvaldsson gerðu
markalaust jafntefli við Widzew
Lodz í Póllandi.
Árangur Anderlecht verður að
teljast mjög góður og var nokkuð
sem ekki var búist við.
Reykjavíkurmótið í blaki:
Þróttur vann IS
Þrótturum tókst í gærkvöldi að
halda Reykjavíkurmeistaratitlinum
í blaki með því að sigra ÍS í æsi-
spennandi úrslitaleik sem tók nærri
tvo tíma.
Fyrir leikinn var ljóst að Þróttarar
máttu tapa aðeins einni hrinu til að
halda titlinum. Próttur vann fyrstu
tvær hrinurnar 15-13 og 15-13 eftir
að hafa verið undir mest allan
tímann. I’riðju hrinuna vann ÍS
17-15 en þá höfðu þeir verið undir
mest allan tímann. í fjórðu hrinunni
komust Stúdentar í 14-13, voru að-
eins einu stigi frá því að verða
Reykjavíkurmeistarar en eftir mikla
baráttu tókst Þrótturum að knýja
fram sigur, 16-14, tæpara gat það
ekki verið.
Víkingar og Fram léku einni í
gærkvöld og sigraði Víkingur 3-0.
þeir urðu þar með í 3. sæti.
Héðinn Gilsson skorar eiM af mörkum FH-inga í leiknum í gærkvöld.
Tímamynd Pjetur
Tíu mínútna jarðarför
- FH-ingar kafsigldu Stjörnuna á síðustu mínútunum í
Digranesi í gær og unnu stórsigur.
Einbeitingi og sigurvilji á síðustu 10
mínútunum tryggði FH-ingum sigur í viður-
eigninni við Stjörnuna úr Garðabæ í 1.
deild íslandsmótsins í handknattleik í gær-
kvöldi. Þetta var jafnframt fyrsti sigur
FH-inga á íslandsmótinu og fögnuður í
þeirra herbúðum mikill. Lokatölur urðu
31-23 eða sannkölluð jarðarför.
Það var þó ekki fyrr en á síðustu 10
mínútunum sem FH-ingar tóku á honum
stóra sínum með hjálp heilaleysis Stjörnu-
leikmannanna sem spiluðu eins og börn -
eða eigum við að segja spiluðu alls ekki.
Staðan var 22-21 fyrir FH og 10 mínútur
eftir. Áhangendur Stjörnunnar voru rétt að
byrja að hvetja sína menn eftir að hafa
hreytt í dómarana nær allan leiktímann.
Þá gerðist það. Leikmenn FH tóku uppá
því að spila mjög hreyfanlega vörn ásamt
því að halda áfram að taka tvo leikmenn úr
umferð hjá Stjörnunni eins og þeir höfðu
gert mest allan leikinn. Fjórir gegn fjórum
áttu leikmennirnir úr Garðabæ ekkert svar
og boltinn var sleginn úr höndum þeirra
hvað eftir annað. Staðan breyttist fljótlega
í 24-21 og síðan 31-22 og áhangendur
Stjörnunnar byrjuðu aftur að hreyta í
dómarana. Nágrannaslagnum lauk síðan
með 31-23 sigri Hafnfirðinga - og það
sanngjarnt þó eflaust hefði markamunurinn
getað orðið minni.
Ef rennt er yfir leikinn í stuttu máli
fram að tíu mínútna jarðarförinni þá var það
Stjarnan sem skoraði fyrsta markið og hélt
forystu í leiknum þar til FH komst yfir 9-8.
Þá misstu Stjörnuleikmenn markvörð sinn
útaf eftir að hann hafði stöðvað Þorgils
Ottar í hraðaupplaupi á mjög svo grófan
hátt. FH hafði síðan yfir í leikhléi 15-14.
Hannes Leifsson jafnaði fyrir Stjörnuna
í upphafi síðari hálfleiks en FH-ingar náðu
undirtökunum aftur og voru þetta 1-3 mörk
yfir nánast þar til á loka mínútunum 10 sem
oft er getið hér á undan. Þegar svo virtist
sem Garðbæingar væru að jafna sig aftur
þá kviknaði vel á FH-ingum og einbeiting
þeirra fleytti þeim í stórsigur.
FH-ingar tefla fram ungu liði og má segja
að allir strákarnir hafi staðið sig vel undir
stjórn Þorgils Ottars og Guðjóns Árnasonar
sem verða að teljast „gömlu refirnir" í
liðinu. Markvörðurinn Magnús Árnason
varði mjög vel og hinir héldu haus er mikið
bar undir. Það sama verður ekki sagt um
Stjörnuleikmennina. Þegar syrta tók í álinn
þá hættu þeir að spila handbolta heldur fóru
að hnoðast hver í sínu horni og það skilaði
engu nema hraðaupphlaupum fyrir FH.
Óskar Ármannsson skoraði mest Hafn-
firðinga eða 8 þar af 4 úr vítum en Guðjón
gerði 7 og Þorgils 6. Hjá Stjörnunni var
Hannes með 10 (6) en Sigurjón, sem var
þeirra besti maður eerði 5. ÞB
íslandsmótið í handknattleik 1. deild:
„Virðumst þurfa kjafts
högg til að fara í gang“
„Ég er auðvitað ánægður með stigin úr
þessum leik og leikinn sjálfan, þetta var
opinn og skemmtilegur ieikur og KA á
örugglega eftir að hala inn slatta af stigum
hér í vetur,“ sagði Ólafur Jónsson þjálfari
KR eftir að KR hafði sigrað KA 22-16 á
Akureyri í gærkvöld í 1. deildinni. Staðan
í leikhlé var 9-5 fyrir KR og segja má að
sigur liðsins hafi aldrei verið í neinni hættu.
„Mínir menn virðast þurfa að fá kjafts-
högg til að fara í gang,“ sagði hinsvegar
Brynjar Kvaran þjálfari ogmarkvörður KA
eftir leikinn, „við fengum skell á móti Fram
en unnum síðan FH. Þó skoruðum við ekki
nema 5 mörk í fyrri hálfleik hér í kvöld en
fórum svo í gang í síðari hálfleik, það
virðist þurfa hugarfarsbreytingu hjá lið-
inu.“
KR komst strax yfir með mörkum frá
Hans Guðmundssyni og Jóhannesi Stefáns-
syni. Lengst af munaði tveimur til þremur
mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, lítið var
skorað enda sóknarleikur liðanna hug-
myndasnauður svo ekki sé meira sagt, gegn
sæmilegum vömum.
1 síðari hálfleik minnkaði KA muninn í 3
mörk, 10-7 en KR-ingar náðu aftur undir-
tökunum og komust í 17-9. KA menn vom
sem svefngenglar á þessum tíma, létu hirða
af sér boltann í sókninni hvað eftir annað
og ekki var heil brú í leik liðsins. En þegar
hér var komið sögu og leikurinn raunveru-
lega tapaður fyrir KA fóru þeir að klóra í
bakkann. Þeir skoruðu 5 mörk í röð og
minnkuðu muninn í 17-14 þegar 7 mínútur
voru eftir. Þá varði Gísli Felix Bjamason
hinsvegar víti frá Guðmundi Guðmunds-
syni og Jóhannes Stefánsson svaraði með
marki úr vítakasti hinumegin á vellinum.
Hafi KA átt möguleika þá fór hann þama.
Bæði lið léku þokkalegan vamarleik á
köflum í þessum leik og markverðirnir
vörðu vel, Gísli Felix hjá KR nokkuð jafnt
en Brynjar mest á kaflanum í síðari hálfleik
þegar KA skoraði 5 mörk í röð. Sóknar-
leikurinn var hinsvegar afar slakur hjá KA
þegar á heildina er litið og þar hafði KR það
umfram sem til þurfti til að vinna.
Bestu menn KR í þessum leik voru
Konráð Ólafsson sem var beittastur í
sókninni og Þorsteinn Guðjónsson sem er
mjög alhliða sterkur spilari og grimmur í
vörn. Þá sótti Hans Guðmundsson í sig
veðrið í síðari hálfleik þar til hann meiddist
og varð að yfirgefa völlinn.
Ekki er ástæða til að hrósa neinum
leikmanni KA öðrum fremur fyrir þennan
leik, liðið var afar slakt og verður greinilega
að táka sig verulega á.
Mörk KR skomðu Konráð Ólafsson 5,
Hans Guðmundsson 5, Guðmundur Pálma-
son 3, Guðmundur Albertsson 3, Jóhannes
Stefánsson 2, Þorsteinn Guðjónsson 2,
Peter Paulsen 1 og Páll Ólafsson 1.
Mörk KA skoruðu: Guðmundur Guð-
mundsson 4, Pétur Bjamason 3, Jón Kristj-
ánsson 3, Friðjón Jónsson 2, Hafþór Heim-
isson 2 og Jóhannes Bjarnason 2.
Dómarar voru Björn Jóhannesson og
Sigurður Baldursson og voru þeim mjög
mislagðar hendur, sérstaklega Sigurði sem
dæmdi oft furðulega.
„Það er eins og við höfum gert þessum
mönnum eitthvað, þeir dæmdu á móti
okkur þegar við unnum FH á dögunum og
þeir dæmdu á móti okkur í kvöld,“ sagði
Brynjar Kvaran eftir leikinn. En slök
dómgæsla réði þó alls ekki úrslitum að
þessu sinni.
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Real Madrid sigraði
- í risaslagnum gegn Juventus -Tacconi
bjargaði Juventus frá stórtapi
Leikmenn Real Madrid tóku fé-
laga sína hjá Juventus í kennslu-
stund í knattspyrnu í Madrid í gær-
kvöldi en frábær markvarsla Stefáns
Tacconi í marki ítalanna gerði það
að verkum að sigur Spánverjanna
varð ekki stærri en raun bar vitni eða
1-0.
100.000 áhorfendur sáu þennan
bráðskemmtilega leik sem uppfyllti
allar væntingar heimamanna að því
undanskildu að mörkin létu standa á
sér.
Það var Emilio Butragueno sem
skoraði sigurmark Spánverjanna eft-
ir fyrirgjöf frá Miguel „Chendo"
Porlan.
Eftir þennan leik telja menn Ju-
ventus vera líklegra en Real Ma-
drid til að komast áfram í keppninni,
Juventus er mjög sterkt lið á heima-
velli og 1-0 tap gerir þeim lítið til.
Það má því vera að „sýnikennsla"
hins fjölþjóða Madridarliðs verði
þeim til lítils gagns, þegar á allt er
litið eru það mörkin sem telja, ekki
fegurð knattspyrnunnar.
Ekki eru taldar miklar líkur á að
Juventus þurfi að eiga við Steua
Búkarest fari svo að þeir komist
áfram, Arnór Guðjohnsen og félag-
ar í Anderlecht hafa að ölium líkind-
um séð fyrir því.
EgiU Jóhannsson Framari átti góðan leik í gærkvðldi. Hér undirbýr hann árás.
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Æsilegur Valssigur
- Höllin titraði er Valur sigraði Fram með einu marki í gærkvöldi
Það var titringur í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi þegar Reykjavíkur-
liðin Valur og Fram áttust við i I.
deildinni í handknattleik. Titringur
því þegar um fimm mínútur voru til
leiksloka var staðan jöfn 24-24 og
menn rifu hár sitt eða skegg í æsingi.
Valdimar Grímsson Valsmaður
var þó ekki taugaspenntari en svo að
hann tryggði sínum mönnum sigur-
inn með tveimur mörkunt undir
lokin á meðan Frömurum tókst að-
eins að senda knöttinn einu sinni
réttu boðleiðina. Sem sagt, 26-25
• fyrir Val í hröðum og spennandi leik
þar sem mikið var um mistök á báða
bóga.
Framarar með Danann Per Skaar-
up þjálfara og leikstjórnanda í farar-
broddi byrjuðu betur, Skaarup gaf
sendingar í bak og fyrir og virkaði
líflegur og Guðmundur A. Jónsson
í markinu varði tvö vítaskot. Er líða
tók á fyrri hálfleikinn sigu þó Vals-
menn framúr og máttu þakka það
Pálma Jónssyni sem er jafnvígur á
handbolta sem fótbolta. Pálmi skor-
aði grimmt úr hraðaupphlaupum og
Valsarar leiddu í hléi 15-12.
Síðari hálfleikurinn byrjaði með
látum, sérstaklega hjá Stefáni Hall-
dórssyni Valsmanni. Stefán fékk sitt
tækifæri til að koma inn á og skoraði
fjögur mörk á örskömmum tíma,
öflugur leikmaður með keppnisskap
mikið.
Allt virtist því stefna í sigur Vals-
manna og Jón Pétur Jónsson þjálfari
virkaði yfirmáta rólegur á hliðarlín-
unni. 23-20 þegar sjö mínútur voru
eftir en þá settu Framarar í fimmta
gír og eins og áður sagði munaði
aðeins hársbreidd að þeim tækist að
sigra Hlíðarendapiltanna í skemmti-
legunt leik.
Bæði þessi lið verða í toppbarátt-
unni í vetur ef þau spila af líkum
krafti og í gærkvöldi. Valsmenn eru
með gott lið, sérlega hættulegir í
hraðaupphlaupunum og hafa skyttur
á borð við Stefán Halldórsson og
Júlíus Jónasson sem reyndar var
langt frá sínu besta. Hann komst
ekki á blað í markaskoruninni,
aldrei þessu vant, var reyndar tekinn
úr umferð mikinn hluta leiksins og
reyndist sú aðferð Frömurum nokk-
uð drjúg.
Framliðið hefur minni breidd. Per
Skaarup sá danski er góður leikntað-
ur þó þungur sé. Sendingar hans
afbragð og varnarleikurinn sterkur.
Fyrir utan hann bera Egill Jóhanns-
son og Birgir Sigurðsson á lfnunni
hitann og þungann af spilinu. Ungur
leikmaður, Júlíus Gunnarsson skor-
aði tvö falleg mörk og er efni í
stórskyttu. Egill skoraði reyndar níu
mörk fyrir Framliðið og eyddi þess
utan ekki ntikið af skotum, ákaflega
góður leikmaður fyrir sitt lið.
Markvarsla Framara er betri en sú
hjá Val. Guðmundur A. Jónsson
fyrrum Þróttari er sterkur í Fram-
markiiru og á framtíðina fyrir sér.
Mörkin: Valur: Pálmi 6, Valdimarö
(2) , Stefán 5, Jakob 4, Þorbjörn 3,
Geir 1 og Þórður 1. Fram: Egill 9
(3) , Birgir 6, Jón Árni 4, Júlíus 2,
Per Skaarup 2, Ólafur 1 og Hermann
1.
Molar
Frá Guðmundi Fr. Jónsasyni fréttarítara
Tímans í Lundunum.
■ Manchester United hefur far-
ið fram á að fá greidd 825.000
pund (um 5 milljónir ísl. króna);
fyrir Jesper Olsen en forráða-
mönnum Borussia Mönchenglad-
bach finnst sú upphæð full há.
Allt er því enn óráðið með hvort
Olsen fer til Gladbach.
■ 15.000 stuðningsmenn Charl-
ton hafa skrifað undir lista þar
sem þeir fara fram á að Charlton
spili heimaleiki sína á The Valley
sem hefur verið heimavöllur liðs-
ins frá upphafi að undanskildu
síðastliðnu ári. Þann tíma hefur
liðið leikið heimaleiki sína á Sel-
hurst Park, heimavelli Crystal
Palace. Talið er að lagfæringar á
The Valley muni kosta um eina
milljón punda.
■ Alan Ball framkvæmdastjóri
Portsmouth var engan veginn
ánægður með framkomu stuðn-
ingsmanna Leeds í leik liðanna á
laugardaginn. Svörtu leik-
mennirnir hjá Portsmouth, Noel
Blake og Vince Hilare fengu að
heyra það hjá stuðningsmönnum
Leeds, það var öskrað og púað á
þá í hvert sinn sem þeir snertu
knöttinn í leiknum. Var haft eftir
Ball að hann hefði aldrei lent í
öðru eins og að leikmennirnir
tveir hefðu verið alveg miður sín
eftir leikinn.
■ David Pleat framvæmdastjóri
Tottenham hefur sett Paul Miller,
Danny Thomas og Chris Hug-
hton á sölulista en hann hefur
þegar selt Mark Falco til Watford
og lánað varamarkamanninn
Tony Park til Oxford.
■ Billy Hamilton, norður-írski
landsliðsmaðurinn sem hefur
spilað með Oxford síðastliðin ár
hefur orðið að leggja skóna á
hilluna vegna meiðsla.
■ Mike Fillery. Qucens Park
Rangers sem hefur verið meiddur
í bakinu síðan í apríl virðist vera
að komast í sitt gamla form aftur
því hann skoraði tvö mörk í leik
með varaliðinu í vikunni.
Blikarnir unnu Hauka
„Búnir aö fá sjálfstraustiö,“ segir Geir
„Strákarnir eru búnir að fá sjálfs-
traustið aftur, það er alveg greini-
legt. Haukarnir eru mjög erfiðir
heim að sækja og við höfum alltaf
tapað fyrir þeim hér,“ sagði Geir
Hallsteinsson þjálfari Breiðabliks
eftir að lið hans sigraði Hauka í 1.
deild karla á íslandsmótinu í hand-
knattleik í gærkvöld. „Næsti leikur
er gegn Stjörnunni 9. nóvember og
þann leik ætlum við að vinna,“ sagði
Geir.
Leikurinn fór hægt af stað, sérstak-
lega voru þó Blikarnir seinir í gang
í sókninni. Haukar komust í 2-0 og
það var ekki fyrr en eftir 13 mínútur
sent Blikunum tókst að jafna, 5-5.
Eftir það var jafnt á því sem næst
öllum tölum út hálfleikinn, staðan í
hálfleik var 11-11 og skoraði Björn
Jónsson síðasta mark Blikanna úr
vítaskoti þegar leiktíminn var út-
runninn.
í seinni hálfleik tóku leikmenn
Breiðabliks Sigurjón Sigurðsson
skyttu þeirra Haukamanna úr um-
ferð og reyndist það nokkuð vel.
Um miðjan hálfleikinn komust
Breiðabliksmenn yfir 15-16 og eftir
það tókst Haukum aðeins einu sinni
að jafna, 21-21 þrátt fyrir tilraunir
Hauka til að trufla sókn Breiðabliks
með því að taka Aðalstein Jónsson
úr umferð.
Hraðinn í leiknum jókst mjög eftir
því sem leið á hann og var oft á
tíðum mikið um mistök á báða bóga.
Markverðir beggja liða vörðu ágæt-
lega, Ólafur Guðjónsson í marki
Hauka í fyrri hálfleik og Guðmund-
ur Hrafnkelsson í Blikamarkinu í
þeim síðari. Útileikmenn beggja liða
voru svipaðir, enginn einn sem stóð
uppúr.
Mörk Breiðabliks skoruðu: Björn
Jónsson 11 (7), Aðalsteinn Jónsson i
og Jón Þórir Jónsson 4 hvor, Svavar 1
Magnússon 2, Kristján Halldórsson,
Paul Dempsey ogSigþór Jóhannsson
eitt mark hver.
Fyrir Hauka skoruðu: Árni Sverris-
son 6, Helgi Á. Harðarson 4, Sigur-
jón Sigurðsson 4 (1), Pétur Guðna-
son 3, Eggert ísdal 2, Ágúst S.
Karlsson og Sigurður Ö. Arnarson
eitt mark hvor.
Dómarar voru Guðmundur Kol-
beinsson og Þorgeir Pálsson og voru
þeir slakir.
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Víkingar sigruðu
Ármannsjaxlana
- Baráttuglaðir Ármenningar máttu þola 20-17 tap gegn íslandsmeisturum
Víkings sem sett hafa stefnuna á enn einn titilinn
Víkingar eru í sigurham um þessar
mundir. Það sýndu þeir í gærkvöldi
er þeir sigruðu Ármenninga með 20
mörkum gcgn 17 eftir að staðan í
hálfleik hafði vcrið 8-5 Hæðagarð-
spiltunum í vil.
Sigurinn vannst þó ekki á góðum
leik, reyndar voru margir Víking-
anna langt frá sínu besta, lykilmenn
eins og Árni Friðleifsson og Siggeir
Magnússon. Ármenningargenguþví
á lagið og voru reyndar nálægt því
að jafna undir lok leiksins.
Staðan undir lokin var allt í einu
orðin 18-17, áhorfendum og leik-
mönnum Víkinga til dulítillar undr-
unar því Ármenningar voru allt
annað en hættulegir í sóknarleik
sínum. Tvö mörk undir lokin náðu
Úrslit
þó að tryggja íslandsmeisturum Vík-
ings sigurinn og heldur sigurganga
liðsins því áfram.
Ármenningar léku skynsamlega
mest allan leikinn, héldu marka-
skoruninni niðri með góðri baráttu í
vörninni og löngum sóknum, reynd-
ar nokkrum sinnum svo löngum að
töf var dæmd. Liðið hefur engar
stórstjörnur en vinnur vel saman og
gæti átt eftir að reynast mörgum
stærri liðanna skeinuhætt.
Guðmundur Friðriksson varði
mark Ármenninga vel nær allan
leikinn og Theodór Jóhannesson
varamarkvörður gerði slíkt hið sama
þegar hann kom inn á undir lokin.
„Gamli jaxlinn“ Óskar Ásmundsson
lék vel fyrir Ármenninga, var þeirra
bestur auk Einars Naby sem þó var
helst til of ragur að fara upp í veruleg
skot.
Kannski hefur það dregið nokkuð
úr skotgleði Ármenninga að lands-
liðsmarkvörðurinn Kristján Sig-
mundsson varði Víkingsmarkið af
alþekktri kunnáttu. Hann varði rúm-
lega tíu skot og var mörg markvarsl-
an sem kennslubókardæmi fyrir
yngri og óreyndari menn í faginu.
Aðrir leikmenn Víkings eiga ekki
mikið hrós skilið fyrir þennan leik,
helst að Hilmar Sigurgíslason sýndi
lit auk Bjarka Sigurðssonar sem
ávallt yljar handboltaaðdáendum
með fallegum mörkum úr horninu,
sannarlega landsliðsefni á ferðinni
þar.
Mörkin: Víkingur: Karl 5 (3),
Bjarki 4, Siggeir 3, Guð. Guð. 3,
Hilmar 3, Einar 1 og Árni 1.
Ármann: Óskar 6 (5), Einar 3,
Haukur 2, Þráinn 2, Einar Ó. 2,
Friðrik 1 og Hans 1.