Tíminn - 23.10.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 23.10.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Fimmtudagur 23. október 1986 fij IANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboöum í smíði á aukabúnaði fyrir dæluprammann Trölla í samræmi við útboðsgögn 1203. Verkið er fólgið í: a) Efnisútvegunog smíði áundirstöðu undirtogvindur. b) Efnisútvegun og smíði á skutfestingu. c) Efnisútvegun og smíði átveimurflotholtum, tengislá og gálga til að lyfa sogröri. d) Efnisútvegun og smíði á framlengingarstykkjum fyrirrana og sogrör. e) Yfirborðsmeðferð stálflata. Útboðsgögn verða afhent á aðalskrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 23. október 1986 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000.- Tilboðum skal skila á aðalskrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík, fyrir kl. 14:00, fimmtudaginn 20. nóvember 1985, en sama dag kr. 14:15 verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 21. október 1986 St. Jósepsspítali Landakoti Sjúkraliðar Við höfum 2 lausar stöður sjúkraliða á lyflækningadeild 1A. Þetta er fjölþætt deild innan lyflækninga, tilvalin fyrir þá sem vilja halda við og bæta faglega þekkingu sína. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri lyflækningadeildar í síma 19600/202 milli kl. 13 og 15. Reykjavík, 23.10. 1986 Ðændur - Vélaeigendur 'U Skortir ykkur afl í snjómoksturinn eða jarðvinnsluna? • Við bjóðum einfalda lausn. 5 Forþjöppusett fyrir Massey Ferugson og Ford 5 dráttarvélar, einnig fyrir Land Rover og Toyota I díesel jeppa. ^ Einföld ísetning. 20-30% meira afl. ■ VÉLAKAUP HF. Simi 91-641045. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför Stefaníu Valdimarsdóttur Múla Biskupstungum Egill Geirsson Geir, Anna Sigríður Guðbjörg, Jónína Margrét Páll Haukur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Faðir okkar og tengdafaðir Einar Sigmundsson fyrrverandi bóndi i Kletti og Gróf Reykholtsdal verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 25. okt. kl. 14.00. Þórður Einarsson Bergný Jóhannsdóttir Jón E. Einarsson Hugrún Guðjónsdóttir Sigrún Einarsdóttir Bjarni Guðráðsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Eiríksson, fv. hreppstjóri Skeiöháholti verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 25. okt. kl. 13.30. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Jóhanna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Gleymdir fangar „Póiitískir fangar fá venjulega aöeins að vita um störf ykkar í þeirra þágu með óbeinum hætti - venjulega í hæðnisyröum fangavarðanna eða slitróttum upplýsingum frá ættingjum í stranglega ritskoðuðum bréfum. En það nægir til að veita þeim þá dásamlegu tilfinningu að þeir séu þrátt fyrir allt ekki með öllu gleymdir, að einhver sýni þeim umhyggju.“ Oft eru tungumálaerfiðleikar ennfremur til trafala. Fólk í sam- félögum sem þegar eru einangruð þjóðfélagsiega og e.t.v. iandfræði- lega, getur liðið enn frekar fyrir að kunna ekki hið opinbera mál, eða tungumál yfirvalda og dómkerfis. 1900 manns horf ið í Perú1 síðan desember 1982 Allar þessar hindranir - land- fræðilegar, tungumálalegar, þjóð- ernislegar, þjóðfélagslegar - komu skýrt fram í því sem átti sér stað í Andesfjöllum í Perú, þar sem „pólitískur herafli“ hefur átt í höggi við skæruliða sem kenndir eru við Sendero Luminoso, eða „upplýsta veginn". Stðan í des- ember 1982 er talið að um 1900 manns hafi „horfið“ eftir handtök- ur hersins. Talið er að yfir 1000 manns hafi verið teknir af lífi með skyndidómi, oft eftir pyntingar. Flest fórnarlambanna voru frá sveitabyggðum indíána, sem voru og eru enn í talsverðum mæli einangr- aðar frá höfuðborginni Lima, svo og frá öðrum helstu þéttbýliskjörn- um á Kyrrahafsströnd Perú og án sambands við alþjóðleg mannrétt- indasamtök og almenningsálitið. Mest af neyðarsvæðinu er um- hverfis Ayacucho og miðbik Andesfjalla, þar sem hálf milljón manna býr í dreifðum byggðum, aðskildum af fjallahryggjum allt að 7000 metra háum, djúpum árgilj- um og mikium fjarlægðum þar sem ar um hvarf mannsins bárust út fyrir Perú. Saga margra fanga á ncyðar- svæðinu í Perú er enn þann dag í dag aðeins á vitorði ættingja þeirra eða annarra íbúa í afskekktum sveitaþorpum, og mannréttinda- brotin sem framin hafa verið á þeim eru umheiminum ennþá ókunn. Upplýsingar Amnesty International Upplýsingarnar, sem Amnesty Internationa! tekst að afla, ná að- eins yfir lítinn hluta allra þeirra mannréttindabrota, sem framin eru, og um mörg þeirra fréttist aldrei neitt. Oft eru upplýsingarnar ekki nægilega ítariegar og erfitt um vik að bæta þar úr eða prófa sannleiksgildið með samanburði við aðrar sjálfstæðar heimildir. Yfirvöld í mörgum löndum neita að svara spurningum um meint mannréttindabrot. Af þessu getur leitt að Amensty Interationai verði að meta ástandið einvörðungu á grundvelli upplýsinga frá fórnar- lömbunum sjálfum og fjölskyldum þeirra eða vinum. Oft verða samtökin að hætta orðstír, nákvæmni og hlutleysi með því að byggja á ófullkomnum upp- lýsingum, eða að öðrum kosti að hætta lífi fanga eða kalla yfir þá frekari pyntingar, ef ekki er brugð- ist við strax. Vegna þessara hindrana eru margir starfshópar innan Amnesty lnternational beðnir að rannsaka mál fanga fremur en taka þá að sér sem samviskufanga. Slíkt starf get- ur reynt á þolrifin, því hindranirnar Að þessu sinni ætla samtökin Amnesty International að helga „gleymdum föngum“ hina árlegu „Amnesty International viku", sem haldin verður dagana 20.-26. október um allan heim. Við þetta tækifæri er vakin at- hygli á örlögum fanga frá tólf löndum. Þeir eru valdir úr hópi, sem því miður er ailtof stór og e.t.v. stærri en tök eru á að gera sér grein fyrir, þrátt fyrir víðtæka upplýsingaöflun. íslandsdeild Amnesty International hefur valið fjóra af þessum föngum til að sinna sérstaklega með bréfaskriftum til viðkomandi þjóðhöfðingja og yfir- valda. Stjórnmálamaður einn af þeim gleymdu Fyrir rúmlega tveimur áratugum var indónesískur stjórnmálabar- áttumaður tekinn fastur í hreinsun- arherferð öryggissveita og varpað í afskekkt fangelsi í þeim hluta Bornéó, sem tilheyrir Indónesíu. Þar er hann enn. Hann er nú 66 ára gamall og óttast að sér verði haldið í Balikpapan-fangeisinu í Kalim- antan a.m.k. til ársins 1999. Svart- sýni hans er ekki ástæðulaus. M.a. tók það nær 15 ár að koma áfrýjun- argögnum hans frá héraðsdómin- um, sem kvað upp dóm hans 1967, til æðri dómstóla í Indónesíu, og rúm 18 ár liðu áður en fréttir af örlögum hans náðu eyrum umheimsins. Hann var „gleymdur fangi“. Maðurinn heitir Manan Effendi bin Tjokrohardjo og mál hans er meðal tólf áþekktra í öllum hlutum heims, sem Amnesty International ætlar að draga fram í dagsljósið í októbermánuði 1986 í viðleitni sinni til að beina augum heimsins einu sinni enn að „gleymdum föngum". Þetta eru fangar, sem heimsbyggðin heyrir aldrei um eða afar sjaldan, og oft þegar hjálp er um seinan. Þeir eru fórnarlömb mannréttindabrota, verða að þola fangelsisvist, illa meðferð og pynt- ingar í algjöru vonleysi. Þeir vita að þeir eru einir, hafa engan til að áfrýja málinu eða beina þrýstingi almenningsálitsins gegn yfirvöld- um, sem hafa fangelsað þá. Þeir eru undir náð og miskunn kúgara sinna komnir. Kringumstæður slíkra fanga urðu hvatinn að stofnun Amnesty International 1961. Aldarfjórðungi síðar er vandinn enn við lýði. Leyndin, þögnin, einangrunin, óttinn og aðgerðir yfirvalda til að þagga niður upplýsingar með lög- um og tilskipunum eru allt hindran- ir í vegi tilrauna til að fræðast um örlög gleymdra þúsunda í fangels- um, vinnubúðum eða svokölluðum „endurhæfingarbúðum" og leyni- legum varðhaldsstöðum. Fangar gleymast af ýms- um orsökum Fangar geta gleymst af ýmsum orsökum. Þeir kunna að heyra litlum strjálbýlissamfélögum til, sem eru fátæk og annaðhvort huns- uð eða beitt órétti í verki af ráðandi öflum í landinu. Slíkt fólk er sér oft ekki meðvitandi um rétt sinn að lögum, og ef það er af lágum þjóðfélagsstigum eygir það ef til vill engan tilgang í að segja frá málum fanga. Á Indlandi t.d. eru mannréttindabrot á fólki úr hinum svokölluðu „óhreinu1 stétt- um og öðrum ættarsamfélögum oft iátin liggja í þagnargildi. í mörgum löndum er þannig ástatt að fólk í sveitabyggðum, sem einangraðar eru frá þéttbýlis- kjörnum, veit ekki að til eru stofn- anir eða samtök sem geta hjálpað föngum, ogsjaldnast eru til samtök í þessum byggðum sem eru þess megnug að afla upplýsinga um fanga, hjálpa þeim eða láta um- heiminn vita um handtökur og mannshvörf. fátt er um vegi. Frá hálendinu er aðeins hægt að komast fótgangandi til þéttbýliskjarnanna eða helstu borgar svæðisins, Ayacucho, og það eru margar dagleiðir. Svo er vegurin frá Ayacucho til strandar bæði langur og erfiður. Fréttum um manns- hvörfin ekki trúað í fyrstu Þegar fréttir um fjöldaaftökur og mannshvörf fóru að berast til strandhéraðanna 1983, voru þær dregnar í efa. Ekkert þessu líkt hafði gerst áður í Perú og borgar- búar áttu erfitt með að trúa fréttun- um. Flestar frásagnirnar komu frá indíönsku bændafólki af lágum stigum, - ættingjum, vinum eða nágrönnum fórnarlambanna, sem höfðu lagt á sig hina erfiðu ferð til Ayacucho og þaðan til strandar. Þeir töluðu tungu innfæddra, Qu- echua, og litla sem enga spænsku. Flestir voru ólæsir. Fáir höfðu nokkur sinni haft samband við héraðs- eða landssamtök sem gætu hjálpað. Almenningsálitið Að almenningsálitið í Perú og síðan í öðrum löndum var virkjað til að bregðast við fréttum um grimmdarverkin á neyðarsvæðinu, er lofsvert dæmi um þolgæði og hugrekki fólks á borð við eigin- konu Alejandro Huana Huana, sárafátæka átta barna móður frá Huanta-héraði, sem leitaði „horfins" eiginmanns síns í fang- eisum, lögreglustöðvum, herbúð- um og jafnvel á illræmdum „lík- haugum", eftir að menn úr öryggis- sveitunum gripu hann í júní 1983. Heryfirvöld þrættu fyrir að vita neitt um hann. Það var skotið á hana, hún var særð og hótað lífláti. Átta mánuðir liðu áður en fréttirn- geta reynst óyfirstíganlegar. Það er erfitt að vekja áhuga almennings á fanga þegar upplýsingarnar eru óljósar og engin vissa fyrir hendi um að hann eða hún séu í raun samviskufangar. Tii kynningar þarf persónulegar upplýsingar, myndir, eitthvað sem gerir venjulegu fólki kleift að sjá sjálft sig í fanganum. Aðgerðir Amnesty gegn mannréttindabrotum Það getur verið erfitt að skipu- leggja árangursríkar aðgerðir í þágu fanga fyrir utan það eitt að minna yfirvöld á með þolinmæði ár eftir ár, að slíkir fangar séu ekki með öllu gleymdir. En hversu van- þakklátt sem slíkt starf kann að virðast, þá verður aldrei of mikil áhersla lögð á mikilvægi þess fyrir fanga. f september 1983 ávarpaði fyrrverandi samviskufangi alþjóð- legan fund með Amnesty Internat- ionai og sagði meðal annars: „Pólitískir fangar fá venjulega aðeins að vita um störf ykkar í þeirra þágu með óbeinum hætti - í hæðnisyrðum fangavarðanna eða slitróttum upplýsingum frá ættingj- um í stranglega ritskoðuðum bréfum. En það nægir til að veita' þeim þá dásamlegu tilfinningu að þeir séu þrátt fyrir allt ekki með öllu gleymdir, að einhver sýni þeim umhyggju." Af framanskráðum dæmum og upplýsingum má nokkuð ráða við hvað er að glíma á sviði mannrétt- indabrota og hve nauðsynlegt það er að við, sem búum í lýðfrjálsu landi, höidum vöku okkar-stönd- um vörð um hugsjón frelsis og mannkærleika og látum í okkur heyra heima og heiman í ræðu og riti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.