Tíminn - 23.10.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 23.10.1986, Qupperneq 13
Fimmtudagur 23. október 1986 Tíminn 13 Ingólfur Davíðsson: Nokkrir hagalagðar I. „Eins dauði er annars líf“ Harðindavetur einn var svo komið fyrir mörgum á útmánuðum að þeir voru komnir í heyþurrð og fellir framundan. Jón ríki átti þó nóg hey og hugði gott til glóðarinn- ar. Dag einn var barið að dyrum hjá Jóni. Hann fer til dyra og talar við gestinn stutta stund áður er hann kallar glaðlega: Heyrðu kona, skammtaðu honum Bjössa strax í stóra nóa, hann kemur með góð tíðindi. Almenn harðindi manna á milli og þeir eru farnir að bjóða kú með kú! Nói var nafn á aski, fyrrum algengu mataríláti. Menn sátu með askana á hnjánum, lyftu lokinu og mötuðust. Sagt var um þröngsýna menn að þeir hefðu asklokið fyrir sinn himinn. Og ekki verður bók- vitið látið í askana! II. Var ekki vel boðið? Jón og Guðrún voru vinsæl efna- hjón. Þeim þótti þó nokkuð á vanta þar eð þau voru barnlaus. Jón hafði verið kvæntur áður, en einnig það hjónaband var barn- laust. Bestu vinir þeirra Palli og Sesselja voru bláfátæk, en áttu mörg efnileg börn, hið sjöunda nýfætt. Þá kemur Guðrún í heim- sókn og býðst til að taka ungbarnið í fóstur. Við þráum barn, segir hún og skulum annast það sem okkar væri, við Jón. Sesselja hugsar sig dálítið um og segir síðan: Þetta er vel boðið, en við Palli getum ekki hugsað til þess að láta barn frá okkur. En, bætti hún við íhugandi, Ég skal lána þér hann Palla!! III. „Sjaldan hef ég flotinu neitað“ Alkunn er þjóðsagan um mann- inn sem sat á krossgötum og stóðst öll freistandi tilboð vættanna, uns flot var í boði. Þá féll hann fyrir freistingunni. Unga kynslóðin skil- ur ekki þessa sögu og telur fjar- stæðu eina, nú á dögum allsnægt- anna. Afar okkar og ömmur skildu þetta aftur á móti mætavel og skal nefnt dæmi. Á kotbæ frammi í Eyjafirði, bjó öldruð einsetukona fyrir um það bil einni öld. Á fögrum vetrar- kvöldum léku krakkar sér oft á skautasvelli rétt hjá. Gömlu konunni var vel við börn- in og vildi gera þeim eitthvað til glaðnings. Hún rétti þeim stundum „namm, namm" út uni gluggann og stakk upp í þau. Var þetta kannski kandísmoli? Nei, ónei, það ar flotbiti með smjöri ofan á! Og þetta var vel þegið. Baðstofurnar voru flestar kaldar á þeim tíma. Oft engin upphitun nema af fólkinu sjálfu. Þá þótti feitur matur hollur og góður í kuldanum, jafnvel nauðsynleg kuldavörn. Og gamla þjóðsagan um flotið skiljanleg. Nú eiga langflestir heima og vinna í hlýjum húsakynnum. Lík- amlegt erfiði miklu minna en áður. Nú hæfir því betur fitulítið léttmeti og skera burt blessaða fituna af ketinu. Raunar maka margir „magra matinn" í feitum sósum og eta ósköpin öll af sætindum!! Hver verður þá útkoman? Og í fæði barna hefur kóka kóla o.fl. Þess háttar drykkir í alltof miklum mæli leyst mjólkina af hólmi. Séra Davíð Guðmundsson, faðir Ólafs, var skapríkur maður en kunni vel að hemja skap sitt. Rigningasumar eitt kom loks lang- þráður þurrkur og létu menn þá hendur standa fram úr ermum á bæjunum. Heyskaparfólkið á Hofi var eitthvað svifaseint þennan ntorgun, svo séra Davíð sárgramd- ist og gekk út þegjandi. Þcgar fólkið hafði drattast á stað til að snúa heyinu, sér unglingspiltur að prestur stcndur við bæjarþilið, hristir það og segir: „Sá sem stjórn- ar geði sínu er meiri en sá sem vinnur borgir." VI. Veðurlýsing Sunnlenskur kaupmaður á bæ frammi í Eyjafirði, leit til veðurs og sagði: Æi, hann er si svona, si svona. Hann er með „vindskýjun- um og gluggaglýjunum og rennur ræpan eftir fjöllunum." Hvernig var veðurútlitið? Um aflabrögð á Hornslrönduni. „Hann Benedikt í Vík reri með volga görn norður og niður á fulldýpi - og þ.að brá ekki síli." Hvernig voru aflabrögðin? (Ey- firskir hákarlamenn sögðu frá). VII. Heyrt og séð. Hvar? Öskur, barningur, lendavagg, læti, linnulaust kroppadill, sárlaus kundakæti! Hvað er iðnaðarpopp-og rokk? Biddu fyrir þér! brokk og skokk og sjokk! Mynd sýnir borðað með gömlum hornspæni úr um 140 ára gömlum svarfdælskum aski. IV. Komið úr kaupstað Síðdegis stóð ég, 6 ára barn, í hlaðvarpanum á Ytri-Reistará og 'starði undrandi á ríðandi mann sem fór fetið út þjóðveginn. Mað- urinn sneri öfugt á hcstinum og ■ hélt í reiðann! Þetta er bara hann Ellindur gamli, sagði vinnukonan. Karlinn er að koma góðglaður frá , Akureyri og veit að hesturinn ratar heim. Nokkru síðar var rjálað við útidyrahurðina á Reistará seint á dimmu haustkvöldi. Úti fyrir stóð maður, sem tautaði eitthvað um gistingu og rétti fram lúkurnar með grænsápuböggli í hálfrifnum pappír. Maðurinn kom frá Akur- eyri og var á leið út á Strönd til gistingar, en komst ekki lengra í bráðina. Hann hafði farið af baki á Reistarármelum til að létta á sér og sofnað. Fann svo hvorki reiðhest né klyfjahest og hafði týnt öllum varningnum nema grænsápu- bögglinum! Bæði hestar og góss fundust morguninn eftir.. Það var mikið drukkið í þá daga; það er að segja karlarnir drukku alloít, en þá sást varla nokkur kona né únglingur með víni. Þetta var því skömminni skárra en nú. Engin fíkniefni. V. Vasaklútur Ólafs Davíðssonar o.fl. Sagan gerðist á Garði í Kaup- mannahöfn fyrir löngu. Kunningi Ólafs ætlaði á ball, en sér á seinustu stundu að hann vantaði vasaklút og leitar til Ólafs. Jú, sjálfsagt. Ólafur lánar honum klút. Daginn eitir kemur kunninginn sárgramur og kveður Ólaf hafa brugðist sér illa, lánað sér óhrcinan tóbaksklút. Nú hvað cr þetta, svarar Ólafur, klúturinn varnýmulinn! Ólafurgat veriö smáglettinn. Einu sinni sátu þeir Stefán kenn- ari og Ólafur yfirgóðum veigum og bar margt skcmmtilegt á góma. Segir þá Stcfán hlæjandi: Er ég ekki fjarskalega góður maður? „Ekki ertu maður heldur ertu menni". Já.góðmcnni segirStefán. Nei skítmenni! Bæta má því við, að þeir Ólafur og Stefán voru góðkunningjar og mátu hvor annan ntikils bæði fyrr og síðar. Garöbúar íslenskir sátu á léttu hjali og ræddu um hvað mönnum þætti best í lífinu. Voru skoðanir ærið skiptar og misgóðar undirtekt- ir. Einn kvað sér líða best í faðmin- um á unnustu sinni og var klappað fyrir því. En þá segir Ólafur: Ég hcld rnér þyki best að míga og skíta, þegar mér er brátt!! Askurinn er svarfdælskur, frá um 1850 að talið er. Hornspónninn er frá þessari öld. Fiskeldi: Birtir til á laxamörkuðum Norðmanna Þær fréttir flytur septemberblað Norsk Fiskeoppdrett, að sala á laxi hafi byrjað að vaxa í síðustu viku ágústmánaðar eftir að hafa verið f „botni" 2-3 mánuði þaráður. Þannig tóku vel við sér markaðir í Þýska- landi, Frakklandi og Englandi, en salan í september tvö til þrefaldaðist frá því sem hún hefur verið í sumar. Laxasölum virtist sem að léttara væri nú undir fæti með afsetningu á laxinum og á góðu verði. Markaðir bæði austan og vestan hafs væru að komast í eðlilegt horf að nýju. í norska eldisblaðinu er haft eftir framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu Norfood Group að horfur séu á, að erfiðleikar gætu orðið með að skaffa lax fram að jólum. Birgðir af laxi í frysti væru orðnar litlar og því sá birgðavandi leystur. Nú væri þegar byrjað að slátra laxi úr nýjum ár- gangi og menn merktu aukna eftir- spurn og gerður ráð fyrir hækkandi verði. Reglur um lágmarksverð gefa góða raun Meðan laxaverðið var í botni, reyndu ýmsir að losna við lax á lægra verði en reglur um lágmarksverð kváðu á um. Til þess að komast í kringum reglurnar í Noregi, buðu menn t.d. frían flutning á fiskinum á sölustað. í leiðara Norsk Fiskoppdrett er fjallað um þetta mál og þar segir, að slík vinnubrögð byðu upp á þá hættu að erfiðleikatímabilið f laxasölunni lengdist. Reglur um lágmarksverð í Noregi á laxi hafa verið í gildi í mörg ár og gefið góða raun segir ennfrem- ur f leiðara blaðsins. Það eru fi- skeldismenn sem hafa komið sér saman um þessa stefnu og þeim ber því að fylgja henni. Hins vegar hafa margir fiskeldismenn brugðið á það ráð að fara í kringum reglurnar og hlaupið þannig frá ábyrgðinni, sem þeir tóku á sig, segir þar ennfremur. I fyrrgreindum leiðara er einnig fjallað um gæði eldisiaxins og undir- strikað hversu mikilvægt það sé, að framleiða góða vöru. Þess hafi orðið vart að ýmsir hafi slegið slöku við í þessu efni í velgengninni undanfarin ár. Þetta geti ekki gengið lengur því nú sé svo komið að fleiri og fleiri kaupendur spyrji um framleiðanda laxins, sem þeir hyggjast fá, og þá njóti þau merki góðs, sem þekkt séu fyrir gæðavöru. Fimm nýjar seiðaeldis- stöðvar á Finnmörku Við höfum áður getið þess hér í blaðinu að Norðmenn keppi nú að því að verða sjálfum sér nógir um laxaseiði til eídis í sjókvíum. Á Finnmörku í Noregi hefur Þróunar- sjóður byggðarlagsins veitt fjár- stuðning til fimm nýrra seiðaeldis- stöðva. Heildarframleiðslugeta stöðva þessara er um 3,1 milljón „smolt" eða gönguseiði. Fyrir voru tvær seiðaeldisstöðvar í héraðinu, sem Þróunarsjóðurinn hafði veitt stuðning, og framleiðslugeta þeirra stöðva 800 þúsund gönguseiði. Um það bil 30 aðrir umsækjendur á Finnmörku stefna að því að byggja seiðaeldisstöðvar. Gert er ráð fyrir að fram til 1990 rnuni eftirspurn eftir gönguseiðum verða 3 millj. g. seiða. Röng stefna að miða við framleiðslumagn Takmörkun á stærð eldisstöðvar í Noregi tengd framleiðslumagni er röng stefna, segir danskur fiskeldis- maður í samtali við Norsk Fiskoppd- rett. Takmörkun þessi á að vera bundin við fóðurmagn, sem nota má í stöðinni. Það er K.I. Dahl Madsen sem heldur þessu fram og hann segir, að í Danmörku gildi einmitt sú regla, og hún varði einnig fóðrið sjálft, þ.e. hvort það sé ríkt af eggjahvítuefni eða fitu. Nánast sé grundvöllurinn tengdur hitaeining- um fóðursins. í Danmörku sé að meðaltali notað um 1,8 kíló af fóðri til að framleiða eitt ktló af fiski og hjá kvíaeldismönnum sem eru út- sjónarsamir með fóðrun fer fóður- notkun til að ná einu kíló í fiski minnkandi. Hins vegar detti þeir eldismenn, sem ekki ná árangri á þessu sviði, út úr greininni því að reksturinn verður þcim ofviða þar sem fóðrið er stærsti kostnaðarliður- inn. Madsen hinn danski lýsir yfir mikilli aðdáun á þeim góða árangri, sem Norðmenn hafi náð skjótt í sjókvíaeldinu og hversu vel þeim hafi tekist að samhæfa framleiðsluna markaðnum. í öðrum löndum hafi slíkt ekki tekist fyrr en eftir nokkrar misheppnaðar atrennur. Ofsetning seiða og sóun á fóðri Það er margs að gæta í fiskeldi. Þannig vekur Madsen einnig athygli á því, hversu óheppilegt það sé þegar tilviljunarkennd vinnubrögð í eldi ráði ferð. Hann bendir í því sambandi á eldismenn sem séu með of mikinn seiðaþéttleika í eldinu og noti of mikið fóður. Hætt sé við að slíkt ráðslag haldi áfram meðan að í gildi séu reglur um lágmarksverð. Menn hagnist vel hvernig svo sem að verki sé staðið. f velþróuðu markaðskerfi, cins og því danska, gætu slíkir hlutir einfaldlega ekki gerst, segir Dahl Madsen að lokum í viðtali við hið norska fiskeldisblað. - Á þessu má sjá, að skoðanir eru skiptar um stjórnun fiskeldismála og á fyrirkomulagi við sölu á laxi. eh.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.